Dagur - 15.01.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 15.01.1987, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 15, janúar 1987 Ibúðir til sölu: Erum að hefja sölu á 10 íbúðum í fjölbýlishúsi við Melasíðu 6. 3ja og 4ra herbergja íbúðum fylgir bílskúrsréttur. íbúðirnar seljast tilbúnar undir tréverk, sameign frágengin. Verð þ. 11 jan. 1987. 2ja herb. kr. 1.534.000- 3ja herb. kr. 2.082.000-, 4ra herb. kr. 2.321.000,- Draupnisgötu 7m ■fií 96-23248 - Pósthólf 535 - 602 Akureyri. Friðjón Árnason: iti Innilegar þakkirfyrir auðsýnda vinsemd og virðingu við andlát og útför, FLOSA PÉTURSSONAR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Seli hjúkrunarheimili aldraðra Akureyri fyrir góða umönnun. Karlína Jóhannsdóttir, Skúli Flosason, Þóra Sveinsdóttir, Ingvi Flosason, Sigríður Árnadóttir, Kristtn Heiða Skúladóttir, Eyrún Halla Skúladóttir, Nanna Hlín Skúladóttir, Karlína Sigríður Ingvadóttir, Pétur Heiðar Snæbjörnsson. |||| Framsóknarmenn ^35? Akureyri og nágrenni í tilefni af opnun skrifstofu flokksins að Hafnar- stræti 90, verður þar opið hús sunnudaginn 18. janúar kl. 15.00-18.00. Frambjóðendur B-list- ans verða á staðnum og boðið verður upp á kaffi og kökur. Framsóknarmenn fjölmennið. Skrifstofa Framsóknarflokksins Hafnarstræti 90 sími 21180. Opin virka daga frá kl. 9.00-17.00. Að gefnu tilefni Hinn 12. janúar sl. birtist í Degi grein eftir Braga Bergmann blaðamann þar sem hann ber ummæli höfð eftir mér úr tímarit- inu „Við sem fljúgum“ undir þrjá valinkunna forsvarsmenn kjöt- vinnslna á Akureyri (einn þeirra er reyndar líka veitingamaður). í lok greinarinnar kemur fram leiðrétting sem ég vil ítreka. Staðhæfing mín við Þorgrím Þráinsson blaðamann tímaritsins „Við sem fljúgum" var sú að Fiðlarinn væri eini veitingastað- urinn á Akureyri sem hefði ein- göngu umrædda gæðaflokka nautakjöts á boðstólum, en ekki að Fiðlarinn væri eini veitinga- staðurinn sem hefði umrædda flokka á boðstólum. Á þessu tvennu er alger merkingarmunur. Áður en greinin birtist í Degi hringdi viðkomandi blaðamaður í mig til að leyfa mér að vita af þessu, enda sjálfsögð kurteisi þar sem ummæli mín eru höfð eftir þriðja aðila. í þessu símtali kom ég á framfæri nefndri leiðrétt- ingu. Blaðamaðurinn hafði fyrir símtal okkar fengið fram við- brögð viðmælenda sinna og það væri sjálfsögð kurteisi og sann- girni gagnvart þeim að gefa þeim kost á að endurskoða viðbrögð sín með tilliti til breyttrar merk- ingar ummæla minna. Mér er óljúft að standa í rit- deilum við menn á síðum dag- blaða og allra síst um kjötmál íslenskra veitingastaða, enda við- kvæmt mál og flókið. Hins vegar hef ég fram að færa athugasemdir við það sem kemur fram hjá viðmælendum blaða- manns í umræddri grein og tel mér því skylt að gera það á sama vettvangi svo öllu réttlæti sé fullnægt. Hjá viðmælendum blaðamanns Dags virðist gæta ákveðins mis- skilnings ef marka má viðbrögð þeirra. Þó gætir helst skilnings hjá Óla Valdimarssyni forsvars- manni Kjötiðnaðarstöðvar KEA þegar hann lýsir því yfir að þeir eigi erfitt með að skaffa það hrá- efni sem hér um ræðir. Stefán Gunnlaugsson fram- kvæmdastjóri Bautans/Smiðj- unnar segir að ég hafi enga könn- un gert hjá þeim eða öðrum og að Bautinn/Smiðjan sé ekki með síðra hráefni en Fiðlarinn. Hár- rétt hjá Stefáni, enda hef ég aldrei sagt að Bautinn/Smiðjan sé með síðra hráefni en Fiðlarinn og hvarflar ekki að mér að svo sé. Hins vegar talaði ég í þessu sambandi um tvo ákveðna gæðá- Guðmundur. Valgerður. Jóhannes. Þóra. Valdimar. Bragi. Egill. Fundir B-listans í Norðurlandskjördæmi eystra Framsóknarflokkurinn heldur almenna stjórnmálafundi: Föstudaginn 16. janúar: Grenivík kl. 20.30 í Gamla skólahúsinu. Laugardaginn 17. janúar: Dalvík kl. 16.00 í Víkurröst. Sunnudaginn 18. janúar: Ólafsfirði kl. 21.00 í Tjarnarborg. Fundarefni: Alþingiskosningarnar. Frambjóðendur fíokksins mæta á fundina, halda framsöguræður og svara fyrirspurnum. Fundirnir eru öllum opnir. Framsóknarflokkurinn - framtíðarafl. ÞartaðsælSasuöuirtil að tá almennM hraefni flU lO CriftiAn Amason I Fiílaranum „Fáránleg staöhæling," I j „auii «■ wnw i I Íjíkáti,s'•» T“<> njúgum-, vinmlunum hér.tU þeu son vei«ing«m.