Dagur - 04.11.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 04.11.1985, Blaðsíða 9
4. nóvember 1985 - DAGUR - 9 vtmð vmm 4 /ineÁ VlDEQ VIDEÓ VIDEÓ Það var haft eftir einhverjum að það væri enginn maður með mönnum í nútímaþjóðfélagi sem ekki ætti sóda-stream- tæki, visakort og videótæki. Sumir eiga allan þennan munað, ef hægt er að kalla þetta það. Aðrir eiga sóda- stream og videó og enn aðrir eiga videó og visakort. Hvernig sem allt snýst þá er videó eitt af því sem mörgum þykir ómissandi hlutur í heimilis- tækjaeign. Skyldi ástæðan vera sú að fólk vill frekar sitja og horfa á videó í stað þess að spjalla sam- an eftir erfiði dagsins? Fræðingar segja að of mikið vinnuálag og mikil streita sé valdurinn í þess- um efnum og að nútímamaður- inn sé á góðri leið með að hætta að geta tjáð sig með orðum og láti miðilinn mata sig í stað þess að nota heilann. Þetta er eflaust sterkt til orða tekið og kannski fjarlæg sýn. Engu að síður er videó til staðar og notkun virðist almennari en margir hafa gert sér grein fyrir. Þess vegna lék okkur forvitni á að vita hversu almenn notkun videótækja væri hér á Akureyri. Það eru nokkur atriði sem menn leggja til grundvallar þegar valin er mynd til sýningar í heimahúsum. Margir spyrja starfsmann myndbandaleigunnar hvort viðkomandi mynd sé mikið tekin. Ef svarið er jákvætt, er það nægjanleg sönnun þess að viðkomandi mynd er talin góð og birtingarhæf fyrir fjölskylduna í videótæki heimilisins. Sem betur fer eru menn sem þekkja eitt- hvað til kvikmynda og láta ekki velja myndir fyrir sig. Hins vegar virðist bera mjög mikið á því að fólk velji sér myndir eftir því hvernig ljósmyndin utari á hylk- inu er. Þá er tekið tillit til þess hve ljósmyndin hefur rnikið að- dráttarafl. Það má heldur ekki gleyma áhugasviði hvers og eins. Þegar haft var samband við myndbandaleigur á Akureyri var tekið tillit til þess hversu lengi þær hafa starfað. Því mynd- bandaieigur spretta upp eins og gorkúlur á haug. Það virðist sem sagt vera gróðavænlegt að reka myndbandaleigur. Þegar við fór- um af stað taldist okkur til að 8 leigur væru í bænum. Hins vegar skal það tekið fram að við fengunr ekki nákvæma tölu þeirra myndbandaleiga sem starfandi eru. Enda erfitt þar sem þær koma og fara eins og sólin. Þeir aðilar sem við leituðum til voru mjög fúsir til samvinnu í þessari könnun okkar. Sá tími sem miðað er við í könnuninni er frá mánudegi 14. til mánudags 21. október. Voru þá taldar þær spólur sem leigðar voru út á þess- um dögum. Það kom margt fram þegar farið var að spyrjast fyrir um notkun myndbanda. Fólk tók frá 1 spólu á dag og upp í 6. Á einni leigunni kom fram að fastir viðskiptavinir eru margir. Sagt var frá einum slíkum sem átti það til að fá 20 spólur á viku. Það gat gerst viku eftir viku. Þannig að á þessu sést að mismunandi er notkunin. Þegar afgreiðslumenn mynd- bandaleiganna voru spurðir hvaða efni nyti mestra vinsælda sögðu þeir að mest væri spurt eft- ir nýjum myndum. Eins eru flest- ir sem setja fyrir sig ef mynd er ekki textuð. Enda væru flestar myndir textaðar og þýddi lítið að bjóða upp á annað í dag. Flestar leigurnar eru með allt sitt efni textað. Einnig kom fram -að myndir sem fengjust á leigunum væru jafnvel komnar þangað áður en viðkomandi mynd er sýnd hér í bíói bæjarins. Einnig væru myndaflokkar ýmiss konar mjög vinsælir og setti fólk ekki fyrir sig að sitja yfir fjögurra til fimm tíma myndaflokki auk þess að horfa á sjónvarpsdagskrá það kvöldið. Um videótækjaeign bæjarbúa er lítið vitað. Hins vegar sagði okkur einn myndbandaleigjand- inn að á sína leigu kæmi alltaf nýtt og nýtt fólk, sem benti til þess að töluverð aukning væri á videótækjaeign bæjarbúa. Slíkt kom einnig fram hjá aðilum sem selja videótæki að töluverð aukn- ing væri í sölu tækjanna. Að vísu bæri mest á henni fyrir jól og þeg- ar von væri á gengisfellingu. Állir sem spurðir voru töldu að mikið væri af smygluðum tækjum í notkun. Fólk hugsaði sig ekki tvisvar um ef því byðist smyglað videótæki á þokkalegu verði. En í sambandi við viðskipti með smygluð tæki væri ætíð um stað- greiðslu að ræða og það í reiðu- fé. Afsláttur af slíkum tækjum næmi oft einum þriðja kaupverðs úr verslun hér á landi. Heyrst hefur um menn sem eru í kaup- siglingum og öðrum ámóta störf- um sem hafa góðan aukapening upp úr slíkum viðskiptum. Kæmu menn með eitt