Dagur - 05.09.1986, Blaðsíða 4

Dagur - 05.09.1986, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 5. september 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI 24222 ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ KR. 50. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Samstaða um þriðja stjómstigið Ueiðari. Byggðanefnd þingflokk- anna, sem forsætis- ráðherra skipaði á sínum tíma, var m.a. falið að svara þeirri spurningu hvort núverandi stjórn- kerfi ríkis og sveitarfélaga væri fallið til þess að ná markmiðum um valddreif- ingu, virkara lýðræði og aukin völd og áhrif lands- manna allra í eigin málum óháð búsetu þeirra. Svar nefndarinnar var eftirfar- andi: „Sérstaka áherslu verð- ur að leggja á að veruleg breyting er óhjákvæmileg, ef vinna á að aukinni vald- dreifingu og virkara lýð- ræði með umtalsverðri til- færslu verkefna og fjár- málaábyrgðar frá ríki til heimastjórnarvalds þann- ig að landsmenn geti í auknum mæli ráðið eigin málum eins og fyrir er lagt. “ í nefndarálitinu segir ennfremur, að styrkja beri sveitarstjórnarstigið. Til þess eigi að stefna að sameiningu sveitarfélaga eftir því sem við verður komið, aukinni samvinnu þeirra og stofnun raun- verulegs jöfnunarsjóðs, sem greiði lögboðin útgjöld fámennustu sveit- arfélaganna. Þá beri að auka sjálfsforræði sveitar- félaganna með tilfærslu verkefna og tekjustofna frá ríkinu að svo miklu leyti sem þau verða sem stjórnunareiningar talin fær um að taka að sér auk- in verkefni. Mikilvægt er að áður eða jafnhliða verði fámennustu sveitarfélög- in efld með framangreind- um hætti eða þeim veittur fjárhagslegur stuðningur, eins og fyrr segir. Á hinn bóginn er það niðurstaða nefndarinnar, að verulegum árangri í valddreifingu og virkara lýðræði verði ekki náð með slíkum ráðstöfunum einum saman. Til þess að auka svo nokkru nemi „völd og áhrif lands- manna allra óháð búsetu þeirra“ þurfi að koma til þriðja stjórnsýslustigið, sem taki við umtals- verðum verkefnum og tekjum fyrst og fremst frá ríkinu. Nefndarmenn í Byggða- nefnd þingflokkanna voru ennfremur sammála um það að umdæmi hugsan- legs þriðja stjórnstigs þurfi að vera stór, t.d. núverandi kjördæmi. Nefndin telur að beinar kosningar eigi að verða til þessa stjórnstigs, t.d. í tengslum við sveitar- stjórnarkosningar. Á þann hátt einan verði pólitískur styrkur sem næst í hlutfalli við fylgi kjósenda í hverju heima- stjórnarumdæmi hverju sinni. Svo mörg voru þau orð og nú virðast menn vera farnir að tala af viti. HS úr hugskotinu. Fyrir nokkrum árum raulaði sveitaballatríó eitt af Suður- landi brag nokkurn inn á hljómplötu sem nefndur var „Eg fer í Sjallann", brag sem gestir fyrrnefnds Sjalla kyrja gjarnan enn á þetta þriðja eða fjórða glasi. Og víst er um það, margir hafa lagt leið sína í Sjall- ann síðastliðna áratugi, tekið þar út hæstu gleði og dýpstu sorg. Verið kysstir blíðustum kossum eða síegnir í rot. Ef veggir þessa hvíta húss við Geislagötuna hefðu mál, hefðu þeir án efa frá mörgu að segja, líklega svo mörgu, að efni yrði í margar metsölubækur. Staðartákn Það kom fram í okkar ágæta svæðisútvarpi fyrir nokkrum dögum, að Sjallinn teldist eitt af staðartáknum Akureyrar ásamt með kirkjunni, og svo auðvitað KEA. Þarna er Akureyri skipað á bekk með engu ómerkari borg en París sem einnig hefur skemmtistað meðal staðartákna sinna, þar sem er Rauða Myllan, sem að vísu enginn venjulegur Parísarbúi sækir öfugt við það sem gerist með Sjallann, sem ekki aðeins er sóttur af Akureyringum á flest- um aldri, heldur einnig ferða- mönnum, en dæmi eru til þess að fólk leggi á sig að aka alla leiðina frá Reykjavík til þess eins að eiga sér eina kvöldstund í Sjallanum. Undanfarna mánuði hefur þetta staðartákn verið nokkuð í sviðsljósinu. Upphaf þess má rekja allt aftur til verkfalls opin- berra starfsmanna þegar sá orð- rómur komst á kreik, að starfs- menn staðarins hefðu tekið að sér það hlutverk sem að lögum er á hendi hins svo kallaða „op- inbera“, að