Dagur - 16.12.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 16.12.1983, Blaðsíða 7
16. desember 1983 - DAGUR - 7 imn Guðrún Guðmundsdóttir: , A aðfangadagskvöld og jólanótt eni aUir heitna hjá sér“ Kolbeinn Sigurbjömsson. Kolbeinn Sigurbjörnsson: Annar sokkurhm jóla- gjöf en hinn afmæUsgjöf“ „Ætli fyrsti afmælisdagurinn minn sem ég man eftir hafi ekki verið þegar ég varð 4ra ára,“ segir Kolbeinn Sigur- björnsson, en hann er fædd- ur 24. desember árið 1946 og verður þvi 37 ára á aðfanga- dag. „Þetta er það fyrsta sem ég man. Amma mín var að reyna að kenna mér að lesa og ég fékk jólafrí frá stautinu. A þessum merka degi í lífi mínu er ég varð 4ra ára fannst mér það illbærilegt að eiga afmæli þennan dag. Það kom e.t.v. par af sokkum úr jóla- pakkanum og þá varð annar sokkurinn að heita jólagjöf og hinn afmælisgjöf. Þetta var grimmdarlegt óréttlæti. Það var svo merkilegt að það voru alltaf þeir sömu sem mundu eftir þessu, en þessi þáttur í há- tíðinni vildi mjög gjarnan gleym- ast. Menn vöknuðu upp við þetta eins og vondan draum þegar ég var orðinn hnípinn og skeifan orðin nógu verkleg til þess að eftir henni var tekið. Þá rann það upp fyrir fólki að eitthvað var að og því var reynt að bjarga með ýmsu móti. Oft höfðu einhverjir munað eftir þessu á föstunni og gert þá einhverjar ráðstafanir en svo gleymdist afmælið þar til langt var liðið á kvöldið." - En hvernig var þetta eftir að árunum fjölgaði, var .ekki auð- veldara að sætta sig við þetta þá? „Jú, og merkisafmælisdögum eins og 21. afmælisdeginum var bjargað í horn með því hreinlega að færa hann yfir á gamlársdag og hafa þá eitthvert tilstand. Núna er ég alveg himinlifandi með þennan afmælisdag því þetta er eini dagur ársins sem hægt er að eiga stórafmæli á og þurfa ekki að vera að heiman. Ég þarf ekk- ert að auglýsa að ég verði að heiman í dag því þetta er eini dagur ársins sem allir haida sig heima við. Það má treysta því að það koma engir í afmælisveislu á þessum degi.“ - Þrítugsafmæli er talið nokk- uð gott tilefni til þess að gera sér og öðrum dagamun, hvernig leystir þú það mál? „Ég hélt í rauninni ekki upp á það afmæli. Ég bauð reyndar þeim sem komu að deginum í jólaskilaleiðangri upp á koníak með kaffinu. Það er ekki nokkur vafi að ég hefði gert þetta á annan hátt ef ég ætti afmæli ein- hvern annan dag. En ég er alveg himinsæll með þetta nú orðið, sennilega jafn ánægður nú og ég var óhress á meðan ég var barn.“ Guðrún Guðmundsdóttir er fædd á aðfangadag árið 1908 og samkvæmt því sem við komumst næst elsti Akureyr- ingurinn sem á afmæli 24. des- ember. Nú á aðfangadag verð- ur hún 75 ára. Skyldi verða eitthvert tilstand þá vegna þess eða hafa verið svo þegar hún hefur átt stórafmæli? „Það hefur aldrei verið haldið upp á mitt afmæli, og verður ekki einfaldlega vegna þess að það er á þessum degi. Ég er fædd á Tjörnum í Sléttuhlíð í Skagafirði og ólst þar upp til 15 ára aldurs og aðfangadagur og jólanótt voru haldin eins og venja var til á öðr- um heimilum. Ég fann aldrei neitt fyrir þessu sem krakki, það var mikil fátækt þarna á bæjunum og ekkert gert af því að halda upp á afmæli krakka, hvort sem það var á þess- um degi eða öðrum.“ - En þegar árunum fjölgaði og það kom að svokölluðum stóraf- mælum eins og fimmtugs- og sex- tugsafmælum? „Ég hef aldrei haldið neitt upp á það sérstaklega vegna þess að á aðfangadagskvöld og jólanótt eru allir heima hjá sér, og mér hefur aldrei þótt þetta neitt miður. Það hefur komið fyrir að ég hef fengið svona aukajólagjaf- ir frá mínum bestu vinum. Ég held að það hljóti að vera erfið- ara fyrir þá sem eru ungir í dag að eiga afmæli á þessum degi, það eru meiri kröfur sem gerðar eru nú á dögum til allra hluta. Ég hef aldrei verið með neinar vangaveltur vegna þessa, fólk er heima hjá sér á þessum degi og ég heima hjá mér og þetta hefur verið ágætt, jafnvel glatt mig svona með sjálfri mér að ég skuli eiga afmæli á þessum degi,“ sagði Guðrún. Guðrún Guðmundsdóttir. Ljósmyndir Hallgríms Einarssonar Akureyri í upphafi nýrrar aldar Myndin er aðeins eitt sýnishorn af fjölmörgiim Akureyrarmyndum í bókinni Akureyri 1895-1930, bókinni þar sem höfuðstaður Norðurlands birtist í myndum á hverri síðu. Saga Akureyrar er skýrt dregin í listafaliegum Ijósmyndum Hallgríms Einarssonar, Ijósmyndara. Myndaperlur Hallgríms eiga erindi inn á hvert heimili, þar sem menn unna fögru handverki - fallegum myndum - góðri bók - og sögu forfeðranna, fólksins sem lagði grunn að velferð okkar í dag. Ungir Akureyringar slá köttinn úr tunnunni á hverjum öskudegi. Sá siður barst hingað með frændum okkar Dönum til höfuðstaðar Norðurlands einhverntíma á 19. öldinni. Við eigum Hallgrími Einarssyni, Ijósmyndara, að þakka að andlit og nöfn í liði ungra kattarsláttumanna úr innbænum árið 1928 hafa varðveist. BÓKAÚTGÁFAN HAGALL Barugötu 11, Reykjavík sími 17450.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.