Dagur - 28.05.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 28.05.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Mánudagur 28. maí 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR. LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Úrslit kosrrniganna Úrslitin í bæjar- og sveitarstjórnakosningunum á laugar- daginn komu að ýmsu leyti á óvart þótt þau væru að sumu leyti „eftir bókinni". Á heildina litið má segja að tveir flokkar öðrum fremur séu sigurvegarar kosning- anna, þ.e. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Búið var að spá sjálfstæðismönnum gífurlegri fylgisaukningu víða um land og að sama skapi var því spáð að Framsókn- arflokkurinn myndi tapa verulegu fylgi eins og hinir ríkis- stjórnarflokkarnir. Þetta hafði komið skýrt fram í flestum skoðanakönnunum sem gerðar voru síðustu vikur fyrir kosningarnar. Strax og fyrstu tölur birtust á laugardags- kvöldið var ljóst að Framsóknarflokkurinn myndi halda sínu og vel það víðast hvar. Að sama skapi var ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn myndi auka fylgi sitt í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum en að róðurinn yrði þyngri á landsbyggðinni. Framsóknarflokkurinn vann glæstan varnarsigur í þessum kosningum. Hann bætti við sig nokkru fylgi þeg- ar á heildina er litið og sums staðar er hann ótvíræður sig- urvegari kosninganna. Þar ber sigur hans á Akureyri og Húsavík auðvitað hæst, en á báðum þessum stöðum fjölgaði bæjarfulltrúum Framsóknarflokksins úr tveimur í fjóra. Víða annars staðar, sérstaklega á Norður- og Austurlandi, jók flokkurinn fylgi sitt verulega og stendur nú sterkari en hann hefur gert um langt árabil. Úrslit kosninganna á Dalvík og Ólafsfirði hljóta þó að hafa orðið framsóknarmönnum mikil vonbrigði. Það er athyglisvert hversu mikill munur er á fylgi Sjálf- stæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og landsbyggðinni hins vegar. Sjálfstæðismenn juku enn fylgi sitt í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Garðabæ og Mos- fellsbæ frá síðustu kosningum og virðast standa mjög vel að vígi í þessum sveitarfélögum. Útkoma þeirra í nokkr- um sveitarfélögum á Suðurnesjum er að sama skapi góð. Annars staðar á iandinu varð fylgisaukning þeirra ekki í neinu samræmi við niðurstöður skoðanakannana, ef und- an eru skildir tveir kaupstaðir á Suðurlandi, Selfoss og Vestmannaeyjar. Sums staðar töpuðu sjálfstæðismenn einnig fylgi, eins og t.d. í Hveragerði, þar sem meirihluti þeirra féll. Þessi útkoma hlýtur að vera ráðamönnum í Sjálfstæðisflokknum umhugsunarefni. Staðreyndin er sú að núverandi stefna flokksins er landsbyggðinni einfald- lega óvelviljuð, jafnvel andsnúin. Þessi stefna á ekki hljómgrunn meðal landsbyggðarfólks og skilin eru að skerpast. Þetta mun væntanlega koma enn skýrar í ljós í alþingiskosningunum að ári. Þeir flokkar sem versta útkomu hlutu í kosningunum eru tvímælalaust Kvennalisti og Alþýðubandalag. Þessi flokkar töpuðu miklu fylgi nær alls staðar þar sem þeir buðu fram. Kvennalistinn var t.d. langt frá því að koma inn manni á Akureyri. Alþýðuflokkurinn fór einnig hall- oka víða og galt afhroð á Akureyri, eins og