Dagur - 31.08.1989, Blaðsíða 9

Dagur - 31.08.1989, Blaðsíða 9
, I f.. I » * Lionsfólk afliendir Landspítalanum ómsjá - til leitar að krabbameini í eggjastokkum Lionshreyfingin afhenti nýlega Kvennadeild Landspítalans ómskoðunartæki til eignar frá lionsmönnum og lionessum á Is- landi. Fjölumdæmisráð Lions- hreyfingarinnar hrinti af stað söfnun fyrir þessu tæki á síðast- liðnu ári en tækið kostar hátt á þriðju milljón. Söfnunin var gerð í minningu Ástu Guðjónsdóttur sem lést af völdum krabbameins á síðasta ári. Eftirlifandi eiginmað- ur Ástu er Björn Guðmundsson, kunnur lionsmaður og fyrrver- andi stjórnarmaður í alþjóða- stjórn Lions. Það var fyrir at- beina Björns ásamt fjölum- dæmisráðsins sem söfnunin fór af stað og afhenti Björn, Gunnlaugi Snædal yfirlækni tækið fyrir hönd Lionshreyfingarinnar á íslandi. Fað voru margir sem lögðu hönd á plóginn við söfnun á fénu til kaupa á ómskoðunartækinu. Alþjóðlegur hjálparsjóður Lions (LCIF) lagði fram stærsta skerf- inn eða helming upphæðarinnar. Þetta er í annað skipti sem alþjóðlegi hjálparsjóðurinn legg- ur fram fé til líknarmála á íslandi, í fyrra skiptið kom fjárframlag til hjálpar eftir gosið í Vestmanna- eyjum. Úr ntinningarsjóði Ástu Guðjónsdóttur var lögð fram upphæð til kaupa á tækinu og síð- an var safnað á meðal lions og lionessuklúbba um allt land, við Björn Guðmundsson afhenti ómskoðunartækið fyrir hönd Lionshreyfingar- innar. Hér er það móttekið af Gunnlaugi Snædal (lengst til hægri). Aðrir á myndinni eru Daníel Þórarinsson tjölumdæmisstjóri Lions og ReynirTómas Geirsson læknir. góðar undirtektir. Ómskoðunartækið gefur aukna nröguleika til stærri hóp- skoðunar kvenna í leit að eggjastokkakrabbameini og bætir það úr brýnni þörf að sögn lækna. Hópur manna var viðstaddur athöfnina á Landspítalanum þeirra á meðal Daníel Þórarins- son fjölumdæmisstjóri Lions sern mælti nokkur orð og greindi frá forsögu söfnunarinnar og til- gangi. Sem fyrr segir var það Björn Guðmundsson sem afhenti gjöfina en Gunnlaugur Snædal og Reynir Tómas Geirsson báðir læknar á Kvennadeild Landspít- alans þökkuðu fyrir þeirra hönd. Þakkir til aðstandenda Ástu Guðjónsdóttur og Lionshreyfing- arinnar komu fram í máli fleiri þeirra á meðal Almars Gríms- sonar formanns Krabbameins- félags íslands. Minningabók um listakonuna Betu Geirs væntanleg í haust „ Um miðja nótt svo milt og rótt fer mánans Ijós um gluggann hljóit og signir hverja sofna brá en silfurþræði vefur á hvern beð, sem lífið blunda má. “ Þetta litla Ijóð er eftir alþýðu- listakonuna Betu Geirs, eða Elísabetu Geirmundsdóttur, sem margir eldri Akureyringar kann- ast við. Beta Geirs var eitt af náttúrubörnum íslenskrar lista- sögu, nánast ómenntuð í list- sköpun náði hún undraverðum árangri á öllum þeim listasviðum, sem hún lagði stund á. Og hún var ótrúlega fjölhæf. Hún málaði bæði með svartkrít og olíulitum. Hún skar út í tré og mótaði í gifs. Og hún samdi lög og orti ljóð. Nú eru 30 ár síðan þessi fjölhæfa listakona lést og smám saman hefur minning hennar fölnað og máðst úr hugum samferðamanna hennar. Nú í haust mun koma út lista- verkabók um Betu Geirs, en að útgáfu bókarinnar stand félags- konur í Delta Kappa Gamma, Akureyrardeild, ásamt börnum Betu og eftirlifandi maka hennar. Bók þessi verður prýdd fjölda lit- mynda af listaverkum listakon- unnar, einnig verða þar ljóð eftir hana og lög þau sem varðveist hafa, nótusett af Birgi Helgasyni, söngkennara. Fremst í bókinni verður birtur nafnalisti þeirra, sem gerast áskrifendur, og áskriftarverð verður mun lægra en búðarverð. Þeir sem kynnu að vilja gerast áskrifendur að bókinni geta skráð nöfn og heimilisföng hjá eftirtöldum aðilum: Norðurmynd Ijósmyndastofu, Glerárgötu 