Dagur - 25.01.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 25.01.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 25. janúar 1990 fréttir Ahrif virðisaukaskattsins hækka rekstrarkostnað díselbifreiða annarra en vöruflutningabifreiða - gasolía til bifreiða hækkaði í verði en bensínið lækkaði Gasolía frá söludælum olíu- félaganna hækkaði um ára- mótin vegna virðisaukaskatts- ins. Flutningabifreiðastjórar fá VSK-hækkunina á eldsneytinu endurgreidda á tveggja mán- aða fresti en leigubifreiðastjór- ar ekki, þar sem þeir síðar- nefndu innheimta ekki VSK af sinni þjónustu. Virðisaukaskatturinn nær til gasolíu sem áður var undanþegin söluskatti. Þó leggst VSK ekki á gasolíu til húshitunar frekar en aðra orku til kyndingar mann- virkja. Hákon Aðalsteinsson, umboðsmaður OLÍS á Akureyri, segir að gasolía hafi hækkað óháð VSK úr kr. 14,90 í kr. 15,66 um áramótin, en eftir að búið er að leggja skattinn á kostar hver lítri kr. 19,50 til véla og bíla, en frá söludælum bensínstöðva kost- ar lítrinn kr. 22,50. Útgerðir skipa og eigendur vöruflutningabifreiða kaupa gas- olíu með VSK en fá endurgreitt við framvísun reikninga á tveggja mánaða fresti hjá viðkomandi bæj arfógetaembættum. Leigubifreiðastjórar hafa af því nokkrar áhyggjur að virðis- aukaskatturinn auki rekstrarút- gjöld þeirra bifreiða sem búnar eru díselhreyfli. Samkvæmt upp- lýsingum frá BSO verður þunga- skatturinn af dísel-leigubifreið- um 113 þúsund krónur fyrir árið í ár, en af díselbifreiðum til einka- nota greiðist lægri upphæð, 87 þúsund krónur. Vilji menn held- ur nota akstursmæli greiðast kr. 4,67 pr. ekinn kílómeter. Eigandi einkabifreiðar með díselhreyfli verður því að aka meira en 18.629 kílómetra á ári til að það borgi sig að greiða þungaskatt, frekar en að velja þann kost að greiða eftir mælisálestri. Til samanburðar kostar hver lítri af 98 okt. bensíni kr. 53,60. Áður kostaði lítrinn kr. 54,10 en verðlækkun varð um áramótin sem stafar af því að VSK var tek- in upp á bensíni í stað söluskatts, sem var hærri. „Fyrir einkaaðila og þá sem ekki fá endurgreitt er hér um mikla hækkun að ræða, ekki síst miðað við bensínið sem lækkaði aðeins í verði á sama tíma,“ segir Hákon Aðalsteins- son. EHB Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar í vor: Kosið verður 26. maí og hugsanlega einnig 9. júní - framboðsfrestur rennur út flórum vikum fyrir kjördag Kosið verður til bæjar- og sveitarstjórna laugardaginn 26. maí nk. Reyndar er hugsanlegt að kjördagar verði tveir, sá seinni 9. júní. Frestur til að skila framboðum til viðkom- andi kjörstjórnar rennur út fjórum vikum fyrir kjördag, 26. apríl. Reglur um kjör til sveitar- stjórna byggja á lögum nr. 8 frá 1986 og nr. 14 frá 1987. Dalvík: Umiið við nýtt deiliskipulag fyrir svæði sunnan Brinmesár Finnur Birgisson, arkitekt, vinnur nú að tillögu að deili- skipulagi á nýju íbúðarhverfi sunnan Brimnesár á Dalvík. Hann hefur þegar unnið eina tillögu sem gerir ráð fyrir ein- Yelkomin