Dagur - 07.05.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 07.05.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 7. maí 1986 „Allt í lagi með bílinn minn“ Sigríður Jónsdótlir var aö fá stimpil í skráningarskírteinið á Saabnum sínum og hvítan miða á framrúðuna. „Það er allt í lagi með bílinn minn,“ sagði hún ánægð við blaðamann Dags. „Ég er held ég ekki alveg á réttum degi, en það munar ekki miklu,“ sagði hún og sagðist yfirleitt reyna að koma í skoðun á réttum tíma með bílinn í góðu lagi. Þorsteinn Stefánsson undir stýri á bíl föður síns. Ingólfur Þorsteinsson afhendir Sigríði Jónsdóttur skráningarskírteinið með nýjum stimpli. Texti: Yngvi Kjartansson Myndir: Kristján Arngrímsson Starfsmenn Bifreiðaeftirlits ríkisins á Akureyri t.f.v.: Magnús Snæbjörns- son, Björn Guðmundsson, Ingólfur Þorsteinsson og Sigurður Indriðason. Myndir: KGA. hvíta miðann þar, í stað þess að fara aftur á Bifreiðaeftirlitið eins og áður var. Þetta nýja form hef- ur verið viðhaft í tvö ár til reynslu samkvæmt sérstöku ráðherraleyfi og ég spurði Sigurð hvort þeir hefðu orðið varir við nokkra mis- notkun í þessum efnum. „Nei, ég held að þetta hafi reynst nokkuð vel og í sumar er svæðið. stærra en var í fyrra. Nú nær það yfir allt Norðurland og Múlasýslur að auki. Við höfum ekki orðið varir við neina mis- notkun og virðist sem verkstæðin standi sig vel.“ Menn draga það að koma með lélegu bílana Bifreiðaskoðun er nú u.þ.b. hálfnuð á Akureyri eða ætti a.m.k. að vera það samkvæmt áætlun Bifreiöaeftirlitsins. I byrjun þessarar viku áttu þeir sem eiga bifreiðar með númer- um undir A-5750 að vera búnir að færa þær til skoðunar. Dag- ur heimsótti starfsmenn Bif- reiðaeftirlitsins á Akureyri fyrr „Þetta er klassabíll", sagöi Jóhann Malmquist um Broncoinn sinn um leið og hann bjó sig undir aö aka burt á nýskoðuðum bílnum sínum. í vikunni og fylgdist með störf- um þeirra í smástund. Einnig tókum við nokkra bifreiðaeig- endur tali. Fyrst hittum við Sigurö Ind- riðason að máli en hann er yfir- maður Bifreiðaeftirlits ríkisins á Akureyri. - Hvernig hafa bifreiðaeig- endur staðið sig í því að færa bíla sína til skoðunar? „Við erum nú ekki farnir að taka það neitt saman livað marga vantar af þeim sem eiga að vera komnir til skoðunar og förum sennilega ekki í það fyrr en skoðun á að vera lokið. En það er viðbú- ið að lögreglan fari að stöðva þá, sem eru á bílurn með lágum núm- erunt og eru ekki enn farnir að færa þá til skoðunar, þá sem áttu að koma í aprílbyrjun." - Hvað er það sem þið leggið áherslu á að sé í lagi? „Við skoðum allan búnað bílsins. Öryggisbúnað, hjólbarða og útlit. Nú eiga allir að vera komnir með sumarhjólbarðana. Menn fá ekki skoðun ef þeir eru með neglda hjólbarða." - Hvernig er ástand þeirra bíla sem komið hefur verið með til „Hef alltaf fengið hvítan“ Að síðustu gáfum við okkur á tal við Jóhann Malmquist sem var á 13 ára gömlum Ford Bronco. Við spurðum hann hvort hann héldi að hann fengi hvítan miða. „Það er alveg öruggt mál. Ég hef alltaf fengið hvítan miða á mína bíla í fyrstu atrennu, hvort sem þeir hafa verið gamlir eða nýir,“ fullyrti Jóhann og það stóð heima. Engin athugasemd var gerð við bílinn og hvíti mið- inn kom á rúðuna eins og Jóhann hafði spáð. „Þetta er alveg fyrsta klassa bíll,“ sagði Jóhann um leið og hann vatt sér undir stýri. ykkar til þessa? „Það hefur verið gott. Bestu bílarnir koma yfirleitt fyrst en menn virðast draga það í lengstu lög að koma með þá lélegri. Þeir koma þegar þeir eru hræddir um að fara að missa númerin.“ Ef menn fá ekki fullnaðarskoð- un á bíla sína í fyrstu umferð geta þeir farið með þá á bifreiðaverk- stæði sem viðurkennd hafa verið af Bifreiðaeftirlitinu og látið gera við það sem á vantar og fengið „Fiskeldi í ljósunum“ „Faðir minn á þennan bíl. Ég er að láta umskrá hann,“ sagði Þorsteinn Stefánsson sem var að Ijúka við að festa nýjar númeraplötur á bíl sem stóð á planinu við Bifreiðaeftirlitið. „Þetta er nú nýr bíll, árgerð 1985, þannig að það á ekki að þurfa að skoða hann neitt, enda var eina athugasemdin sem bif- reiðaeftirlitsmaðurinn gerði sú að það væri fullmikið vatn í fram- ljósunum á bílnum.“ Þetta þótti okkur hljóma nokk- uð undarlega og kíktum á Ijósin og viti menn! Það var greinilega mikill raki innan á ljósunum. „Hann sagði að ég gæti verið með fiskeldi í ljósunum," sagði Þorsteinn glottandi um leið og hann settist undir stýri og ók burt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.