Dagur - 06.04.1982, Blaðsíða 12

Dagur - 06.04.1982, Blaðsíða 12
STIL sniðin margeftir- spurðu komin aftur Apríl og maí bókin í McCall komin Hvítt (^irzbet^) postulín Bollapör, vasar og kertastjakar Verðum með þetta vinsæla postulín í miklu úrvali Sodal eldhúsvara Bollapor, tekatlar, sykursett, smjörkrúsir, kertastjakar, könnur, bakkar og baukar. Metravara, dúkar, svuntur, pottalappar og grillhanskar. Sumarefni í allan fatnað í úrvali jj • j Opið á laugardögum. alltmsauma emman SKIPAGATA 14 B - SÍMI 96-23504 PÓSTHÓLF 84 - 602 AKUREYRI Öll þjónusta Meö endurnýjuðum kröftum veitum viö alla þjón- ustu varöandi uppsetningu og viðhald á kæli- og frystikerfum, viögeröir á kæliskápum og frystikist- um. Hönnun og ráögjöf. Ávallt fyrirliggjandi helstu varahlutir. Vélsmiðjan Oddi hf., sími 21244. Utan vinnutíma: sími 22853, Elías Þorsteinsson. Ávinnsluherfi TIL AFGREIÐSLU STRAX Venjuleg ávinnsluherfi, 10X7,5 feta KAUPFE LÖGIN Véladeild t Sambandsins Ármúla 3 Reyk/avik Simi 38900 UM AUTLAND Fóstrur - Fóstrur Á Akureyri vantarfóstrurtil starfa. Einnig forstööu- menn fyrir leikskólana Lundarsel frá 1. maí og Iða- velli frá 1. ágúst. Upplýsingar um störfin gefnar á Félagsmálastofn- un Akureyrar, sími 25880, þriöjud., miðvikud. frá kl. 10-12 og fimmtud. kl. 1-2. Umsóknarfrestur er til 1. maí 1982. Dagvistarfulltrúi. f Minning: Karl Vernharð Þorleifsson Fæddur 5. janúar 1926 - Dáinn 1. mars 1982 Allir hafa átt sér einhvern tíma vor. Allir íþessum heimi mismörg ganga spor. og einn er endir á öllum lífsins leidum. Karl Vernharð Þorleifsson, bóndi Hóli Dalvík, hefur nú gengið þá götu til enda þar sem jarðvist okk- ar allra lýkur eftir mislanga göngu. Örlögin eru úndarleg og erfitt reynist mannskepnunni að ráða gátu þessa lífs. Karl Vernharð Þorleifsson var fæddur 5. janúar 1926 á Hóli Dalvík. Dáinn 1. mars 1982 s.st. Karl var sonur Þorleifs Kristins Þorleifssonar fyrrum bónda á Hóli og konu hans Svanhildar Björnsdóttur. Hann var einn af átta börnum þeirra hjóna. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum á Hóli og vann við bústörfin með þeim alla tíð þar til hann tók við búinu af þeim árið 1958 og eign- aðist jörðina um líkt leyti og bjó þar alla tíð síðan, með börnum þeirra. Karl var góður og farsæll bóndi. Hann var næmur á eðliskosti og afurðasemi síns búfénaðar og hafði alla tíð af honum góðar nytjar og varð aldrei fyrir búsifj- um. Meðal annarra búgreina rak Karl hænsnabú sem gerði honum m.a. kleift að fullnægja einum þætti í sínu eðli, gjafmildinni, og munu mörg eggjakílóin í hans búskapartíð hafa farið frá Hóls- heimilinu í ýmsar áttir án endur- gjalds, og var mitt heimili meðal annars æði oft aðnjótandi þessara eðlislægu kosta Karls. Það var oft gestkvæmt á Hóli. Þar komu margir og þáðu góð- gerðir. Karl var veitull og við- ræðugóður. Kona hans einnig með sinn sérstæða myndarskap í framreiðslu. Þar voru veitingar ekki skornar við nögl. Karl var hlédrægur maður og tranaði sér ekki fram né tróð á tám síns sam- ferðafólks. Hann var ekki einn af þeirn sem auðgaði sig eða umbylti búrekstri sínum með sparifé ann- arra eins og algengt