Dagur - 19.03.1987, Síða 12

Dagur - 19.03.1987, Síða 12
12 - DAGUR - 19. mars 1987 af erlendum vettvangt Svartur bíll ók aftan á mig. Það er það síðasta, sem ég man, þangað til ég var fyrir ofan stað- inn og horfði á slysið. f»að var eins og ég svifi uppi við þakrenn- urnar. Ég sá skóna mína, sem lágu klesstir undir bflnum, og einmitt þá held ég, að mér hafi orðið aðstæður ljósar: Ó, Guð minn. Ég er fyrir utan líkama minn. Ég sá líkama minn. Ég kom auga á líkamann, þegar mennirnir á sjúkrabílnum lögðu hann á börurnar. Ég sá mig á hlið. Ég man, að þeir lögðu mig - það er að segja líkama minn - í sjúkrabílinn. Eftir það man ég ekki neitt fyrr en ég vaknaði á gjörgæsludeildinni (og ég var aft- ur kominn í líkamann). Ég hafði víst verið nálægt því að deyja. Um það gat ég ekkert rætt við fólk. Þetta er í stuttu máli frásögn konu af reynslu hennar í umferð- arslysi, þar sem hún hlaut mikinn heilahristing og smávegis blæð- ingu á milli heilahimnunnar og höfuðkúpunnar. Þetta er, eins og frásögn hennar ber með sér, greinargerð hennar um það, sem hún sá, eftir að hún missti með- vitund vegna heilahristingsins. Dreymdi hana þetta? Eða sá hún ofsjónir? Eða er þetta skáld- skapur, sem hún hefur sett saman seinna, með hliðsjón af frásögn- um annarra um það, hvernig siys- ið varð? Gerum okkur grein fyrir því - áður en við reynum að svara - eftir Göran Grip yfirlækni Margir, sem hafa verið að dauða komnir, skýra frá stórkostlegri og ótrúlega líkri reynslu, sem þeir urðu fyrir á meðan þeir voru meðvitundarlausir og við dauðans dyr. Síðasta áratuginn hefur þessi reynsla vakið áhuga vísindamanna. Við vísindalega rannsókn ameríska hjartasérfræðingsins Michaels B. Sabom hefur hann athugað nákvæmlega hundruð tilvika af nær-dauða-reynslu. Hann hefur komist að ýmsu, sem ennþá vantar vísindalegar skýringar á. Göran Grip er yfirlæknir við fíkniefna- og gjörgæsludeildina í Lidköping í Svíþjóð. Á starfsferli sínum hefur hann hitt marga, sem hlotið hafa nær- dauða-reynslu. Hann hefur haldið fyrirlestra um þetta efni og einnig Ijallað um það í hljóðvarpi og sjónvarpi. Sjálfur varð hann á barnsaldri fyrir nær-dauða-reynslu. viðkomandi áleiðis. Hér er frá- sögn hermanns úr Vietnam-stríð- inu, sem sprengja hafði tætt báða fætur af og annan handlegginn: „Það, sem gerði allt þetta svo raunverulegt, var, að þeir þrettán menn, sem drepnir höfðu verið daginn áður og ég hafði sjálfur búið um í plastpokum, voru þarna með mér. Og ekki nóg með það, í þessum sama mánuði hafði mín deild misst 42 menn, og þeir voru þarna líka. Þeir voru ekki útlits, eins og við sjáum hinn mannlega líkama, og ég get ekki sagt þér, hvernig þeir litu út, því að ég veit það ekki. En ég veit, að þeir voru þarna allir. Ég fann návist þeirra. Við sendum boð okkar í milli án þess að nota röddina . . . Það var engin með- aumkun, engin hryggð. Þeirvoru komnir þangað, sem þeir voru. Þeir voru ekki á leið til baka. Það var grunntónninn í boðskiptum okkar . . . að okkur leið öllum vel þar sem við vorum.