Dagur - 22.04.1985, Blaðsíða 12

Dagur - 22.04.1985, Blaðsíða 12
ONY-FLEX VATNSKASSAHOSUR s s z « Getum sparað við okkur áburðarkaup - segir Stefán Skaftason ráðunautur í S.-Þingeyjarsýslu „Það hefur verið lítið frost í jörðu og því allt útlit fyrir að tún komi vel undan vetri. Þó er ekki hægt að útiloka kal í uppsveitum, en þar voru svell þó nokkur um tíma, en annars staðar voru tún hrein í mestall- an vetur,“ sagði Stefán Skaftason ráðunautur í Grenivík: Rólegt hjá Kaldbaki hf. - Það hefur verið fremur ró- legt hjá okkur að undanförnu, tregt á línuna, sagði Knútur Karlsson, framkvæmdastjóri Kaldbaks hf. á Grenivík er spurst var fyrir um aflabrögð að undanförnu. Núpur EA frá Grenm'k hefur séð frystihúsinu fyrir nær öllu hráefni að undanförnu og sagði Knútur að báturinn væri væntan- legur til lands á miðvikudag og þá myndi vinna væntanlega glæðast. Með því að gera út á línu á tímabili utan kvóta og með því að veiða grálúðu og steinbít hef- ur Núpverjum tekist að treina sér þorskkvótan en Knútur sagði þó Ijóst að kvótinn yrði að öllu for- fallalausu búinn fljótlega á haus- tvertíð. - Kvótinn hjá okkur af þorski er um 450 tonn en þess má geta að á síðasta ári þegar kvótinn var svipaður, veiddum við 960 tonn af þorski og 1300 tonn í alit. Mis- muninn fengum við keyptan og eins lögðum við upp á Siglufirði í kvóta sem heimamenn áttu, sagði Knútur Karlsson en að hans sögn er alls ómögulegt að spá nokkru um kaup á viðbótarkvóta á þessu ári. Pess má geta að tveir heima- báta frá Grenivík eru nú á vertíð á Breiðafirði eins og tíðkast hef- ur undanfarin ár. -ESE Straumnesi, Suður-Þingeyjar- sýslu, er Dagur spurði hann hvort menn ættu von á kali í túnum nú í sumar. „Við vonum að vori vel og það er allt útlit fyrir að svo verði, bændur eiga mikið undir veður- fari og það skilar þeim ómældum hagnaði þegar tíð er góð. Bænd- ur hér um slóðir eiga töluverðar fyrningar og líkur á að þeir geti sparað töluvert við sig í áburðarkaupum. Annars standa bændur fjárhagslega ekki vel, þó það sé kannski betra hér en ann- ars staðar á landinu. Það hefur verið mjög erfitt árferði fyrir bændur á undanförnum árum. Nú, við bíðum eftir því hvað ríkisstjórnin gerir í áburðarmál- um, hvort þeir greiði eitthvað af halla áburðarverksmiðjunnar, sem á við mikla rekstrarerfið- leika að etja, eöa hvort þeir hleypa honum út í verðlagið." - mþþ Heilir til hafnar. Mynd: KGA Drengjaheimilið að Ástjörn: Mikið tjón vegna vatnsleka - 50 cm vatn á borðstofugólfi þegar komið var að Mikið tjón hefur orðið í vetur á drengjaheimilinu að Astjörn í Kelduhverfi. Er forráðamenn heimilisins komu þar fyrir helgina til að láta lesa af raf- magni, kom í Ijós að á gólfi var 50 sentimetra djúpt vatn. Var Ijóst á öllu að krani hefur opnast. Að sögn Boga Péturssonar, forstöðumanns Sjónarhæðar- söfnuðarins sem ‘ starfrækir drengjaheimilið á sumrum, er Ijóst að mjög mikið tjón hefur orðið á húsinu og innanstokks- munum. - Við þurftum að byrja á því að brjóta tíu sentimetra þykkt ís- lag af borðstofugólfinu en síðan höfum við sennilega ausið út 30 til 40 tonnum af vatni. Við höfum ekki alveg gert okkur grein fyrir tjóninu en það er Ijóst að það er mjög mikið, ekki síst á okkar mælikvarða sem byggjum allt upp á sjálfboðaliðastarfi, sagði Bogi Pétursson. Meðal þess sem telja má ónýtt eða mikið skemmt eru gólf og dúkar. Mikið af veggklæðningu er einnig ónýtt og eins hefur upp- þvottavél skemmst. Það er ljóst að utanaðkomandi hjálp verður að koma til við uppbyggingar- starfið þannig að hægt verði að halda starfseminni að Ástjörn áfram samkvæmt upphaflegri áætlun. - ESE Twin Otter-vél F.N.: