Dagur - 31.12.1987, Blaðsíða 10

Dagur - 31.12.1987, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 31. desember 1987 þrátt fyrir augljósa sýkingar- hættu. 8. Framlag Krossanesverksmiðj- unnar til loðnuleitar var að bjóða 3000 krónur fyrir tonnið í fyrsta farminu sem bærist á land. Loðnuvertíð hófst óvenju seint að þessu sinni, það var ekki fyrr en 23. september að Örn KE kom með fyrsta farminn að landi í Krossanesi. 9. Forráðamenn Byggðastofnun- ar voru lítið hrifnir af þeim vinnubrögðum sem forsætisráð- herra beitti þegar hann á afmæli Akureyrarbæjar lofaði 5 milljón króna styrk frá stofnuninni til að rétta við fjárhag Leikfélags Akureyrar. Ekkert samráð var haft við stjórn stofnunarinnar. Til að leysa málið með þennan „gúmmítékka" kom til kasta Framkvæmdasjóðs. Siglfirðingar seldu frá sér ann- að skipið á stuttum tíma þegar Samherji hf. á Akureyri keypti togarann Sveinborgu þaðan. 10. Byggingarnefnd skoraði á bæjarstjórn að gera í fjárhags- áætlun ársins 1988 ráð fyrir fé til þess að kosta hreinsunarherferð í bænum um vorið. 14. Röntgendeild FSA fékk 100 stjórnsýslumiðstöð á lóð númer 5 við Strandgötu. Búnaðarbankinn afsalaði sér lóðinni á sínum tíma með þeim skilyrðum að þar yrði ekki byggt. Enn var gífurleg eftirspurn eftir íbúðum verkamannabústaða, 100 umsóknir um 22 íbúðir. 23. Skipverjar á togaranum Björgúlfi frá Dalvík neituðu að halda til veiða fyrr en samkomu- lag um fiskverð lægi fyrir. 24. Eftir talsverðar deilur sam- þykkti bæjarstjórn loks á fundi sínum að leyfa starfrækslu dagvist- ar í húsinu Sunnuhlíð 15. Ibúar við götuna höfðu áður mótmælt þessari ráðstöfun. 25. Á sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll seldi DNG um 70 færavindur, mest til innlendra aðila, en auk þess bárust fyrir- spurnir frá mörgum erlendum aðilum. 29. í umræðum um átak til að útrýma riðuveiki í landinu var rætt um að til þess þyrfti að lóga um 40 þúsundum fjár á næstu tveimur árum. Svarfaðardalur er eitt versta „riðusvæðið" og þar var jafnvel talið að lóga þyrfti öllu fé. 30. Hópuppsagnir póstmanna á Akureyri urðu að veruleika og ollu talsverðu fjaðrafoki. Póst- menn fóru fram á 15-20 þúsund króna launahækkun á mánuði. í bréfi sem landgræðslustjóri sendi landbúnaðarráðþerra lagði hann til að upprekstur fjár eftir göngur yrði bannaður. Oddviti Skútustaðahrepps sagði þessi til- mæli vera óþörf því slíkur upp- rekstur hefði aldrei staðið til. Samningar tókust í deilu rönt- gentækna á FSA en við lá að þeir gengju allir út þennan dag. Konur á Akureyri héldu fjöl- mennan fund vegna ráðningar kvensjúkdómalæknis á FSA. Konur töldu að gengið hefði verið framhjá hæfasta umsækj- andanum, konu, og vildu kanna áhuga á að fá konu til þessara starfa. Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti skömmu síðar að mæl- ast til þess að ráðin yrði kona til starfans. Október 5. í íþróttahöllinni á Akureyri héldu yfir 800 fyrrverandi nemendur Húsmæðraskólans á Laugalandi nemendamót í tilefni af því að 50 ár voru liðin frá fyrstu setningu skólans. Konurn- ar sporðrenndu 400 kílóum af mat. Bæjarfulltrúar Framsóknar- flokksins á Akureyri fluttu um það tillögu að unnið yrði að þétt- ingu byggðar í Síðuhverfi. Töldu þeir að nauðsynlegt væri að nýta þær fjárfestingar sem lagt hefði verið í við lagnir og annað. 7. Tafir urðu á fyrsta uppboði hjá Fiskmarkaði Norðurlands hf. Vegna samskiptaörðugleika milli móðurtölvunnar og gagnanets Pósts og síma, „fraus“ tölvukerfi markaðarins í tvígang. En fall er fararheill og síðan hafa uppboð á marka'ðinum gengið að vonum þegar fiskur hefur fengist. Hallgrímur Indriðason við eitt af trjánum sem skemmt var í Vaðlareit, milljón 1 króna fjárveitingu til framkvæmda. Par af var um 60 milljón króna lán sem bærinn fékk ábyrgð fyrir hjá ríkinu. 16. Snarpir jarðskjálftakippir hrelldu Grímseyinga. Skjálftarn- ir voru ekki verulegir en þeir áttu eftir að standa í nokkurn tíma og drunur sem þeim fylgdu fylltu marga óhug. Ráðning nýs útibússtjóra ÁTVR á Akureyri var mjög umdeild. Haukur Torfason var þá valinn úr hópi 21 umsækjenda sem margir hverjir töldu sig eiga meira tilkall til starfsins vegna starfsreynslu sinnar. 17. Gangnamenn á Eyvindar- staðaheiði lentu í nokkrum hrakningum. Kona féll af hest- baki og höfuðkúpubrotnaði. Pilt- ur sem gætti hesta konunnar villt- ist þegar hann þurfti að eltast við þá og fannst ekki fyrr en morgun- inn eftir. 18. Skákþing íslands var haldið á Akureyri 17. september-2. októ- ber. Margeir Pétursson varði þar titil sinn sem skákmeistari íslands. Til þess að bregðast við lækk- uðu verði á smárækju á erlendum mörkuðum og vegna uppsafn- aðra birgða brugðu framleiðend- ur á það ráð að lækka verð til útgerðar. í framhaldi af þessu hótuðu margir rækjubátar að sigla til hafnar í mótmælaskyni og í mörgum tilfellum flýtti þetta fyrir því að loðnuskip hófu loðnuveiðar. 21. Raufarhafnarhreppur snið- gekk tilmæli heilbrigðisfulltrúans á Húsavík um að ganga frá vatns- bóli Raufarhafnarbúa. Áður hafði verið sagt frá því að vatn þeirra Raufarhafnarbúa væri slæmt til neyslu. 22. Stjórnendur Búnaðarbankans á Akureyri gerðu athugasemdir við fyrirætlanir um að byggja I nóveniber fæddist bæjarstjórahjónunum á Akureyri, þeim Sigfúsi Jónssyni og Kristbjörgu Antonsdóttur stúlkubarn. Mynd: Tl.v Óvenju margar milljónir! Upplýsingasími: 685111

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.