Dagur - 12.07.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 12.07.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 12: júlí 1988 Siglufjörður: Tvö tilboð bárust í nýjar skíðalyftur - nær öruggt að skíðasvæðið verður flutt á Ska: í síðustu viku voru opnuð til- boð í nýjar skíðalyftur á Siglu- firði en eins og skýrt hefur ver- ið frá eyðilögðust skíðalyftur bæjarbúa í snjóflóði í vetur. Tilboð bárust frá fyrirtækjun- um Doppelmayer og Leichner og eru miklar líkur á að tilboði frá hinu fyrrnefnda verði tekið. Um er að ræða tvær lyftur, annars vegar ríflega 700 metra langa diskalyftu og hins vegar rúmlega 1000 metra langa T- lyftu. Lægra tilboðið hljóðar upp á tæpar 11 milljónir króna. Þetta mál fer fyrir bæjarráð næstkomandi fimmtudag en skíðamál Siglfirðinga eru í at- hugun þar sem nær víst þykir að nýju lyfturnar verði ekki sett- ar upp á gamla staðnum heldur ðsdal verði hafin uppbygging á nýju skíðasvæði. Sá staður sem er líklegastur er á Skarðsdal, um 4 km frá bænum. Að sögn Andrésar Stefánsson- ar, stjórnarmanns í Skíðafélagi Siglufjarðar, þykir svæðið á Skarðsdal mjög álitlegur kostur og reyndar sá staður sem skíða- félagsmenn hafa haft augastað á fyrir framtíðarskíðasvæði. Taldi hann kostnað við uppbyggingu á nýju skíðasvæði vera um 15 millj- ónir króna. Fáist grænt ljós á fundi bæjar- ráðs á Siglufirði á fimmtudag sagði Andrés að strax verði hafist handa við undirbúning að upp- setningu nýju lyftanna. Ekkert benti til annars en mögulegt verði að koma a.m.k. annarri lyftunni upp fyrir skíðatímabilið næst- komandi vetur. JÓH erlendir Þessir vermdu „bekkinn“, sem ■ þessu tilfelli var gluggasylla gagnfræðaskólans. Leiftur er liðið okkar Fyrir sunnan Gagnfræðaskólann í Ólafsfirði æfa ungir drengir knattspyrnu af kappi. í Ólafs- fjarðarferð Dags fyrir skömmu hittum við nokkra knáa pilta sem voru á einhvers konar óformlegri fótboltaæfingu. Það þurfti svo sem ekki að spyrja strákana með hvaða liöi þeir héldu, en við geröum það engu að síður. Svarið fékkst hátt og snjallt: Leiftur er liðið okkar. Sögðust þeir fylgjast vel með fótboltanum og styðja sína menn dyggilega. Voru líka afar stoltir af velgengninni og ætla sjálfsagt að halda merkinu á lofti þegar fram líða stundir. mþþ Sjálfsagt eiga þcssir ungu drengir eftir að halda uppi merki Leifturs, en þeir léku knattspyrnu af kappi sunnan gagnfræðaskólans. Strætisvagnar Akureyrar: Betri samgangur milli hverfa í haust „Einu breytingarnar hjá okkur eru að leið 5 var felld niður. Hún gekk í Glerárhverfi á 20 mínútna fresti en núna er farið þangað á 30 mínútna fresti. Þessi leið verður síðan aftur tekin upp í haust,“ sagði Stef- án Baldursson hjá Strætis- vögnum Akureyrar aðspurður um hvort einhverjar breytingar Færri ferðamenn - segir Gísli Jónsson hjá Ferðaskrifstofu Akureyrar „Það er greinilega minna um erlenda ferðamenn hér fyrir norðan nú í sumar heldur en á sama tíma síðastliðin tvö ár. Maður sér færri ferðamenn á götunum og þeim hefur líka fækkað í ferðum hjá okkur. Það er samt ekki þar með sagt að þetta verði svona í allt sum- ar því aðaltíminn er eftir,“ sagði Gísli Jónsson hjá Ferða- skrifstofu Akureyrar þegar hann var spurður hvort erlend- ir ferðamenn væru með færra móti í sumar. Gunnar Karlsson hótelstjóri á Hótel KEA sagðist ekki hafa orðið var við að erlendum ferða- mönnum hefði fækkað. „Það hef- ur eiginlega ekki reynt á þetta ennþá vegna þess að fram að þessu hefur hver ráðstefnan rekið aðra hjá okkur. f júní vorum við t.d. með 5 stórar ráðstefnur og af þeim voru 4 norrænar. Þannig ef eitthvað er þá hefur verið tiltölu- lega mikið um útlendinga hjá okkur. Þetta eru nú samt ekki það sem maður kallar hina eigin- legu ferðamenn." Að sögn Gunnars var mikið pantað fyrir sumarið snemma í vetur en þegar líða fór á vorið fóru pantanir að detta út eins og gengur og gerist. „Það má þess vegna segja að sérstaklega júlí- mánuður sé óskrifað blað. Það fer bara eftir umferð og veðri hvernig þetta verður.