Dagur - 19.04.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 19.04.1988, Blaðsíða 3
19. apríl 1988 - DAGUR - 3 Nýbygging NLFA í Kjarnaskógi. Olympía ritvélar og reiknivélar ■Bókabúðin Eddafl —I Hafnarstræti 100 • Akureyri • Simi 24334— Fasteignasalan Brekkugötu 4 S 21744 & 25284 l'búð til sölu: Til sölu er góö tveggja herb. íbúö á 3. hæö í svala- blokk viö Kjalarsíöu. Mikið áhvílandi. Heilsuhæli NLFA: hússins langt komin Pússning „Það er langt komið verkið við að pússa húsið að innan og þegar því lýkur verður farið í innréttingar, ef fjármagn verð- ur fyrir hendi,“ sagði Haukur Berg, formaður bygginga- nefndar heilsuhælis NLFA í Kjarnaskógi. Náttúrulækningafélag Akur- eyrar, NLFA, hóf byggingu heilsuhælis í Kjarnaskógi fyrir u.þ.b. níu árum. Þar er nú risið stórt og myndarlegt hús, en sam- kvæmt upprunalegri hugmynd er ætlunin að reisa fleiri en smærri byggingar í Kjarnaskógi. Félagar í Náttúrulækningafélagi Akureyrar hafa lagt á sig mikla vinnu við fjáraflanir fyrir félagið um dagana, og liggur afrakstur- inn nú í húsinu í Kjarnaskógi. Framkvæmdir hafa miðast við takmarkað fjármagn á hverjum tíma. „Við erum ennþá opnir fyrir þeirri hugmynd að hafa trimm- aðstöðu í kjállaranum, og skoð- un okkar er sú að húsið henti vel til slíkrar starfsemi, en ekkert nýtt hefur gerst í því máli ennþá og okkur skilst að Akureyrarbær hafi ekki fé til slíkra fram- kvæmda núna,“ sagði Haukur, en þeirri hugmynd skaut upp fyrr í vetur að bærinn kostaði innrétt- ingu kjallarans vegna aðstöðu fyrir trimmara í Kjarnaskógi. EHB Opið allan daginn til ki. 18.00 Útgerðarfélag Skagfirðinga: Rekstrartiagnaður á síðasta ári - Efnahagsleg staða fyrirtækisins sögð sterk A aoalfundi Utgeroarfélags Skagfirðinga nýlega kom fram að hagnaður af rekstri félags- ins varð 19,1 milljón á síðasta ári. Heildartonnafjöldi skip- anna þriggja var 10.104 tonn og brúttótekjur 332,5 milljón- ir. Heildarlaunagreiðslur vegna hvers starfsmanns námu að meðaltali 1770 þúsundum. 157 starfsmönnum voru greiddar alls 127,4 milljónir í laun. Ágúst Guðmundsson sem nýlega tók við framkvæmda- stjórn útgerðarfélagsins af Bjarka Tryggvasyni segir að fjár- hagsleg staða fyrirtækisins sé ekki nándar nærri eins slæm og haft sé á orði. Efnahagsleg staða þess sé traust og það standi í skil- um við alla stærstu lánadrottna sína, s.s. Búnaðarbanka íslands, Byggðasjóð og Fiskveiðasjóð. Félagið hefur átt í nokkrum greiðsluerfiðleikum undanfarið en með breytingum á rekstri skipanna sem auka eiga verðmæti aflans er Ágúst þess fullviss að lausafjárstaðan batnar til muna. Kosnaður vegna endurbóta skip- anna í hitteðfyrra er þegar kom- inn inn í veltuna og í haust koma fyrstu afborganir lánanna til greiðslu. Kveðst framkvæmda- stjórinn bjartsýnn á að með auknum tekjum nái félagið að yfirstíga þá tímabundnu erfið- leika sem það á nú í. Það kemur eflaust mörgum á óvart að útgerðarfélagið hafi skil- að hagnaði á síðasta ári, eftir hremmingar þær sem félagið varð fyrir á árinu á undan. Þá varð að gera miklar endurbætur á tveim skipanna, Drangey og Skafta. Og til að bæta gráu ofan á svart, varð þýska skipasmíðastöðin sem tók verkið að sér gjaldþrota meðan á því stóð. Endurbæturnar urðu því mun dýrari en gert var ráð fyrir og tóku mun lengri tíma. Þannig að menn urðu þeirri stund fegnastir þegar skipin náðust út úr stöðinni, þó svo að verkinu væri ekki að fullu lokið. í stjórn Útgerðarfélags Skag- firðinga voru kjörnir: Marteinn Friðriksson frá Fiskiðjunni, Þór- ólfur Gíslason Kaupfélagi Skag- firðinga, Gísli Kristjánsson Hraðfrystihúsinu á Hofsósi, Árni Guðmundsson frá Skildi og Þor- björn Árnason sem fulltrúi Bæjarsjóðs Sauðárkróks. -þá Akureyri og nágrenni: Hlaupabólu- tilfellum fækkar enn Samkvæmt farsóttarskýrslu Heilsugæslustöövarinnar á Akureyri fyrir mars, eru það enn kvef og hálsbólga sem ógna heilsufari á svæöinu. Nú virðist hlaupabólan loks vera á verulegu undanhaldi en skráð- um tilfellum fækkaði úr 56 mánuðinn áður, í 26 í mars. Af öðrum sjúkdómum fengu 31 lungnabólgu, 39 illvíga háls- bólgu, 1 kíghósta og sömuleiðis 1 rauða hunda. Hettusótt fengu 2, magakveisu 67, 5 fengu kláða- maur, 1 flatlús og 2 lekanda. Þá er einn skráður með þvagrásar- bólgu. Þessar upplýsingar ber að taka með þeim fyrirvara, að það er mat einstakra lækna hvort skrá eigi ýmsar vægari sýkingar. VG 0 Iðnaðarbankinn Á aðalfundi Iðnaðarbanka íslands hf., sem haldinn var 25. mars 1988, var samþykkt að auka hlutafé bankans um 40 milljónir króna með útgáfu nýrra hlutabréfa. í samræmi við þá ákvörðun hefur bankaráðið ákveðið eftirfarandi: INúverandi hluthafar hafa forkaupsrétt til aukningar í hlutfalli ■ við hlutafjáreign sína til 31. maí n.k. 2Sölugengi hlutabréfanna verður 150, þ.e. 1,5 falt nafnverð m.v. ■ 1. apríl 1988. Frá 1. aprilog tillokaforkaupsréttartímans breytist sölugengið daglega í samræmi við almenna skuldabréfavexti bankans. O Skrái hluthafar sig ekki fyrir allri hlutafláraukningunni hafa aðrir 0« hluthafar ekki aukinn rétt til áskriftar. Bankaráð mun selja það sem eftir kann að standa af aukningunni á almennum markaði síðaráárinu. 4| Hlutabréfunmn fylgir óskertur réttur til jöfnunarhlutabréfa og I ■ réttm til hlutfallslegs arðs frá 1. apríl 1987 í samræmi við ákvarðanir aðalfundar 1989. Nánari upplýsingar veita Guðrún Tómasdóttir og Stefán Hjaltested, Lækjargötu 12,2. hæð í síma 691800. Reykjavík, 15. aprfl 1988 Bankaráð Iðnaðarbanka íslands hf. *

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.