“ Það er athyglisvert, að á vegi manna verður ekki fólk, sem enn er í tölu lifenda. Ljósveran Sumir hitta líka ljósveru, veru, sem geislar frá sér kærleika, visku og krafti. Ýmsir - einkum trúað fólk - álíta þetta vera Jesú, en eru þó ekki alveg öruggir um það. þessum spurningum - að hún er ekki ein um svona frásagnir. Reyndar er það svo, að næstum því helmingur þess fólks, sem kemst nærri því að deyja, segir frá á svipaðan hátt og hún. Þessi reynsla er svo algeng, að hún hef- ur hlotið sitt sérstaka nafn: Nær- dauða-reynslan. (Á sænsku skammstafað NDO). Fyrsta bókin Nær-dauða-reynslan hefur ekki mjög lengi verið opinberlega þekkt. Árið 1975 kom út bók Raymonds Moody Á landamær- um h'fs og dauða (Life after life), og vakti hún feiknalega athygli um allan hinn vestræna heim. En vísindamenn voru flestir vantrú- aðir, og sumir ásökuðu jafnvel Moody fyrir að hafa skáldað þetta allt saman til að græða pen- inga á ótta fólks við dauðann. Meðal þeirra, sem alls ekki trúðu Moody, var hjartalæknir- inn Michael Sabom. Hann hafði árum saman sinnt sjúklingum, sem höfðu verið að því komnir að deyja, en aldrei heyrt frásagn- ir af þessu tagi. Eitt sinn, þegar fjallað var um þessi mál, ákvað hann að spyrja nokkra af sjúkl- ingum sínum, til þess að geta á síðara stigi umræðunnar sagt: „Ég hefi spurt mína sjúklinga, og enginn þeirra hefur frá slíkri reynslu að segja.“ Honum til mikillar undrunar kom sá þriðji, sem hann spurði, með nánast fullkomna „Moody“- skýrslu. Sabom átti erfitt með að viðurkenna þennan ósigur og ákvað því sjálfur að hefjast handa um vísindalega rannsókn. Hann var sannfærður um, að þá gæti hann sannað, að sjúkling- arnir hefðu sjálfir á einn eða ann- an hátt fundið; upp þessar frá- sagnir. En þegar rannsóknir hans voru komnar nokkuð á leið, neyddist hann til að skipta um skoðun. Áhugaverðar niðurstöður af rannsóknum hans liggja nú fyrir í bókinni Við lifðum dauðann, sem vitnað verður til hér á eftir. Hvernig er nær-dauða-reynsla? Reynslan er svo lík frá einum manni til annars, að auðvelt er að gera yfirlit í 10 liðum um þau at- riði, sem koma fyrir í nær-dauða- reynslu. Enginn hefur lifað öll 10 atriðin, en allir fleiri en eitt. Við skulum nú líta á þessi atriði hvert fyrir sig og skýra þau með tilvitn- unum í frásagnir hlutaðeigandi. Mönnum fínnst þeir vera dánir Eftir að hafa misst meðvitund (vegna stöðvunar hjartans, höf- uðhöggs eða einhvers annars, sem er orsök þess að maður er að því kominn að deyja) þá fær maður innri tilfinningu fyrir því, að maður sé dauður. Hvernig manni skilst það, að maður sé dauður, er ekki hægt að skýra, því að enginn veit jú, hvernig það er að vera dauður. Jafnframt segja sumir, að þeim sé það ljóst, að líkaminn sé ekki dauður, sem er alveg rétt. Þegar tekur fyrir blóðstreymi til heil- ans, starfar heilinn ekki lengur eðlilega (þess vegna missa menn meðvitund), en heilinn er ekki dauður. Hann lifir og verður ekki fyrir varanlegum skemmdum fyrstu fimm mínúturnar. Það er notalegt Nánast samtímis því að mönnum finnst þeir vera dauðir, verða menn, svo furðulegt sem það kann að virðast, gagnteknir ham- ingjutilfinningu, rósemi og birtu, og líkamlegur sársauki, sem kann að hafa verið fyrir hendi, hverfur með öllu. 46 ára maður, sem hafði orðið fyrir því, að hjartað hætti að slá, segir þannig frá: „Ég held, að eitt andartak hafi ég verið dauður. Að minnsta kosti andlega. Ég held, að sál mín hafi yfirgefið líkamann andartaksstund. Ef þetta var dauðinn, þá er hann ekki svo slæmur.