hefur verið á. undanförnum árum, af allra stétta auðshyggjufólki. Nei, hann bætti og rak sitt bú og heimili af eigin afrakstri, hyggjuviti og dugnaði. Karl fór með hreint borð úr þess- um heimi, skuldaði aldrei neinum neitt, og var alla tíð heldur veit- andi en þiggjandi. Þjóðfélagið væri betur statt í dag ef megin- þorri þegna þess væri þannig þenkjandi. Karl hafði fínbyggða en létta lund og var næmur á hið afbrigðilega í samfélaginu. Hann hafði mikla líkamsburði sem kom oft berlega í ljós í hans daglegu störfum. Hann var ákaflega af- kastamikill 'og hirðusamur verka- maður svo eftirtekt og undrun vakti hjá þeim sem best til þekktu og mun hann ekki hafa ætlað sér oft á tíðum af í þeim efnum þar sem hann gekk ekki heill til skógar nú í seinni tíð og lést hann á heimili sínu við störf síðla kvölds. Hann var fljótvirkur og stórvirkur í heimabúnaði eins og honum var eðlislægt og hóf þegar göngu með rísandi sól á vit hins ökunna Og horfinna áa og ástvina. Við hin daglegu störf á heim- ilinu naut Karl aðstoðar og dugn- aðar konu sinnar og barna, sem lágu ekki á liði sínu að halda uppi reisn og myndarskap þessa gamla ættarseturs. Karl var góður heim- ilisfaðir og voru þau hjónin sam- hent að veita börnum sínum gott og heilbrigt uppeldi og hvöttu þau til dáða með ýmsu móti. Því hefur sú hvatning nú þegar borið góðan árangur enda eðli og efniviður góður í þeim systkinum öllum. Stundum er sagt að maður komi í manns stað. Það mun rétt vera að heimurinn ferst ekki þó ein góð sál hverfi af sjónarsvið- inu. Hins vegar hefur hver maður sinn lit ef svo má segja og Karl bar lit af sinni skapgerð, lífsreynslu og umhverfi sem sést ekki meir. Margur mun sakna vinar, rabb- stunda, veitinga og viðskipta við fráfall hans. Þessar fátæklegu lín- ur eiga að færa eiginkonu hans, Önnu Jóhannesdóttur, og nán- ustu ættingjum hins látna innileg- ar samúðarkveðjur. Kristinn Guðlaugsson. Leyfi til pylsu- sölu úr vagni Bæjarstjórn Akureyrar hefir samþykkt aö auglýsa eftir umsóknum um leyfi til pylsusölu úr vagni á miðbæjarsvæðinu. Leyfiö miöast við aö salan fari fram á venjulegum afgreiðslutíma verslana og ber aö greiða sérstakt leyfisgjald í Bæjarsjóö. Umsóknir sendist undirrituöum fyrir 20. apríl næst- komandi. Akureyri, 2. apríl 1982. Bæjarstjóri. Eitt það giæsttegasta í optik-heiminum Við bjóðum eitt vandaðasta og besta úrval umgjarða og sjóngierja hérlendis frá framleiðendum eins og Rodenstock, Hampel og Nigura. Sérstakiega gott úrval barna og unglinga umgjarða. Þjónusta Afgreiðum gleraugna- reseptin samdægurs. Lögum að kostnaðarlausu gleraugu meðan beðið er. Tilboð Við viljum að gefnu tilefni vekja athygli á því að hjá okkur er tii takmarkaó eldri umgjarða sem við bjóðum nú fyrir kr. 400 með hvaða ólituðum sjón- glerjum sem til eru á lager. Til Dalvíkinga: Verðum á Dalvík alla þriðjud. i Heilsugæslustöðinni milli kl. 2-4. Öll almenn gleraugnaþjón usta. magn Glæsilegt úrval - góð þjónusta. Karl Daviðsson. Gleraugnaþjónu/tcm SKIPAGATA 7 - PÓSTHÓLF11 - 602AKUREYRI - SÍMI24646. 12-PÁ6yR-6;’apriMSt82 l U li 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.