20, Ásgrímur Ágústsson, vinnusími 22807, heimasími 22383, Bóka- búð Jónasar, sími 22685, Iðunni Ágústsdóttur, Gránufélagsgötu 31, Ak., sími 21150, Jennýju Karlsdóttur, Vanabyggð 2a, sími 25869, Guðnýju M. Magnúsdótt- ur. Hamarstíg 41, sími 23407, Hönnu Salómonsdóttur, Hrafna- gilsskóla, sími 31230, fyrir 10. september n.k. Frá Strætisvögnum Akureyrar Mánudaginn 4. september hefst vetrar- áætlun S.V.A. Ekiö verður samkvæmt leiðabók sem liggur frammi í vögnum S.V.A. og biðskýli við Ráðhús- torg. Nánari uppl. í símum 24020 og 24929. Forstöðumaður. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vin- arhug við andlát og útför sonar okkar og bróður, JÓHANNS ARNLJÓTAR VÍGLUNDSSONAR. Hermína Marinósdóttir, Víglundur Arnljótsson og systkini hins látna. Fimmtudagur 31. ágúst 1989 - DAGUR - 9 dagskrá fjölmiðla Sjónvarpið Fimmtudagur 31. ágúst 17.50 Hanna vill ekki flytja. (Da Hanna ikke ville flytte.) Norsk barnamynd um 5 ára telpu. 18.20 Unglingarnir i hverfinu. (Degrassi Junior High.) 18.45 Táknmálsfréttir. 18.55 Hver á ad ráda? (Who's the Boss?) 19.20 Ambátt. (Escrava Isaura.) 19.50 Tommi og Jenni. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Gönguleiðir. Þáttaröð um þekktar og óþekktar göngu- leiðir. Mývatn. Leiðsögumaður Ásdís Illugadóttir. 20.55 Matlock. 21.40 Heimsstyrjöald í aðsigi. (Countdown to War.) Ný bresk sjónvarpsmynd sem sýnir hvað raunverulega gerðist dagana fyrir upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar. Aðalhlutverk Ian McKellen, Michael Aldridge og Tony Britton. Ath. þessi mynd er sýnd samtimis i breska sjónvarpinu, í tilefni þess að nú eru liðin 50 ár frá upphafi seinni heims- styrjaldarinnar. 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok. 23.10 íþróttasyrpa. Stiklað á stóru í heimi íþróttanna hérlend- is og erlendis. 23.30 Dagskrárlok. Stöð 2 Fimmtudagur 31. ágúst 16.45 Santa Barbara. 17.30 Meö Beggu frænku. Endurtekinn þáttur frá siðastliðnum laugardegi. 19.00 Myndrokk. 19.19 19.19. 20.00 Brakúla greifi. (Count Duckula.) 20.30 Þad kemur í ljós. 21.10 Nánar auglýst síðar. 21.40 Agatha.# Mögnuð spennumynd sem greinir frá timabili í lífi spennusagnahöfundarins, Agöthu Christie. Agatha hefur getið sér gott orð fyrir nýja skáldsögu en einkalíf hennar er að fara í hundana. Dag nokkurn hverfur Agatha og þrátt fyrir mikla leit finnst hún ekki. En Agatha mun snúa aftur, hún dvelur á virðulegu hressingar- heimili og þar semur hún þá mögnuðustu leikfléttu sem nokkurn tímann hefur birst eftir hana á prenti. Framleiðendur mynd- arinnar vilja að gefnu tilefni takak það fram að myndin styðst á engan hátt vð raunverulega atburði í lífi skáldkonunnar. Aðalhlutverk: Dustin Hoffman, Vanessa Redgrave, Timothy Dalton og Helen Morse. 23.15 Jassþáttur. 23.40 Öskubuskufrí. (Cinderella Liberty.) Titill þessarar gamansömu myndar er rakinn til landgönguleyfis sjómanna sem rennur út á miðnætti. í einu slíku leyfi kynnist sjómaðurinn, John Baggs, laus- lætisdrós og barstúlku sem hann verður ástfanginn af upp fyrir haus. Aðalhlutverk: James Caan, Marsha Mason, Kirk Calloway og Eli Wallach. 01.30 Dagskrárlok. Rás 1 Fimmtudagur 31. ágúst 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Randveri Þorlákssyni. Fréttir á ensku að loknu fréttayfirliti kl. 7.30. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Ólafur Oddsson talar um daglegt mál laust fyrir kl. 8.00. 9.00 Fréttir • Tilkynningar. 9.03 Litli barnatíminn: „Júlíus Blom veit sínu viti" eftir Bo Carpelan. Gunnar Stefánsson les þýðingu sína (3). 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Landpósturinn. Umsjón: Einar Kristjánsson. 