Dagur - 02.10.1985, Blaðsíða 6

Dagur - 02.10.1985, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 2. október 1985 2. október 1985 - DAGUR - 7 „Ég held að þeir séu margir, sem gera sér ekki grein fyrir því hvað um er að vera ískólanum, éghef jafnvel heyrt þær raddir sem spyrja, hvort ekki sé hentugt að nýta húsnæði skólans fyrir elliheimili. “ Þannig komst Hjördís Stefánsdóttir að orði í samtali við Dag, en hún hefur verið skólastjóri Hússtjórnarskólans á Laugum síðan 1973 og allt frá 1969 hefur hún verið kennari við skólann. Hjördís var spurð um starfsemina í vetur og við gefum henni orðið áfram. „Við bjóðum tveggja ára nám á matvælatæknibraut í samvinnu „Það er ekki góður verkstjóri sem ekki kann verkið til hlítar“ - Rætt við Hjördísi Stefansdóttur, skólastjóra Hússtjórnarskólans á Laugum við Héraðsskólann. Kvöldnám- skeið fyrir fullorðna eru haldin fyrri hluta vetrar og fjögurra mánaða hússtjórnarbraut starfar eftir áramót. Einnig annast skól- inn heimilisfræðikennslu fyrir barnaskólann og níunda bekk grunnskóla við Héraðsskólann." Þessa kennslu annast auk Hjördísar þær Halla Loftsdóttir og Guðrún Lísa Óskarsdóttir. - Þessi skóli hefur starfað ára- tugum saman. „Já, hann var stofnaður haust- ið 1929 og hefur starfað samfleytt síðan, í 55 ár, með misjafnlega breyttu sniði. í mörg ár starfaði skólinn sem hefðbundinn hús- mæðraskóli. Þá voru nemendur hér í níu mánuði; til að læra allar greinar sem tilheyra heimilishaldi og barnauppeldi. Síðar fór menntunarmöguleik- um kvenna að fjölga eftir því sem árin liðu, svo að fljótlega eftir 1960 fer að fækka nemendum í húsmæðraskólum, því þá hafa stúlkur svo óteljandi möguleika. Þá er orðið algengt að stúlkur fari í menntaskóla og aðra framhalds- skóla. Og húsmæðraskólinn sem slíkur veitti ekki ákveðin rétt- indi, eins og aðrir skólar." - Hvenær er nafninu breytt úr húsmæðraskóla í hússtjórnar- skóla? „í rauninni varð það með lög- um 1975. Þá ætlaði ríkið sér að yfirtaka alla héraðs- og hús- mæðraskóla í landinu. Um leið átti að breyta námi í hússtjórnar- skólum í samræmi við annað framhaldsnám. Ríkið hefur þó aldrei yfirtekið þennan skóla. Þessi skóli er rekinn í samvinnu ríkisins, Húsavíkurbæjar og Suð- ur-Þingeyjarsýslu. 1971 fórum við að kenna heimilisfræði fyrir nemendur héraðsskólans, sem þá var. Og 1976 bættist barna- skólinn við, hér er eina aðstaðan til slíkrar kennslu á svæðinu. Um 1973 er svo brotið upp þetta hefðbundna kerfi. Þá fer hús- mæðraskólum í landinu að fækka.“ - Hvaða námskeið býður skólinn? „Skólinn býður nú í haust upp á kvöldnámskeið í fatasaumi, vefnaði, tauþrykki, frjálsum út- saumi, gerbakstri og smáréttum. Þessi námskeið eru fyrir full- orðna og höfð á kvöldin þar sem fólk er yfirleitt í fullri vinnu. Handavinnunámskeiðin eru átta kvölda námskeið, en í eldhúsinu eru þriggja kvölda námskeið. Þessi námskeið hafa verið vinsæl og í haust hringdu 37 manns, daginn eftir að þau voru auglýst.“ - Matvælatæknibrautin, er góð aðsókn að henni? „Já, við erum með 13 nemend- ur á fyrsta ári sem er alveg hámark, við þurftum að vísa frá í haust. Þetta ér erfiðasta braut- in, en gefur jafnframt mest rétt- indi. Þar er krafist 21-22 nafnein- inga á önn í staðinn fyrir 14-15 í flestum framhaldsskólum, svo þetta er það allra mesta sem hægt er talið að leggja á nemendur, en þeir geta valið um eins eða tveggja vetra nám. Við vorum fyrsti skólinn úti á landi sem kom þessari braut á árið 1982. