Dagur - 15.12.1989, Blaðsíða 14

Dagur - 15.12.1989, Blaðsíða 14
14 — DAGUR — Föstudagur 15. desember 1989 ^--------/---------------------- I stormi (g stórsjó - með gaddiredinn jwrskinn íhöndumnn - spjallað við Gísla Einarsson fyrrverandi bátsmann Gísll Einarsson, fyrrverandi bátsmaður á togurum Útgerðarfélags Akureyringa, á að baki 40 ára sjómannsferil. Hann kynntist sjónum fyrst um borð í Gulltoppi, togara af þeirri gerð sem algeng var á síðari hluta millistríðsáranna, síðan bátasjómennsku, nýsköpunartogurum og skuttogimun. Gísli kom til Akureyrar á fyrsta togara Útgerðarfélags Akureyringa, Kaldbak „Ég er fæddur í Reykjavík, Vest- urbæingur. Faðir minn, Einar Magnússon, var skipstjóri á tog- aranum Fieldmarshall Robert- son sem gerður var út frá Hafn- arfirði. Hann fórst í Halaveðrinu árið 1925, 36 ára að aldri. Við erum fjögur, systkinin. Mamma átti tvíbura tveimur mánuðum eftir að pabbi dó, en ég átti einn bróður fyrir. Bróðir minn, Magnús Einarsson skipstjóri á Heklu, var eldri en ég, hann lést fyrir nokkr- um árum. Hinn bróðir minn er Einar, vélstjóri hjá Eimskipafé- lagi íslands. Við bræðurnir eig- um eina systur, Karen, hún er ekkja og býr í Reykjavík. EA 1. Byijaði 1939 á Gulltoppi í Vesturbænum bjó ég alla tíð þar til ég flutti norður til Akur- eyrar. Ég fór á sjó fimmtán ára gamall, aðstoðarmaður eða hjálparkokkur á Gulltoppi, togara sem Kveldúlfur gerði út frá Reykjavík. Halldór Gíslason, sá landskunni aflamaður og skipstjóri, var þá með Gulltopp. Það var erfitt og eftirsótt að komast á togara á þessum tíma. Ég komst ekki á dekkið strax, byrjaði á vertíð í apríl en var á síld um sumarið. Ég var á Gull- toppi með Halldóri alveg þangað til togarinn var seldur. “ - Þú hefur byrjað til sjós á stríðsárunum. „Já, það var árið 1939 sem ég fór á Gulltopp og sigldi talsvert á síðustu stríðsárunum. Ég fékk ekki að sigla fyrstu árin fyrir móður minni, en bróðir hennar talaði við hana fyrir mig og eftir það setti hún sig ekki á móti þessu. Maður varð var við ýmislegt tengt ófriðnum á stríðsárunum en leiddi hugann ekki mikið að þeim hlutum. Einu sinni sigldum við fram á flugvélarflak í Maríu- firðinum í Skotlandi. Við áttum að fara inn í botn fjarðarins sam- kvæmt ákveðinni siglingaleið. Skipstjórinn í þessari ferð, Kaldbakur EA 1 kemur til Akureyrar. Fjöldi fólks fagnaði þessum fyrsta nýsköpunartogara Akureyringa, en ekki er víst hvort allir hafa áttað sig á hversu risavaxið skref var hér stigið til farsældar og framfara, með stofnun Útgerðarfélags Akureyringa hf. Mynd í eigu ú.a. Magnús Runólfsson, fékk ákveð- ið kort hjá bresku yfirvöldunum um hvaða leið hann átti að fara, en hann fór ekkert eftir kortinu heldur sigldi beina línu. Við komum að flakinu og sáum að enginn var með lífsmarki þar, og héldum áfram án þess að látið væri vita. Ég held að karlinn hafi fengið skammir fyrir þetta seinna því flugvélar voru á sveimi yfir okkur. “ 33 skipbrotsmönnum bjargað - Komust þið í beina hættu á Gulltoppi á þessum tíma? „Ekki verulega, held ég. Við sáum stundum björgunarbáta og keyrðum að þeim, en þeir voru alltaf tómir, aðallega af fær- eyskum skipum. Einu sinni kom þýsk flugvél aftan að okkur, und- an sól. Hún gerði okkur ekki neitt. En við björguðum einu sinni 33 skipverjum af fraktskipi. Þá vorum við að veiðum djúpt út af Reykjanesi. Stýrimaðurinn leysti skipstjórann af í mat um hádeg- ið, og þá sá hann í kíki segl úti við sjóndeildarhringinn. Þeir voru 33 í einum báti, kaldir