Dagur - 04.12.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 04.12.1987, Blaðsíða 6
6 - to'ÁGtlft - '^,'á'es'éWbrér‘1'98,7 - Rætt við Erling Sigurðarson um takmarkaða móðurmálskunnáttu framhaldsskólanema „Þetta er eitt af því sem Háskólinn deilir á, að nemendur komi upp úr framhaldsskóla án þess að kunna að lesa, tala og skrifa.“ Skýrsla Baldurs Hafstað um íslenskukennslu í framhaldsskólum hefur vakið mikla athygli, enda virðist íslenskukunnátta framhaldsskólanema, samkvæmt skýrslunni, ekki vera upp á marga fiska. Við hverja er að sakast? Grunnskóla- kennara, framhaldsskóla- kennara, nemendurna, heimilin, fjölmiðla, eða þjóðfélagið? Ég fékk Erl- ing Sigurðarson, deildar- stjóra í íslensku við Menntaskólann á Akur- eyri, til að ræða þessi mál. íslensk tunga hefur ávallt verið í hávegum höfð í Menntaskólanum á Akureyri og má minnast ötulla baráttumanna á borð við Sigurð Guðmundsson skólameistara, sem lagði mjög ríka áherslu á íslenskukennsluna. Eg spurði Erling hvort „svarta skýrslan" ætti einnig við um MA og ef svo væri, hvar skýringanna væri helst að leita? „Þessi skýrsla er fremur lýsing en greining og ég get auðvitað ekki gerst dómari í eigin sök, ef svo má segja. Nemendur sem koma í MA standa auðvitað mjög misjafnlega í upphafi og því miður erum við kennarar þar ekki til þess færir að gera alla að snillingum, en vonandi verður enginn verri af dvölinni þar. Sumir eru ágætis nemendur og góðir í íslensku eins og flestum öðrum greinum, en aðrir standa sannast sagna mjög illa að vígi. Mér finnst að það ætti að gera þá kröfu til nemenda þegar þeir koma upp í framhaldsskóla, að þá séu þeir læsir, skrifandi og tal- andi. Því miður verður að taka undir það sem stundum heyrist, að sumir nemendur uppfylla þetta tæpast, eða alls ekki. Því miður er ég líka hræddur um að þeir fari frá okkur, sumir hverjir, án þess að uppfylla þetta nóg- samlega vel, en vonandi eitthvað betur eftir fjögurra ára fram- haldsnám. Þetta er eitt af því sem Háskólinn deilir á, að nemendur komi upp úr framhaldsskóla án þess að kunna að lesa, tala og skrifa." „Rangt að segja að grunnskólinn sé sökudólgur“ - Nú vilja fæstir viðurkenna að þeir kunni ekki að lesa, tala eða skrifa. Hvaða skilning leggur þú í þessi hugtök? „Við hvað er miðað? Ég efast ekkert um það að menn geti yfir- leitt gert sig skiljanlega en það að vera talandi er að geta sett mál sitt skýrt og skilmerkilega fram og hafi yfir sæmilegum orðaforða að ráða. Læsir, það er ekki sama að lesa í hljóði með sjálfum sér og lesa upphátt, en við það er ég að miða. Velfiestir nemendur sem koma upp úr grunnskólanum eru illa læsir upphátt. Lesa bæði of hratt og óskýrt, og ég efast um að lestrarþjálfun sé nógsamlega sinnt þar, allt frá því að fyrsta áfanga er lokið, þegar börnin hafa komist yfir tiltekinn atkvæðafjölda á ákveðnum tíma. Nú, skriftin. Annars vegar er leturgerðin og þar er víða pottur brotinn. Þarna er verulegur kynjamunur því almennt eru stelpur bærilega eða vel skrifandi en það heyrir til undantekninga að strákar hafi sæmilega rithönd. Hins vegar er um það að ræða að tjá sig skriflega. Þetta helst í hendur við talið, hugsunin á þess- um tíma er ekki vel öguð, ekki nógur sjálfsagi á henni sem bein- ist að því að tjá sig skýrt og skil- merkilega. Menn eru líka óörugg-: ir með sjálfa sig, koma með alls kyns útúrdúra, eða þeir eru vanmegnugir að takast á við það að þurfa að gera eitthvað upp við sig. Út frá þessu ályktar maður að grunnskólinn uppfylli skyldu sína ekki nógu vel.