Dagur - 14.11.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 14.11.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Fjölskyldupólitík Á landsfundi framsóknarkvenna sem haldinn var á Húsavík 28.—30. október sl. var sam- þykkt ítarleg ályktun um fjölskyldupólitík, en Framsóknarflokkurinn hefur látið sig þessi mál mikið varða. Hann var fyrstur flokka til að flytja þingsályktunartillögu um fjölskyldu- vemd og þingmenn flokksins hafa lagt fram á Alþingi fmmvarp til breytinga á lögum um fæðingarorlof, sem er mikið réttlætismál og felur í sér að öllum foreldrum verði tryggðar sömu greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins, án tillits til atvinnuþátttöku. Landsþing fram- sóknarkvenna lagði ríka áherslu á að af- greiðslu frumvarpsins yrði hraðað, en einnig var þeim tilmælum beint til félagsmálaráð- herra að hann skipi hið fyrsta nefnd sem undirbúi löggjöf um samræmda stefnu í mál- um er varða eflingu og vernd fjölskyldunnar með tilliti til mikilvægis hennar í þjóðfélaginu. í ályktun landsfundarins um fjölskyldu- pólitík var einnig fjallað um dagvistarmál og uppeldismál almennt: „Vinnumarkaðurinn viðurkenni foreldrahlutverkið. Vinnutími verði sveigjanlegri, eftir því sem við verður komið, til þess að samræma þarfir vinnumark- aðarins einkahögum fólks. Dregið verði úr vinnuálagi með því að bæta dagvinnukjör, en minnka eftirvinnu og stefna þannig að því að stytta vinnutíma foreldra barna utan heim- ila, “ segir í ályktuninni. Einnig að unnið verði markvisst gegn hefðbundinni verkaskiptingu kynjanna á vinnumarkaðinum og endurmeta til launa hefðbundin kvennastörf. Húsmóður- starfið verði metið að verðleikum til jafns við aðra starfsreynslu í atvinnulífinu. Einnig ályktaði landsfundur framsóknar- kvenna um skólamál. Skólar verði einsetnir og skólatími barna samfelldur, helst á þeim tíma sem foreldrar eru við vinnu. Með því að samræma vinnutíma allrar fjölskyldunnar sé kominn grundvöllur fyrir því að foreldrar geti átt fleiri samverustundir með börnum sínum. Tengsl skóla og heimilis þurfi að auka til muna og leggja áherslu á hinn mikilvæga þátt foreldris í öllu fræðslu-, uppeldis- og hand- leiðslustarfi. Um málefni aldraðra sagði svo í ályktun landsfundar framsóknarkvenna á Húsavík: „Framkvæmdasjóður aldraðra verði efldur og sérstök áhersla lögð á uppbyggingu lang- legudeilda fyrir öldrunarsjúklinga og dag- vista fyrir þá sem þær geta nýtt sér. Lögð verði áhersla á að dreifa fjármagni Fram- kvæmdasjóðs aldraðra um landið. Afnema ber þá ósvinnu að skerða lífeyri og tekjutryggingu aldraðra vegna þess að þeir eru í hjúskap. Þá ber einnig að hafa að leiðar- ljósi grundvallarmannréttindi aldraðra, sem og annarra einstaklinga í lýðræðisþjóðfélagi, réttinn til sjálfsákvörðunar, áhrifa og þátt- töku. “ „Utlendur magi í íslenskum búk“ - Kristján Jónsson skrifar um skólakerfið Á síðustu árum hefur gengið yfir hinn vestræna heim, holskefla upplausnar- og eyðileggingarafla, fólgin í taumlausri nýjungagirni og sýndarmennsku og vegið að rótum lista og mennta með furðulegri lágkúru. í París sprautaði api málningu á léreft. Það var sett á málverka- sýningu og hlaut verðlaun. Ekki vissu dómendur fyrr en eftir á, að api hefði hlotið listverðlaunin. Á nýlistasafni í Reykjavík var haldin listsýning, sem m.a. var fólgin í því, að aflífa dýr. Hænur voru snúnar úr hálsliði, en síðan átti að slátra svíni á hryllilegan hátt. Sem betur fór tókst lögreglu að stöðva listsýninguna áður en slátrun hófst. Petta eru dæmi um það, hvern- ig list getur snúist upp í and- hverfu sína - listaandhverfu. Til er einnig önnur andhverfa, af allt öðrum toga sprottin, - skólaandhverfa. Þessu tvennu er ekki hægt að líkja saman að öðru leyti en því, að hvort tveggja hef- ur orðið að gjalda lágkúrulegra hugmynda og öfuguggaháttar. Menntastefna vesturlanda hef- ur snúist hálfan snúning upp í andhverfu sína, menntun hnignar og þynnist út og skólabáknið belgist út eftir lögmáli Parkin- sons. Þetta hefur gerst bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Ég ætla hvorki að lofa né lasta Reagan Bandaríkjaforseta, en minni á þá staðreynd, að nýlega lét forsetinn mjög til sín taka lág- kúru og meðalmennsku, sem hann kvað ríkja í skólum þar í landi. Getur það verið, að fleiri og fleiri starfi í skólakerfinu við minna og minna og verði jafnvel að búa sér til störf við ekkert? Kennslubækur verða sífellt glæsilegri útlits, með fleiri og stærri myndum auk litaðra flata og skreytinga. Oftar en ekki verður þessi ytri glæsileiki á kostnað innihaldsins, textans, sem verður að sama skapi rýrari. Stundum eru textar illskilj anlegir eða það er hlaupið úr einu í