Dagur - 19.07.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 19.07.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur Akureyri, miðvikudagur 19. júlí 1989 Færavindur DNG: Innanlandssalan erfiðari en nokkru sinni fjrr - hlutur útflutnings eykst og er orðinn um 40% Innanlandssala á færavindum frá DNG er nú erfiðari en nokkru sinni fyrr. Samdráttur í heildarsölunni er um 20% þrátt fyrir að mikil aukning haíi orðið í útflutningi. Tvær af hverjum fimm færavindum fyr- irtækisins eru nú seldar á erlenda markaði. „Staðan er erfið og við finnum vel fyrir þeim samdrætti sem er í þjóðfélaginu. Þetta er hins vegar ekkert sem kemur okkur á óvart og við höfum getað gert ráðstaf- anir til varnar. Staða fyrirtækisins er því áfram sterk og við stefnum enn að því að vera réttu megin við núllið þegar upp verður staðið,“ sagði Kristján E. Jóhannesson framkvæmdastjóri. Sölumál innanlands er það sem setur strik í reikninginn og að sögn Kristjáns eru þau erfiðari en nokkru sinni fyrr. „Smábátasjó- menn hafa augljóslega minna fé milli handanna og afleiðingarnar eru m.a. þær að menn verða var- færnari í fjárfestingum en áður. Menn sem fyrir þremur árum hefðu keypt þrjár til fjórar færa- vindur án þess að hugsa sig um eru nú að velta því fyrir sér í langan tíma hvort þeir eigi að kaupa eina,“ sagði Kristján. Hann sagði einnig að vanskil hefðu aukist verulega. Hin hliðin á málinu er svo sala á erlenda markaði sem eykst ár frá ári. Nú er svo komið að hlutur útflutnings í sölunni er um það bil 40%. Mest er selt til Skot- lands, írlands og Kanada. Eins og hjá smábátasjómönn- um er sumarið jafnan besti tím- inn hjá DNG. Kristján sagði að þegar svona gengi á besta tíma ársins þá væri ekki ólíklegt að eitthvað þyrfti að draga saman í rekstrinum með haustinu. ET Fugladansinn stiginn á eyfirskum sumarslóðum. Mynd: KL Athyglisverð nýjung á Kópaskeri: Prófa sig áfram með reykingu á laxi - Kópaskers-lax kominn í verslanir og fær háa einkunn „Helsta ástæöan fyrir þessu er að nýta þaö mikla hráefni sem okkur sýnist að verði hér í framtíðinni,“ segir Jón Grímsson, einn hvatamanna að tilraunum þar með reykingu á laxi. Fyrir nokkru hófst reyk- ing á laxi á Kópaskeri og voru fest kaup á reykofni. Stofn- kostnaður að öðru leyti var lít- ill og segir Jón að menn bíði átekta með frekari fjárfesting- ar og vilji fyrst sjá hvort til- raunin beri árangur. Kópa- skers-laxinn er nýlega kominn í nokkrar verslanir innanlands og sendar hafa verið prufur til Bandaríkjanna og Evrópu. Sælkerar sem Dagur hefur rætt við gefa laxinum góða einkunn og segja hann slá út sambæri- lega vöru sem þeir hafi áður prófað. Nú þegar er ein matfiskstöð fyrir hendi við Kópasker, ísnó, og í byggingu eru tvær stöðvar í viðbót, Silfurstjarnan og Árlax. Það er því Ijóst að þegar fram í sækir fellur til mikið magn af laxi í nágrenni Kópaskers. Jón segir að menn hafi greint möguleika á að vinna úr þessu hráefni í heimabyggð með reykingu á lax- inum. Það var í vetur sem menn fóru að huga að þessu og Jón fór við Útgerðarfélag Akureyringa hf.: Ekki hlaupið að því að auka kvótann - segir Gunnar Ragnars framkvæmdastjóri Engar breytingar virðast fyrir- sjáanlegar í nánustu framtíð varðandi kvótamál togara Útgerðarfélags Akureyringa hf. Gunnar Ragnars, fram- kvæmdastjóri, segir að málin Sérleyfisbílar Akureyrar: Stefnir í metsumar Mikið hefur verið um erlenda ferðamenn til Akureyrar og nágrennis í sumar. Verulegar annir hafa verið hjá hílstjórum Sérleyfisbíla Akureyrar í sum- ar og að sögn Gunnars Guð- mundssonar framkvæmda- stjóra fyrirtækisins stefnir allt í að um metsumar verði að ræða. „Það hefur verið gríðarlega mikið að gera hjá okkur í allt sumar og þessa dagana er há- annatíminn