og hraktir og svo illa farnir að við urðum að styðja marga upp úr bátnum. Taka varð fætur af ein- hverjum þeirra vegna kals, og með þessa skipbrotsmenn var keyrt beina leið til Reykjavíkur. “ - Hvernig fannst þér að sigla á stríðsárunum? „Maður vissi lítið af þessu, þá var ég ungur og leiddi ekki hug- ann að hættunum. Siglingunum var skipt á milli áhafnarinnar, þær voru það vel borgaðar. Sigl- ingu fékk maður þriðja hvern túr, og þær þóttu mjög eftirsókn- arverðar. En svo var Gulltoppur seldur í stríðslok. Gísli Jónsson alþingis- maður keypti togarann og þá var hann skýrður Forseti. Magnús Runólfsson 1. stýrimaður tók við sem skipstjóri og ég hélt áfram með honum. Ég var þarna um tíma, en fór svo yfir á Hilmi RE. Þá var Halldór Gíslason búinn að kaupa skipið af Jóni Sigurðssyni, og lét skíra það Kópanes. Á Kópa- nesi var ég alveg þangað til ég fór ásamt Sæmundi Auðunssyni að sækja Kaldbak, í apríl 1947.“ Sæmundur Auðunsson skipstjóri - Hvernig kynntist þú Sæmundi Auðunssyni? „ Sæmundi kynntist ég í gegn- um bræður hans. Hann var með okkur einn eða tvo túra á Gull- toppi þegar hann var í Stýri- mannaskólanum. Ég kunni ákaf- lega vel við Sæmund, hann var mikill aflamaður og ákafléga veðurglöggur. Sæmundur var vinsæll skipstjóri, hafði strangan aga á öllu en var samt miiciíi félagi mannanna. Hann var ekki með neina yfirborðsmennsku. Ég hef verið heppinn með skipstjóra og lent með góðum mönnum eins og Vilhelm Þor- steinssyni og Halldóri Hallgríms- syni. En mér finnst ekki á neinn hallað þó ég segi að Sæmundur Auðunsson sé mér ákaflega minnisstæður. Hans er líka minnst sem fyrsta skipstjóra Útgerðarfélags Akureyringa. Sæmundur var búinn að vera 1. stýrimaður á Verði áður en hann var ráðinn á Kaldbak, hann var líka búinn að vera með Júpíter og var alls staðar vel liðinn. Það var ómetanlegt að hann skyldi ráðast til Útgerðarfélagsins á þessum fyrstu bernskuárum þess. Halaveðrið 1925 Halaveðrið 1925 var íslensku þjóðinni mikil blóðtaka. Aðfaranótt laugardagsins 7. febrúar 1925 gerðist vindur hvass af suðaustri við Suður- og Vesturland. Um hádegi var kominn svartabylur og versta veður, en það gekk niður og lægði aðfaranótt sunnudags- ins. Um hádegisbil þann dag versnaði veðrið aftur, og skall á svip- stundu á ofsaveður og glórulaus stórhríð úr norðri. í Reykjavík mældust átta til tíu vindstig, bryggjur og skip urðu fyrir miklum skemmdum. Fólk varð úti víða um land. Veðrið lægði ekki fyrr en um nóttina. Þá fóru smám saman að berast uggvænlegar fréttir af bátum og skipum sem verið höfðu á sjó. 16 íslenskir togarar voru á Halamiðunmn, og óttuðust menn að veðrið hefði verið óskaplegt þar. Togaranir tíndust einn og einn inn til hafna á Vestfjörðum, illa útleiknir og sumir hætt komnir. Ekkert spurðist til tveggja togara; Leifs heppna og Fieldmarsh- all Robertsons, en auk þeirra var mótorbátsins Sólveigar saknað. Vonuðu menn að togararnir lægju inni á einhverjum firði, en leit bar engan árangur. Engin neyðarskeyti heyrðust frá þeim og er ekkert vitað um afdrif þeirra annað en að þeir fórust með allri áhöfn. Fimmtán togarar lögðu af stað frá Reykjavík til leitar 14. febrú- ar, auk þess tóku fjórir togarar sem verið höfðu að veiðum á Sel- vogsbanka þátt í leitinni. Hún bar engan árangur, 68 íslendingar og 6 Englendingar fórust í veðrinu, þar af 35 með Fieldmarshall Robertson. Einar Magnússon, faðir Gísla Einarssonar, var skip- stjóri á honum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.