Dagur - 08.07.1982, Blaðsíða 8

Dagur - 08.07.1982, Blaðsíða 8
Akureyri, fímmtudagur 8. júlí 1982 MONRO-MATIC ® SHOCK ABSORBER HÖGGDEYFAR í FLESTA BÍLA Léleg berja- spretta enn eitt árið? Norðurland: Hevskapur verður víða seint áferð Þórður ráðinn bæjar- stjóri Bæjarstjórn Sauðárkróks ákvað á fundi sínum sl. þriðju- dag að veita Þórði Þórðarsyni úr Kópavogi, stöðu bæjarstjóra en eins og skýrt var frá í síðasta blaði sóttu 8 manns um stöð- una. Þórður er 32 ára, kvæntur og þriggja barna faðir. Hann starfaði áður sem dómari hjá fíkniefna- dómstólum. Eins og kunnugt er voru bæjar- stjórnarkosningar á Sauðárkróki kærðar á sínum tíma. Þær voru úrskurðaðar löglegar hjá lögfræð- ingum og var kærunni þá vísað til félagsmálaráðuneytisins. í bréfi skrifuðu 24. júní í félagsmála- ráðuneytinu er þessi úrskurður staðfestur og kosningarnar dæmdar löglegar. Malbikað áDalvík í sumar verða á Dalvík malbik- aðar 5 götur, Dalbraut, Sunnu- braut, Drafnarbraut, Oldugata og Bárugata einnig að hluta. Einnig verða malbikaðar marg- ar gangstéttir og skipt um jarð- veg í einni götu. Að sögn Kristjáns Ólafssonar, forseta bæjarstjórnar, mun Byggðasjóður ekki veita fé til gatnaframkvæmdanna fyrr en í apríl á næsta ári. „En það kom ekki í ljós fyrr en við vorum búnir að ganga frá fjárhagsáætluninni fyrir árið. Við munum reyna að fjármagna þessar framkvæmdir með skammtímalánum þar til Byggðasjóður getur keypt af okk- ur skuldabréfin, en það mun ekki geta orðið fyrr en í april á næsta ári.“ Kristján sagði óhætt að reikna með að vel tækist að fjár- magna gatnaframkvæmdirnar með skammtímalánum. Um kl. 1.30 í gær varð alvar- legt umferðarslys á mótum Hörg- árbrautar, Höfðahlíðar og Stórholts. Fólksbíl, sem ekið var austur Höfðahlíðina, var ekið í veg fyrir jeppa, sem kom norður Hörgárbraut. í fólksbílnum voru tvær konur auk bílstjóra og slös- uðust konurnar báðar allmikið, en þó ekki lífshættulega. Bílstjór- ann sakaði þó ekki. I jeppanum var einn maður og slapp hann ómeiddur. Ég man ekkí eftir því áður að menn hafi svo almennt óskað eftir rigningu eins og nú,“ sagði Haraldur Þórarinsson Kvistási Kelduhverfi, í samtali við blað- ið sl. þriðjudag. „Óskir manna hafa þó ekki bor- ið árangur fyrr en nú um helgina." Haraldur sagði úrkomuna hafa verið 5.2 ml í síðasta mánuði og hefði mest af því komið 2 fyrstu dagana. Sums staðar hefði jörðin verið byrjuð að springa af þurrki og í úthaga hefði þyrlast upp ryk við hvert fótmál. „Það komu þó skúrir nú um helgina en það væri ákaflega rangur fréttaflutningur að segja að hér hefði rignt jafnt yfir réttláta og rangláta," sagði Haraldur ennfremur. „Það er eig- inlega ekki fyrr en í dag sem rignir eitthvað. Ég fór fyrir viku suður í forvöðin og gat ekki betur séð en gróður væri þar stórlega skemmd- ur af þurrki og ég held að óhætt sé að segja að víða megi sjá skemmdir á aðalbláberja- og blá- berjalyngi sökum þurrksins. Það komu nokkrar frostnætur í vor og hræddur er ég um að berjasprett- an verði lítil af þeim sökum. Það er samt of snemmt að spá um það en ef svo fer sem horfir verður þetta fjórða árið í röð sem berja- sprettan bregst.