til 4 tæki í hverri ferð og fengju í sinn hlut allt upp í eitt hundrað þúsund krónur. Af þeim sex myndbandaleigum sem haft var samband við, var leiga mjög mismunandi, enda umsetningin mismikil. Var leigan allt frá rúmlega eitt hundrað myndum og upp í tæplega fimmt- án hundruð yfir vikuna sem skoð- uð var. Samtals voru útleigðar myndir þessa viku 2867. Ef það er margfaldað með 52 vikum koma út 149.084 myndir yfir árið, sem leigðar eru á Akureyri. íbúa- tala Akureyrar, sem sönnust. er frá 1. desember 1984. en þá voru íbúarnir 13711. Síðan deilum við íbúafjöldanum í myndafjöldann og fáum út 10.87 ntyndir á hvern íbúa. Síðan tökum við íbúafjöld- ann og deilum með 4 sem er venjuleg fjölskyldustærð og fáum út 3427 fjölskyldur. Síðan deilum við fjölskyldufjöldanum í út- leigðar myndir og fáum út að hver fjölskylda horfir á 43,5 myndir á ári. Hver mynd reiknast einn og hálfur tími og þá fáum við út að fjölskyldan horfir á videó í 65,25 klukkustundir á ári. Það jafngildir 5,4 sólarhringum. Samtals horfa Akureyringar á videó í 223.626 klukkustundir á ári, sem jafngildir 9318 dögum eða 25,5 árum. En hvað kostar svo dýrðin? Hver spóla er leigð á 150 krónur, spólurnar sem leigðar eru yfir árið eru 149.084. Það jafngildir því að Akureyringar hafi leigt videóspólur fyrir kr. 22.362.600. Það væri hægt að gera margt nýti- legt fyrir alla þá upphæð. En vel að merkja, það eru ekki allir sem eiga videótæki. Að fá upp þann fjölda er ekki mögulegt, þess vegna held ég að best sé að halda sig við þær tölur sem teljast rétt- astar. Þrátt fyrir þessa upptalningu á notkun sem felst í útlánum myndbandaleiga er mun meiri notkun myndbanda hér á Akur- eyri. Fyrirtækið Vídeólundur rekur nokkuð umfangsmikla starfsemi í Lundahverfi. Þar er kapalkerfi sem tengt er í um 400 íbúðir. Vídeólundur sendir út efni í rúmlega 20 klukkustundir á viku. Auk þessa eru nokkur sambýlis- hús á Akureyri með eigin kerfi þar sem sýnt er efni sem í flestum tilfellum er fengið frá mynd- bandaleigum. Eins og komið hefur fram virð- ist stöðug aukning í notkun videótækja og er ekki vitað hvar sú þróun endar. Enda er þróun það ör í allri tækni er lýtur að videótækjum, tölvum og öllu sem tengja má slíkum tækjum að ómögulegt er að spá um hversu mikil áhrif þessi tækni á eftir að hafa á mannlífið í framtíðinni. Margir eru hræddir við þessa þróun, en aðrir taka tækninni fegins hendi og geta vart beðið eftir nýrri og frekari þróun. Það er sagt að mikill hluti almennra samskipta eigi eftir að fara fram í gegnum videó, tölvur og álíka tæki í framtíðinni. Hvernig líst ntönnum á það og hvað skyldi það kosta? - gej Nauðungaruppboð annað og síðasta á Hrafnagilsstræti 31 e.h., Akureyri, þingles- in eign Sigurðar Hallgrímssonar, fer fram eftir kröf.u Gunnars Sólnes hrl. og Guðjóns Steingrímssonar á eigninni sjálfri föstudaginn 8. nóvember 1985 kl. 14.45. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 95., 99. og 102. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Hjarðarlundi 4, Akureyri, þingl. eign Hall- dórs Ásgeirssonar, fer fram eftir kröfu Guðmundar Ingva Sig- urðssonar hrl„ Jóns Kr. Sólnes hrl„ bæjargjaldkerans á Akur- eyri og Brunabótafélags íslands á eigninni sjálfri föstudaginn 8. nóvember 1985 kl. 15.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og siðasta á Hamarsstíg 39 n.h., Akureyri, þinglesin eign Erlu Bjarnadóttur, fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans á Akureyri, innheimtumanns ríkissjóðs, Björns J. Arnviðarsonar hdl. og Vilhjálms Vilhjálmssonar hdl. á eigninni sjálfri föstu- daginn 8. nóvember 1985 kl. 14.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýsl var í 95., 99. og 102. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Skólastíg 5, Akureyri, þingl. eign Unnar Björnsdóttur o.fl. fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. og bæjargjaldkerans á Akureyri á eigninni sjálfri föstudaginn 8. nóvember 1985 kl. 16.45. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 128., 130. og 133. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Sunnuhlíð 1, Akureyri, þingl. eign Svein- björns Herbertssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl., bæjarsjóðs Akureyrar og innheimtumanns ríkissjóðs á eign- inni sjálfri föstudaginn 8. nóvember 1985 kl. 13.45. Bæjarfógetinn á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.