Dagur - 17.03.1987, Blaðsíða 5

Dagur - 17.03.1987, Blaðsíða 5
17.mars 1987 - DAGUR - 5 Enginn veit úna mna Enginn veit sína ævina fyrr en öll er, eins og þar stendur. Þetta gætu þau Linda Evans og John Forsythe hugsað er þau líta þessa gömlu mynd af sér saman. Hún er tekin fyrir 30 árum er þau John og Linda léku saman í mynd um skólastúlku sem varð ástfangin af eldri manni, Linda lék auðvitað skólastúlkuna og John eldri manninn. Nú leika þau hjón í Dynasty og hafa meira að segja eignast saman barn. Sjón- varpshjónabandið hefur gengið betur hjá þeim en þeirra eigin, eða þannig. Búsetutilfærslan verður bráð- lega eitt mesta vandamál höfuð- borgarsvæðisins, vegna of mikils aðstreymis fólks frá landsbyggð- inni, sem mun leiða til óeðlilegrar þenslu í þjóðfélaginu." Síðan segir orðrétt í ályktun- inni: „Fjórðungsstjórn telur það knýjandi nauðsyn allrar þjóðar- innar að snúist sé gegn þessum þjóðarvanda, með samstilltu átaki, eins og átt hefur sér stað varðandi lausn verðbólguvand- ans undanfarin ár. Fjórðungsstjórn bendir á að endurreisn landsbyggðarinnar verði að byggjast á þeim megin- atriðum, að útflutningsatvinnu- vegirnir búi við þau skilyrði að þeir dragi að sér áhættufjármagn og mannafla, án sérstakra styrkt- araðgerða." Áhersluatriði í atvinnu- og byggðamálum Fjórðungsstjórn lauk ályktuninni um atvinnu- og byggðamál á fundi 27. febrúar sl. með áherslu á eftirtalin atriði: 1. Gerðar verði sérstakar ráð- stafanir til þess að samdráttar- aðgerðir í landbúnaði leiði ekki til byggðaeyðingar og varanlegs samdráttar í þéttbýlisstöðum sveitabyggðanna. 2. Gerðar verði sérstakar ráð- stafanir, til þess að auka opin- ber framlög til framkvæmda, Trésmiðafélag Akureyrar Trésmiðir Akureyri og Eyjafirði Stjórn T.F.A. boðar til félagsfundar miðvikudag- inn 18. mars 1987 Rl. 17.30 í Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14. Dagskrá: Inntaka nýrra félaga og úrsagnir. Nýgerðir kjarasamningar T.F.A. Önnur mál. Stjórn Trésmiðafélags Akureyrar. Kynnum nýju nmi Stil sumarsniðin þessa viku frá kl. 9-12. Veitum fólki ráðgjöf með snið og efnisval ATH! Yfirvíddir í New Look sniðum. K VISA Opið á iaugard. y Skemman Glerárgötu 34 • Sími 23504 • Akureyri Vinningstölurnar 14. mars 1987. Heildarvinningsupphæð kr. 5.107.472.- 1. vinningur kr. 2.562.462.- Skiptist á milli 6 vinningshafa kr. 427.077.- á mann. 2. vinningur kr. 765.750.- Skiptist á milli 375 vinningshafa kr. 2.042,- á mann. 3. vinningur 1.779.260.- Skiptist á milli 9.940 vinningshafa sem fá kr. 179.- hver. Arshátíð U.M.F. Reynis verður haldin í Árskógi 21. mars n.k. kl. 20.30. Stuðkompaníið sér um fjörið. Þátttaka tilkynnist fyrir miðvikudagskvöld til Svanlaugs í síma 96-61985. Félagar fyrr og nú fjölmennió og takiö meö ykkur gesti. U.M.F. Reynir. FRAMSÓKNARFLOKKURINN B-LISTINN Askorun til framsóknarmanna Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin. Það eru ein- dregin tilmæli kjörskrárnefndar Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, að allir stuðningsmenn B- listans í kjördæminu láti skrifstofuna vita ef þeir vita um einhverja kjósendur flokksins, sem ekki verða heima á kjördag, svo sem námsmenn heima og erlendis, eða fólk sem er í vinnu í öðrum landshlutum. Vinsamlegast lítið inn á skrifstofuna í Hafnarstræti 90, Akureyri, eða haf[ð sam- band í síma 21180. Kjörskrár eru komnar og liggja frammi ^ á skrifstofunni. Kosningabarátta B-listans er hafin. sem úrræði til að efla varanleg- an grundvöll jákvæðrar byggða- þróunar í landinu. 3. Sérstakar forgangsaðgerðir verði gerðar til eflingar almenns iðnaðar með líkum hætti og staðið var að við uppbyggingu togaraflotans á sínum tíma. 4. Aukið verði forræði lána- stofnana úti um landið um sjálf- stæða lánastefnu. 5. Komið verði á sérstökum atvinnuþróunarsjóðum í lands- hlutunum. 6. Stjórnkerfinu og velferðar- þjónustu hins opinbera verði dreift um landið í samræmi við búsetuhagsmuni þjóðarinnar og verði rekin í umsjá heima- manna. 7. Gerðar verði sérstakar ráð- stafanir til að efla almenna þjónustu úti um landið, bæði með fjármagnsfyrirgreiðslu og með uppbyggingu stjórnsýslu- miðstöðva. 8. Framhaldsskólakerfið verði aukið í heimabyggðum og jöfn- uð aðstaða nemenda með stór- auknum dreifbýlisstyrkjum. 9. Háskólakennsla verði efld á Akureyri. Mótuð verði sérstök uppbyggingaráætlun.sem stuðli að því að þorri þeirra er ljúka æðra námi eða framhaldsnámi sjái fram á að eiga kost á störf- um við sitt hæfi úti á landi. 10. Gerð verði róttæk breyting á stjórnsýslu, með aukinni heima- stjórn í landshlutum. Norðlendingar ★ Norðlendingar ★ Norðlendingar FÉLAGS ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA Bókamarkaður á Akureyri Markaðurinn hefst fimmtudaginn 19. mars að Óseyri 6 (húsi Karlakórs Akureyrar). Sími 25002. Opið alla daga frá kl. 13-19. Heilu raðirnar af bókum á ótrúlega hagstæðu verði. Stórar, litlar, þunnar, þykkar, sjaldséðar, sígildar, nýlegar og gamlar bækur fyrir alla aldurshópa á gjafverði. Greiðslukortaþjónusta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.