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti er með matvælatæknibraut og við miðum okkur algjörlega við þá braut og störfum á sama grund- velli. Fyrir tveim árum kom svo Akureyri inn í myndina, svo brautin er við þrjá skóla á land- inu. Sumir nemendur velja að hætta eftir fyrsta ár til að fara á samning, verða kokkar eða þjón- ar, kjötiðnaðarmenn eða bakar- ar, en brautin styttir iðnnám hjá meisturum. Okkar fyrstu nemendur voru að útskrifast í vor sem matar- tæknar frá ríkissjúkrahúsum. Þau éru öll komin í framhaldsnám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og reikna með að ljúka matar- fræðingaprófi þaðan eftir tvö ár og stúdentsprófi jafnhliða.“ - En hússtjórnarbrautin, veitir hún réttindi og hvernig er að- sóknin? „Námið er rnetið sem hluti af matartækninámi, undirbúningur ; ■ Hjördís Stefánsdóttir, skólastjóri í garöinum fyrir kennaranám í hússtjórnar- og handmenntagreinum, og einn- ig til hærri launa í ýmsum þjón- ustustörfum. Aðsókn hefur verið mjög góð. Við getum tekið við 12-14 nemendum í vetur og það er komin mikil hreyfing. Hins vegar hafa nemendur oft sótt um býsna glaðlega, en hætt svo við. Brautin er opin báðum kynj- um, en það er þetta hefðbundna í þjóðfélaginu; alltaf er talað um húsmæður en ekki húsfeður. Enginn piltur hefur stundað nám á þessari braut hérna enn, margir hafa að vísu spurt um hana og haft mikinn áhuga á sumum fögunum, en allir gugnað. i Mér finnst hússtjórnarbraut eiga fyllilega rétt á sér, en ég vil að allir fái starfsréttindi. Það veit ég vel sjálf hvað það veitir manni mikið og er nauðsynlegt fyrir alla lífsafkomu. En það eru ekki allir einstaklingar jafn vel fallnir til bóknáms, það vitum við, en allir þurfa á því að halda að geta eld- að ofan í sig, hirt um sig og sín híbýli. Svo ég segi: Er þér sama hvað þú lætur ofan í þig; sama um línurnar, um heilsuna? Kanntu að kitla bragðlauka vina þinna þegar þeir koma í heim- sókn? Hefur þig langað til að sauma flík en gefist upp? Skiptir vörumerkið þig engu? Þekkirðu þvottaraunir? Heldurðu heimilis- bókhald? Þetta m.a. er hægt að læra á hússtjórnarbraut og er mörgum gott veganesti og ef til vill það eina haldreipi sem fólk hefur þegar það fer að búa eitt eða með öðrum. Hér búa nemendur í heimavist og það getur verið ágætis æfing fyrir sambúð, sem reynist mörg- um erfið. Það að þurfa að taka tillit til annarra, en vera ekki að- eins eitt „ÉG“ í heiminum. Við í íslenska skólakerfinu verðum að hafa svona braut á boðstólum. Ég ætlast ekki til að ungar stúlkur, fremur en piltar, fari á þessa braut. Það má vera hvort tveggja. Ég ætlast ekki til að stúlkur fari á brautina, til að vera svo og svo góðar við sitt heimilisfólk og ganga undir því. En ef þær hafa sótt þessa braut og kunna til verka, þá eru þær betri verkstjórar. Það er ekki góður verkstjóri, sem ekki kann verkið til hlítar. Stúlkum ætti að ganga betur að fá fólkið til að starfa með sér og geta kennt því til verka og finnast eðlilegur hlutur að allir hjálpist að. Auð- vitað vill enginn vera í þeirri stöðu að verka skít og elda ofan í aðra og fá ef til vill ekki annað en skít og skömm fyrir.