“ Það er eins og maður yfírgefi líkamann og geti horft á hann úr fjarlægð Þá er það fasteignasali, sem hjartað stoppaði í: „Ég fékk kvalir í brjóstið og missti meðvitund. Næstu andar- tök man ég ekki. Það sem ég man næst, er að ég sveif uppi undir lofti og horfði niður til þeirra, sem voru að fást við líkama minn . . . Hjúkrunarkonan sprautaði mig . . . Þeir hlutir, sem þarna voru vanir að vera, voru hver á sínuni stað . . . nátt- < borðið og stóllinn.“ í þessu ástandi finnst mönn- um þeir léttir á sér og frjálsir, og menn eru ekki vitund hræddir við að vera áhorfendur að því, þegar reynt er að vekja þá sjálfa til lífsins. Reyndar kæra menn sig ekkert um að snúa aftur til þess líkama, sem liggur þarna niðri, því að þeim hefur aldrei áður lið- ið jafn dásamlega. Margir reyna að segja, að þeir vilji ekki verða vaktir til lífsins á ný, og þá sjá þeir, að enginn heyrir þá eða sér þarna uppi und- ir lofti. Þeir, sem reyna að aðhaf- ast eitthvað til að koma í veg fyrir, að þeir verði lífgaðir við, verða furðulegri reynslu ríkari: Þeir líða í gegnum hitt fólkið, rétt eins og þeir væru ekki til. I sambandi við það, þegar fólk fylgist með lífgunartilraunum á sjálfu sér, þar sem það er statt utan við líkamann, komum við að mjög merkilegri uppgötvun Saboms. Maður fer í gegnum dímm „göng“ Nú breytir reynslan um svið. Maður finnur, hvernig maður dregst af miklu afli inn í eitthvert tómarúm, sem við getum kallað „undirgöng" vegna skorts á betra nafni. Það heyrist drynjandi háv- aði á meðan maður þeytist á feiknahraða í gegnum þetta myrkur. Þetta er eini hlutinn af nær-dauða-reynslunni, sem getur kallast óþægilegur. Eins og áður er tekið fram, er nær-dauða- reynslan annars mjög þægileg reynsla. „Paradísar“-umhverfi í „undirgöngunum" birtist fljót- lega ljós í mikilli fjarlægð, en það nálgast óðfluga. Áð lokum þeyt- ist maður inn í birtuna, og finnur, að maður er kominn í „annan heim“. Manni er ljóst, að hingað verður ekki farið með neinu venjulegu farartæki, ekki einu sinni fullkomnasta geimskipi. Mörgum birtist þessi heimur sem fagurt landslag, öðrum sem aldingarðar og byggingar og enn öðrum aðeins sem heimur birtu án kennileita. Sameiginlegt fyrir alla er hin fagra og mikla birta, og að þarna er dásamlegt að vera. Hittir framliðna ættingja Hér hitta margir framliðna ætt- ingja. Þeir eru glaðir og hraustir að sjá og láta þess af og til getið, að þeir séu komnir til að hjálpa Hin ýmsu stig nær-dauða-reynslu 1. Manni finnst maður dáinn. 2. Mikil rósemitilfinning, hamingja og birta. 3. Maður finnur sig yfir- gefa líkamann. 4. Maður sér eigin líkama úr fjarlægð og getur einnig virt fyrir sér hluti og atburði í umhverfinu (sjálfsskoðun). 5. Maður þeytist í gegnum dimm „undirgöng“ eða tómarúm. 6. Litið yfir lífsferilinn. 7. Mikil birta. 8. Maður kemur í „paradísar“-umhverfi. 9. Maður hittir framliðna ættingja og fleiri. 10. Maður snýr aftur til lík- amans. Maður einn, sem vildi vita vissu sína, bað veruna að sýna sér naglaförin í höndunum. Veran rétti fram hendur sínar - með naglaförum - og þegar maðurinn, sem var kaþólikki, sá þau, varð hann svo hrærður, að hann sagði: „Þessi för eru það eina hérna uppi, sem er af mönnum gert.“ Sjálfum fannst honum hann vera með afbrigðum orðheppinn, þeg- ar hann sagði þetta, og bæði hann og veran hlógu innilega. Seinna, þegar hann segir frá þessu, er hann svolítið óánægður með að hafa þannig haft heilaga hluti að hlátursefni, en jafnframt segist hann ánægður með, að „uppi á himnum hafa þeir kímnigáfu!“

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.