Dagur - 21.05.1986, Blaðsíða 10

Dagur - 21.05.1986, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 21. maí 1986 Skrifstofuhúsnæði við Ráð- hústorg til leigu. Uppl. í síma 26727 á milli 9 og 17. íbúð óskast. 4ra-5 herb. íbúð óskast til leigu frá 1. júní til eins árs. Sími 26398. Óskum eftir 3ja-4ra herb. íbúð til leigu frá ágústmánuði helst í Glerárhverfi. Ýmislegt kemur til greina. Fyrirframgreiðsla hugsan- leg. Uppl. í síma 24959 eftir kl. 18. Herbergi með eldunaraðstöðu óskast til leigu á Akureyri, frá miðjum júní fram í miðjan ágúst. Uppl. í sima 26155 á daginn. Húsnæði óskast. Ung hjón með eitt barn óska eftir íbúð á leigu sem fyrst. Reglusemi og góðri umgengni heitið. Uppl. í síma 25724. Óska eftir að taka á leigu litla 2ja herb. íbúð sem fyrst. Skilvisum greiðslum og snyrtilegri umgengni heitið. Uppl. í síma 22200 (Gunnar). Spírað útsæði til sölu (Helga). Uppl. ísíma 23828 eftirkl. 19.00. Til sölu tjaldvagn Combi Camp með fortjaidi. Uppl. i síma 24582 eftir kl. 19. Kemper Normal G heyhleðslu- vagn árg. ’82til sölu. Nýyfirfarinn í toppstandi. Uppl. í síma 33182 eftir kl. 20.00. Óska eftir að kaupa pústurrör og 1. gír í Hondu CR 125 '78. Uppl. í síma 24773. Teppahreinsun - Teppahreins- un. Hreinsið teppin sjálf. Leigjum út nýjar hreinsivélar til hreinsunar á teppum, stigagöngum, bíla- áklæðum og húsgögnum. Teppa- land Tryggvabraut 22, sími 25055. Grjótgrmdur Bifreiðaeigendur. Smíða grjótg rindur á allar tegundir bifreiða með stuttum fyrirvara. Ýmsar gerðir fyrirliggjandi. Verð frá kr. 2.000,- Ásetning á staðnum. Sendi í póstkröfu. Uppl. gefur Bjarni, Lyngholti 12, sími 96-25550 eftir kl. 19.00. Um helgar eftir samkomulagi. Sveítadvöl Piltur óskar eftir að komast í sveit í sumar. Er fjórtán ára á árinu og hefursótt dráttarvélanámskeið. Nánari upplýsingar veitast í síma 96-24281 eða 91-46447. Stefán. Fimmtán ára strákur óskar eftir að komast í sveit, er vanur. Á sama stað er til sölu 2 Gimondi drengjareiðhjól verð 1.500 kr. stk. Uppl. í síma 22043 á kvöldin. Þrettán ára stelpa óskar eftir að gæta barna á Akureyri í júní. Uppl. í síma 22668. Fjórtán ára stelpa óskar eftir að passa börn í sumar. Er í Glerár- hverfi. Uppl. í síma 25213 eftir ki. 6. Er einhver barngóð stelpa á ald- rinum 11-12 ára sem vill passa mig í sumar? Ég er 2ja ára stelpa og á heima í Glerárhverfi. Uppl. í síma 26325 á kvöldin milli kl. 20-21 og milli kl. 12 og 1 á daginn. Sjúkraliðar - Sjúkraliðar. í tilefni 20 ára afmælis höldum við hóf á Hótel KEA laugardaginn 24. maí. Margt verður til skemmtunar, mætið hressar. Tilkynnið þátttöku í símum 22167 og 24795. Akureyrardeild sjúkraliða. Flóamarkaður verður föstudag- inn 23. maí kl. 14-19 og laugar- daginn 24. maí kl. 10-18 í sal Hjálpræðishersins að Hvannavöll- um 10. Við tökum á móti fötum og munum alla þessa viku. Sími 24406. Foreldra- og kennarafélag Barnaskóla Akureyrar heldur Kjarnahátið miðvikudagskvöld 21. maí kl. 19.30. Nemendur, foreldrar og velunnar- ar skólans komið í leiki og drekkið kakó. Stjórnin. Bólstrun jng Klæði og geri við bólstruð húsgögn. Áklæði og leðurlíki í úrvali. Látið fagmann vinna verkið. Sæki og sendi tilboð í stærri verk. Bólstrun Björns Sveinssonar, Geislagötu 1, sími 25322. Heimasími 21508. Tilboð óskast í Saab 99 