10.00 Fréttir • Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 12.00 Fréttayfirlit • Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir Tilkynningar Tónlist. 13.05 í dagsins önn - Alanon. 13.35 Miðdegissagan: „Ein á ferð og með öðrum" eftir Mörthu Gellhorn. Sigrún Björnsdóttir les (7). 14.00 Fréttir • Tilkynningar 14.05 Miðdegislögun. - Snorri Guðvarðarson. (Frá Akureyri). 15.00 Fréttir. 15.03 Það er drjúgt sem drýpur. Vatnið í íslenskum bókmenntum. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi - Haydn og Bett- hoven. 18.00 Fréttir. 18.03 Að utan. 18.10 Á vettvangi. Tónlist • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Tilkynningar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.32 Daglegt mál. 19.37 Kviksjá. 20.00 Litli barnatiminn. 20.15 Tónlistarkvöld Útvarpsins. 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veöurfregnir • Orð kvöldsins Dagskrá morgundagsins. 22.30 Morrison & Morrison. Sögusagnir um dauða poppstjörnu. 23.10 Gestaspjall - Frá því þegar (lang)amma var ung. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Fimmtudagur 31. ágúst 7.03 Morgunútvarpið: Vaknið til lífsins!. Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 9.03 Morgunsyrpa. Eva Ásrún Albertsdóttir. Neytendahorn kl. 10.05. Afmæliskveðjur kl. 10.30, Þarfaþing með Jóhönnu Harðardóttur kl. 11.03. Gluggað í heimsblöðin kl. 11.55. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Milli mála. Magnús Einarsson á útkikki og leikur nýju lögin. Hagyrðingur dagsins rétt fyrir þrjú og Veiðihornið rétt fyrir fjögur 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. Stefán Jón Hafstein, Sigurður Þór Salvars- son, Lisa Pálsdóttir og Sigurður G. Tóm- asson. Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. Stórmál dagsins á sjötta timanum. Meinhornið. 18.03 Þjóðarsálin, þjóðfundur i beinni útsendingu, sími 91-38500. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Áfram ísland. Dægurlög með íslenskum flytjendum. 20.30 Útvarp unga folksins. Við hljóðnemann eru Sigrún Sigurðar- dóttir og Odný Eir Ævarsdóttir. 22.07 Sperrið eyrun. - Anna Björk Birgisdóttir leikur þunga- rokk á ellefta tímanum. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 1.00 „Blítt og létt..." 2.00 Fréttir. 2.05 Eric Clapton og tónlist hans. 3.00 Næturnótur. 4.00 Fréttir. 4.05 Glefsur. 4.30 Veðurfregnir. 4.40 Á vettvangi. 5.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 5.01 Áfram ísland. 6.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 6.01 Blítt og létt..." Ríkisútvarpið á Akureyri Fimmtudagur 31. ágúst 8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Bylgjan Fimmtudagur 31. ágúst 07.00 Páll Þorsteinsson. Palli fer á fætur við fyrsta hanagal. Glugg- að í blöðin og þægileg tónlist á leið til vinnu. 10.00 Valdis Gunnarsdóttir. Frísk stelpa mætt með allar bestu ballöð- ur seinni ára á vaktina. Síminn hjá Valdísi 611111. 14.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson. Besti tónlistarkokkteill sem völ er á. Óskalagasiminn er 611111. 17.00 Hallgrímur Thorsteinsson - Reykja- vik siðdegis. Fréttir og fréttaterícfd málefni. lt Þetta er þáttur hlustéhda sem geta haft samband og komið sinum málefnum til skila í gegnum símann 611111. 19.00 Snjólfur Teitsson. Rétta tónlistin yfir kvöldmatnum. 20.00 Listapopp. íslenski listinn milli 20 og 22 og svo breski, bandaríski og evrópski listinn milli 22 og 24. Umsjónarmenn: Pétur Steinn, Gunnlaug- ur Helgason og Bjarni Haukur Þórsson. 24.00 Næturvakt Bylgjunnar. Fréttir kl. 8, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17 og 18. Hljóðbylgjan Fimmtudagur 31. ágúst 17.00-19.00 M.a. viðtöl um málefni líðandi stundar. Stjórnandi Pálmi Guðmundsson. Fréttir kl. 18.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.