Dagur - 11.06.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 11.06.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, miðvikudagur 11. júní 1986 107. tölublað Aðalfundur Stéttarsambands bænda hófst í gær á Hvann- eyri. í ræðu formanns Stéttar- sambandsins , Inga Tryggva- sonar kom fram, að á árinu 1985 hafí mjólkurframleiðsla verið 115,9 milljónir lítrar og var þar um 7,4 milljón lítra aukningu að ræða á milli alm- anaksára. Mikil aukning varð á mjólkurframleiðslu síðustu mánuði ársins og má rekja hana til hagstæðs tíðarfars sem og Qölgunar kúabúa. Samdráttur varð í sölu mjólkur og mjólk- urvara. Mjólkurneysla á hvern mann minnkaði um 3A lítra, smjörneysla um Vi kfló og skyrneysla um 0,3 kfló. Osta- neysla jókst um o,l kfló og er það minnst aukning um mörg ár. Framleiðsla kindakjöts varð 12,215 tonn á árinu 1985 og var meðalfallþungi dilka 14,25 kíló, eða 0,4 kílóum lægri en árið áður. Samkvæmt forðagæslu- skýrslum voru 709.749 kindur settar á vetur haustið 1985 sem eru 4600 fjár færra en haustið áður. Ætla má að á milli 60 og 70 tonn af framleiðslu ársins 1985 séui vegna fækkunar fjár. Sagði Ingi að samdráttur í sölu kindakjöts á innlendum markaði sé stærsta vandamál hins almenna landbún- aðar nú. Birgðir kindakjöts 1. apríl síðastliðinn voru 6820 tonn, sem er 545 tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Framleiðsla nautakjöts á árinu 1985 varð 2740 tonn og var sala á nautakjöti 2583 tonn á síðasta ári. Birgðir í árslok voru 1281 tonn og er það 120 tonnum meira en í árslok 1985. Sagði Ingi að erfitt væri að selja eldri birgðir nautakjöts og að nokkur brögð væru að því að geymt kjöt væri selt á undirverði. Sagði hann að ef ekki drægi úr nautakjötsfram- leiðslu væri hætt við að eldri birgðir yrðu verðlitlar. Birgðir nautakjöts 1. apríl síðastliðinn voru 1.324 tonn, sem er 411 tonn- um meira en á sama tíma í fyrra. Aukin kúaslátrun að undanförnu á verulegan þátt í birgðaaukning- unni. -mþþ Allir í toppformi, nýkomnir úr sundi og beint í sólbað. Mynd: KGA Norðurland vestra: Veiddu sel i Laxa Talsverðar vegafram- kvæmdir í sumar í gærmorgun hófst laxveiði í Laxá í Aðaldal. Voru þrjár stengur í ánni á svo kölluðu neðra svæði og um kl. 11 í gærmorgun voru komnir 8 lax- ar á land. Að auki var búið að skjóta einn landsel í ánni. Sá stærsti af þeim 8 löxum sem komnir voru á land var um 18 pund. Það voru húsvískir veiðimenn sem hófu leikinn nú sem endra- nær. Að sögn Helga Bjarnasonar formanns laxveiðifélagsins Flúða á Húsavík eru menn bjartsýnir á komandi veiðitímabil. Aðspurður um það hvort mik- ið væri um sel í ánni, sagði Helgi að svo væri ekki. „Enda búið að veiða svo mikið af sel bæði í þorska- og grásleppunet. En það sem hefur komið okkur hvað mest á óvart er hversu mikið er af hoplaxi í ánni, laxi sem er á leið niður ána. Það mjög óvanalegt en sennilega spilar tíðarfarið þar inn í. Það var maður að veiða ofar í ánni í gærmorgun en varð að hætta því vegna þess hversu mikið var