Dagur - 10.08.1982, Blaðsíða 12

Dagur - 10.08.1982, Blaðsíða 12
NYLONHÚÐAÐAR GRJÓTHLÍFAR FRAMAN Á BÍLA. S r- a s i «s Heyskap að Ijúka í Skaga- firði Heyskapur hefur gengið mjög vel í Skagafíröi að undanförnu og eru margir bændur um þaö bil að Ijúka heyskap, eða eru vel á veg komnir. Tíð hefur verið mjög góð og segja má að heyin hafi verið „hirt upp eftir hendinni" eins og við- mælandi okkar orðaði það. Hey virðast vera mjög góð og víðast hvar er spretta mjög góð. Þetta lítur því ákaflega vel út í Skaga- firði og bændur þar eru bjartsýnir á að minna þurfi að kaupa af fóð- urbæti í vetur en undanfarin ár. Verkmenntaskólinn á Akureyri. Verkmenntaskólinn á Akureyri: Loðdýrarækl í Skagafirði: Gotið í vor tókst vel „Það eru 10 bú hér í Skagafírð- inum sem eru með loðdýra- rækt, eitt þeirra, Loðfeldur, er með mink en hinn öll ref,“ sagði Einar Gíslason á Syðra- Skörðugili í Skagafírði er við ræddum við hann, en Einar er formaður Loðdýraræktarfélags Skagafjarðar sem stofnað var á sl. hausti. Tvö af þessum refabúum eru á öðru ári en hin hófu starfsemi sl. haust og þar hefur ekkert verið depið enn sem komið er. Alls eru á þessum búum um 375 læður. Við spurðum Einar að hvaða mál- um Loðdýraræktunarfélag Skaga- fjarðar hafi aðallega starfað síðan það var stofnað. „Félagið gekkst fyrir kaupum á smááhöldum til búrasmíði sem aðilar að því eiga sameiginlega. Þá hefur félagið keypt tæki sem notuð verða við skinnaverkunina þegar kemur að slátrun í haust. Pá hefur félagið annast sameiginleg innkaup á fóðri, en öll refabú kaupa fóður frá Loðfeldi.“ Einar sagði að gotið í vor hafi tekist mjög vel og menn væru því bjartsýnir varðandi slátrunina í haust, en hún fer fram síðari hluta nóvember og í desember. „Allri vinnu við sauðfjárslátrun er því lokið þegar að slátrun refsins kemur svo þetta fellur vel saman,“ sagði Einar. Kennsla hefst í haust Grað- foliá 18.500 kr! Nýlega var haldið uppboð á hrossum í Staðarrétt í Skaga- fírði. Þórður Þórarinsson í Ríp er að hætta búskap og hugðist selja um 60 hross. Talsverður fjöldi fólks mætti á uppboðið en ekki voru margir sem buðu í hrossin. Rúmlega helmingur hrossanna seldist og fór tveggja vetra graðfoli fyrir hæsta verð, 18.500 krónur. Fjög- urra vetra geldar merar, tamdar, fóru á um 17.000 kr., veturgömul tryppi á um 4 þúsund krónur. Fullorðnar geldar merar seldust ekki, en hinsvegar fullorðnar merar með folöldum. „Við vitum ekki annað en að kennsla hefjist í þessu 800 fer- metra húsnæði sem er í bygg- ingu í haust en það er húsnæði fyrir málmiðnaðardeild. Við reiknum með að fara þar inn í september og þegar húsnæðið verður fullbúið verður þarna aðstaða til að kenna um 70 nemendum verknám málmiðn- aðar“ sagði Aðalgeir Pálsson skólastjóri Iðnskólans á Akur- eyri í samtali við Dag. „Það verða tvær grunndeildir sem byrjað verður með í haust og ein framhaldsdeild í málmiðnaði. Þá verður komið tveggja ára verk- nám sem verður fyrsta tveggja ára verknámið á Akureyri í málmiðn- aði. Um framhaldið er ekki hægt að segja en næsta skrefið verður að byggja yfir verknámsaðstöðu vélskóladeildar. Akureyrarbær hefur samþykkt að leita eftir því við menntamála- ráðuneytið að Verkmenntaskól- inn verði stofnaður á vordögum 1984, en þangað til verður sú starfsemi sem þarna fer fram undir stjórn Iðnskólans.