Dagur - 04.02.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 04.02.1989, Blaðsíða 7
4. febrúar 1989 - DÁGUR - 7 Hólar í Hjaltadal þar sem námskeiðin eru m.a. haldin. Stéttarsamband bænda: Endurmenntunarnámskeið og utanlandsferðir í vetur hafa verið haldin endurmenntunarnámskeið á vegum Stéttarsambands bænda, búfræðslunefndar og bændaskólanna. Námskeiðin eru haldin við bændaskólana á Hólum og Hvanneyri. Síðast- liðið haust ákvað stjórn Fram- leiðnisjóðs Iandbúnaðarins að veita þátttakendum ákveðna fyrirgreiðslu vegna námskeið- anna. Fyrirgreiðsla þessi felst í greiðslu á námskeiðsgjaldi, fæði og gistingu á námskeiðsstað og ferðastyrk. Námskeiðin eru mörg og mismunandi löng. Um nám- skeið á vormisseri má nefna sem dæmi bændabókhald, markaðs- setningu laxfiska, nýtingu fiski- stofna, málmsuðu, bleikjueldi, tölvunotkun í landbúnaði, kanínu- rækt, loðdýrarækt, byggingar- dómar hrossa, heyverkun, skattskil, fóðurfræði fiska, nýgreinar, rekstur eldisstöðva, skógrækt, hæfileika hrossa og laxarækt og hafbeit. Stéttarsamband bænda hefur skipulagt bændaferðir til Vestur- .Þýskalands og Kanada næsta sumar. Ferðin til V,- Þýskalands hefst með flugi til Zurich 17. júní. Um er að ræða tvo 45 manna hópa sem dveljast til skiptis í Passau og Svartaskógi, auk þess sem kynnisferðir verða farnar til fjölmargra annarra staða. Ferðin kostar 37 til 42 þús. kr. fyrir manninn. Dagana 5. til 7. ágúst verða mikil hátíðahöld í Gimli í Mani- toba, en þá verður þess minnst að 100 ár eru liðin frá því að fýrsti „íslendingadagurinn“ var hald- inn hátíðlegur. Áf því tilefni verða þriggja daga hátíðahöld í Gimli. Flogið verður til Winnipeg um mánaðamótin júlí-ágúst og gist þar fyrstu næturnar. Síðan er ferð um Nýja ísland á dagskrá, farið á hátíðahöldin í Gimli og margt fleira skoðað á þriggja vikna ferð um landið. Fjöldi þátt- takenda í ferðinni getur orðið 45. Upplýsingar um þessa ferð veitir Agnar Guðnason hjá Stéttar- sambandi bænda. EHB Póstur og sími: Gera athugasemd við frétta- flutning af faxkröfum Póstur og sími hefur gert athugasemd við fréttaflutning í fjölmiðlum af faxkröfum sem er ný þjónusta stofnunarinnar. Þessi þónusta var tekin upp að ósk Félags íslenskra stór- kaupmana og Landvara, lands- félags vörubifreiðastjóra á flutningaleiðum. í tilkynningu frá Pósti og síma segir að þessi nýja þjónusta eigi alls ekki að koma í stað gildandi póst- kröfuþjónustu þar sem hægt er að senda hvort heldur sem er bréf eða böggla með áhvílandi póstkröfu. „Munu forráðamenn Landvara hafa lýst því yfir á blaðamanna- fundi miðvikudaginn 18. þessa mánaðar að þeir hefðu orðið var- ir við mikla óánægju landsbyggð- arfólks með verðlagningu Pósts og síma á faxkröfusendingum. Á fundum með Pósti og síma var Landvaramönnum gert ljóst hver kostnaður við faxkröfur yrði og var fallist á þá verðlagningu. Jafnframt var tekið fram að gjald þetta væri meðaltalsgjald iniðað við gjald fyrir póstfaxþjónustu og það yrði endurskoðað þegar reynsla væri komið á þjónustuna, ef ástæða þætti til. Að þeirri endurskoðun er nú unnið,“ segir í tilkynningunni. JOH Akureyrarmót B.A.: Anton og Pétur efstir Nú er einungis fimm umferð- um ólokið í Akureyrarmóti Bridgefélags Akureyrar í tví- menningi. 26 pör taka þátt í mótinu og eru spilaðar fimm umferðir á kvöldi, fimm spil milli para, eftir Barometer- fyrirkomulagi. Staðan að loknum 20 umferð- um er þessi: Stig 1. Anton Haraldsson - Pétur Guðjónsson: 173 2. Hörður Steinbergsson - Örn Einarsson: 161 3. Ólafur Ágústsson - Sveinbjörn Jónsson: 149 4. Magnús Aðalbjörnsson - Pétur Jósepsson: 118 5. Reynir Helgason - Tryggvi Gunnarsson: 100 6. Kristján Guðjónsson - Stefán Ragnarsson: 90 7. -8. Ármann Helgason - Arnar Daníelsson: 58 7.-8. Gunnlaugur Guðmundsson - Kristinn Kristinsson: 58 9.-10. Grettir Frímannsson - Frímann Frímannsson: 36 9.-10. Jón Smári Friðriksson - Páll H. Jónsson: 36 Öll spil eru tölvugefin. Keppnis- stjóri er Albert Sigurðsson en tölvu- útreikning annast Margrét Þórðar- dóttir. Næstu fimm untferðir fara fram þriðjudaginn 7. febrúar. Spilamennskan hefst kl. 19.30 í Félagsborg. NYJUSTU FRETTIR AF METSÖLUBÓKINNI í LANDSBANKANUM: RAUNÁVÖXTUN KJÖRBÓKAR VAR FRÁ 8,57% Á ÁRINU 1988 Já, það kemurmörgum á óvart að óbundin ávöxtunarleið eins og Kjörbók skuli bera slíka raunávöxtun. En ástæðan er samt einföld. Kjörbókin er sveigjanleg í allar áttir og höfundar hennar í Landsbankanum taka sífellt með í reikninginn breytilegar aðstæður. Þannig ber Kjörbók háa grunnvexti, ávöxtunin er reglulega borin saman við verðtryggða reikninga og þeir sem eiga lengi inni eru verðlaunaðir sérstaklega með afturvirkum vaxtaþrepum eftir 16 og 24 mánuði. Raunávöxtun Kjörbókar árið 1988 var 8,57%. Þeirsem átt höfðu innstæðu óhreyfða í 16 mánuði fengu 9,92% raunávöxtun á árinu og 24 mánaða óhreyfð innstæða gaf 10,49% raunávöxtun á sama tíma. Þér er óhætt að leggja traust þitt og sparifé á Kjörbókina strax. Hún bregst ekki frekar en fyrri daginn. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.