um hoplax. Hann var búinn að fá eina 5-6 á þegar hann gafst upp,“ sagði Helgi. Öll áin verður opnuð formlega þann 20. júní. Ánni er skipt nið- ur í nokkur svæði og á svæði Flúða veiddust í fyrra um 1200 laxar á 12 stengur. -KK Að sögn Jónasar Snæbjörns- sonar umdæmisverkfræðings Vegagerðarinnar á Norður- Iandi vestra verða vegafram- kvæmdir á svæðinu í ár svipað- ar og í fyrra. Undanfarið hafa verið opnuð tilboð í verkin sem framkvæma á í sumar og hafa tilboð í undirbyggingu og burðarlag verið 50-66% af kostnaöaráætlun. Peir vegakaflar sem verða undirbyggðir og sett á burðarlag upp undir slitlag í sumar eru; á Norðurlandsvegi við Brú í Hrúta- firði 2 km, verktaki Bartinn sf. á Blönduósi á 1,350 millj., einnig í V.-Hún. frá Múla að Vatnsnesi 4,5 km, verktaki Fossverk sf. á Selfossi á 7,2 millj. En Fossverk fékk einnig vegarkaflann á Vatnsskarði frá Arnarstapa að Skagafjarðarvegi 4 km á 5,4 millj. og samið hefur verið við Selfyssingana um undirbyggingu á Miðfjarðarvegi um Laugar- bakka á 1,2 millj. Leggja á klæðingu á nokkra vegakafla í Skagafirði í sumar og hefur verið gengið frá samning- I gær var dregið í afmælisgetraun KEA í beinni útsendingu svæðisútvarpsins á Akureyri. Að sögn Áskels Þórissonar blaðafulltrúa KEA var þátttaka í getrauninni mjög mikil. Aðalvinningur var ferð fyrir tvo til Rhodos og kom sá vinningur í hlut Reynis Gísla Hjaltasonar. Þá var dregið um tvo aukavinninga, vöruúttekt í einhverri af verslunum KEA að upphæð 10 þúsund krónur hvor og hlutu Hilmar Stefánsson og Freydís Bernharðsdóttir þau verðlaun. um við Borgarverk hf. Borgar- nesi um framkvæmd verksins alls fyrir 12,5 millj. króna sem er 7% yfir kostnaðaráætlun Vegagerð- arinnar. Þeir kaflar sem hér um ræðir eru: Á Skagafjarðarv. frá Daufá að Norðurlandsv. 6 km, á Siglufjarðarv. út Blönduhlíð frá Hjaltastöðum að Norðurlands- vegi 6 km, á Sauðárkróksbraut frá Áshildarholti niður að Borg- arsandi 1,8 km og til viðbótar þessu verki mun Sauðárkróksbær klæða tenginguna að vestanverðu í bæinn. Einnig verður sett klæð- ing á kaflann frá Austur-Ósi að Skagafjarðarvegi 2,2 km. Nýbúið er að ganga frá samningum við Króksverk hf. á Sauðárkróki sem var með lægsta tilboð í mölun í Norðurlandskjördæmi vestra að upphæð 7,7 millj. Verða malaðir 43 þúsund rúmmetrar af efni í sumar. Á næstunni verða opnuð tilboð í 3-4 verk til viðbótar hjá Vega- gerðinni. G.Kr. -þá Sama blíðan „Það verður sama blíðan áfram hjá ykkur þarna fyrir noröan,“ sagði Bragi Jónsson veðurfræðingur Veðurstofunn- ar í samtali við Dag í gær. „Léttskýjað og suðvestangola, hiti á bilinu 9-13 stig og getur þess vegna farið upp í 20 stig. Við getum átt von á smávegis síðdeg- isskúrum, en það er ekkert sem á að aftra mönnum frá því að byrja strax að grilla," sagði Bragi. -mþþ Aðalfundur Stéttarsambands bænda: Samdráttur í sölu kindakjöts - er stærsta vandamál hins almenna landbúnaðar, sagði Ingi Tryggvason í skýrslu sinni

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.