“ Hörður Tuliníus hjá Híbýli hf. sem er verktaki að byggingu 1. áfanga Verkmenntaskólans sagði að fyrirtækið myndi skila af sér verkinu með haustinu. í húsnæð- inu er nú unnið af fullum krafti við innréttingar og ýmsa vinnu aðra innanhúss. Húsvíkingar huga að nýjum togara Húsvíkingar hafa nú nokkurn áhuga á að endurnýja togarann Júlíus Havsteen, sem lengi hef- ur þjónað þeim dyggilega. Tryggvi Finnsson, fram- kvæmdarstjóri Fiskiðjusam- lags Húsavíkur sagði að Júlíus hefði verið boðinn til sölu í Suður-Afríku, aðallega til að kanna verðið, en ekkert hefði enn komið út úr því. Það eru viss vandkvæði því fylgjandi að reka tvö skip sem eru mjög ólík,“ sagði Tryggvi um ástæður þess, að skipið er til sölu. „Og við erum á því svæði þar sem þarf að sækja nokkuð langt, og því veitir okkur reyndar ekki af stærra skipi. Við eigum í tölu- verðum erfiðleikum með að klára okkur af þessu skrapdagakerfi með þetta skip, við verðum að sæta sömu reglum og þúsund tonna skip. Júlíus er um 300 tonn. Og hann er alls ekki hannaður fyrir karfaveiðar, hefur hvorki möguleika á að veiða á þeim svæðum." Júlíus Havsteen. Tryggvi sagði að eins og lána- kjörin væru, væri vart inn í mynd- inni að fá hugsanlegt nýtt skip smíðað í Slippstöðinni á Akur- eyri. „Það var auðvitað hugmynd á sínum tíma“ sagði Tryggvi. Aflanum skipt „Þetta er hugsað þannig að þegar skipin koma inn, annað hvort Stakfellið á Þórshöfn eða Rauðinúpur hér, þá fer ákveð- inn hluti aflans úr báðum skipum, annað hvort frá Þórs- höfn og hingað eða öfugt. Þannig verður afladreifíng og í stað þess að fá skip inn á tæp- lega hálfsmánaðar fresti, fáum við það vikulega,“ sagði Gunn- ar Hilmarsson, sveitastjóri á Raufarhöfn. Raufarhafnarbú- ar og Þórshafnarbúar skipta nú með sér aflanum úr Rauðanúp og Stakfelli. Gunnar sagði að þessi skipting þýddi jafnari vinnslu á aflanum, minni toppa í vinnslunni og jafn- ari vinnu í frystihúsunum á báðum stöðum. „Þegar Rauðinúpur kom síðast inn, fóru tæp 40 tonn til Þórshafn- ar, og þegar hann kemur næst verður sami háttur hafður á.“ # Auglýst nauðungar- uppboð án tilefnis Eins og Dagur greindi frá á dögunum voru óvenjumargar nauðungaruppboðstilkynn- ingar frá Akureyri í Lögbirt- ingarblaðinu fyrir skömmu. í framhaldi af því hafði maður samband við blaðíð og sagði sínar farir ekki sléttar, þ.e. að þrátt fyrir að hann hafi verið búinn að greiða skuld sína hefði uppboðsauglýsing á hann birst í blaðinu, þrisvar sinnum eins og lög gera ráð fyrir. Ekki tókst honum að stöðva birtingu auglýsingar- innar, kerfið taldi það ekki hægt úr því þetta var komið á ritstjórnarskrifstofur Lögbirt- ings á annað borð. Sam- kvæmt opinberum plöggum er þessi maður nú vanskila- maður og á svörtum lista yfii slíka. • Ekki einsdæmi En þetta var ekki einsdæmi. Annar maður, sjómaður, hafði samband við blaðið. Kvaðst hann hafa séð Dag eftir að veiðiferð var hafin og datt í hug að segja sína sögu er í land væri komið. Hún er á þá leið, að hann hafði tekið líf- eyrissjóðslán hjá Einingu, greitt það 24. febrúar sl. en engu að síður fengið á sig nauðungaruppboðsauglýs- ingu 10. júlí. Hann reyndi að stöðva birtingu auglýsingar- innar en tókst ekki. Hjá lífeyr- issjóðnum fékk hann þau svör að hann hefði sjálfur átt að tilkynna til bæjarfógeta um að hann væri búinn að greiða. Hjá fógetafulltrúa fékk hann þveröfug svör, lífeyrissjóður- inn hefði átt að draga upp- boðsbeiðnina til baka. Það er ekki að sökum að spyrja þeg- ar kerfin eru annars vegar. # Sölumenn í vanda Nokkrir eldhressir aðdáendur Manchester United fylgdu lið- inu frá Manchester til Islands á dögunum. í Reykjavík og á Akureyri stunduðu þeir sölu á allskyns hlutum s.s. húfum, treflum og veifum merktum Manchester United, og er greinilegt að kapparnir hafa tekið að sér taisverðar birgðir af þessum varningi tii landsins. A.m.k. voru þeir að bera sig upp vð menn á Akur- eyri þegar varningurinn var að verða uppseldur, og vildu fá að vita hvar þeir gætu skipt íslenskum krónum ( pund! - Eitthvað fengu þeir loðin svör, en til þess að enginn héldi að þeir væru að plata sýndu þeir viðmælendum sínum í tösku sem einn þeirra gætti vel og var hún úttroðin af peningum. Áleit einn sem sá seðlahrúguna að þar hefðu verið nokkrir tugir þúsunda króna í íslenskum krónum sem fáir vilja víst kaupa í staðinn fyrir pund.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.