Dagur - 29.05.1985, Blaðsíða 12

Dagur - 29.05.1985, Blaðsíða 12
LlMUM BORÐA RENNUM SKÁLAR Sundlaug við Glerárskóla Óhjákvæmilegt er talið að koma upp sem fyrst innisund- laug (kennslulaug) við Glerár- skóla. Samkvæmt athugun sem kenn- arar við skólann gerðu um sund- kennslu barna þar kom fram að mikið vantar upp á að nemendur fái næga sundkennslu. Þetta kemur fram í fundar- gerðum íþróttaráðs. Á fundi ráðs- ins með 9 íþróttakennurum á Ak- ureyri og fleiri aðilum voru fund- armenn sammála um að byggja þurfi innilaug af stærðinni 16%xl0 metrar. Olíustyrkir í núverandi mynd aflagðir - Þeir sem ekki eiga kost á öðrum hitagjöfum en olíu geta sótt um styrki Allt útlit er fyrir að greiðslu olíu- styrkja með núverandi fyrir- komulagi verði hætt á árinu. Á yfirstandandi þingi verður að lík- indum flutt frumvarp, sem felur í sér færslu olíustyrkja, frá við- skiptaráðuneytinu til iðnaðar- ráðuneytis. Um leið verður öllum olíustyrkjum sagt upp og koma þær uppsagnir að líkindum til framkvæmda frá og með 1. októ- ber. Síðan er þeim sem telja sig þurfa á olíustyrkjum að halda, gefinn kostur á að sækja um þá beint til iðnaðarráðuneytis. Með umsókninni verða umsækjendur að senda inn vottorð, sem sannar að þeir eigi ekki kost á öðrum hitagjöfum en olíu. - GS Hin bráðskemmtilega íslenska hljómsveit vakti stormandi lukku með tón- leikum sínum í Iþróttahöllinni á Akureyri á annan í hvítasunnu, undir stjórn Guðmundar Emilssonar. Áhorfendastúka Hallarinnar var nær fullsetin og er talið að um eða yfir 500 manns hafi verið á tónleikunum. HS/Mynd: KGA Vantar 40 kennara - með full kennsluréttindi við grunnskóla Akureyrar „Það vantar um 40 kennara með full kennsluréttindi við grunnskólana á Akureyri. Þetta er svipað og verið hefur undanfarin ár,“ sagði Tryggvi Gíslason formaður skóla- nefndar, en nýlega voru kenn- arastöður við grunnskólana á Akureyri auglýstar. „Skólanefnd hefur leitað að kennurum með full kennslurétt- indi og óskaði því eftir sérstakri greinargerð frá skólastjórum og kom þá í ljós að um 40 kennara með full kennsluréttindi vantar að skólunum.“ Sagði Tryggvi að það væri einkum tvennt sem væri þess valdandi, að svo marga kennara vantar að skólunum. Annars veg- ar eru laun kennara mjög lág og því hefur gengið erfiðlega að fá fólk með full réttindi til starfa. Hins vegar er það að margt af því fólki sem kennir við grunn- skólana hér hefur ágæta menntun og langa starfsreynslu en hefur ekki full kennsluréttindi. - mþþ Kjarni - Vaglir: Plöntusala í fullum gangi Nú getur fólk fengið plöntur til kaups í garða sína, því plöntu- sala er hafín í gróðrarstöðinni í Kjarna við Akureyri, og hefst strax að loknu verkfalli hjá Skógrækt ríkisins, að Vöglum í Fnjóskadal. Hallgrímur Indriðason í Kjarna sagði að salan hefði strax farið í fullan gang 17. maí. Úrval hefði sjaldan eða aldrei verið meira. Um verðið sagði Hallgrímur að það væri sambæri- legt við verðið í fyrra, en hefði að sjálfsögðu fylgt breytingum verð- lags í landinu. ísleifur Sumarliðason á Vöglum sagði að verkfall starfsmanna Skógræktar ríkisins hefði sett strik í reikninginn. Sala á plöntum hófst strax að loknu verkfalli. Gott úrval er á sölulista að Vöglum. ísleifur sagði að verð væri svipað og sl. ár, en eins og annað fylgdi plöntuverðið breytingum á al- mennu verðlagi. gej Grímsey: 011 björg full af fugli og eggjum Átak í ferðamannaþjónustu „Það er nokkurt nýmæli hér að við úthlutuðum lóð undir gistiluis og veitingarekstur, en slíkur rekstur hefur ekki verið til staðar hér áður,“ sagði Kristján Björnsson oddviti á Hvammstanga í samtali við Dag. „Það eru heimamenn sem standa að þessari byggingu og hyggja þeir á framkvæmdir í haust. Þeir eru að skoða teikn- ingar svo að ekki er gott að segja til um stærð hússins strax.