Dagur - 04.05.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 04.05.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 4. maí 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, S(MI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR. LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÚFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA ROGNVALDSDÚTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 KEA rekið með halla annað árið í röð Kaupfélag Eyfirðinga var rekið með rúmlega 177 milljóna króna halla á síðasta ári. Það er nokkru minni halli en árið 1988 er KEA tapaði um 235 millj- ónum króna en það segir sig sjálft að taprekstur hjá félaginu annað árið í röð er mjög alvarlegur hlutur. Það var á haustmánuðum 1987 sem halla tók undan fæti í rekstri Kaupfélags Eyfirðinga, eins og flestra annarra fyrirtækja hér á landi. Um það leyti tók fiskverð á erlendum mörkuðum að lækka og hélt því áfram allt árið 1988. Versnandi afkoma fisk- vinnslunnar olli miklum samdrætti í þjóðarbú- skapnum og þar með minnkandi kaupgetu almenn- ings. Þessa samdráttar gætti á öllum sviðum atvinnulífsins; í sjávarútvegi, landbúnaðarfram- leiðslu, verslun og iðnaði en það voru einna helst þjónustugreinarnar sem héldu nokkurn veginn í horfinu. Þegar við bættist að vextir og annar fjár- magnskostnaður hafa aldrei verið hærri í íslands- sögunni en á þessu samdráttartímabili, gat útkom- an ekki orðið önnur en alvarlegir rekstrarörðugleik- ar. Þessa sögu þekkja flestir og e.t.v. óþarfi að tíunda hana frekar. Þó má bæta því við að atvinnu- rekstur á landsbyggðinni hefur á síðustu árum átt erfiðara uppdráttar en annar atvinnurekstur. Kaup- félögin hafa af þeim sökum átt mjög undir högg að sækja, enda stunda þau flest atvinnurekstur á öll- um þeim sviðum sefn hafa átt í hvað mestum erfið- leikum á undanförnum árum. í öllu þessu er skýringarnar á verulegum tap- rekstri Kaupfélags Eyfirðinga undanfarin tvö ár að finna. Þótt gripið hafi verið til ýmissa ráðstafana til að draga úr kostnaði og mæta minnkandi tekjum, hafa þær enn sem komið er ekki skilað tilætluðum árangri. Slíkar aðhalds- og hagræðingaraðgerðir eru ávallt erfiðar og geta skapað sársauka og óánægju, sér í lagi þegar segja verður upp starfsfólki. Hjá þeim verður þó ekki komist þegar harðnar svo mjög í ári rekstrarlega séð. Kaupfélag Eyfirðinga lifir ekki á tapi, fremur en önnur fyrirtæki. Það er á engan hallað þótt fullyrt sé að Kaupfélag Eyfirðinga sé hornsteinn eyfirsks atvinnulífs. Tæp- lega 11 milljarða króna heildarvelta félagsins á síð- asta ári segir sína sögu um það. Kaupfélag Eyfirð- inga er þrátt fyrir tveggja ára samfelldan taprekst- ur eitt traustasta fyrirtæki landsins. Eiginfjárstaða þess hefur auðvitað versnað við tapreksturinn en er engu að síður um 33% sem verður að teljast vel við- unandi. Ljóst er að félagsmenn í Kaupfélagi Eyfirð- inga verða að standa þétt saman um félagið á kom- andi árum. Einungis með samstilltu átaki allra vel- unnara kaupfélagsins verður hægt að snúa vörn í sókn. Einungis þannig verður hægt að tryggja að Kaupfélag Eyfirðinga verði áfram það sterka afl í þessari byggð sem það hefur verið frá upphafi, byggðarlaginu og íbúum þess til hagsbóta. BB. kvikmyndarýni Meg Ryan og Billy Crystal. Þegar Harry hitti Sally er hnyttin bíómynd um áleitna spurningu er snertir samskipti kynja. Vinir en ekki elskendur Iiorgarhíó sýnir: l'egar Harry liilti Sally (Wlien Harry Mel Sally). I.eikstjóri: Rob Reiner. Aðalhlutverk: Billy Crystal og Meg Ryan. Castle Rock Gntcrtainment 1989. Þegar Harry hitti Sally er óvenju- leg bíómynd um nokkuð óvenju- lega lífsreynslu tveggja einstakl- inga; helsta og raunar eina stef hcnnar er þó alls ekkcrt óvcnju- legt, það er þvert á móti sígilt: Gcta einstaklingar af gagnstæðu kyni verið vinir og ekkert um- fram það? Leikstjórinn Rob Reiner segir okkur sögu tveggja einstaklinga, Billy Crystal’s og Meg Ryan. Fundum þeirra ber saman fyrir tilviljun. Þau verða samferða til New York þar seni leiðir þeirra skilja að nýju. Hvorugu geðjast aö hinu. Fimm árum síðar hittast þau enn á ný og nú á flugvelli. Samvist þeirra verður enn skemniri en í fyrra skiptið, hins vegar vex vanþóknun þeirra hvort á öðru í öfugu hlutfalli við samverustundirnar. Enn líða fimm ár á milli