“ „Útlitið hjá okkur er samt nokkuð gott því búið er að bóka 6 ráðstefnur í september og verið hefur stöðug fjölgun gistinátta síðan breytingum lauk. Það má líka segja að það sé liðin tíð að mikið sé um gesti í tvo-þrjá mán- uði og síðan detti allt niður yfir veturinn. Þetta er miklu jafnara núna," sagði Gunnar. Birgir Þorgiisson hjá Ferða- málaráði íslands sagðist halda að það væri eitthvað sérkennilegt ef erlendum ferðamönnum hefði fækkað. Hann sagðist vita til þess að aukning hefði orðið hjá báð- um flugfélögunum í farþegaflutn- ingum milli landa. „Ég held að það sé aðallega matar-, leigubíla- og bílaleigu- kostnaður sem er að hrjá bæði innlenda og erlenda ferðamenn. Ferðaskrifstofum og hótelum hefur fjölgað þannig að það er ekki skrítið þó að minna sé að gera hjá einhverjum. Það eru núna fleiri um hvern ferða- mann,“ sagði Birgir að lokum. KR hefðu verið gerðar á áætlun strætisvagnanna yfir sumar- mánuðina. Að sögn Stefáns verða gerðar stórbreytingar á leiðakerfinu 1. september. En ekki væri Ijóst hvort tækist að koma upp nýrri endastöð fyrir J?ann tíma. „Við óskuðum eftir að fá að byggja nýja endastöð og hefur það verið í athugun. Við höfum lagt fram ákveðnar óskir þar um en það er ekki víst hvort það verði samþykkt. Endanleg ákvörðun um þetta verður tekin á bæiarráðsfundi nk. fimmtu- dag.“ Breytingin sem fyrirhuguð er í haust kemur til með að fela í sér betri samgang milli hverfa. „Fólk þarf þá ekki lengur að bíða á Ráðhústorginu milli vagna. Miðbær verður bara eins og hver önnur biðstöð. Annars er aðstaðan þar ómöguleg því það snýr ekki rétt fyrir vögnunum. Við þurfum nauðsynlega að fá aðra stöð þar en þetta gengur allt saman alveg voðalega hægt,“ sagði Stefán að lokum. KR Ferðafélag Akureyrar: Gönguferð um Homstrandir Ferðafélag Akureyrar stendur fyrír ferðum á Hornstrandir um næstu mánaðamót. Boðið verður upp á tvær ferðir, sú fyrri er gönguferð frá Grunna- vik til Hornvíkur og stendur hún frá 23.-31. júlí. Síðari ferðin er einnig gönguferð og sameinast hún fyrri hópnum í Hornvík þann 28. júlí og verð- ur þá gengið um víkina og ná- grenni. Fararstjóri er Gísli Hjartarson frá ísatirði. í fyrri ferðina verður farið frá Akureyri þann 22. júlí kl. 12.45 til ísafjarðar með Flugfélagi Norðurlands. Gist verður á ísa- fírði og mun ferðafélagið reyna að útvega ódýrt svefnpokapláss. Þann 23. verður síðan farið um miðjan daginn með bát frá ísa- firði til Grunnavíkur. Gengið verður um Staðarheiði að Höfða- strönd eða Flæðareyri og gist verður í samkomuhúsi við vest- anverðan Leirufjörð. Daginn eftir verður gengið yfir Leirufjörð og Kjósarnes og inn með Hrafnfirði að sunnan og út að Áifstöðum og þar tjaldað yfir nóttina. Mánudaginn 25. júlí verður síðan gengið upp með Álfstaðaá og yfir Lónanúpinn fyrir framan Mánafell. Síðan verður gengin Hvanneyrarhlíð ofan hamrabelt- anna og niður dalinn ofan í Sóp- andi. Sé nægur tími má ganga um Þrengslaskarð og líta ofan í Barðsvíkina. 26. júlí verður síðan gengið fyrir fjallið Einbúa og Miðkjós og inn í Rjúkandi. Seinni hluti dags- Fjalirnar, skammt frá Hornbjargs- vita. Mynd: Jakob Óisen. ins verður síðan notaður til að ganga á fjöll í nágrenninu eða um Lónafjörðinn. Daginn eftir verður gengið sem leið liggur upp dalinn og í Rang- alaskarð. Síðan verður gengið niður Torfadalsá að Höfn í Hornvík. Dagana 28.-31. júlí verður síð- an dvalið í Hornvík og mun seinni hópurinn þá koma og gengið verður um nágrennið. Seinnipart 31. júlí kemur sfðan Fagranesið og flytur ferðalang- ana til ísafjarðar. Fólk er eindregið hvatt til að drífa sig í þessa ferð og njóta fal- legrar náttúru og einstakrar lífs- reynslu. Nánari upplýsingar fást hjá Ferðafélagi Akureyrar í síma 22720 milli kl. 17.00 og 19.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.