Dagur - 21.04.1987, Blaðsíða 15

Dagur - 21.04.1987, Blaðsíða 15
21. apríl 1987 - DAGUR - 15 Af jafnréttismálum Ég man þá tíð að ég heyrði talað um kvenmannskaup og karl- mannskaup. Ég heyrði líka kon- ur tala um að þetta væri ekki réttlátt. Árið 1961 eru síðan sett lög um almennan launajöfnuð karla og kvenna og skyldi honum náð 1967. Til að kóróna sköp- unarverkið eru sett lög um Jafn- launaráð árið 1974. Par er kveðið á um að konum og körlum beri að fá sömu laun fyrir jafn verð- mæt störf. Nú voru góð ráð dýr. En sjá, menn það er að segja karlmenn komust að raun um að störf við frumframleiðsluna (s.s. fiskvinnslu og iðnað), uppeldi barna, hjúkrun og hliðstæð störf væru alls ekki verðmæt. Ekki nærri því eins verðmæt og störf við umönnun peninga, verslun og viðskipti svo eitthvað sé nefnt. Þetta var í sjálfu sér ekki nýlunda. Það var hins vegar nýlunda að störf sem kröfðust góðrar menntunar töpuðu verð- mætagildi sínu þegar konur hófu sókn í þau. Nægir hér að nefna kennslustörf og almenn banka- störf (þá er ég ekki með stjórana inni í dæminu). Þetta segir okkur að óréttlætið hélt áfram göngu sinni í launamálum kvenna og við svo búið situr enn í dag. Síðasta vígið Á síðustu árum og áratugum hafa konur sótt fram til aukinnar menntunar á öllum sviðum. En Anna Dóra Antonsdóttir. þær hafa ekki að sama skapi sótt fram til stjórnunarstarfa eða starfa á sviði stjórnmála. Og ég held að stjórnmálin verði síðasta og erfiðasta vígið. Stjórnmálin eru nefnilega það vígi karlmann- anna sem best er varið. Ef við lít- um á æviferil karls og konu, þá má skipta honum í þrennt, þroskaárin, starfsárin, hvíldar- árin. Þetta gengur yfirleitt eítir hvað karlmanninn varðar. En hjá konunni er ferlið dálítið öðruvísi. Þar eru starfsárin tvískipt. Á fyrri hluta þeirra er konan í flestum tilfellum bundin yfir barneignum, barnauppeldi og heimili. Það er oftast til viðbótar vinnu utan heimilis. Þarna skilur á milli karla og kvenna. Á þessum árum er karlmaðurinn að koma undir sig fótunum í starfi. Hann er sem óðast að klifra upp metorða- stigann og tryggja stöðu sína í líf- inu. Hann er ekki bundinn heimilisstörfum og barnaþvargi. Konan tefst um 10-15 ár. Hún verður eftir í startholunum ef svo má segja og er því dæmd til að tapa. Ágreiningur karlanna Það er einnig önnur hlið á þessu máli sem sjaldan er fjölyrt um. Það er hvernig aukið jafnrétti kæmi karlmönnum til góða. Þeim gæfist kostur á auknu fjölskyldu- lífi og samneyti við börn sín. Þeim gæfist kostur á að hlúa að hinum „mjúku“ eiginleikum sín- um sem sjaldnast gægjast upp á yfirborðið. Karlmaðurinn fengi að vera tilfinningavera í friði fyrir heiminum. Það hlýtur líka að vera skemmtilegra fyrir karl- manninn að líta konuna sem jafningja en ekki óæðri veru. Fordómarnir eru rótgrónir og hefðirnar sterkar. Ég ber þá von í brjósti að okkur konum takist núna það sem kvennanreyf- ingunni eldri tókst ekki. Það er að koma á jafnrétti kynjanna þannig að karlar og konur vinni hlið við hlið að því að stjórna heiminum. Ég ber líka þá von í brjósti að þá muni breytast sú veröld sem blasir svo hörð og köld við börnum okkar. Anna Dóra Antonsdóttir. Höf. skipar 4. sæti Kvennalistans Ó IMftrAiivlnn/li vnctrn Stærsta bókaskrá Aðalfundur Akureyrardeildar R.K.Í. verður haldinn í húsnæði deildarinnar í Kaupangi við Mýrarveg þriðjudaginn 21. þ.m. kl. 20.30. Dagskrá: Öll venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Móðir okkar, KARLÍNA JÓHANNSDÓTTIR, andaðist að morgni 14. apríl að Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Skúli Flosason, Ingvi Flosason. Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, ÁRNI JÓNSSON, Stórholti 7, Akureyri, lést 17. apríl. Útförin ferfram laugardaginn 25. apríl kl. 13.30 frá Akureyrarkirkju. Snjólaug Ólafsdóttir, Jón Árnason, Jóna Snorradóttir, Ólafur Birgir Árnason, Helga Björg Ingadóttir, Anna Árnadóttir, Ólafur Ármannsson. Bróðir okkar, HAFSTEINN SIGURÐSSON, Keilusíðu 3c, Akureyri, lést 11. apríl á Gjörgæsludeild Borgarspítalans. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 22. apríl kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda. Sigríður Sigurðardóttir, Páll Sigurðsson, Guðbjörg Sigurðardóttir, Lilja Sigurðardóttir. Bókavörðunnar Bókavarðan, sem rekur bóka- verslun með gamlar og nýjar bækur að Vatnsstíg 4 í Reykjavík hefur sent frá sér stærstu bók- söluskrá fyrirtækisins til þessa. Alls er skráin yfir 50 bls. og þar eru kynntir yfir 1500 titlar íslenskra og erlendra bóka í mörgum flokkum. Héraðasaga og ættfræði, íslensk og norræn fræði, orða- bækur, saga heims og menningar, náttúrufræði, kvæði, sögur, leikrit, trúarbrögð og guðspeki, erlendar skáldsögur og „reyfar- ar“ frá gömlum og nýjum tíma. Verð gamalla bóka er afar breytilegt, en í þessari skrá er verðið frá 75 kr. og upp í nokkra tugi þúsunda fyrir heil tímarit innbundin. Af einstökum bókum, sem vert er að vekja sérstaka athygli á má nefna: Árbækur Ferðafélags íslands, allt safnið innbundið frá 1928-1980, íslendingasögur Sigurðar Kristjánssonar 1-38, auk ritsafnanna um Eddu og Sturlungu 1-4, flestöll verk séra Matthíasar Jochumssonar, Rit- safn Guðmundar Kambans, Iðunni „gömlu“ 1.-7. bindi, Rússnesku alfræðibókina umdeildu 1 .-10. bindi (á rússn- esku reyndar), ýmsar eldri alfræðibækur á mjög lágu verði, Tímarit Máls og menningar 1940- 1980, innbundið, Hver er maður- inn 1.-2. bindið, höf. var Bryn- leifur Tobíasson, tímaritið Gandur, sem kom aðeins einu sinni út, en aðstandendur hans voru m.a. Ásta Sigurðardóttir, Jóhann vitavörður og skáld Pét- ursson, nær allar bækur Jóns rit- stjóra Helgasonar, Málið á Nýja- Testamentinu eftir Jón Helgason prófessor og Norrön Litteratur- historie eftir sama, íslensk fyndni 1 .-10. bindi, undanfari Sagna- banka Leifs Sveinssonar, Æfi- saga Jóns Indíafara, frumútgáf- an, fjöldi verka í íslenskum fræðum, m.a. hinar stórbrotnu handritaútgáfur Ejnars Munks- gaards bókaútgefanda í Kaup- mannahöfn, bundnar í viðhafn- armikið pergamentband, Tíma- ritið Veiðimaðurinn, bæði heilt og stök blöð og ótal aðrar bækur - algengar og fágætar. Bókaskrá Bókavörðunnar geta allir fengið senda, sem þess óska utan Stór-Reykjavíkursvæðis, en aðrir geta vitjað skrárinnar að Vatnsstíg 4 í verslunina. fyrírtæki Gummivinnslan hf Norðlensk gæði Rettarhvammi 1 Akureyri Simi 96-26776 Seljum bæði nýja og sólaða hjólbarða, af öllum gerðum. Gott irerð & 0* 'j&œ' DÖMUR MÍIMAR OG HERRAR „VELKOMIN TILAKUREYRAR" // LEIKHÚSPAKKAFERÐIR // KABARETT PERLAN í PAKKANUM SÖNCLEIKURINN: FLUG - FIMM GISTISTAÐIR - FIMM VEITINGASTAÐIR. ÞÚ VELUR SJÁLFUR í PAKKANN. Dæmi: Leikhúsmiði + tvær nætur á hóteli með baði. Kr. 2690.- fyrir manninn. Leikhúsmiði + leikhúskvöldverður kr. 1600.- fyrir manninn. /SPARNAÐARPAKKK miðvikudagur MIÐASALA SlMI 96-24073 ieikfélag akurgyrar FIMMTUDAGUR. ff luqfélaq noróurlands ffiff. Umboðsmenn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.