við mátti búast. Kosningaúrslitin eru einnig hálfgerður dauðadóm- ur yfir sameiginlegu framboði félagshyggjufólks. Þau framboð stóðu ekki undir þeim væntingum sem til þeirra voru gerðar, ef Hveragerði er undanskilið. Hið rauða ljós formanna A-flokkanna hlýtur að dofna að fengnum þess- um úrskurði kjósenda. BB. „Gott mannorð er dýr- mætara en mikill auður“ - sjötta starfsári Verkmenntaskólans á Akureyri lokið Verkmcnntaskólanum á Akur- eyri var slitið við hátíðlega athöfn í Akureyrarkirkju sl. laugardag og lauk þar með sjötta starfsári skólans. Athöfnin hófst kl. 10.00 árdeg- is með því að Jóhann Baldvins- son lék Preludíu í c-dúr eftir Jóh. Sebastian Bach á orgel. Því næst hélt Bernharð Har- aldson, skólameistari, ræðu. I máli hans kom m.a. fram að innritaðir nemendur á haust- önn voru 1.110 talsins, þar af 917 í dagskóla og 193 í öld- ungadeild. Innritaðir vorann- arnemendur voru voru lítið eitt færri í dagskóla eða 893, 178 voru í öldungadeild og þá sóttu 346 nemendur hin ýmsu nám- skeið skólans. Af dagskólanem- endum voru nærri % Akur- eyringar og 90% nemenda komu úr Norðurlandskjör- dæmi eystra. í starfsliði skól- ans á haustönn voru 122, þar af 90 kennarar, og á vorönn 109 manns, þar af 85 kennarar. Þá eru ótaldir 33 sem lögðu nám- skeiðahaldi skólans lið. Viðurkenningar fyrir námsárangur Að lokinni brautskráningu nemenda fór fram verðlauna- afhending fyrir bestan náms- árangur. Eftirtaldir hlutu viður- kenningar: Hólmfríður Þórðardóttir fékk viðurkenningu frá Hótel KEA fyrir ágætan árangur í matvæla- greinum. Hún fékk einnig viður- kenningu frá Menningarstofnun Bandaríkjanna fyrir ágætan árangur í ensku. Adam Traustason fékk viður- kenningu frá Norðurlandsdeild Tæknifræðingafélags íslands fyrir ágætan árangur á stúdentsprófi af tæknisviði. Björgvin Arnason fékk viður- kenningu frá Vélstjórafélagi íslands fyrir ágætan árangur á 3. stigi vélstjórnar. Björgvin fékk einnig viðurkenningu frá danska sendiráðinu í Reykjavík fyrir ágætan árangur í dönsku. Brynja Hauksdóttir fékk viðurkenningu frá Slippstöðinni fyrir ágætan árangur í tækni- teiknun. Sigurrós Tryggvadóttir fékk viðurkenningu frá Rotaryklúbbi Akureyrar fyrir ágætan árangur í hjúkrunarstörfum á deild. Jón Emil Pétursson fékk viðurkenningu frá VMA fyrir forystu í félagsmálum. Eyrún Magnúsdóttir og Vil- borg Guðmundsdóttir fengu viðurkenningu frá þýska sendi-- ráðinu í Reykjavík fyrir ágætan árangur í þýsku. Þá fékk Eyrún, ásamt Önnu Sot'fíu Gunnlaugs- dóttur viðurkenningu frá Máli og menningu fyrir ágætan árangur í íslensku á stúdentsprófi. Friðrik Magnússon fékk viður- kenningu frá Kaupmannafélagi Anna María Blöndal, fulltrúi 5 ára ••• og færði Verkmenntaskólanum einnig gjöf frá 5 ára stúdentum. Hér sést stúdenta, flutti fyrstu „júbílanta- cr Bernharð Haraldsson, skólameistari, veitir gjöfinni viðtöku. ræðuna“ ■ sögu Verkmenntaskól- ans... Að morgni kosningadags en hugurinn þó væntanlcga bundinn við allt annað en pólitík— „Að baki eru æsku- og unglingsár, framundan er líf hins fullþroska manns,“ sagði skólameistari m.a. í ræðu sinni. Það eru orð að sönnu. Mynd: kl

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.