ann- að og engu gerð ítarleg skil. Stundum er innihaldið lítið ann- að en krossgátur og dægradvöl. Ekki aðeins í kennslubókargerð heldur í öllu starfi skóla virðist að því keppt, að hefja ytri glæsileik og skrum til skýjanna, á kostnað sí minnkandi menntunar. Jafnvel skólahúsin sjálf eru ekki undan- skilin. Með auglýsingum í sjón- varpi var reynt að telja fólki trú um, að fínir skólar, teppalagðir og innréttaðir með harðviði, væru betri en íburðarlausir skólar. En fínu skólarnir hafa ekki neina kosti umfram aðra, nema að geta veitt fólki meira makræði í skólunum. Eftir próf frá kennarasháskóla er kennarinn nánast talinn óhæf- ur til kennslu, nema fara fyrst á námskeið, því að örar eru breyt- ingarnar og úrelt það, sem kennt var í skólanum. Brátt verður úr- elt allt, sem kennt var á nám- . skeiðinu og þarf þá annað nám- skeið. En hvað um þá, sem halda námskeiðið, þurftu þeir ekkert námskeið að sækja? Skyldi nú einhver ætla, að kennarinn væri hæfur til að kenna þó ekki væri nema ein- hverja kennslubók. Nei, aldeilis ekki. Kennarinn á eftir að kynna sér kennsluleiðbeiningarnar, sem bókinni fylgja. Stundum eru þær sérstakt bindi og öllu viðameiri en kennslubókin og textinn svo smásmugulegur að hann virðist ætlaður dárum. Hér sem annars staðar er það hin ytri gerð og þensla, sem er aðalatriðið. Skyldu kennarasamtökin hafa ætlað að láta prenta límmiða fyrir félagsmenn sína, til að líma á með þessari áietrun: Elskaðu mig? Hvort sem það er rétt eða ekki, liggur það fyrir, að prentað- ar voru stórar límbornar bréf- flygsur, til að líma utan á nem- endur, með þessari áletrun: „Ég elska kennarann minn“. Hvort hinn almenni kennari er of sljór, til að mótmæla því, að vera hæddur á þennan hátt, af þeim sem síst skyldi, eða hvort hér er um hæversku og lítillæti að ræða, veit ég ekki. Þar sem þessi skólastefna hefur náð lengst erlendis, hafa skólar snúist upp í afmenntandi skóla- andhverfur - sbr. orð Banda- ríkjaforseta hér að framan. í þeim skólum eru nemendur sjálf- ráða um það, hvort þeir læra eitt- hvað eða ekkert. Þeir ráða því jafnframt hvort þeir mæta yfir- leitt nokkuð í skólann. Þeir koma og fara, þegar þeim hentar og taka sér það eitt fyrir hendur, sem hugur stendur til hverju sinni. Mestan þátt í þessu vandamáli eiga vandamálafræðingar ýmsir, sem með mærðarlegri orðfjölda- speki hafa flatt út öll skólakerfi vesturlanda og stefnt beint að því, að draga úr öllu námi. Nú kann einhverjum að þykja þetta öfugmæli, þegar haft er í huga, að skólaganga barna hefur verið lengd verulega. Þannig er þetta ekki, því að léleg menntun getur tekið langan tíma. Hér sem ann- ars staðar sitja umbúðirnar og þenslan í fyrirrúmi. Vandamálafræðingar taka sér stundum átrúnaðargoð, hug- myndafræðing, sem gefið hefur út einhver rit. Þeir reyna svo að útbreiða hugmyndakerfi goðsins. Slíkir hugmyndafræðingar geta verið t.d. Rousseau, Piaget eða einhver viðlíka vangaveltuspek- ingur. Ef svo fer sem horfir, munu skólar framtíðarinnar verða vél- væddar skólaandhverfur, lausar við allt sem kallast getur mennskt. Hinn mannlegi þáttur skólastarfsins, samskipti nem- enda og kennara, sem er hvað mestur í hefðbundinni kennslu, víkur fyrir örtölvum, vídeotækj- um, segulböndum, heyrnartólum og hátölurum og hvers konar raf- eindatækjum og mekanískum kennsluvélum. Samskipti nem- enda verða aðallega við vél- menni, kennararóbotta. í fróð- legu erindi var tekið fram, að organískur kennari yrði alltaf í kallfæri ef nemandann gripi löng- un til að ræða við skyni gædda veru. Róbottarnir eiga að geta talað og sungið og skemmt nem- andanum á alla lund og eru svo fróðir að búa yfir allri heimsins visku, t.d. getur hvert barna- skólabarn fengið að vita allar for- múlur fyrir fúkkalyfjum og bólu- efnum, ef það aðeins kann það mál, sem róbottinn skilur. Líf nemandans verður vissu- lega harður heimur og ómennsk- ur. Stundvísi verður óþekkt, því að nemandinn hefur enga mæt- ingaskyldu, hefur yfirleitt engar skyldur, hvorki við guð né menn. Skyldurækni verður því óskiljan- legt hugtak og sama er að segja um aðra mannlega eiginleika svo sem samúð og hjálpfýsi til handa samferðamönnum. Nemandinn þarf ekkert á sig að leggja, ekkert að segja og ekkert að vita. Tölv- an er í sambandi við upplýsinga- banka í Lincolnschear eða Texas og veit allt, nema það sem guð einn veit. Verði nú nemandinn eitthvað skrítinn f kollinum, má alltaf bæta úr því, með því að sálfræð- ingur og félagsráðgjafi þjónusti hann, ef þeir þá hafa tíma aflögu frá eigin vandamálum eða gagn- kvæmri þjónustu hvor við annan. Kristján Jónsson. 4 - DAGUR - 14. nóvember 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.