Dagur - 26.10.1984, Page 9

Dagur - 26.10.1984, Page 9
26. október 1984 - DAGUR - 9 „Það var ekki svo mikið mál að taka sig upp frá Reykjavík og flytja til London, ein- faldlega vegna þess að við vorum svo ný- komin til Reykjavíkur frá Egilsstöðum, að við höfðum ekki náð að festar þar rœtur; við vorum varla búin að taka upp úr öllum kössunum þegar flutningur til London var ákveðinn. “ Það er Jóhann D. Jónsson, for- stöðumaður söluskrifstofu Flug- leiða í London, sem hefur orðið. Hann settist að í London og tók við starfi sínu þar í febrúar síðastliðn- um. Áður hafði hann starfað í sölu- deild félagsins í Reykjavík í á þriðja ár, en þar áður hafði Jóhann verið umdæmisstjóri Flugleiða á Austurlandi með aðsetri á Egils- stöðum í nær 10 ár. Eiginkona hans er Björg Helgadóttir og börnin eru tvö, tólf ára drengur og tveggja ára stúlka. Bæði eru þau Jóhann og Björg Reykvíkingar að upplagi, en það er greinilegt að Héraðsmaður- inn er sterkur í Jóhanni. Það var mikið blíðuveður í London þegar við ræddumst við, sól, logn og yfir 20 stiga hiti. Þá kom Eyfirðingurinn upp í mér og hafði ég um það orð, að þetta væri dæmigert Eyjafjarð- arveður. Já, en við getum líka allt eins líkt því við veðrið á Héraði, sagði Jóhann og kímdi. Ég fellst á það, enda á ég taugar til Fljótsdals- héraðs líka. Eg fellst því á jafntefli milli þessara veðursælu héraða. Síðan spurði ég Jóhann um London, Breta og hvort það væri dýrt að búa í Englandi. Gaman að kynnast Englandi „England er mjög sérstakt land, sem gaman er að kynnast og ekki síður er gaman að kynnast því fólki sem hér býr. Mannlífið er í sjálfu sér ekki svo ólíkt því sem við þekkjum heima á íslandi, en um- hverfið er allt annað. Englendingar eru vanir því að fara snemma að sofa og snemma á fætur, nokkuð sem ekki er landlægur siður heima. En mannlífið er misjafnt eftir hverfum. Við búum í borg sunnan við London sem heitir Woking. Og heimurinn er ekki stór, því þar hitt- um við fyrir þrjár íslenskar og hálf- íslenskar fjölskyldur. Við völdum þennan stað að nokkru með hlið- sjón af lestarsamgöngum við mið- borgina, þar sem söluskrifstofa Fiugleiða er. Og við vorum heppin, því ég er innan við hálftíma að fara á milli með lest, sem kallast ekki mikið hér um slóðir. umferðarþunginn geti virst ógn- vekjandi í byrjun.“ - Flug og bátur, er sá ferðamáti fyrir skipstjóra? „Nei, nei, síður en svo. Þessi ferðamáti hefur verið lengi til staðar, en hann hefur notið það mikilla vinsælda, að okkur hefur ekki tekist að fá bátana fyrir stóran markað fyrr en nú. Og það getur hver sem er siglt þessum bátum, því flestir þeirra hafa ekki annað en einn gír áfram og annan aftur á bak og leigutakar fá nákvæmar upplýs- ingar við upphaf ferðar. Á þessum bátum er hægt að sigla víðs vegar um England eftir ám og skurðum og ég hygg að þetta sé jafnvel ánægjulegri og þægilegri ferðamáti heldur en bílaleigubíllinn. Um borð í bátnum hefur þú allt sem þarf, eldunaraðstöðu, svefnpláss og ýmis önnur þægindi og ef þú sérð einhvern eftirsóknarverðan stað við árbakkann er ekkert auðveldara en að leggjast að bryggju. Enda hefur þessum nýja ferðamáta verið tekið mjög vel af landanum og ég veit ekki annað en við getum boðið upp á flug og bát næsta sumar.“ Landinn orðinn ferðavanur - Þið þurfið oft að leysa úr vand- ræðum landans þegar hann er hér á ferð; hvers konar raunir ratar hann helst í þegar London er sótt heim? „Þetta hefur nú breyst mjög mik- ið á síðustu 10-20 árum, eftir því sem landinn hefur orðið ferðavan- ari. Þó kemur fyrir, að fólk tapar fjármunum sínum, passa eða far- seðlum, eða þá að þessu er öllu saman rænt. Þá reynum við að koma fólki til aðstoðar ef þess er nokkur kostur, en sem betur fer er þetta sjaldgæft. Landinn þekkir það orðið, að það er vissara að passa eigur sínar þegar ferðast er á erlendri grund,“ sagði Jóhann D. Jónsson í lok samtalsins. - GS Margir koma aftur og aftur - En landinn sækir líka út, nýtur London vaxandi vinsælda? „Já, ég get ekki betur séð, enda hefur London upp á svo óskaplega margt að bjóða og það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Raunar fær fólk ekki nema