“ - Finnst fólki hússtjórnar- brautin hallærisleg? „Það er ekkert hallærislegra að fara á hússtjórnarbraut en aðrar. Margir nemendur eru óráðnir í dag hvað þeir ætla að taka sér fyrir hendur eftir níunda bekk, byrja á einni braut, hætta, taka aðra. Margir nemendur sem koma á hússtjórnarbraut hafa unnið síðan þeir luku níunda bekk um vorið, fara á hússtjórn- arbraut eftir áramót, læra að sinna sjálfum sér og öðrum og gefst tími til að hugleiða framtíð- ina. Hér á Laugum er gott tækifæri til þess, því hér eru margar fram- haldsbrautir við Héraðsskólann. Nemendurnir í skólunum hafa mikið saman að sælda og hér gefst gott tóm til ákvarðanatöku um framhaldsnám. Sá tími sem varið er til þessara fræða, seinni hluti vetrar, er ekki tapaður og þetta fólk er betri starfskraftur á mörgum vinnu- stöðum eftir námið." - 1M Steinþór Þráinsson, skólastjóri. Steinþór Þráinsson, skólastjóri: „Gott að vera kominn norður“ Það má segja að hann sé fædd- ur í skóla og uppalinn í heima- vist, því hann er sonur Mar- grétar Lárusdóttur og Þráins Þórissonar, skólastjóra á Skútustöðum í Mývatnssveit, um áratugaskeið. Hann heitir Steinþór Þráinsson og er ný- tekinn til starfa sem skólastjóri Héraðsskólans að Laugum. - Steinþór, hvernig líst þér á nýja starfið. „Mér líst nokkuð vel á það. Ég er nú ýmsu vanur, hef kennt við erfiða skóla. Ég hef kennt við menntaskóla, síðast var ég yfir- kennari við Gagnfræðaskólann í Mosfellssveit. Ég hef sjálfur búið í heimavist, fór þessa hefð- bundnu leið Þingeyingsins til náms, lauk landsprófi héðan frá Laugum 1971 og fór síðan í Menntaskólann á Akureyri. - Og þú ert fæddur og uppal- inn í skóla? „Já, það má segja það; ég held að faðir minn sé núna að kenna þriðja ættlið við skólann á Skútu- stöðum. í fyrstu var skólinn í Skjól- brekku og heimavistin var í sömu íbúð og foreldrar mínir bjuggu í. 1963 var skólinn að Skútustöðum byggður og þá fengum við sér- íbúð, en heimavistin var svo lítil að íbúðin var alltaf full af nem- endum.“ - Þú lýkur prófi frá Laugum og kemur síðan 14 árum síðar sem skólastjóri. Finnst þér unga fólkið hafa breyst? „Nei, mér sýnast unglingarnir ekki hafa breyst mjög mikið, þeir eru ósköp svipaðir. Þessi hópsál er ef til vill almennari; það ber ekki eins mikið á ákveðnum og sérstæðum einstaklingum eins og var, ekki til að byrja með að minnsta kosti. Það eru færri leiðtogar en þegar ég var hér í skóla, þeir eiga ef til vill eftir að koma í ljós. Mér líst mjög vel á þennan hóp.“ - Hvaðan koma nemendurn- ir? „Þeir koma víða að. Um 50% eru Þingeyingar, en einnig eru margir Húnvetningar, sérstak- lega á íþróttabraut. Þá koma margir af Suðurnesjum, Sand- gerði og Garði. Þeir koma hingað í níunda bekk og halda svo gjarn- an áfram framhaldsnámi.hér." - Þið eruð með níunda bekk grunnskóla, eru margar brautir til framhaldsnáms við skólann? „Vandinn er eiginlega að við tilheyrum hvorki grunnskólum né framhaldsskólum, það þyrfti að finna þessum skólum einhvern starfsvettvang og stað í kerfinu. Við erum með íþróttabraut, mat- vælatæknibraut ásamt Hússtjórn- arskólanum, þar fá unglingarnir kennslu og aðstöðu, málabraut eitt ár, sem er í rauninni undir- búningur fyrir menntaskóla, verslunarbraut sem er einna fjöl- mennust, uppeldisbraut og eins vetrar bóklegt nám á almennri iðnbraut. Nemendur eru 120 og það er sú tala sem heimavistin leyfir. Ég held að þessi skóli verði að stefna á það að fækka brautum, en bæta þær t.d. koma með tveggja ára málabraut." - Att þú einhverja sérstaka drauma sem nýr skólastjóri? „Um skólann?