sjá landslýð fyrir brjóstbirtu, og reyndar telur sig einnig þurfa að vara þennan hinn sama landslýð við henni. Fleiri ásakanir komu fram á hendur þeim Sjallamönnum, svo sem um tvísölu á aðgöngu- miðum, kjötsmygl og fleira. Að sjálfsögðu komst löggan í málið, sem síðan var svo afgreitt að hætti hins íslenska dómskerfis. Annar þáttur þessara mála eru svo þau blaðaskrif sem út af þeim spruttu, bæði tilraunir rannsóknarblaðamannsins sem þá var á Degi til að koma með bombu sem reyndar var hálf- máttlaus miðað við reyfarann frábæra sem þeir á FIP skrifuðu um þetta mál, þar sem flett var ofan af, eða búið til stórkostlegt samsæri, þar sem meðal annars sjálfur Elías Stuðmannskelfir var meðal höfuðpauranna. Var nú allt kyrrt eftir birtingu saka- málsögu þessarar, en segja má að bæjartáknið hafi setið í sút nokkurri hina næstu mánuði. Eftirsóttur Akur Það má segja að með fyrr- nefndri Helgarpóstsgrein hafi lokið hinum reyfarakennda þætti Sjallamálsins, en eftir nokkurra mánaða hlé hófst aft- ur á móti hinn farsakenndi þátt- ur þess, og fyrir enda hans sér ekki enn þegar þetta er ritað. Hér er ekki tóm til að rekja þetta mál í smáatriðum enda flestum kunnugt um hvað á spýtunni hangir. Sem kunnugt er voru hlutabréfin í Akri hf. sem Sjallann rekur upphaflega í eigu Sjálfstæðisflokksins, seld ein- staklingum sem allir voru ná- tengdir þeim hinum sama flokki. Nú Sjallinn brann og þar þurfti að leggja í gííurlegar fjárfestingar til að endurbyggja hann. En auðvitað áttuðu íhaldsmennirnir sig ekki á því að þeir yrðu þarna fórnarlömb þeirrar hinnar sömu vaxtastefnu sem þeir básúnuðu. Afleiðingin varð gífurleg skuldasöfnun hlutafélagsins. Nú voru góð ráð dýr, og menn komust að þeirri niðurstöðu að best væri bara að selja allt heila klabbið, og svo virtist sem Akurinn væri bara þó nokkuð eftirsóttur. Það var að sögn meira að segja skrifað undir sölusamninga, en þá gerðist, ja enginn veit eiginlega hvað nákvæmlega, en allt í einu komust þeir Aðalgeir, Þórður og hinir frjálshyggjumennimir að því að sniðugast væri bara að segja Akur bara á bæinn, samanber þá kenningu að hið opinbera eigi aldrei að skipta sér af atvinnurekstri. Nú er bara beðið eftir inntökubeiðni þessara manna í Alþýðubanda- lagið sem þeir virðast eiga svo mikla hugmyndafræðilega samleið með. Björgunaraðgerðir Það eru líkast til flestir Akur- eyringar sammála því að Sjall- anum þurfi að bjarga. Þarna er ekki aðeins í húfi atvinna fjölda fólks bæði beint og óbeint, heldur blátt áfram viss hluti af heiðri og stolti bæjarins, einn litríkasti þáttur bæjarlífsins. En þó að menn séu þannig sam- mála um það að Sjallanum þurfi að bjarga, þá greinir menn á um leið, og svo virðist sem almenn- ingsálitið í bænum sé ekkert allt of ginkeypt fyrir því að bær- Reynir Antonsson skrifar inn fari að bjarga mönnum sem ekki einu sinni geta staðið við eigin pólitískar skoðanir, auk þess sem rekstur skemmtistaða hefur nú yfirleitt ekki talist meðal hefðbundinna verka bæjarfélaga eða hins opinbera svona yfirleitt, nema þá fyrir austan tjald, en þangað sækja þeir Akursmenn náttúrlega fyrirmyndir sínar. í þessu sambandi vekur af- staða bæjarfulltrúa Alþýðu- flokksins dálitla furðu, og þá ekki hvað síst meðal eigin flokksmanna. Manni finnst þeir einhvern veginn hafa verið ein- um of fljótir að skrifa upp á íhaldsvíxilinn án þess að taka tillit til almenningsálitsins, og raunar hefur meirihlutasamn- ingurinn við íhaldið líklega ver- ið ein allsherjar mistök frá upp- hafi, samningur sem lítið færði flokknum annað en bæjarstjóra sem helst gerir sér það til dund- urs að stjórna reykvískum maraþonhlaupum. Hvað Sjalla- málið annars áhrærir þá er besta lausnin lílega sú, að samning- arnir við kjúklingamennina verði látnir standa, eða þá að stofnað verði nýtt akureyrskt almenningshlutafélag um rekst- ur staðarins. Og í báðum tilvik- um væri það hreint ekki óhugs- andi að bærinn hlypi eitthvað undir bagga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.