Dagur - 17.11.1990, Blaðsíða 12

Dagur - 17.11.1990, Blaðsíða 12
er - flUOAQ - oeer I9dm9vön .Tl luoBbiGOUBJ 12 - DAGUR - Laugardagur 17. nóvember 1990 TILGANGUR OG EÐU YOGA Hversu margir skyldu hafa velt fyrir sér á skólaferli sínum hversu ein- kennilegt það er með menntun okkar að okkur er fyrirskipað að læra svona og svona mikið af ein- hverjum ákveðnum lærdómsfögum en aldrei nokkurn tímann á allri skólagöngunni er okkur kennt það að læra. Það er eins og aðferðin við að læra notkun hugsunarinnar, beiting skilningshæfileikans, minnisins og athyglinnar eigi að vera okkur jafn ósjálfráð eins og blóðrás líkamans. Það heyrir örugglega til undan- tekningartilvika að grundvallar- atriði minnisþjálfunar séu kennd í skólum og því síður aðferðir við að halda athyglinni fastri við ákveðið verk þótt verkið sé í sjálfu sér alls ekki áhugavert. Þessi atriði geta öll talist einfaldaðir þættir í byrjunar- skrefum þeirra sem stunda yoga. En hvað er yoga? Frá sjónarmiði flestra venjulegra manna sem skyggnast inn í þessi fræði, er yoga sálarfræði eða vísindi um eðli og þroska mannssálarinnar. Upp að vissu marki má segja að yoga hafi hlotið viðurkenningarstimpil vís- indamanna Vesturlanda, en flest það sem ekki hefur þann stimpil má segja að þyki lítils vert hér á Vest- urlöndum. En að öðru leyti er yoga enn talið tilheyra dulspeki hinna fornu menningarþjóða í austri. Yoga er hagnýt vísindi. Hver og ein kenning yogafræðanna er próf- uð með athugun á vitundarlífinu. Þetta kann að hljóma undarlega fyrir þann sem ekki hefur skyggnst inn í þessi fræði en út frá þessu má hins vegar sjá að sannur yogi iðkar þessi fræði án þess að trúa nokkru blint eða afneita blint. Það að skilja tilgang yoga er ekki auðhlaupið. Þeir sem hlotið hafa svokallaða „mystíska" reynslu þar sem vitund þeirra breytist eða skynjar veruleikann á nýjan hátt, sjá innra með sér hvert takmarkið er en eiga jafnframt erfitt með að koma reynslu sinni í orð. Annað væri líkt og að reyna að lýsa skýjum fyrir blindum manni. En þegar nánar er á málið litið má segja að yoga sé fyrst og fremst þjálfun hugsunarhæfileikans. Og til að átta sig á takmarki yoga er gott að hugleiða merkingu orðsins „yoga“. Til eru tvær skýringar á merkingu þess: Önnur er sú að það þýði tamning eða þjálfun og sé skylt íslenska orðinu „ok“, en sanskrít, forntunga Indverja og norræn mál eru náskyld. Á hinn bóginn má segja að það sé dregið af sanskrítarorðinu „yuh“ sem þýðir að sameinast eða það að mannssál- in finni samsemd sína við allífið og geti sameinast því. Við skulum hugleiða það sem hinn forni yogameistari Patanjali sagði sem sagður er hafa verið uppi nokkrum öldum fyrir Kristsburð. Hann segir í upphafi bókar sinnar, Yogasutra: „Yoga er að ná valdi á myndun hugsananna í hug- anum.“ En höfum við vald á myndun hugsananna í huganum? Nei. Staðreyndin er sú að það höfum við ekki. Við getum ekki haldið hugan- um föstum við eitt ákveðið verkefni að vild. Við eigum oft erfitt með að varast að hugsa um hluti sem við viljum ekki hugsa um. Við getum sokkið niður í hugsanir um skuldir og eða önnur vandræði þegar við erum að lesa eða vinna eitthvert verk og þegar við rönkum við okk- ur höfum við ekki hugmynd um hvað við höfum verið að gera. Patanjali segir að yoga sé slík hugstjórn. Hann á auðvitað ekki við með því að yoga sé ekki fleira en það. En þetta er hins vegar eitt grundvallaratriðið. Það má líka segja að hin „mystíska" sameining við allífið sé eitt af grundvallar- atriðunum. Það