árg. ’73. Ekinn 113.000 km. Bíllinn þarfnast viðgerðar á vél en að öðru leyti er ástand hans mjög gott. Nánari upplýsingar í síma 61617 Dalvík. Vil kaupa gamlan en góðan jeppa á sanngjörnu verði. Birgir Helgason, sími 21020. Skákmenn - Skákmenn Almennur félagsfundur um skák- ferðalag í sumar verður í Barna- skóla Akureyrar á morgun fimmtu- dag kl. 20. Munið 10 mínútna mót- ið á föstudag kl. 20. Skákfélag Akureyrar. Árabátur til sölu. Uppl. í síma 24427. Veiði hefst í Litluá í Kelduhverfi 1. júní. Veiðileyfi fást hjá Margréti Þórarinsdóttur, Laufási, frá og með 20. maí. Sími: 96-41111. Ökukennsla. Vilt þú læra á bíl eða bifhjól? Lærið á hagkvæman og öruggan hátt á nýja GM Opel Ascona 1600. Útvega öll prófgögn og vottorð. Egill H. Bragason, ökukennari, símar 23347 * 22813. Hreingerningar-Teppahreinsun. Tökum að okkur teppahreinsun, hreingerningar og húsgagna- hreinsun með nýjum fullkomnum tækjum. Gerum föst verðtilboð ef óskað er. Uppl. í síma 21719. Tökum að okkur daglegar ræst- ingar fyrir fyrirtæki og stofnan- ir. Ennfremur allar hreingerningar, teppahreinsun og gluggaþvott. Ný og fullkomin tæki. Securitas, ræstingadeild, sími 26261. Hreingerningar, teppahreinsun, gluggaþvottur. Tökum að okkur hreingerningar á íbúðum, stigagöngum og stofnun- um, einnig teppahreinsun með nýrri djúphreinsivél sem hreinsar með góðum árangri. Vanir og vandvirkir menn. Aron í síma 25650 og Tómas í síma 21012. MESSUR W Akureyrarprcstakall: Guðsþjónusta verður í Akureyrar- kirkju nk. sunnudag, þrenningar- hátíð, kl. 11 f.h. Athugið messutímann. Sálmar: 178, 175, 29, 46, 26. Þ.H. Til kristniboðsins frá fermingar- börnum (Gunnlaugur Fr. Friðriks- son kr. 1000, N.N. 265,50, Dóri kr. 50 og Jóhann Thorarensen kr. 197,75). Alls: 1511,25. Áheit á Akureyrarkirkju kr. 1000 frá M.Þ. og kr. 500 frá N.N. Til Strandarkirkju kr. 1500 frá N.N., kr. 100 frá G.G., kr. 200 frá N.N., kr. 500 frá Jóhanni Frímann, kr. 200 frá N.N., kr. 200 S.G., kr. 200 frá N.N., kr. 1000 frá Jónínu Guðmundsdóttir, kr. 200 frá N.N. Til Hjálpárstofnunar kirkjunnar kr. 1000 frá N.N., innkomið á tombólu sem Katrín Lind og Hall- dóra Kristín héldu kr. 1370. í>á gáfu Kristín Sigurðardóttir, Erla Sigurðardóttir, Þóra Hlynsdóttir, Hanna Björg Héðinsdóttir, Mar- grét Jónsdóttir, Þóra Sigurbjörg Jónsdóttir og Hugrún Ósk Ágústs- dóttir peningagjöf. Til Rauða kross íslands kr. 300 frá Evu, Svanhildi, Erni, Petru Sif og Steinu Emelíu. Gjöf til Kvenfélags Akureyrar- kirkju ætluð í væntanlegt safnað- arheimili kr. 1000 frá hjónum. Gefendum öllum eru færðar bestu þakkir. Birgir Snæbjörnsson. Brúðhjón: Hinn 17. maí voru gefin saman í hjónaband f Akureyrarkirkju, Þórunn Sigurðardóttir fatatæknir og Hreinn Svanberg Pálmason vél- stjóri. Heimili þeirra verður að Móasíðu 2 d, Akureyri. Hinn 18. maí voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju, Sig- þrúður Árnadóttir iðnverkakona og Stefán Guðmundsson sjómað- ur. Heimili þeirra verður að Hrfsa- lundi 16 e, Akureyri. Hinn 18. maí voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju, Þóra Guðrún Hjaltadóttir hús- móðir og Sigurjón Hilmar Jónsson húsasmíðameistari. Heimili þeirra verður að Holtagötu 9, Akureyri. Breytingí Sialfirðii iar a Siglfirðingi Unniö er nú í Hamborg í Þýskalandi að