hjá okkur eins og öðrum þeim sem standa í þjón- ustu við ferðamenn,“ sagði Gunnar. Hann sagði margt valda þessum önnum. Aðsókn á sér- leiðum fyrirtækisins, milli Akur- eyrar og Mývatns annars vegar og Akureyrar og Egilsstaða hins vegar, væri meiri en áður en einn- ig væri meira um akstur með hópa, ekki síst í langar ferðir. Sem fyrr eru Þjóðverjar fjöl- mennastir meðal erlendra ferða- manna en einnig er talsvert um Frakka. Þá sagði Gunnar að sér fyndist fjöldi Norðurlandabúa hafa aukist mjög frá því sem áður var. Sérleyfisbílar hafa yfir átta bíl- um að ráða sem samtals geta flutt um 300 farþega. í sumar hefur hins vegar talsvert þurft að leita til bílstjóra utan fyrirtækisins. Þar eru annir hins vegar miklar líka og því oft erfitt að fá bíla. ET séu sífellt í athugun hjá fyrir- tækinu, en ekkert nýtt að frétta í þeim efnum. Áður hefur komið fram að samkvæmt áliti Vilhelms Þor- steinssonar, annars fram- kvæmdastjóra Ú.A., vantar nokkur þúsund tonna kvóta upp á það sem æskilegt væri fyrir togarana, jafnvel 5 til 7 þúsund tonn til viðbótar því sem veiða má í ár. Nokkur útgerðarfyrirtæki, t.d. Samherji hf., hafa keypt „kvóta- báta“ undanfarið, en það eru fiskiskip sem eru komin að úreld- ingu en umtalsverður kvóti fylgir. Ætlar Útgerðarfélag Akureyr- inga að leita eftir slíkum kaupum á næstunni? „Við höfum velt þessu fyrir okkur og ýmsum fleiri möguleikum til að afla aukins kvóta en það er bara ekkert hlaupið að þessu, á þessum síð- ustu og verstu tímum,“ sagði Gunnar. - En hversu alvarlega horfir ástandið við í haust? „Ég veit ekki hvað skal segja, þetta fer eftir ýmsu, en við ætlum að loka í þrjár vikur til að teygja þetta eitthvað lengur," sagði hann. EHB annan mann til Noregs og kynnti sér reykingaaðferðir þarlendra. Hann segir að vissulega sé algengri reykingaaðferð beitt á Kópaskeri en þó sé hún að nokkru leyti frábrugðin hefð- bundinni aðferð. Að öðru leyti vill Jón ekki upplýsa um leyndar- dóm reykingar á laxinum. Jón lætur þess getið að erfitt sé að spá í framtíðina en hugmynd- in sé að flytja laxinn út. í því sambandi hefur sjávarafurða- deild SÍS komið til skjalanna. Þar á bæ eru menn kunnugir á mörkuðum erlendis og eru nú að kanna jarðveginn fyrir útflutning á laxinum. „Ef þetta þróast í rétta átt get- ur vel farið svo að við prófum okkur áfram með reykingu á fleiri fisktegundum en laxi. En til að byrja með höldum við okkur við hann,“ sagði Jón Grímsson. óþh Hafís nálægt landinu - orsökin þrálátir vestanvindar Vegna þrálátra vestlægra vind- átta undanfarnar vikur er hafís nú óvenju nálægt landinu. ís- inn liggur ekki á siglingaleið- um en er hins vegar kominn talsvert inn á fískislóð. Flugvél Landhelgisgæslunnar fór í fyrradag í ískönnunarflug og fylgdi ísjaðrinum þar sem hann liggur austur með landinu norð- vestanverðu. Jaðarinn lá þá 24-26 sjómílur frá landi þar sem hann var næst en það var norðvestur af Straumnesi, norður af Kögri og norður og norðaustur af Horni. ísjaðarinn liggur síðan 45 sjómíl- ur norðnorðvestur af Skaga. Á Deildargrunni vestur af ísafjarð- ardjúpi er ístunga sem teygir sig í austur. Á Hornbanka, Reykja- fjarðarál, Húnaflóaál og nyrst á Sporðagrunni var talsvert um staka jaka. ísjaðarinn teygir sig talsvert austur á bóginn og liggur til að mynda 30 sjómílur norðan við Kolbeinsey. Að sögn Þórs Jakobssonar hjá hafísdeild Veðurstofunnar er jað- arinn gisinn, með þéttleika á bil- inu yio-3/io hlutar. Enn eru sigl- ingaleiðir opnar en Þór sagði þó fulla ástæðu fyrir sjófarendur að hafa varann á. Vegna hlýinda í lofti og sjó bráðnar ísinn ört en hins vegar er búist við suðvestan áttum enn um sinn og því gæti ísinn þokast enn vestar. ET

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.