er ekki fyrr en við höfum lært að hafa fullt vald á hugsunun- um að við getum hugsað þegar við viljum hugsa og getum jafnframt farið handan við hugsanirnar í hljóðum huga og dvalist í svokall- aðri hugrænni kyrrð. Þegar við get- um haldið huganum kyrrum, erum við ekki lengur á valdi hans. Þá hættum við að sundurgreina sífellt alla hluti og reyna að skilgreina allt sem fyrir okkur ber. Það er á því stigi sem yoganeminn fer að skynja alheiminn sem eina lífsheild sem býr ! öllu og er allt. Það er vitund um einingu alls lífs. Þá verður stríð og deilur það sama og heimska því að vitundarstigið skynjar að mennirnir eru í sannleika bræður. Þetta er það sem kalla má kærleiks- vitund. Áðgreiningarhúgsanir, for- dómar og hatur eru óhugsandi í bókstaflegri merkingu. Hvernig getur hatur þrifist þar sem ekkert er nema tær kærleikur? Hvernig getur myrkur þrifist í Ijósi? Einingarvit- und, segir meira en mörg orð um eðli og tilgang yoga. Það þarf ekki að skyggnast lengi inn í okkar „venjulega" en ekki „eðlilega" hugarheim til þess að sjá að vitund okkar er sífellt að lýsa og sundurgreina það sem fyrir okkur ber og þess vegna er alheimsmynd okkar byggð úr óteljandi smáatrið- um. En yogafræðin eru sundurgreind í fræðikerfi og skóla rétt eins og öll mannleg viðleitni. Það má segja að um sé að ræða tvenns konar deildir yoga: Það er hugrænt yoga annars vegar og líf- eðlisfræðilegt yoga hins vegar. Það sem ég hef fram að þessu sagt um yoga á við um hvort tveggja, þótt það hafi verið sett fram út frá sjón- armiði hins hugræna. Hinar lífeðlis- fræðilegu yogagreinar leggja áherslu á að ná andlegum tilgangi sínum með því að byrja á líkama mannsins, taka taugakerfið fyrir og fikra sig svo áfram inn á lönd sálar- lífsins. Hinar svokölluðu lífeðlis- fræðilegu yogagreinar eru fyrst og fremst Hatha yoga, Laya yoga og Mantra yoga. Þar sem Hatha yoga er best þekkt af þessum þremur greinum leyfi ég mér að taka það sem fulltrúa fyrir þennan flokk þar sem annað væri of langt mál. Hatha yoga æfingar eru að mestu leyti fólgnar í andardráttaræfingum og ýmiss konar stellingum og beygj- um. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að ná valdi yfir líkamanum og þá aðallega ósjálfráða taugakerfinu. Hatha yoginn hyggst verða slíkur herra yfir líkama sínum að hann þjálfi ekki einungis líkama sinn eins og íþróttamaður gerir, heldur þjálf- ar hann sig einnig upp í að geta lát- ið andardrátt, blóðrás, hjartslátt og kirtlastarfsemi lúta vilja sínum. Þannig hyggst Hatha yoginn öðlast mátt sem að öðrum kosti blundaði innra með honum og að fróðra manna sögn má rekja ýmis dularfull fyrirbrigði sem yogar láta gerast til slíkrar þjálfunar. Sumir yogar virðast geta þolað miklar líkamlegar þjáningar þar sem þeir geta með einhverju móti tekið hluta taugakerfisins úr sam- bandi svo mjög óvísindalega sé að orði komist. Ekki er langt síðan fjölmiðlar greindu frá því í Banda- ríkjunum að maður sem iðkað hafði yoga hefði gengist undir upp- skurð án þess að verða svæfður né deyfður. Háþjálfaðir Hatha yogar geta stöðvað hjartslátt og andardrátt íi nokkurn tíma og geta látið líkam- ann falla í einhvers konar dauðadá um stund. Við kannanir á þessum fyrirbrigðum hafa þeir verið múr- aðir inni í klefum og grafnir lifandi og dvalist þar jafnvel svo dögum skipti í því ástandi. Þó að ég tali umj Hatha yoga sem líkamlegt yoga verður að hafa í huga að andlegt jafnvægi er einnig ávöxtur þess. En hinar huglægu yogagreinar sinna hins