í íþróttahöllina Komið og spáið Vélsleðasýning - Y élsleðamarkaður Sýning á vélsleðum, útbúnaði og útilífsvör- um í IþróttahöIIinni á Akureyri 27. og 28. janúar nk. kl. 13-18 Iaugardag og kl. 11-16 sunnudag Sjáið allar ’90 árgerðirnar af: Arctic Cat, Polaris, Ski-doo og Yamaha. Komið og ræðið við umboðsmenn og sölumenn. Fáið verðlista. Úrval af notuðum sleðum og hjólum til sýnis og sölu á úti- svæði. Komið með gamla sleðan á útimarkaðinn strax á föstudag og reynið að skipta í nýrri eða selja. Aftanísleðar, vélsleðaícerrur, kuldafatnaður, kuldaskór. Hjálmar og alls konar aukabúnaður til sýnis og sölu. Bílasímar, lórantæki, varahlutir, olíur, áttavitar. Arshátíð LIV verður haldin í Sjallanum kl. 19.30 á laugar- dagskvöld. Borðhald - skemmtiatriði - dans - aðeins kr. 2.500. Ællir velkomnir. Félagar í LÍV og allt áhugafólk um útilíf er hvatt til að fjölmenna. Hringið og látið skrá ykkur á árshátíð- ina í símum: 96-21509, 96-21715, 96-21825. Líy býlis- og raðhúsum á svæðinu og er nú að hefja vinnu við aðra tillögu sem gerir ráð fyrir einbýlis-, rað- og fjölbýlishús- um. Umrætt svæði er um fjórir hektarar og er milli Brimnesár og vegar upp í Böggvisstaðafjall. Fyrir liggur aðalskipulag sem gerir ráð fyrir íbúðabyggð á þessu svæði en næsta skref er frekari útfærsla á því í formi deili- skipulags. Helsta byggingasvæði undan- farin ár á Dalvfk er austan við umrætt svæði og vestan Böggv- isbrautar. Kosningadagur er ákveðinn síðasti laugardagur fyrir hvíta- sunnu sem í ár er 26. maí. Hugs- anlegt er að kjördagar verði tveir, sá seinni annar laugardagur í júní. í lögum segir: „Heimilt er að ósk sveitarstjórna að fresta kosningum í sveitarfélögum þar sem færri en 3/4 hlutar íbúanna eru búsettir í kauptúni til annars laugardags í júní.“ Að sögn Þórhildar Líndal hjá Félagsmálaráðuneytinu ber við- komandi sveitarstjórn að snúa sér til ráðuneytisins fyrir 1. apríl með ósk um að kosið verði annan laugardag í júní. í síðustu sveit- arstjórnarkosningum árið 1986 voru tveir kjördagar, 31. maí og 14. júní. Frestur til að skila framboðum til kjörstjórna rennur út fjórum vikum fyrir kjördag. Framboðum skal skilað skriflega. í lögum segir að í hreppum með fleiri en 300 íbúa skuli fara frarn hlutbundnar kosningar en í öðrum sveitarfélögum skuli þær vera óhlutbundnar, m.ö.o. allir í kjöri. Á þessu eru þó ýmsar undantekningar, m.a. sú að hlut- bundin kosning fari fram ef í það minnsta 20 kjósendur eða /w hluti kjósenda krefjast þess óþh bréfi til oddvita kjörstjórna. óþh Siglufjörður: Bæjarmála- punktar ■ íþróttabandalag Siglufjarð- ar hefur mcð bréfi til bæjar- ráðs, tilkynnt að stjórn IBS hafi ákveðið að ganga að til- boði bæjarráðs, að rekstr- arfé ársins 1990 verði kr. 3.850.000.-. þó með vissum fyrirvara, sem nánari grein er gerð fyrir í drögum að „verk- samningi" sem bréfi ÍBS fylgdi. Bæjarráð fól bæjar- stjóra að taka upp viðræður við stjórnarmenn IBS um til- teknar breytingar á samnings- drögum ÍBS. ■ Bæjarráði hefur borist bréf frá norrænafélaginu í Suður- Slesvík í Danmqrku, þar sem boðið er á vinabæjamót í Húsby dagana 5.