“ - Já, eitthvað sem þig langar sérstaklega til að framkvæma. „Ég byrjaði með því að blanda vistunum, þar til nú hafa alltaf verið hér kynskiptar vistir. Til- gangurinn var að bæta hér hegð- un og umgengni og ég held að það beri árangur. Það hefur sýnt sig t.d. á Akureyri í Mennta- skólanum. Þeir draumar sem ég á eru að gera skólann þannig úr garði að hann sé eftirsóknarverð- ur, en þurfi ekki að standa í bar- áttu með að ná inn nemendum. Það hafa héraðsskólarnir þurft að gera, það hefur engum þeirra tekist nema þessum. Að vísu stendur Eiðaskóli vel að vígi, hann er í rauninni orðinn útibú frá Menntaskólanum á Egilsstöð- um. Mitt verk hér á að vera að gera skólann eftirsóknarverðan, koma þannig skipulagi á kennslumálin að hér þurfi að vísa frá nemend- um, allir komist ekki að, þá get ég farið ánægður. Ég held að frumskilyrði sé að fækka brautum og bæta þær. Við þyrftum að hafa skólann eins og er í Reykjavík, þar eru fram- halds- og menntaskólarnir hverf- isskólar, allir nema Fjölbrauta- skólinn í Breiðholti. Þá sitja skólarnir fyrir nemendum eftir staðsetningu, og ef tveggja ára málabraut verður hér og nem- endum úr héraði væri vísað hing- að en ekki í Menntaskólann á Akureyri t.d. þá er þetta orðinn meiri skóli fyrir Þingeyinga, sem ég tel að hann eigi fyrst og fremst að vera. Um leið er hann kominn með hæfari nemendur og flóknari kennsla kallar á betri kennara. Þó held ég að hugmyndin um stúdentspróf sé ekki raunhæf í bili. Við þurfum að stefna á að sem flestir eigi kost á framhalds- námi, þar sem þeir geta öðlast réttindi eftir eitt eða tvö ár, að því verða skólamenn að vinna í samvinnu við atvinnulífið. Það er fjarstæða að halda því fram að aðeins sumir eigi rétt á fram- haldsnámi. Grunnskólanámið er orðið svo léttvægt fræðilega, þar er meira hugsað um uppeldishliðina. En það má ekki pína menn í fjögurra ára nám, til þess eru ekki allir til- búnir.“ - Hvernig skiptist tala nem- enda milli níunda bekkjar og framhaldsdeilda, og hve margir kennarar starfa við skólann? „Það eru 50 í níunda bekk og 70 í framhaldsdeildum, hér starfa 12 kennarar, 13 að mér meðtöld- um. í sumar var ráðinn yfirkennari Sigurður Viðar Sigmundsson. Hann er búinn að kenna hér síð- an hann var kornungur maður. Hann kenndi mér þegar ég var hér í skóla, og tveir aðrir kennar- ar sem enn starfa hérna, en þeir eru ekki mikið eldri en ég.“ - Eitthvað sem þú vildir segja að lokum? „Mér finnst gott að vera kom- inn norður og tímabært, en ég er ekki kominn til að vera hérna í tuttugu ár. En ég gæti verið hér í nokkur ár meðan ég reyndi að uppfylla þessar óskir mínar og hugmyndir með skólann, þá er ég tilbúinn að fara aftur." - IM Nemar á niatvælatæknibraut ásamt skólastjóra. F.v. Jón Karl, Þorlaugur, Hjördís skólastióri, Björgvin, Þórarinn og Gunnar ÓIi. Matvælatækninemar á Laugum: „F( | 1 alltaf að éta“ Hússtjórnarskólinn og Héraðs- skólinn á Laugum starfrækja í sameiningu matvælatæknibraut. Nemendurnir búa í heimavist Hússtjórnarskólans. Bæði kynin stunda nám á þessari braut, en þau nýmæli urðu í haust að af 13 fyrsta árs nemendum eru karl- menn í meirihluta. Þeir Jón Karl, Þorlaugur, Björgvin og Þórarinn, eru frá Bolungarvík, Mývatnssveit, Reyðarfirði og Önundarfirði, en nemendur koma víða að þó hlut- fallslega flestir séu úr Norður- Þingeyjarsýslu. Sumir piltanna voru í níunda bekk í Héraðskólanum hvernig líkar þeim í Hússtjórnarskólan- um? „Mjög vel, hér er gott að vera, herbergin betri, ákaflega rólegt og gott.“ - Stefnið þið á frekara nám? „Við ætlum að sjá til, reyna þetta, ljúka hér tveggja ára námi og sjá svo til hver áhuginn verður um framhald." - Ástæðan til að þið völduð þessa braut? „Það er gott að kunna þetta ef maður skyldi pipra, nú fólk þarf alltaf að éta, og ef fólk færi að lifa á pillum vitum við eftir námið hvaða efnasamsetning á að vera í pillunum." 1M.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.