vegar lítið sem ekkert líkamlegum iðkunum. Aðalgreinar þeirra eru: Karma yoga sem er yoga athafna og starfs, Bhakti yoga, sem er yoga tilbeiðslu og kærleika, Jnana yoga sem er yoga þekkingar og skilnings og að lokum Raja yoga sem er yoga hins andlega vilja en það er nokkurs konar efra stig á hinum þremur. Iðkun þessara greina er fyrst og fremst huglægs eðlis. Það sem við í daglegu tali köllum hugleiðingu og skipulega iðkun hugrænna æfinga. Til þess að reyna að gefa heildar- mynd af þessum greinum mun ég taka fyrir Raja yoga sem dæmi en segja má að það sé yfirgripsmesta yogagreinin. Raja yoginn leggur mikla áherslu á sjálfstjórn hið ytra og innra með það að markmiði að ná stjórn á hugarstarfseminni. Þjálfun líkam- ans og önnur ytri skilyrði hjálpa til en eru þó ekki undir eins mikilli áherslu. Að sjálfsögðu verður að líta á það sem svo að vitund okkar sé í samræmi við ásigkomulag lík- amans enda má líta á líkamann sem nokkurs konar verkfæri skynjunar- innar. Þess vegna er einnig lögð áhersla á að verkfærið sé í góðu ásigkomulagi, þ.e.a.s líkaminn. Ef líkaminn er óhreinn eða í ójafnvægi af einhverju tagi þá hefur það áhrif hið innra. Þó að Raja yoginn leggi Dulspeki Umsjón: Einar Guömann. höfuðáherslu á huglæga hlið iðkun- arinnar verður hann að hugsa um líkamann og því er algengt að nem- ar í þessum fræðum forðist þungan mat og borði því yfirleitt jurtafæði að stærstum hluta. Einnig er öll áfengisnotkun og tóbaksnotkun að sjálfsögðu úti úr myndinni þar sem allt slíkt hefur áhrif á heilann og sljóvgar hugarstarfsemina. En dag- leg hugleiðing yoganemans og iðk- un leiðir til þess að hinar ýmsu dyggðir verða honum eðlilegar með tímanum. Oft hefur borið á því að hug- myndir manna um yoga séu á þann veg að þeir leggi á flótta frá hinu venjulega lífi og einangri sig frá umheiminum og taki engan þátt í störfum og hefðum samfélagsins. En raunin er sú að iðkun yoga þarf ekki að rckast á við skyldur manns- ins í hinu ytra lífi. Þó að skyldustörf yogans við samfélagið eigi ekki að ráða yfir honum þá tekur hann á eðlilegan hátt þátt í fjölskyldulífi og skyldum sínum við hefðir sam- félagsins því það er enginn frjáls þegar hann leggur á flótta. Yoga- nemanum er ráðlagt að vera reglu- fastur og árvakur í hugleiðingunni og hugleiða á vissum tímum, stutta stund í einu, en aðallega á reglu- föstum tímum. Ráðlagt er að hug- leiða strax eftir fótaferð og þá 10-45 mínútur í einu. Langar hugleiðing- ar eru ekki aðalatriðið, heldur föst og ákveðin, djúp hugleiðing sem laus er við alla uppgerð og ímyndun þannig að hugurinn verði hljóður. Þegar hugurinn er orðinn hljóður, hverfa allar þær hugmyndir sem við höfum um okkur og það sem við höldum að við vitum. Þá hefst bein upplifun. Að fá tilfinninguna fyrir að vera. Bara það að vera og upp- lifa tilfmninguna fyrir sjálfum sér á nýjan hátt. I hugarkyrrðinni skynj- ast alheimurinn á nýjan hátt og viskan bankar að dyrum. Hugleiðingarverkefnin eru byggð þannig upp að þrjú atriði komi strax fram, en þau eru: Hugþjálfun, skapgerðarrækt og sjálfskönnun. Hugsunin er látin fást við að skynja uppsprettu sjálfsvitundar- innar. Hugleitt er inn á ýmsar dyggðir sem neminn vill ávinna sér og hann fær líka ýmiss konar æfíngar sem eru bein hugræn leikfimi eða athyglisæfingar. Þarna komum við að kjarna málsins. Athygli. Fyrsta stig hugleiðingarinnar er athygli eða Dharana eins og Indverjar kalla það. Annað og þriðja stigið sem taka við af því eru varla skiljanleg öðrum en þeim