Máluö í Danmörku Önnur af Twin Otter-vélum Flugfélags Norðurlands er nú í Danmörku, en þar er verið að mála hana í litum félagsins. Flugleiðir eru eini aðilinn hér á landi sem hefur séð um að mála flugvélar og hefur til þess að- stöðu. Að sögn Sigurðar Aðal- steinssonar hjá FN vildu Flug- leiðir ekki gera tilboð í málun flugvélarinnar, heldur vinna verkið samkvæmt tímakaupi og því var frekaf lagt í þann kostnað að fljúga vélinni til Danmerkur sem er 7 tíma flug hvora leið, þar sem það var talið hagkvæmara fjárhagslega. Piper Chieftain-vél Flugfélags Norðurlands sem hlekktist á í lendingu á Bíldudal sl. vor fór í viðgerð til Englands síðla sumars á síðasta ári og hefur verið þar síðan. Sigurður Aðalsteinsson sagði að vélin væri væntanleg næstu daga, en Twin Otter-vélin sem er í Danmörku kemur ekki aftur fyrr en eftir um það bil 3 vikur. gk-. Hótel Húsavík: Leigt Samvinnu- ferðum? - Þetta mál hefur átt sér nokk- uð langan aðdraganda og ég á von á því að það skýrist fljót- lega hvort Samvinnuferðir taki hótelið á leigu. Þetta sagði Bjarni Aðalgeirs- son, bæjarstjóri á Húsavík er hann var spurður hvað hæft væri í þeim fréttum að fyrir dyrum stæði að leigja ferðaskrifstofunni hótelið. Húsavíkurbær á meiri- hluta í hótelinu og að sögn Bjarna hefur reksturinn gengið þunglega. Nýrra leiða sé þörf til að létta undir þessum rekstri og ein hugmyndin hafi verið sú að leigja hótelið. Ef Samvinnuferðir taka hótelið á leigu verður það til lengri tíma en eins árs, samkvæmt upplýsing- um Bjarna Aðalgeirssonar. - ESE Nú er eins gott fyrir fólk með græna Hngur að hlú að gróðri sín- um því Veðurstofan spáir norðan- áhlaupi og töluverðu frosti strax á morgun. Að sögn Guðmundar veður- fræðings verður meinlaust veður í dag en á morgun blæs Kári til sóknar úr norðri. Með þessum norðangaddi má búast við élja- gangi og það er því úlpuveður a.m.k. fram á föstudag. Eina huggunin harmi gegn er að vetur og sumar frjósa nú örugglega saman. # Bakka- bræður? Eins og fram kemur á íþrótta- síðu í dag, töpuðu kraftlyft- ingamenn á Akureyri naum- lega fyrir Reykjavíkur- mönnum í bæjakeppni í kraft- lyftingum um helgina. Aðeins munaði níu stigum í lokin. Óvandaðir menn kenna dóm- urunum um þessi úrslit og benda á að ekki sé von á góðu þegar dómararnir heiti Gísli, Eiríkur og Helgi. • Súkkl fyrir fjölskylduna Þar sem sumarið er á næsta leiti er ekki úr vegi að minn- ast á hollar og hressandi íþróttir sem grannar vorir f Færeyjum stunda af miklum móð. I nýjasta Dimmalætting er skemmtileg frétt sem minnir á sumarkomuna: „Tórshavnar Súkklufelag fer nú aftur undir teir regluligu súkklutúrarnar. Nú verður súkklað 3 ferðir um vikuna, nevniliga mánakvold og fríggjakvold kl. 7.00 og sunnudag kl. 15.00. Mána- kvoldið er mest ætlað til „familjusúkkling“; men sjálv- andi kunnu oll koma við hinar eisini." Þeim sem enn eru ekkí orðnir sleipir í færeyskunni skal bent á að Súkklufelag stend- ur fyrir hjólreiðafélag. Það er hér með skorað á alia sem ekki eiga „súkkl“ að bæta úr því hið fyrsta og „súkkla“ nú mikið í sumar. Og ekki er verra að fá sér súkkulaði á eftir. # ítrótta- vanlukku- tryggingar Færeyingar hugsa vei um sfna íþróttamenn og súkklar- ar eru þar ekki undanskildir. Limir í Tórshavnar Súkklué- lagi geta þannig fengið sér tryggingu hjá Foroyja van- lukkutryggingu. Boðið er upp á sérstakar ítróttavanlukku- tryggingar og þeir sem hafa áhuga geta eins og segir í auglýsingunni: Ringið, skriv- ið ella stokkið inn á gólvið. Hvort slík stökk eru á færi annarra en langstökkvara eða þrístökkvara er látlð ósagt um.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.