-9. júlí 1990. Bæjarráð hefur samþykkt að taka þátt í þessu vinabæjamóti en mun síðar tilkynna hverjir verði fulltrúar kaupstaðarins. ■ Kvöldskólanefnd hefur ráð- ið Skarphéðinn Guðmunds- son kennara, umsjónarmann Kvöld-skólans. ■ Kvöldskólanefnd heíur ákveðið, miðað við fjölda umsækjenda (nemenda) í Kvöldskólann, vcrði hægt aö kcnna tveimur hópum ensku og cinum íslensku. Þar sem þátttaka var ekki næg í aðrar greinar. verður ekki kennt í þeim að sinni en áfram vérður haldið með þá hópa sem voru fyrir áramót. É Bæjarstjórn bar upp og samþykkti samhljóða fyrir skömmu eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórn Siglufjarðar skorar á ríkisstjórnina aö beita sér fyrir að lagaheimild fáist til handa fjármálaráðherra til að undanþiggja sveitarfélög virð- isaukaskatti af snjómokstri.“ ■ Bæjarráð hefur í framhaldi af erindi frá Leikfélagi Siglu- fjarðar um fjárstuðning, sam- þykkt að styrkur Leikfélags Siglufjarðar skuli vcra óbreyttur frá því sem tilgreint er á fjárhagsáætlun 1989. þ.e. kr. 206.000.-. -í skák F Alþjóðleg skákstig: Sjö norðlenskir skákmenn á flsta Kasparov er langefstur á alþjóðlega skákstigalistanum með 2800 stig. Tölulega séð, en kannski ekki tölfræðilega, hefur hann því slegið met Fischers. Helgi Ólafsson er efstur íslendinga með 2575 stig, Margeir Pétursson kemur næstur með 2555 stig en Jóhann Hjartarson hefur hrapað niður í 2505 stig. Sjö norðlenskir skákmenn eru á þessum alþjóðlega lista, sex frá Skákfélagi Ákureyrar og einn frá Taflfélagi Sauðárkróks. Efstur er Jón Garðar Viðarsson með 2290 stig en annars er röðin þessi: Tómas Hermannsson 2260, Áskell Örn Kárason 2250, Arnar son 2215 og Bragi Halldórsson, Þorsteinsson 2245, Rúnar Sigur- Taflfélagi Sauðárkróks, einnig pálsson 2220, Ólafur Kristjáns- með 2215 stig. SS Skákfélag Akureyrar: Gylfi sigraði í hraðskáJdnni Þór Valtýsson sigraði á 10 mínútna móti hjá Skákfélagi Akureyrar nýverið en Gylfi Þórhallsson bar hins vegar sig- ur úr býtum í hraðskákmóti Skákfélag Akureyrar: 15 mínútna mót Skákfélag Akureyrar heldur 15 mínútna mót í félagsheimili sínu við Þingvallastræti næst- komandi föstudagskvöld, 26. janúar. Mótið hefst væntan- lega kl. 20. Uppskeruhátíð Skákfélagsins fór fram á dögunum og tókst vel. Þar voru afhent verðlaun fyrir efstu sæti á mótum félagsins síð- astliðið hálft ár. SS sem var sögulegt fyrir þær sak- ir hvað það var hnífjafnt og spennandi. Gylfi og Þór urðu efstir en Gylfir sigrað í bráða- bana. Aðeins /2 vinningur skildi að efsta mann og þann sem lenti í fimmta sæti. Úrslitin réðustu í síðustu skákinni. Gylfi og Þór fengu 15/2 vinning af 20 mögu- legum en í 3.-5. sæti urðu þeir Jón Björgvinsson, Sigurjón Sig- urbjörnsson og Þórleifur Karls- son með 15 vinninga. Jón og Sig- urjón voru efstir fyrir síðustu skákirnar. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.