smjör- þefinn af réttunum í fyrstu ferð sinni hingað, sem verður oft til þess að sama fólkið kemur aftur og aftur og alltaf kernur London því á óvart. Það er alltaf eitthvað nýtt að sjá. London er stundum nefnd háborg menningar og lista í Evrópu og það ekki að ástæðulausu. Hér er alltaf StarMolk söluskrifstofunnar sem hafði tíma til að bregða sér út á stétt í myndatöku; f.v. Kolbrún, Tanja, Alice, Brian og Jóhann D. Myndir: GS , JVlargir aftar og korria aftur“ - og alltaf kemur London á óvart með fjölbreytni sinni, segir Jóhann D. Jónsson sölustjóri í London sumar, vetur, vor og haust. í sumar hefur veðurblíðan verið einstök og veturnir eru ekki harðir og standa stutt; það er varla að það festi snjó en það getur verið hráslagalegt. Reynslan hefur líka sýnt, að stuttar ferðir til London yfir vetrarmánuð- ina njóta vaxandi vinsælda." - En England er meira en London. „Já, mikið rétt, fólk fengi ranga heildarmynd af Englandi ef það sæi aldrei annað en London, þó stór- borgin sé heimur út af fyrir sig. Flug og bíll njóta mikilla vinsælda, enda þægilegur ferðamáti. Þú færð afhentan bílaleigubíl á flugvellinum og síðan getur þú ekið um allt Eng- land eins og þú sjálfur vilt. Og þú þarft ekki að ákveða næturstað með löngum fyrirvara, það dugiráð panta gistingu frá einu hóteli til annars.“ - Er vinstri handar umferðin enginn þröskuldur? „Nei, það virðist ekki vera, enda eru menn fljótir að venjast því. Ég fann aðeins fyrir þessu fyrst eftir að ég kom hingað, en Bretar eru tillits- samir í umferðinni þó hún sé bæði hröð og mikil. Og það er auðvelt að rata, en það er vissara að skoða kortið vel áður en lagt er af stað og nauðsynlegt er að hafa áttað sig á númerakerfinu og hvaða leið maður ætlar að fara. En sé ferðin vel skipulögð er gatan greið, þó Ég hygg að það sé hægt að kom- ast af með minna til borðs hér í Bretlandi heldur en heima á ís- landi. Hins vegar eru skattar hér háir, ekki síst fasteignaskattar, og auk þess er nokkuð kostnaðarsamt að ferðast milli heimilis og vinnu- staðar. Ég held því að þetta jafni sig upp, þannig að það sé álíka kostnaðarsamt að lifa hér og heima. Að minnsta kosti finnum við ekki fyrir því að peningarnir safnist fyrir hjá okkur, það virðist alltaf vera nóg með þá að gera,“ sagði Jóhann. Jóhann Sigurðsson er svæðis- stjóri Flugleiða í Englandi, Skot- landi og írlandi, en stöðvarstjóri á Heathrow-flugvelli starfa 5 manns á vegum Flugleiða, þar af 2 íslend- ingar og auk þess talar einn Bretinn, hann Tom, ágæta ís- lensku. Ég spurði Jóhann næst um verkefni skrifstofunnar. Alhliða landkynning „Það er nú erfitt að greina frá því í stuttu máli, því starfsemin er svo margþætt. Þó má draga hana saman í tvær meginlínur; þjónustu við þá íslendinga sem hér eru á ferð, samhliða því sem við reynum að hvetja Englendinga til að sækja ís- lendinga heim. Við höldum uppi almennri land- kynningu um ísland og að undan- förnu höfum við fundið fyrir vax- andi áhuga meðal almennings í Bretlandi fyrir íslandsferðum. Sól- arlandaferðirnar hafa verið allsráð- andi hér sem heima, en nú er fólk farið að leita eftir nýjum leiðum; nýjum og spennandi löndum. Og við verðum oft vör við það í okkar starfi, að fólk hefur ekki áttað sig á því hér hvað það er í rauninni stutt að fara til íslands. Kynningarstarfið vinnum við með ýmsum hætti. Við sendum bæklinga og ýmiss konar önnur upplýsingarit um ísland til þeirra ferðaskrifstofa sem selja ferðir fyrir okkur, auk þess sem við leigjum út myndbönd og kvikmyndir um ís- land, ekki síst til skóla. Það minnir á nauðsyn þess, að gerð verði ný landkynningarmynd um landið okkar áður en langt um líður. Auk þessa hjálpum við blaðamönnum að komast til íslands og reynum að koma þeim í samband við rétta að- ila þar.“ Jóhann D. Jónsson. mikið um að vera á listasviðinu; tónleikar, leiksýningar, söngleikir, óperur, myndlistarsýningar og kvikmyndasýningar svo eitthvað sé nefnt. Auk þess finnst mörgum hagkvæmt að versla hér, ekki síst þegar útsölur eru í gangi. Einn stærsti kosturinn við London er sá, að hér er alltaf eitthvað um að vera,

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.