ðu í FiftUr. ^udlegt hmefn • un •» h.nn gcti st.«* pes$i umm*h F | ^ft. «ft F.»t-Hnn »é «*■».«£ | . segja kjötiðnaðarmenn Sír ™e»5uÆ5‘IX; heldur seldu þa& *ö*llega ' um og hilíum skrokkum. °g Þ«* frt okkm « «"* annars staftar." sagði Oli. ■ Það er vifturkennt af fle l SHU sr...‘Noo\ flokka nautakjöts en Stefán mis- skilur það greinilega, enda eru viðbrögð hans í samræmi við það. Aftur á móti vil ég lýsa ánægju minni yfir því að Bauta- búrið hafi náð þeim árangri að veitingahús fyrir sunnan sæki þangað hráefni, nóg er sótt í hina áttina. Óli Valdimarsson hjá Kjötiðn- aðarstöð KEA ræðir um uppruna íslenskra nautgripa og flutninga þeirra um landið. Ég er sammála Óla í því að kjötið af nautgripum héðan af Eyjafjarðarsvæðinu er alls ekkert síðra en það sem kem- ur annars staðar frá, síður en svo. Enda kaupir Kjöt- og matvæla- vinnsla Jónasar Þórs hf. (hér eftir nefnd KMJÞ) nautakjöt alls stað- ar að af landinu svo fremi sem það falli undir þá gæðaflokka sem hér eru til umræðu. Það má einu gilda hvort nauta- kjöt það sem veitingahúsin á Akureyri bjóða er af gripum sem í frumbernsku bauluðu á Norður- eða Suðurlandi. Mig varðar ekkert um það enda er ég að tala um ákveðna gæðaflokkun afurða þessara gripa og ekki síst vinnslu þeirra og meðferð, sem ég tel að sé til fyrirmyndar hjá KMJÞ með allri virðingu fyrir öðrum. Jakob Haraldsson hjá kjöt- vinnslunni Hrímni segir réttilega að KMJÞ kaupi stóran hluta af sínu kjöti á Húsavík. KMJÞ legg- ur sig eftir að ná í kjöt af umræddum gæðaflokkum hvar sem er á landinu með ærinni fyrirhöfn enda þótt nóg framboð sé af öðru naugripakjöti á land- búnaðarsvæðunum kringum Reykjavík. Jakob telur ummæli mín „alveg út í hött“ og segist ekki skilja hvað vaki fyrir mér. Þetta er drengileg játning. Hann segir Hrímni vera eingöngu með UN-1 í nautakjöti og ekki hvarfl- ar að mér að rengja það. Mín ummæli voru um veitingastaði og vék ég ekki einu orði að fram- boði gæðaflokka kjötvinnslna. Jakob talar um nautakjöt, en hvað með nautgripakjöt yfirleitt? Á þessu tvennu er merkingarmun- ur og þar stendur einmitt hnífur- inn í kúnni! Ég kaupi nautakjöt af KMJÞ af þeirri einföldu ástæðu að ég veit að ég get treyst því að inn í þá kjötvinnslu kemur ekki annað nautgripakjöt en ungnautakjöt af títtnefndum tveimur gæðaflokk- um. Þess vegna hefur KMJÞ unn- ið sér þá virðingu og traust á nautakjötsmarkaðnum sem raun ber vitni. Annars ætla ég ekki að fara að svara einu eða neinu fyrir KMJÞ. Húsbændur á þeim bæ eru fyllilega færir um það sjálfir og hafa best gert það með stöðugum gæðum sinnar fram- leiðslu. Að lokum vil ég taka það fram að ummæli mín í viðtalinu í „Við sem fljúgum“ voru fram sett í þeim tilgangi að undirstrika það að við reynum að uppfylla kröfur viðskiptavina okkar um gæði þótt það kosti fé og fyrirhöfn og ná í það hráefni sem við teljum þeim samboðið. Athugasemd blaðamanns Vegna þess sem fram kemur hér að ofan vil ég taka eftirfarandi fram: Ég hef enga grein skrifað um þetta mál. Hins vegar er ég höfundur fréttar sem um málið birtist. Á þessu er talsverður munur. Hvað varðar mat Friðjóns á því hvað sé sjálfsögð kurteisi, taldi ég ekki ástæðu til að hafa samband við viðmælendur mína að nýju þótt Friðjón hefði komið á framfæri leiðréttingu við grein- ina í „Við sem fljúgum". Sú leið- rétting breytti í engu þeirri stað- hæfingu Friðjóns að hann þyrfti að leita suður til þess að fá almennilegt hráefni. Það var sú fullyrðing sem var þungamiðjan í svörum viðmælenda minna. BB. Óskum eftir þjálfara mwiw fyrir meistaraflokk 4 deildar liðs Árroðans sumarið 1987. Upplýsingar gefur Ingi í síma 24937. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI óskar að taka á leigu 2ja-4ra herbergja íbúðir sem fyrst. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofustjóra í síma 22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyrj.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.