Dagur - 08.09.1988, Side 4

Dagur - 08.09.1988, Side 4
4 - DAGUR - 8. september 1988 viðtal dagsins ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉSPÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Niðurskurðar- og skattahugmyndir Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra veltir þessa dagana vöngum yfir fjárlagafrumvarpi næsta árs. Honum og öðrum ráðherrum ríkisstjórn- arinnar er ljós nauðsyn þess að skila hallalausum fjárlögum að þessu sinni og helst með ríflegum tekjuafgangi. Sífelldur hallarekstur ríkissjóðs er tvímælalaust ein aðalorsök þenslunnar í þjóðfélag- inu og gífurlegrar samkeppni um innlent lánsfjár- magn. Hallalausum fjárlögum verður ekki náð nema með tvennu móti: Annars vegar með nýjum skattaálögum og hins vegar með auknum niður- skurði. Væntanlega þarf hvorttveggja að koma til svo það markmið náist að halda ríkissjóði réttum megin við núllið á næsta ári. Sú staðreynd verður ekki umflúin. í ljósi þessa kemur það spánskt fyrir sjónir að formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra, skuli lýsa því yfir fyrir hönd síns flokks, að ekki komi til greina að auka skattheimtu frekar en nú þegar hefur verið gert. Slík yfirlýsing frá formanni stærsta stjórnarflokksins nú, er ákaf- lega óheppileg og virðist vanhugsuð. Sjálfstæðis- menn verða að ljá máls á að skoða þær leiðir sem færar eru til að koma saman hallalausum fjárlög- um. Jöfnuður í ríkisbúskapnum er algjör forsenda fyrir því að aðrar efnahagsaðgerðir skili árangri. Hallalaus fjárlög nást fyrst og fremst með lækk- un útgjalda. Ýmsir möguleikar á að auka skatt- heimtu í landinu eru engu að síður fyrir hendi, án þess það komi við þá sem síst mega við auknum byrðum. Framkomnar hugmyndir um að leggja skatt á erlendar lántökur, skatt á fjármagnstekjur umfram eðlilegt mark og aukinn skatt á hátekju- menn, koma sterklega til greina. Margir mega vel við því að leggja meira af mörkum til samfélagsins en þeir gera í dag. En sjálfsagt er það einmitt sá hópur, sem sjálfstæðismenn vilja síst styggja. Niðurskurðar- og skattahugmyndir Jóns Bald- vins Hannibalssonar fjármálaráðherra eru margar hverjar athyglisverðar. Hins vegar er furðulegt að fjármálaráðherrann skuli svo mikið sem viðra hug- myndir um að íþyngja sjávarútveginum enn frekar en gert hefur verið, eins og tillaga hans um 700 milljóna króna kvótaskatt felur í sér. Sú tillaga kemur fram á sama tíma og verið er að leita lausna á þeim vanda sem sjávarútvegurinn á við að etja um þessar mundir. Það er ekki endalaust hægt að mergsjúga þessa undirstöðuatvinnugrein og fjármálaráðherranum hlýtur að vera það ljóst. Margir aðrir mega vel við því að missa spón úr aski sínum. Jón Baldvin ætti að einbeita sér að því að ná til þeirra. BB. F Málefni loðdýrabænda hafa undanfarna mánuði verið ofarlega á baugi. Tilefni fjölmiðlaumfjöllunar um málefni þessarar búgreinar hefur verið sá gífurlegi vandi sem steðjar að henni, en hvert áfallið eftir annað hef- ur riðið yfir loðdýraræktina sem á sínum tíma var ein bjartasta vonin hvað búhátta- breytingar snerti. Einar E. Gíslason á Syðra Skörðugili, formaður landssambands loðdýrabænda, ræddi um málefni loðdýraræktenda við blaðamann á aðalfundi Stétt- arsambands bænda. Einar Gíslason á Skörðugili. Mynd: TLV Ekki margra kosta völ fyrir dreifbýUð - ef loðdýraræktin verður látin rúlla - Nýlega hélt samband loðdýra- bænda aðalfund sinn. Komst fundurinn að einhverri ákveðinni niðurstöðu um vanda búgreinar- innar? „Fyrir fundinn óskuðum við eftir því að landbúnaðarráðu- neytið gæfi frá sér einhverjar stefnumarkandi yfirlýsingar um hvað ætlunin væri að gera í vanda loðdýrabænda og hvað bændur gætu treyst á. Rétt fyrir fundinn hafði ég samband við ráðuneytið vegna þessa og þá var óskað eftir því að við loðdýrabændurnir gerðum stefnumarkandi tillögur á aðalfundinum. Ráðuneytið treysti sér ekki til að gefa út slík- ar yfirlýsingar fyrir fundinn því margt er að gerast í ríkisstjórn- inni þessa dagana. Aðalfundur loðdýrabænda fjallaði auðvitað fyrst og fremst um þá stöðu sem upp er komin, ekki síst stöðu refabænda, og inn í þessi mál blandast fóðurstöðv- arnar. Með því að tryggja afkomu fóðurstöðva tryggjum við um leið alla loðdýraræktina í landinu en undirstaða hennar er ódýrt og gott fóður." - Jón Helgason, landbúnaðar- ráðherra, sagði í ræðu hér á aðal- fundi Stéttarsambandsins að ekki mætti gera uppbygginguna í loð- dýraræktinni að engu og menn mættu ekki hætta þótt illa gengi nú. Hvað finnst þér um þessi ummæli ráðherrans? „Það þýðir ekki að biðja okkur um að hætta ekki þegar ónóg aðstoð kemur frá hinu opinbera. Menn eru margir hverjir gjald- þrota eða á barmi gjaldþrots ef ekkert verður að gert. Það er því tómt mál að tala um þetta nema aðstoð komi til frá því opinbera. Pað verður að gera eitthvað í þessum málum og mér finnst eðlilegast að það verði Fram- leiðnisjóður sem það gerir með einhverju styrktarfé að auki frá ríkinu.