breytingum á frystiskipinu Siglfíröingi en skipið kom til Þýskalands þann 5. maí. Að sögn Ragnars Olafssonar skipstjóra og eins eiganda skipsins er reiknað með að breytingarnar taki 8 vikur og er áætlaður kostnaður 75 milljónir króna. Meðal breytinga á skipinu er að sett verður í skipið flotholt og verður það eftir breytingarnar hið fyrsta hér á landi sem búið er tveimur flotholtstromlum, þann- ig að ef bilun verður í öðru verð- ur hægt að skipta um. Einnig munu breytingarnar gera það að verkum að frystigeta skipsins eykst um 60 %. Þær breytingar sem gerðar verða á skipinu að sögn Ragnars Ólafssonar er að skipið verður lengt um 8,80 metra. Eins og áður var sagt verður settur í það flotholtsbúnaður sem ekki var áður og skipt verður um allt spilkerfi og einnig framdrifsbún- að. Sett verður í skipið hæggeng skrúfa og Atlaskrani. Brúin verð- Leikféíag Akureyrar BLÓÐ- BRÆÐUR Allra síðasta sýning laugardaginn 24. maí. Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18 og sýningar- daga fram að sýningu. Sími í miðasöiu: ■■■■ '96) 24073. — ur stækkuð aftur og tveir klefar byggðir undir henni. Matsalur stækkaður og endurbyggður. Eldhús verður endurbyggt og setustofa endurnýjuð og stækkuð. Stálkjölur verður settur undir skipið og skipið allt sand- blásið. Aðalvél verður tekin öll upp og settur ásrafall samhliða öðrum endurbótum í vél. Fisk- vinnslubúnaður kemur nýr á dekkið að hluta, er hann keyptur frá Slippstöðinni í Reykjavík og kemur til með að auka afköst og hagræðingu til muna. Að sögn Ragnars er reiknað með að skipið verði komið úr breytingunum 1. júlí. Hlutafélag- ið Siglfirðingur sem á skipið samanstendur af Ragnari Ólafs- syni skipstjóra, Þórarni bróður hans og Gunnari Júlíussyni sem einnig er vélstjóri á skipinu. Siglfirðingi var breytt í frystiskip hjá Slippstöðinni á Akureyri haustið 1984. Útgerð skipsins hefur gengið vel og er það nú búið að fiska fyrir 40 milljónir á þessu ári í þremur ferðum. Þess má geta að skipið fór út til Þýskalands í mars síðastliðnum þar sem gerður var máti af skip- inu og eru þjóðverjarnir nú búnir að smíða bútinn sem settur verð- ur inn í skipið. Þetta var gert til að stytta tímann sem breyting- arnar taka. þá GENGISSKRANING 20. maí 1986 Eining Kaup Sala Dollar 40,800 40,920 Pund 62,330 62,444 62,628 Kan.dollar 29,667 29,755 Dönsk kr. 4,9809 4,9956 Norsk kr. 5,4137 5,4296 Sænsk kr. 5,7291 5,7460 Finnsktmark 7,9742 7,9977 Franskurfranki 5,7852 5,8022 Belg. franki 0,9039 0,9065 Sviss. franki 22,0923 22,1572 Holl. gyllini 16,3685 16,4166 V.-þýskt mark 18,4382 18,4924 Ítölsklíra 0,02688 0,02695 Austurr. sch. 2,6236 2,6313 Port. escudo 0,2747 0,2756 Spánskur peseti 0,2905 0,2914 Japanskt yen 0,24482 0,24555 írskt pund 56,098 56,263 SDR (sérstök dráttarréttindi) 47,8699 48,0107 Simsvari vegna gengisskráningar: 91-22190. Kjörskrá til prestskosninga í Möðruvalla-, Hóla- og Saurbæ- jarsóknum liggja frammi frá 20.-31. maí á þessum stöðum: Hríshóli, Torfufelli og Hleiðargarði. Kærufrestur til 5. júní. Sóknarnefndir. Skólagarðar Akureyrar Innritun 10, 11 og 12 ára barna er hafin. Innritun fer fram á vinnumiðlunarskrifstofunni í síma 24169. Síðasti innritunardagur er föstudag- urinn 30. maí. Garðyrkjustjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.