Dagur - 19.12.1987, Blaðsíða 27

Dagur - 19.12.1987, Blaðsíða 27
19. DESEMBER 1987 - DAGUR - Á jólum á að vera nóg hjartarými og húsrúm fyrir alla. Eigi að síður veit ég, að margir sitja þá einir. En ég var í góðu sambandi við uppkomin börn mín og lét mér ekki til hugar koma, að þetta gæti komið fyrir mig. E»ess vegna varð ég mjög særð og vonsvikin, þegar dóttir mín vildi ekki að ég kæmi í heimsókn á jólunum. Henni fannst ég ekki nógu fín til að vera með ríku tengdaforeldrunum hennar. / Eg hlakka mikið til jól- anna núna! Ég held upp á þau með báðum börn- unum mínum og þremur barna- börnum. Á aðfangadagskvöld verð ég hjá syni mínum og tengdadóttur og á annan í jól- um hittumst við öll hjá dóttur minni og tengdasyni. Þangað koma foreldrar Páls einnig og ég hlakka ekki minnst til að vera samvistum við þau. Tengdasonur minn á indæla foreldra. En alveg þangað til á jólunum í fyrra var ég afar við- kvæm gagnvart þeim og hélt að þau litu niður á mig. í rauninni var það Karínu að kenna, því að henni fannst líka að ég væri ekki nógu góð samanborið við þau . . . Nú hefur hún, sem betur fer, áttað sig á því, að hún þarf ekki að skammast sín fyrir mig. En það tók langan tíma. Ég á vissu- lega ekki eins góðan bakgrunn og þau, og rík hef ég aldrei verið. Ég varð snemma ekkja og sat uppi ein með Þránd og Karínu. Ég hafði enga menntun, svo að þ>rautaráðið varð að taka að sér þvotta til að geta séð okkur farborða. Við spöruðum og spöruðum, og loks kom að því, að mér fannst ég hafa efni á að taka lán og kaupa mér fyrirtæki. Ég keypti lítið þvottahús og íbúð, sem snéri út að baklóð- inni. Næstu árum fylgdi mikið strit og mikil sjálfsafneitun, en lífið gekk líka vel. Ég þénaði ekki síst á taurúllunni minni. Og nú er það aftur komið í tísku að láta stífa og rúlla dúk- ana sína hjá mér. Þrælstífað damask lítur vel út á fínu kvöld- verðarborði. Ég hef haldið áfram með fyrirtækið, enda þótt ég sé orðin nokkuð slitin og ætti að vera farin að taka eftirlaun, þó að ég sé ekki orðin svo gömul. En ég vil ekki bregðast gömlum við- skiptavinum. Þeir brugðust mér ekki á erfiðu árunum. Þegar ég varð ein með börnin, setti ég mér það markmið, að þau skyldu fá að njóta menntunar hvað svo sem það kynni að kosta mig. Og þetta tókst mér. Þrándur er núna blaðamaður. Og Karína gekk í verslunarskólann og vann úti í nokkur ár áður en hún kynntist Páli og giftist inn í Bang-ættina, sem er vel efnum búin. Ég gleymi því ekki hvað hún var upp með sér, þegar hún sagði mér frá því, að hún væri komin á fast með Páli Bang. - Pabbi hans á ekki minna en tvær verksmiðjur, mamma, sagði hún. - Þau eru forrík. Ég gat svo sem skilið það, að hún var ekki jafn hreykin af mér og þeim. Það var ekkert til að státa sig af, að móðir hennar væri ■ „rúllukonan“ í bænum. Undir því nafni geng ég manna á milli. Það er ekkert niðurlægj- andi, þvert á móti, en fínt getur það ekki kallast. Og ég varð þess fljótlega vör, að Karína skammaðist sín fyrir mig. Að sjálfsögðu hitti ég Bang-fjölskylduna, þegar þau Páll giftu sig, en þar fyrir utan sá ég þau aldrei. Mér leist vel á Pál alveg frá því ég sá hann fyrst, hann er svo blátt áfram og þægilegur og alls ekkert uppskafningslegur, en ég gerði mér ljóst, að það hæfði ekki vel, að ég umgengist aðra úr fjölskyldu hans . . . Páli finnst þetta ekki, sagði ég við sjálfa mig, heldur foreldrum hans. Þetta særði mig. En ég hafði aldrei orð á því. Svona fínu fólki myndi auð- vitað bara leiðast að vera með mér. Þess vegna var ég ekkert að troða mér inn í þeirra félags- skap. En innst inni fannst mér nú samt, að Karína hefði getað boðið mér í eitthvert af þessum mörgu samkvæmum, sem hún hélt. Hvað sem öðru leið var ég þó móðir hennar . . . En með tímanum vandist ég af að hugsa um þetta. Og ég gladdist a.m.k. yfir því, að Prándur skyldi ekki hafa gifst inn í svona fína fjölskyldu. Ég var alltaf velkomin til hans og Grétu, og ég hlakkaði alltaf til aðfangadagskvöldanna hjá þeim. Þau buðu mér annað árið, foreldrum Grétu hitt árið. Sami háttur var á hafður hjá þeim Karínu og Páli. Alveg þangað til á síðustu jólum. Þá fór kerfið í hnút, eins og Þrándur orðaði það. - Ég hef verið hækkaður í tign, mamma, sagði hann þegar hann hringdi, - og framanum fylgir löng við- skiptaferð norður í landi. Ég verð ekki kominn heim fyrir jól, svo að við Gréta ætlum að halda hátíðina heima hjá foreldrum hennar að þessu sinni. Það er auðveldara fyrir mig að fara þar úr flugvélinni heldur en