“ - Nýlega var illa stöddum loð- dýrabændum boðin skuldbreyt- ing og var þá rætt um að marga skorti veð til tryggingar lánunum. „Við erum nýlega búnir að fá lán hjá Framleiðnisjóði sem Stofnlánadeild landbúnaðarins hefur lagt til rekstrarins í ár. Við erum sem sagt búnir að fá einu sinni lán út á læðuna og einu sinni út á hvolpinn og fáum reyndar aftur lán út á hvolpana þótt það sé reyndar mun lægri upphæð en gert var ráð fyrir í þingmannatil- lögunum. Þetta er aðeins skamm- tímalausn til að fleyta okkur yfir þetta ár og er hvergi nærri nóg því vandinn er mun meiri núna heldur en leit út fyrir þegar tillög- urnar voru samdar í upphafi ársins. Þá áttum við ekki von á að verðfall á skinnum yrði eins mik- ið og nú er ljóst og þar að auki sölutregða. Við óskuðum eftir endurskoðun á þessu en sú endurskoðun hefur ekki litið dagsins ljós ennþá. Þeir bændur sem búa nær eingöngu með ref fá ekki nándar nærri þau afurðalán sem þarf til að greiða fóðurstöðv- unum. Þá fara skuldirnar að safna dráttarvöxtum og vandinn magnast. Tillögurnar komu of seint og vandinn hefur því vaxið vegna hárra vaxta og verðbólgu í þjóðfélaginu.“ - Er ekki sannleikurinn sá að það dugar ekki að lána loðdýra- bændum heldur þarf hreinlega niðurfellingu skulda eða beina styrki? „Við lögðum til á aðalfundi SÍL að mönnum yrði gefinn kost- ur á að fá 10 þúsund krónur í eitt skipti út á hverja refalæðu sem þeir setja út og tækju í staðinn inn tvær til þrjár minkalæður. Þá er þetta svona 60% af útlögðum kostnaði við að skipta yfir í minkinn, en eftir er þáttur okkar í að setja búrin upp, breyta hús- um o.s.frv. Þetta er lágmarks- styrkur en stjórn SÍL fór fram á að framlag hins opinbera yrði dýrin sjálf og efni í búrin. Rökin voru þau að refabændur gætu ekki bætt á sig meiru af lánum. Skuldbreytingardæmið sýnir að nokkuð stór hópur bænda er kominn á ystu nöf með veðsetn- ingu eða veðhæfni búa sinna. Talað var um fjörutíu en það er ekki sú tala sem menn staðnæm- ast við heldur kom í ljós, þegar málin voru könnuð nánar, að ekki voru nema örfáir sem ekki voru með allt botnveðsett.“ - Hefur þú trú á að það sé var- anleg lausn að fara yfir í minkinn? „Já, ég hef trú á þvf. Við létum ráðuneytið reikna þetta út og með kostnaði og öllu öðru sem tilheyrir get ég ekki séð annað af þeim útreikningum en að það sé ekki um annað að ræða en að hrinda þessu af stað. Það er örugglega fjárhagslegur grund- völlur undir þessu ef upplýsing- arnar eru réttar. Því er nú spáð að minkurinn sé heldur á uppleið hvað verð snertir. Viðbrögð kaupenda í dag eru þau að þeir hafa samband við uppboðshúsin og vilja fá keypt skinn utan upp- boða. Þeim hefur verið neitað um þetta en á þessu sést að kaup- endur er farið að vanta skinn.“ - Hvað viltu segja um afstöðu ráðamanna ríkisfjármála til loð- dýrabænda? „Landbúnaðarráðuneytið hef- ur haft mikinn skilning á þessu og lagt sig fram um að liðsinna loð- dýrabændum. Ráðuneytið hefur sýnt að það skilur að það er ekki margra kosta völ fyrir dreifbýlið ef loðdýraræktin verður látin rúlla núna. Heildarkerfið er mjög þungt í vöfum og þó kom mér eiginlega mest á óvart að þegar ríkisstjórnin var búin að heimila Byggðastofnun að taka 80 millj- óna króna lán til að greiða niður lausaskuldir fóðurstöðva og færa þær til þá ber formaður sjóðs- stjórnar í borðið og segir að ekk- ert af þessu fé verði lánað nema ríkissjóður gefi út skriflega yfir- lýsingu um að hann baktryggi þetta meira. Þetta er þó ríkis- stofnun sem er baktryggð í heild en þeir vildu ekki lána nema það væri sérstaklega baktryggt. Ég held að þarna sé viss mis- skilningur á ferðinni því þó að verið sé að greiða lausaskuldir fyrir okkur í bili með langtíma- láni frá Byggðastofnun sem kannski verður ekki borgað af í tvö til þrjú ár þá er það vilji okk- ar að í framtíðinni greiði búgreinin þessi lán. Þetta verður að færast yfir þegar fóðurstöðv- arnar eru komnar á fullan rekstr- arstyrk. Þær eru sumar stórar, þurfa að byggja fyrir framtíðina og eru með óeðlilega miklar fjárfestingar. Þegar þær eru komnar í fulla vinnslu á að vera auðvelt að greiða þetta niður og skila þjóðinni þessu fé aftur en það þarf biðlund. Grundvallar- atriðið er að það tekur langan tíma fyrir fáa bændur að borga fóðurstöðvarnar upp.“ EHB

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.