þess að þau rekast hvort á annað. Crystal er þá að skilja við konu sína (eða öllu heldur hún við hann) og Ryan er í sárum eftir misheppnað ástar- samband. Og einhvern veginn fer það svo að þau byrja að þróa með sér vináttusamband þar sem öllu kynlífi cr úthýst. I upphafi myndar hefur Crystal lýst því yfir að vinátta milli karls og konu sé óhugsandi, hinn undirliggjandi kynlífsþáttur hljóti alltaf að skemma fyrir. Crystal gerir ráð fyrir því að karlinn (ekki konan) hljóti ávallt að girnast konu náunga síns - og annað kvenfólk - og jafnvel þó löngunin fari aldrei neitt út úr tilfinningabúri karlsins þá sé skaðinn skeður. Eg ætla ekki að ljóstra neinu upp um svar kvikmyndarinnar við hinni brennandi spurningu um vinfengi kynjanna; það er aö segja hvernig fara muni á með þeim Harry og Sally. En kvik- myndin er raunsæ og tekur undir hina gönilu íslensku speki sem segir: Böl er Inískapur basl er hjúskapur aumt er einlífið að öllu er nokkuð. Það færi betur að menn minrit- ust þessara orða þó ekki væri nema einstaka sinnum. Forsætisráðherra skipar nefnd: Á að kynna ísland á erlendum vettvangi og efla jákvæða ímynd þess Forsætisráðherra hefur skipað fimm manna nefnd til að kynna ísland á erlendum vettvangi, og efla jákvæða ímynd þess. Meginmarkmið nefndarinnar eru eftirfarandi: 1. Að kanna hvort ísland geti orðið að ímynd gæða, hreinleika og heilbrigðs umhverfis og mann- lífs. 2. Að athuga hvaða svið hér- lendis geti helst þjónað ofan- greindri ímynd hjá erlendum aðilum. Nefndin geri tillögur um hvernig þróa megi nauðsynlega aðstöðu hérlendis og af hverjum. 3. Að undirbúa 5 ára áætlun um kynningu Islands á erlendum vettvangi og samhliða framtíðar- þróun nauðsynlegrar aðstöðu innanlands. Nefndin meti á hvaða lönd beri að leggja áherslu, hverjir séu helstu mark- hóparnir, hverjir eigi að vinna verkið hér heima og erlendis og hvernig. 4. Að gera kostnaðaráætlun um verkefnið í heild einnig til 5 ára. Þá skal nefndin leggja til hvar og hvernig afla megi fjár- ntagns til verkefnisins, og athuga í þvf efni hugsanlega þátttöku erlendra aðila í framkvæmdum hér á landi. 5. Að kanna áhuga á að halda hér á landi alþjóðlegar ráðstefn- ur, svo sem: 5.1. alþjóðlegar umhverfisráð- stefnur í samráði við erlenda og innlenda sérfræðinga og stofnanir á sviði umhverfismála og/eða umhverfisverndarsinna. 5.2. alþjóðlegar heilbrigðis- ráðstefnur í samvinnu við aðila á sviði forvarna svo og ýmsa aðila heilbrigðisþjónustunnar á erlend- unt og innlendum vettvangi, hagsmunaaðila og áhugaaðila. 5.3. alþjóðlegar ferðamála- ráðstefnur í samvinnu við aðila á sviði ferðamála, bæði innanlands og utan. 5.4. alþjóðlegar sjávarútvegs- ráðstefnur og sýningar í sam- vinnu og samráði við innlenda útflutnings- og hagsmunaaðila á sviði sjávarútvegs, m.a. með það að markmiði að kynna íslenskar sjávarafurðir og tækniþekkingu tengda sjávarútvegi á erlendum vettvangi. 6. Að hrinda í framkvæmd í samráði við Útflutningsráð íslands og erlenda ráðgjafa sex mánaða tilraunaátaki í Bretlandi til kynningar á íslandi, vörum þess', þjónustu, landi og þjóð. Að því loknu verði metinn árangur og grunnur lagður að frekari kynn- ingu íslands á erlendum vett- vangi. Nefndin skal vinna í samráði við íslenska aðila, á sviði útflutn- ings, ferðamaála og þjónustu, hérlendis og erlendis svo og ráðu- neyti er málinu tengjast (forsætis- ráðuneyti, utanríkisráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, santgöngu- ráðuneyti, menntamálaráðu- neyti, umhverfisráðuneyti og sj ávarútvegsráðuneyti). Auk framangreindra megin- verkefna, kanni nefndin og setji fram tillögur um, hvernig sam- vinnu Útflutningsráðs íslands og Ferðamálaráðs Islands verði best fyrirkomið í framtíðinni. Stefnt skal að því að nefndin skili lokaskýrslu og ljúki störfum 31. desember 1990, en skili á starfstíma sínum áfanga- og yfir- litsskýrslum til forsætisráðherra eða aðstoðarmanns hans í lok hvers mánaðar. í nefndinni eiga sæti, Baldvin Jónsson, auglýsingastjóri, sem er formaður nefndarinnar, Pétur J. Eiríksson, Flugleiðum h.f., dr. Ingjaldur Hannibalsson, Útflutn- ingsráði íslands, Karl Sigur- hjartarson, Ferðamálaráði íslands og Júlíus Hafstein, Reykjavíkurborg. eins og þú vilt að aorir aki! UMFERÐAR RÁÐ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.