Dagur - 23.05.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 23.05.1986, Blaðsíða 7
í'-ii ir ' 23‘:''rriáí Í986 - DAGCTR’ - 7 Afríkuhlaupið: - hljómsveitin Rokkbandið spilar í göngugötunni frá kl. 14.30-15.00 Sunnudaginn 25. maí mun ein- hver mesti íþróttaviðburður sögunnar eiga sér stað þegar milljónir manna um allan heim munu hlaupa til styrktar bar- áttunni gegn hungurvofunni í Afríku. A Islandi verður hlaupið kallað Afríkuhlaupið en á ensku er þessi viðburður kallaður Sport-Aid og er eins og nafnið bendir til tengdur uppákomum þeim sem tónlist- armaðurinn Bob Geldoff hefur staðið fyrir síðastliðið eitt og hálft ár. Hlaupið verður á sama tíma um allan heim og til dæmis má nefna að um leið og íslendingar hefja hlaupið kl. 15 á sunnudag leggja Ástralir af stað um hánótt. Þegar hafa íþróttamenn í 134 borgum í 53 löndum út um allan heim tilkynnt þátttöku og er reiknað með að þátttakendur í þessu hlaupi verði fleiri en í nokkrum einstökum íþróttavið- burði fyrr og síðar. Þar í hópi verður fjöldi stór- stjarna á ýmsum sviðum, bæði heimsfrægt íþróttafólk, leikarar og tónlistarfólk. Nægir þar að nefna menn eins og Geldoff sjálfan, Bryan Robson og Mara- donna. Erlendis er einna helst stílað á reynda skokkara sem þátttakend- ur í hlaupinu en hér á landi verð- ur frekar reynt að höfða til almennings, bæði með lægra þátttökugjaldi en erlendis og svo með því að bjóða upp á mismun- andi vegalengdir. Til þess að öðlast þátttökurétt í hlaupinu þarf aðeins að kaupa barmmerki á 100 kr. Á mönnum liggur þó engin kvöð um að skokka þótt þeir kaupi merki. Hér á Akureyri verður gengið í hús og merkin boðin til sölu og einnig verða þau til sölu í göngu- götunni á sunnudaginn, fyrir hlaupið. Þá eru til sölu á bensín- stöð OLÍS, stuttermabolir með merki söfnunarinnar á kr. 350. Á Akureyri hefur verið skipuð nefnd til að bera hita og þunga af framkvæmd hlaupsins. Eins og áður sagði hefst hlaupið kl. 15 og á Akureyri verður hlaupið frá göngugötunni. Hálftíma áður en lagt verður af stað mun hljóm- sveitin Rokkbandið leika nokkur lög í göngugötunni. Það er svo Helgi Bergs bæjarstjóri á Akur- eyri sem ræsir hlauparana. Vegalengdin sem hlaupin er skiptir minnstu máli en mældar hafa verið tvær vegalengdir sem ættu að hæfa flestum. Sú styttri er að hlaupið er úr göngugötunni norður Brekkugötu, niður Gránufélagsgötu, suður Geisla- götu, Skipagötu, Kaupvangs- stræti og inn í göngugötuna aftur og er þessi vegalengd um 1 km. Lengri leiðin er að hlaupið er norður Brekkugötu að lögreglu- stöðinni niður Þórunnarstræti, suður Glerárgötu, Geislagötu, Skipagötu, Kaupvangsstræti og inn í göngugötu aftur. Er sú leið um 2 km. Að lokum má geta þess að all- ar líkur eru á því að flestir knatt- spyrnumenn KA, Þórs og Vasks hlaupinu. Bæjarbúareru hvattirtil og þá jafnt meistaraflokksmenn þess að láta sjá sig og leggja sem aðrir ætla að mæta í göngu- þannig sitt af mörkum til þess að Akureyringar! Fylgjum fordæmi þeirra Bryans Robson, Bob Geldoffs og götuna á sunnudag og taka þátt í hjálpa sveltandi fólki í Afríku. Sebastian Coe og tökum þátt í Afríkuhlaupinu á sunnudag. ' * * ..... AOO O*' Nei,nei,nei! Ekki borða auglýsinguna! Það er alveg óþarfi að borða auglýsinguna. Þú getur með lítilli fyrirhöfn eldað þessa ljúffengu fiskrétti úr frystu ýsuflökunum frá R.A. Péturssyni hf. Þau fást í flestum mat- vöruverslunum í handhægum 400 gr. pakkningum og eru roðlaus og beinlaus. Umboðsaðili á Norðurlandi: Heildverslun Valdemars Baldvinssonar, Akureyri. Sími 96-2-13-44. Aftan á pakkningunum eru uppskriftir af dýrindis fiskréttum sem auðvelt er fyrir hvern sem er að matbúa. Framleiðandi: fVnVPiN R-A. Pétursson hf. Ytri-Njarðvík ySSSSW Sími 92-3225 Akureyringar! Sýnum samstöðu og mætum í hlaupið á sunnudag

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.