“ - Er skýringin þá fundin? „Nei, ég held að það sé bein- línis rangt að segja að grunnskól- inn sé sökudólgur, að hann valdi ekki hlutverki sínu nógu vel. Hann er ekki nema einn angi af öllu samfélaginu og ég held að það séu aðrir þættir sem þarf að gá að og ástæðnanna er að leita öðru fremur. Grunnskólinn nær hins vegar ekki að fylla upp í það gat sem aðrar ástæður hafa skapað. Þar á ég annars vegar við foreldra og heimili og hins vegar þátt fjölmiðla og hraðfara sam- félags nútímans. Útlend myndböiid fyrir íslenskar bækur Hér áður fyrr var notuð harka- leg líking, að gefa fólki, eða börnum, steina fyrir brauð. Ég er ekki frá því að það megi taka þessa líkingu þannig núna að samfélagið gefi börnunum frem- ur útlend myndbönd, eða tónbönd, fyrir íslenskar bækur og íslenskt mál í samræðum. Þarna gæti ástæðnanna verið að leita og grunnskólinn, og jafnvel fram- haldsskólinn, gjaldi þess að það sé farið að líta á þessar stofnanir í æ meira mæli sem geymslustofn- anir. Sem sagt, einhvers staðar verða börnin að vera, einhvers staðar verða unglingarnir að vera. Þetta með unglingana gæti verið dulið atvinnuleysi. Ég þykist merkja, og þá frem- ur sem foreldri grunnskólabarna,. ákaflega takmarkaðan áhuga for- eldra á starfi grunnskólans, sem er svo orðinn lítill sem enginn þegar upp í framhaldsskóla er' komið. Grunnskólarnir eru að reyna að koma til móts við for- eldra og leita eftir samstarfi við þá, en þeir mæta upp til hópa illa á foreldrafundi. Nokkur hluti foreldra er áhugasamur, en ein- mitt þeir sem kannski þyrftu helst á þessu sambandi að halda, koma ekki. í stuttu máli getum við sagt að takmörkuð móðurmálskunnátta út úr grunnskóla sé að minnstu leyti skólans sök heldur miklu fremur þjóðfélagsins utan skólans, foreldranna og heimil- anna. Allt of víða er lítið sem ekkert talað saman á heimilum og börnin umgangast einkum hvert annað, lárétt, ef svo má segja, þ.e. sama aldurshóp, en ekki ióðrétt, foreldra, afa og ömmur. Einnig er óvíða lesið upphátt. Hvernig á svo grunn- skóli, eða framhaldsskóli, að bæta úr þegar þessar forsendur vantar? Móðurmálskennari sem hefur 3-4 klukkustundir á viku með hverjum bekk sem í eru 20- 30 nemendur, hefur um 10 mínútur á hvern nemanda á viku ef þessu er skipt niður í einka- samræður. Auðvitað er þetta svo hverfandi í öllum samskiptum í heiminum. Það að skamma grunnskólann er eins og að skamma Albaníu en meina Kína.“ „Hún kom hraklega út, óskaplega hraklega, þannig að ég er ekki búinn að ná mér“ - Ef við förum upp í fram- haldsskólana, hvernig eru nemendur á vegi staddir með þetta á bakinu sem þú hefur lýst? „í framhaldsskólanum er mað- ur annars vegar að tala um notkun á málinu, að nemendur séu talandi og ritandi, en hins vegar ákveðna faglega þekkingu, eins og að geta greint málið, í orðflokka o.s.frv. Þetta þarf ekki að fara saman. Það getur verið ágætlega talandi maður sem þekkir ekki atviksorð og forsetn- ingar. Aftur á móti þegar á að fara að vinna með málið og út- skýra, jafnvel bókmenntir og hvað þá samhengi orða og setn- inga, þá er dæmið orðið flóknara og forsetningar og atviksorð farin að skipta máli. Ég verð því miður að játa að nýleg könnun, sem við gerðum meðal nemenda 1. bekkjar á almennri orðflokkagreiningu og greiningu setningarhluta, hún kom hraklega út, óskaplega hraklega, þannig að ég er ekki búinn að ná mér. Ég held hins vegar að þrátt fyrir könnunina megi maður ekki draga of nei- kvæðar ályktanir. Það sama gerð- ist reyndar með könnun á staf- setningu, hún kom mjög illa út líka. En það er ekki allt saman heimska og kunnáttuleysi sem hér er að verki heldur er ákveðið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.