að hraða mér heim og vera ekki kominn fyrr en seint á aðfanga- dagskvöld. Gerir það svo mikið, þó að við skiptum um ár? Þú verður þá hjá Karínu og Páli þetta aðfangadagskvöld? Við verðum komin heim aftur fyrir gamlárskvöld, og þá ert þú hjartanlega velkomin, mamma. - Auðvitað breytir það ekki neinu. Og til hamingju, Þrándur! Ég var varla búin að leggja heyrnartólið á, þegar Karína hringdi. Rödd hennar var hvöss: - Þrándur hringir hingað til mín og segir, að við verdum að hafa þig á aðfangadagskvöld- ið, mamma. Það bara gengur ekki. Þú veist, að foreldrar Páls koma, og við höfum ekki pláss fyrir þig líka! Pláss? hugsaði ég. Þau áttu stórt hús . . . Það var vitaskuld ekki plássið, sem skipti máli, heldur hver ætti að fylla það ... - Það er í lagi, sagði ég og tókst að dylja það hve særð ég var. - Ég reiknaði heldur ekki með því að koma til ykkar líka þetta árið, Karína. Og ég skal láta fara reglulega vtl um mig hérna heima. Verið þið ekki að hugsa um mig. - Fínt! sagði hún í flýti. - Ég hringi i<l þín einhvern daginn milli jóla og nýárs. Ég hlakkaði ekki til að sitja alein heima á svona kvöldi, en miklu verra var þó að vita af því, að Karínu fannst ég ekki nógu góð. Ég stundi við og kenndi dálítið í brjósti um sjálfa mig. En þetta myndi allt ganga fyrir sig. Nokkrum kvöldum fyrir aðfangadagskvöld hringdi dyra- bjallan, og mér til undrunar stóð Páll fyrir utan. Hann rétt mér blómvönd. - Gott kvöld, tengdamamma. Ætlar þú ekki að bjóða mér inn? - Jú, auðvitað. Ég átti bara ekki von á . . . - Ég var niðri í bæ á fundi, sem stóð frameftir, sagði hann þegar hann hafði sest, - og á leiðinni út í bílinn rakst ég á Þránd. Hann sagði, að þau yrðu í burtu yfir jólin. En þá kemur þú að sjálfsögðu til okkar! Mamma og pabbi koma líka, svo að þetta verða regluleg fjöl- skyldujól! - Hefur þú - talað við Karínu um þetta? - Karína verður glöð yfir þessu, nema hvað! Það er tími til.kominn, að þú og mamma og pabbi haldið upp á jólin saman. Og hugsaðu þér hvað það verð- ur gaman fyrir krakkana! - Ég veit ekki, Páll . . . - En ég veit! greip hann fram í fyrir mér. - Ég sæki þig um klukkan 12, þá getum við fengið okkur síðbúinn hádegisverö saman áður en viö förum í kirkju. Þú ert hjartanlega vel- komin, Elna! Það var greinilegt, að ég var ekki svo hjartanlega velkomin til Karínu, þegar ég kom þangað. Hún virtist eirðarlaus og órólcg og svaraði niér mjög stuttaralega, þegar ég reyndi í rólegheitum að útskýra það, aö Páll hefði ekki viljað hlusta á neitt nei. Ég var líka óstyrk og gröm yfir því, að ég skyldi ekki hafa fundið upp einhverja afsökun. Það hlutu að vera mciri höfðingjasleikjurnar þess- ir foreldrar Páls fyrst Karína var svona hrædd við að ég hitti þau . . . Það reyndist nú vera eitthvað annað. Þuríður Bang faðmaði mig að sér um lciö og hún sá mig, og Pétur þrýsti hönd mína innilega. - Loksins verðum við saman á aðfangadagskvöld! sögðu þau bæði tvö. - En hvað þetta verður notalegt! Það varð notalegt. Við Þuríð- ur höfðum svo margt að ræða saman. Vissulega vorum við sprottnar úr ólíku umhverfi, en við vorum á svipuðum aldri, og það kom í ljós, að við áttum sameiginlega kunningja. Þegar við aö lokum fórum að leggja okkur, var ég bæði glöð og leið. Glöð yfir því, að þetta hafði óvænt gengið svona vel. Leið vegna þess, að nú vissi ég að það var mín eigin dóttir, sem var höfðingjasleikjan . . . Það tók mig mjög sárt. Ég grét dálít- ið áður en ég sofnaði þetta kvöld. Nokkrum vikum síðar kom Karína óvænt í heimsókn til mín ásamt börnunum sínum, og ég gleymi því ekki hvað hún varð undrandi - eiginlega hálf- rugluð - þegar hún sá Pétur og Þuríði sitja í stofunni minni og vera að drekka kaffi. Það var ekki í fyrsta skiptið, sem þau heimsóttu mig, en Karína hefur greinilega ekki vitað neitt um það. Pétur lyfti upp brauðsneið- inni, sem hann var að smyrja: - Hún móðir þín býr til þá bestu lifrarkæfu, sem ég hef nokkurn tíma bragöað, Karína, sagði hann, - þú ættir að fra vel að henni og biðja um uppskrift- ina! Eftir þennan dag varð breyt- ing á henni dóttur minni. Augu hennar lukust upp fyrir því, að manngildið tekur ekki mið af bankabókinni. Og henni varð ljóst, hve heimsk hún hafði verið. Ekki þar fyrir, að við höf- um nokkru sinni rætt uni það berum orðum, en nú skiljum við hvor aðra. Og sambandið okkar á milli er orðið miklu betra. Það lítur helst út fyrir að hún sé hreykin af mér. (Þýtt úr norsku. - ÞJ.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.