“ Á Hvammstanga er verið að gera átak í ferðamannaþjónustu og á Hvammstangi aðild að Ferðamálasamtökum Norður- lands. Unnið hefur verið að bættri aðstöðu á tjaldstæði stað- arins og hefur ný snyrtiaðstaða verið tekin þar í notkun. Hópferðir Guðmundar Jónas- sonar munu hafa viðdvöl á Hvammstanga í sumar með hópa sína og gista eina nótt. Á ný sundlaug á staðnum mikinn þátt í því. - mþþ „Afli hefur verið mjög góður í vetur, en allir stærri bátar voru búnir með kvóta sinn fyrir páska. Einn er kominn á rækju og nokkrir bátar hafa fengið kvóta og Ieggja upp í landi,“ sagði Steinunn Sigurbjörns- dóttir í Grímsey, er við inntum hana eftir aflabrögðum Gríms- eyinga. „Það eru hér margar trillur frá Akureyri og öðrum stöðum í firðinum og afli þeirra hefur ver- ið þokkalegur.“ Tvö fiskhús eru starfandi í Grímsey og hefur ver- ið unnið að endurbótum og stækkun á þeim í vetur. Um eggjatöku og bjargsig sagði Steinunn að menn væru að dunda við að síga í frístundum og að öll björg væru full af eggjum og fugli. „Þetta er bara svo voða- lega lítið stundað nú orðið, menn síga rétt til að ná í egg handa vin- um og vandamönnum. I gamla daga var þetta atvinnugrein, þá var fugl veiddur á fleka og menn fóru í eggjaferðir, en nú sér eng- inn neitt nema fiskinn," sagði Steinunn. - mþþ Norðanátt verður ríkj- andi hjá okkur á Norðurlandi næsta sólarhringinn. Það er von á úrkomu jafnvel inn til landsins. Björtustu vonir segja að það lagist á morgun, og snúist jafnvel í suðvestanátt. # Fáheyrt Sá fáheyrði og vonandi einstaki at- burður, átti sér stað í gær, að starfsmaður svæðisútvarpsins á Akureyri misnotaði aðstöðu sína gróflega til árása á Dag, vegna sárasaklausrar klausu sem birtist í S&S fyrir nokkru. Þar var að því vikið að um tilraunaútvarp væri að ræða. Hins vegar hefði litið borið á tilraunum i dagskrárgerð, svæð- isútvarpið hefði strax fengið ákveðinn blæ og haldið honum, sem benti til þess að forráðamenn þess væru býsna ánægðir með ár- angurinn. Þá var látinn í Ijós efi um að margir myndu kveikja á útvarp- inu sinu gagngert til að hlusta á svæðisútvarpið og að það nyti þess að koma á undan og eftir aðalrásum Ríkisútvarpsins. Þetta stæði þó vonandi allt til bóta eftir sumarhlé og endurskoðun. Þess var og getið að svæðisútvarpið nyti velvildar Norðlendinga. # Móðursýki í löngum pistli í Svæðak í gær kvartaði Sverrir Páll Erlendsson, dagskrárgerðarmaður í starfi hjá stofnuninni yfir því að blöðin á Ak- ureyri hefðu sýnt Rúvak og Svæð- ak afskiptaleysi. Loksins þegar Dagur litli, eins og dagskrárgerð- armaðurinn tekur til orða, sýni fyrstu viðbrögð þá séu þau i hæsta máta skapvonskuleg og smekklaus og þar á ofan viðhafi blaðið í þessari greln subbuskap i vinnubrögðum og sleggjudóma! Klámhögg, var enn eitt orðið sem íslenskufræðingurinn viðhafði, og fer nú öngvan að undra það þótt almælt sé að íslenskir framhalds- skólanemendur séu lakir f móður- málinu, þegar lærifeðurnir hafa ekki betri skilning á blæbrigðum og merkingu orða en þetta. Klaus- an í S&S gaf hreint ekkert tílefní til þessarar móðursýki. 0 Vinarbragð Svo notar hinn lærði íslensku- maður og kennari hið fagra spak- mælí, að sá sé vinur sem til vamms segi, en undirtónlnn er hótun um að Dagur skuli bara passa sig. Og getum er að þvi leitt að Dagur sé að reyna að slá sig til þess riddaradóms að vera óvinur útvarpsins númer eitt. Því skal til svara, að það eru starfsmenn ríkisfjölmiðlanna sem eru þeirra verstu óvinir með þvi að kunna ekki til verka og þekkja ekki þær reglur sem þeim ber að vinna eftir - í þessu tilfelli reglur sem opin- berum dagskrárgerðarmanni á launum hjá okkur hinum, án þess að við ráðum nokkru um það, ber að fara eftjr og varða hlutlausa umfjöllun. Árásir geta engan veg- inn flokkast þar undir. Dagur hefur alla tíð verið velviljaður starfsemi ríkisútvarpsins á Akureyri. Að segja til vamms, sem Dagur gerði með blíðlegu klappi sínu, en ekki höggi hvað þá klámhöggi, var vin- arbragð af hálfu blaðsins. Vonandi er þetta uppþot Sverris Páls bara stormurinn á undan iogninu, eins og „kollega" hans í síðdegisvöku svæðisútvarps tók svo spaklega til orða fyrir skemmstu. Þetta er ykkar blað. Heyrumst!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.