Dagur - 30.08.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 30.08.1988, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 30. ágúst 1988 Forsetaheimsókn... að stöðvarhúsi og mannvirki skoðuð. Sveinn Þorgrímsson lýsti framkvæmdunum og hvernig vinnu hefði verið hagað við hina ýmsu verkþætti. Þá var ekið að stíflusvæði Blönduvirkjunar og ekið yfir Blöndu eftir bráða- birgðastíflu sem hefur verið sett í ána rétt ofan við þann stað sem Blöndustíflan á að rísa. Ekið var að mötuneyti Lands- virkjunar en þar beið á borðum ríkulegur hádegisverður í boði Landsvirkjunar. Að hádegisverði loknum gróðursetti forsetinn þrjú birkitré í skógarreit á virkj- unarsvæðinu þar sem Landsvirkj- un hefur, á tveimur síðustu árum látið gróðursetja 20 þús. trjá- plöntur. Nú eru plönturnar hins vegar orðnar tuttugu þúsund og þrjár eftir að birkitrén þrjú bætt- ustí hópinn. Frá Blönduvirkjunar ekið að Húnavöllum þar sem kaffi beið á borðum fyrir fylgdarlið Vigdísar og íbúa Torfalækjar-, Sveins- staða- og Áshrepps. Þar ávarpaði Sigríður Höskuldsdóttir, hús- freyja á Kagaðarhóli, forsetann. Hún kvaðst vita að Vigdís væri að koma frá því að skoða Blönduvirkjun og þar hefði hún trúlega séð hvað íbúar þessara sveitarfélaga legðu af mörkum með því að láta svo mikið land undir virkjunarframkvæmdirnar en mikið mætti láta af hendi til að tryggja íslendingum Ijós og hita um ókomin ár. Forsetinn heimsótti Borgarvirki. Sýslunefnd Austur- og Vestur-Húnavatnssýslu bíða forsetans. Framkvæmdir útskýrðar fyrir forsetanum. Við Húnavelli voru gróðursett þrjú tré eins og annars staðar þar sem forsetinn hafði viðdvöl. Á laugardagskvöldið sat for- setinn kvöldverðarboð bæjar- stjórnar Blönduóss á Hótel Blönduósi. Sunnudagurinn, síðasti dagur heimsóknarinnar, hófst með heimsókn í Skagahrepp, nyrstu byggð Húnavatnssýslna. Veður var þá mjög slæmt, norðan hvass- viðri og rigning. Vigdís lét það ekki á sig fá og kvaðst vera hing- aö komin til að heimsækja fólk, landið gæti hún skoðað síðar. Kirkjan á Hofi, sem er elsta kirkja í A.-Hún. var skoðuð og komið að Örlygsstöðum í boði hjónanna þar, Ingibjargar Ólafs- dóttur og Rafns Sigurbjörnsson- ar. Þegar komið var af Skaganum, beið forsetans og fylgdarliðs hans, hádegisverður í sýslu- mannsbústaðnum á Blönduósi. Þaðan var farið í skoðunarferð um Blönduós, komið við í Heim- ilisiðnaðarsafninu og eldri íbúar heimsóttir í Hnitbjörgum. Þá var opið hús í Félagsheimilinu á Blönduósi fyrir bæjarbúa og aðra velunnara forsetans. Frá Blönduósi lá leiðin inn í Vatnsdal, að trjálundi Áshrepps í landi Hofs. Jón Bjarnason, oddviti, ávarp- aði forsetann og skýrði frá því að Ágúst Jónsson, fyrrurn bondi á Hofi, hefði gefið sveitarfélaginu landið undir skógræktina árið 1952. Dóttir hans, Vigdís hús- freyja á Hofi hefði verið umsjón- armaður sveitarfélagsins með trjáræktinni og hefðu fyrstu trén verið gróðursett þar árið 1958. I skógarlundinum gróðursetti Vigdís þrjú birkitré og lét þess getið að það hefði ekki gerst fyrr en í þessari ferð að hún hefði gróðursett tré í hvassviðri, en í skjóli trjáa. Það væri búið að ger- ast tvisvar, á Hofi og í Húnaveri. Elva Þöll Grétarsdóttir, dótt- urdóttir Vigdísar á Hofi afhenti forsetanum fallegan blómavönd. Úr skógarreitnum lá leiðin heinr að Hofi þar sem garður þeirra Hofshjóna, Vigdísar og Gísla Pálssonar var skoðaður og veit- ingar þegnar. í garðinum á Hofi er óvenju- lega fjölbreytt sambland af trjá- gróðri og blómum og er hann örugglega einn fegursti garður í Húnaþingi án þess að á nokkurn verði hallað. Frá Hofi lá leiðin að Flóð- vangi, veiðihúsi við Vatnsdalsá. Þar ávarpaði Magnús Sigurðsson, sýslunefndarmaður Sveinsstaða- hrepps, forsetann og boðið var upp á kaffi og ríkulegt meðlæti. Frá Flóðvangi lá leiðin á síð- asta áfangastað forsetans í þess- ari heimsókn í Húnaþing, Þingeyrakirkju. Þar flutti Jón ísberg, sýslumaður ávarp, og forsetinn þakkaði Húnvetningum góðar móttökur. Séra Stína Gísladóttir hélt stutta helgistund og Ólafur Magnússon á Sveins- stöðum flutti ávarp þar sem hann rakti byggingarsögu kirkjunnar. Að lokum kvaddi forsetinn sýslu- mann, sýslunefnd og aðra við- stadda. Það eina sem skyggði á heim- sókn forseta íslands í Húnavatns- sýslur var að veðurguðirnir voru ekki samvinnuþýðir. Það rigndi meira og minna alla þá daga sem heimsóknin stóð og síðustu dag- ana var einnig hvassviðri. Forset- inn lét það ekki á sig fá og kvaðst hafa lagt leið sína í Húnaþing til að heimsækja fólk en ekki til að skoða veður. fh Frú móttöku við op jarðganganna. Heimsókn til eldri borgara í Hnitbjörgum á Blönduósi. Úr matarveislu í Fellsborg á Skagaströnd. Sýslunefnd A.-Húnavatnssýslu ásamt sýslumanni og forseta. Að loknu opnu húsi í félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugabakka.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.