sem komnir eru talsvert áleiðis í and- legri þjálfun. Á sanskrít eru annað og þriðja stigið kallað Dhyana og Samadhi. Dhyana er fyrirhafnar- laus íhugun. Það að geta íhugað eitt verkefni stöðugt án þess að þurfa að hafa nokkuð fyrir því að halda því í huganum. Þá er eins og hinn athuguli hugur sameinist rann- sóknarefninu. Samadhi er hins veg- ar yfirskilvitlegt hugarástand. Til þess að við gerum okkur bet- ur grein fyrir mikilvægi fyrirhafnar- lausrar íhugunar skulum við velta fyrir okkur venjulegri kristinni bæn. I bæninni Faðir vor, er keppi- | keflið að láta athyglina fylgja hverju orði og merkingu þess og athyglin má hvergi hvarfla frá þótt maður kunni bænina vel. Á meðan maður kann ekki textann, hvílir athyglin við að muna röð orða og setninga. En eftir það er raunveru- lega hægt að einbeita sér að inni- haldi orðanna. Þá næst dýpri skiln- ingur á bæninni. Þetta er ekki eins auðvelt og mætti halda. Hugurinn flöktir til og frá og auðvelt er að lenda í þeirri gildru að bænin verði ekkert annað en innihaldslaus þula í huganum. Seinna er síðan farið á bak við orðin. Þá tekur skynjunin við. Þá er hægt að láta skynjun þá sem fylgir „Faðir vor“ fara í gegn- um hugann án orða. Þá fyrst er það raunveruleg bæn. Hugleiðingarefnin geta verið margvísleg. Hægt er að lesa ljóð eða bókarkafla t.d. í Spámanninum eftir Kahlil Gibran og hugleiða síð- an efnið og fegurð skáldskaparins á eftir án þess að athyglin hverfi frá því. Þegar við höfum náð þeim árangri að geta haldið athyglinni kyrri og áreynslulaust við hvaða hugleiðing- arverkefni sem er þá er stórkostlegt að hugleiða háleit efni. Að láta athyglina dvelja við sjálfseðlið í brjósti manns, hin hinstu sannindi, stærð himingeimsins, smæð atóm- veraldanna eða Iáta athyglina dvelja við Guð. En hvert er hagnýtt gildi yoga í hinum ytri heimi? Hugþjálfaður maður á auðvelt með að einbeita sér að vinnu klukkustundum saman og afköstin verða þar af leiðandi mun meiri þar sem við erum venju- lega ekki með hugann algerlega við vinnuna. Einnig lærir hann að hvíl- ast betur á örstuttum tíma en hann annars væri fær um á margfalt lengri tíma. Þegar menn halla sér til að láta líða úr sér þreytu er algengt að þeir kunni ekki að slaka á vöðv- um líkamans. Yogaþjálfaður mað- ur kann ekki aðeins að hvílast algerlega líkamlega heldur getur hann tæmt hugann fyllilega. Sé hugurinn alltaf á iði, orkar hugsun- in á taugakerfið og truflar eðlilega hvíld. En mesti sigur yogaþjálfunar er vaxandi viljastyrkur. í Raja yoga er mikil áhersla lögð á þetta. Að hafa stjórn á sjálfum sér. Flestir eru sammála um að ragmennskan er eitt mesta böl mannkynsins. Það að breyta ekki rétt. Petta kemur snilld- arlega vel fram hjá Páli postula þegar hann segir: „Það góða sem ég vil, það geri ég ekki, en það vonda sem ég ekki vil, það geri ég.“ Þessi hugsanaháttur er orsök stærsta hluta böls mannsins í dag. Yogaþjálfaður maður getur líka unnið bug á erfiðum skapsmunum, þunglyndi og fljótfærni með því að kafa inn í uppruna þessara þátta innra með sér sjálfum og Ieyst þá upp. Mörg vandamál af þessum toga eru ekkert annað en hnútar úr hugsanasamböndum sem njörvaðir eru niður við tilfinningar hans og hvatir. Hugsunin breytist ekki nema hnúturinn sé leystur upp. í kyrrðinni og þögninni sem taka við þegar hugurinn er orðinn hljóð- ur er að finna leiðina til hins bögla raunveruleika lífsins sem ekkert nafn hefur og engin orð megna að lýsa.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.