Dagur - 27.04.1989, Blaðsíða 11

Dagur - 27.04.1989, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 27. apríl 1989 - DAGUR - 11 íþróftir Samhliðasvig í Hlíðarfjalli: Kristiiin og Guðrún unnu Keppt var í samhliðasvigi í Hlíðarfjalli á sunnudaginn. Sigurvegarar voru þau Kristinn Björnsson frá Olafsfirði í karlaflokki og Guðrún H. Kristjánsdóttir frá Akureyri í kvennatlokki. Verðlaunin voru glæsileg, utanlandsferðir með Flugleiðum. Pessi keppni átti reyndar að fara fram á annan í páskum en var þá frestað vegna veðurs. En nú skráðu sig tæplega 70 manns í keppnina og var þó nokkur fjöldi áhorfenda sem fylgdist með að þessu sinni. Einn af þeim fjölmörgu sem tók þátt í keppninni að þessu Kristinn Björnsson frá Óiafsfirði, sigraði í karlaflokki. sinni var gamli skíðajaxlinn, Haukur Jóhannsson. „Þetta er meiriháttar skemmtilegt keppnis- form og það sýndi sig þarna að þetta dregur að áhorfendur," sagði Haukur sveittur en ánægð- ur eftir keppnina. Haukur varð að láta í minni pokann fyrir Ingólfi Gíslasyni eftir mikla keppni. „Hann hlýt'ur að vera rosalega góður fyrst hann náði að sigra mig,“ sagði Haukur og hló. „Hins vegar sigraði besti maðurinn og það var skemmti- legt að fylgjast með hvernig Kristinn bar af í lendingunum og það var það, öðru fremur, sem tryggði honum sigurinn í karla- flokki," bætti Haukur við. Gainli baráttujaxlinn Haukur Jóhannsson tók þátt í samhliðasviginu og stóð sig vel. Arnar Snorrason og félagar hans í Dalvíkurliðinu verða á íslenska getraunaseðlinum í sumar. Mynd: KK. íslenskar getraunir: Norðlensk líð í getraunum - 1., 2. og 3. deildin í íslensku sumargetraununum íslenskar getraunir ntunu verða með starfsemi í sumar öfugt við önnur ár. Þýski bolt- inn og leikir úr íslensku knatt- spyrnunni munu verða uppi- staðan á flestum seðlunum í sumar. Vegna þess hve leikj- um í 1. deildinni er dreift á marga daga verða leikir í 2. og 3. deildinni inn á mörgum seðl- anna. Það þýðir að m.a. Akur- eyringar, Húsvíkingar, Olafs- Firðingar, Sauðkrækingar, Dalvíkingar og Grenvíkingar geta tippað á sín eigin lið. Sem dæmi um athyglisverðan seðil er 21. leikvikan, 27. maí Sund: Óðirni með ráðstefiiu - 35 þjálfarar mættu Sundfélagið Óðinn hélt nýlega ráðstefnu í Lundarskóla um sundþjálfun yngri flokka. Ráð- stefnuna sóttu 35 þjálfarar víðs vegar af landinu og var gerður góður rómur að þessu framtaki Oðinsmanna. Fyrirlesarar í Lundarskóla voru fimm: Conrad Cawley, hinn nýi landsliðsþjálfari íslendinga í sundi, Jón Þór Sverrisson læknir á FSA, Ingimar Guðmundsson sjúkraþjálfari á Réykjalundi, Óli Þór Gunnlaugsson, þjálfari Vestra á ísafirði og Wolfgang Sahr, þjálfari Óðins. Það var Jóhann G. Möller sem átti frumkvæðið að koma þessu fræðslunámskeiði á hér fyrir norðan og stjórnaði hann líka ráðstefnuhaldinu. Var það álit manna að slíkar ráðstefnur væru nauðsynlegar til þess að bæta unglingaþjálfun hér á landi og stuðla þannig að betri árangri íslenskra sundmanna á alþjóða- vettvangi. Það var nýstofnað foreldra- félag Óðins sem sá um gistingu og fæði fyrir ráðstefnugesti og fórst þeim það mjög vel úr hendi. næstkomandi, en þar eru ein- göngu íslenskir leikir úr 1., 2. og 3. deild. Þar má t.d. net’na leiki Fylkis og Þórs, Völsungs og Selfoss, Stjörnunnar og Tinda- stóls, Einherja og ÍR, Breiða- bliks og Leifturs, Magna og Austra og Dalvíkur og KS. Það verður athyglisvert að fylgjast með viðbrögðum íslenskra tippara við þessum sumargetraunum. Borðtennis: Stefán íslandsmeistari Grenvíkingar standa sig vel Grenvíkingar gera það ekki endasleppt á borðtennissvið- inu. Nýlega unnu krakkar frá Grenivík glæsta sigra á grunn- skólamótinu í borðtennis og nú bættu þeir enn einni skraut- fjöðrinni í hattinn á unglinga- meistaramótinu sem nýlega var haldið. Þar var Stefán Gunnarsson fremstur í flokki og varð hann tvöfaldur Is- landsmeistari í flokki 13-15 ára. Stefán sigraði í tvíliðaleik með Ægi Jóhannssyni og í tvenndar- leik með Margréti Hermanns- dóttur. Ægir varö síðan í 3.-4. sæti í tlokki 10-13 ára Bestu bílakaupin í dag! Vorum að fá sendingu af FIAT bílum árgangi 1988 Conrad Cawley landsliösþjálfari Islendinga hélt fyrirlestur á ráðstefnunni. Þessir bílar verða seldir á sérstöku afsláttarverði. Komið í sýningarsalinn okkar að Tryggvabraut 10 og ræðið við sölumenn okkar. Hagstæö lán fylgja. nnnn ttöldursf. Fiat í framtíð við Skeifuna Símar: 688850 & 685100 Söludeild Símar: 27015 & 27385

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.