“ Haraldur sagði töluvert hafa komið af ferðamönnum í Ásbyrgi það sem af er sumri og hefði mikil aukning verið á þeim í síðustu viku. Umgengnin hefur verið ágæt og er ekki undan neinu að kvarta í þeim efnum. Segja má, að heyskapur hefjist ekki almennt á Norðurlandi fyrr en um miðjan mánuðinn eða jafnvel eitthvað síðar. Það sem aðallega veldur eru kuldar I vor og eins hitt, að úrkoma hefúr nánast engin verið upp á síðkastið. Einna best virðist ástandið vera í Mið-Eyjafirði. Að sögn Ævars Hjartarsonar hjá Búnaðarsam- bandi Eyjafjarðar er sláttur haf- inn nokkuð víða á Svalbarðs- strönd og í Öngulsstaða- og Hrafnagilshreppum og eitthvað örlítið í Glæsibæjar- og Skriðu- hreppum. Ástandið er hins vegar ekki jafn gott í innanverðum Eyjafirði og eins utarlega. Teitur Björnsson á Brún í Reykjadal tjáði Degi, að þar eystra væri sláttur ekki hafinn og ætti það bæði við um Norður- og Suðursýsluna. Teitur sagði, að það sem bændur þar vantaði nú sárast væri rigning, en veðurguð- irnir hafa ekki verið örlátir á regn við þá Þingeyinga. „En ef rignir og hlýindi haldast, þá er ekki lengi að koma gott gras,“ sagði Teitur. Sömu sögu er að segja úr Skagafirðinum og vestan úr Húnavatnssýslum. Heyskapur hefst ekki almennt fyrr en um eða eftir miðjan mánuð. Ástandið virðist því best á Mið- Eyjafjarðarsvæðinu og sagði Ævarr Hjartarson, ráðunautur, að ef tíð yrði sæmileg, þá mætti búast við sæmilegu heyskaparári í Eyjafirði í sumar. -1 ■pr- ? nfT TT? m iJ/ili lll JSl JUJ m # Flugleiðum að þakka eða kenna íslendingar eru ákaflega ferðaglaðir menn og eru á þeytingi til útlanda allan árs- ins hring. í vor var óvenju- mikið framboð á styttri ferðum, 3-5 daga ferðum sem voru farnar í kringum helgar. Komust margir til útlanda fyrir gott verð, fólk sem margt hefði ekki farið í lengri utan- ferð á árinu. Það var því ákaf- lega furðulegt þegar for- svarsmaður einnar ferða- skrifstofunnar í Reykjavík sagði raunamæddur í sjón- varpsviðtal! að þetta væri Flugleiðum að kenna. Fólk myndi ekki fara í aðra ferð á árinu. Þessi maður er tals- maður fyrirtækis sem auglýs- ir að það vilji gera allt fyrir fólkið. Forsvarsmaðurinn misskilur dæmið hinsvegar hrapalega. Það er Flugleiðum að þakka að fólk gat farið í þessar stuttu ferðir, fólk sem að öðrum kosti hefði setið heima allt árið. # Hell Drivers Hinir „heimsfrægu" ökuþórar Hell Drivers voru á ferð á Ak- ureyri um helgina og héldu þar eina sýningu. Reyndar munu Hell Drivers hvergi vera heimsfrægir nema á islandi enda er sýning þeirra ekkert stórkostlegt upplifelsi. Ekki vantar þó augiýsingaþvargíð í kringum þetta allt saman. # Gróa á Leiti Sögusagnir þess efnis, að ungi maðurinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna bíl- þjófnaðar, kunnl að vera við- riðinn innbrotin í Bílaleigu Akureyrar í vetur ganga nú um bæinn Ijósum logum. En samkvæmt heimildum, sem telja verður áreiðanlegar, get- ur það alls ekki verið, því að hann mun hafa verið staddur erlendis, þegar innbrotin voru framin. „Gróurnar“ verða því að finna sér eitthvað annað... # Ábendingtil ,Skotastúkugesta‘ Það er ávallt hvimleítt að sjá hóp manna hanga fyrir utan knattspyrnuvöllinn, sem ekki tímir að greiða aðgangseyri. Eru stæði þau sem þessir menn velja sér fyrir utan völlinn, oft nefnd “Skotastúk- an“ og er það vel. Það var því vel til fundið hjá einum af starfsmönnum vallarins ( fyrrakvöld er hann sendi „Skotastúkugestum“ orð- sendingu um hátalarakerfi vallarins er hljóðaði eitthvað á þessa leið: „Það er margt fólk sem hefur ekki greitt að- gangseyri en stendur fyrir utan völlinn og fylgist með leiknum. Þetta fólk er senni- lega ókunnugt í bænum og því vil ég benda því á að það er miðasala sunnan við völl- inn og önnur norðan við völlinn ...“ - Kom nokkuð los á „skotana“ við þessa send- ingu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.