Dagur - 11.04.1991, Blaðsíða 19

Dagur - 11.04.1991, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 11. apríl 1991 - DAGUR - 19 Roar Kvain réðst í það stórvirki að útsetja Streng- leika fyrir hljómsveit, kor og einsöngvara. Kammer- hljómsveit Akureyrar mun flytia verkið í fullri lengd en það hefur ekki venð gert áður. Jón St. Kristjánsson hefur stytt Skrúðsbóndann og gert ýmsar breytingar þannig að hér er um nýja Icikgerð að ræða. kirkju á sunnudagtan^Ehinickom 9Ierárlí,rkJu á tónleikum í Akureyr «g á efnisskránnS verk éftSör^l” «8 hljóðfæraleika en Askel. er hér á myn^taStThanSUðmUndSSOn °8 Askel JÓnss< Sverrir Pálsson hefur umsjón með kynning- arriti um Björgvin Guðmundsson. stóra orgelið uppi og litla orgelið niðri,“ sagði Björn Steinar. Strengleikar fluttir í fullri lengd Kammerhljómsveit Akureyrar ætlar að ráðast í það stórvirki að flytja Strengleika Björgvins, en þetta er fyrsta óratórían sem samin er hér á landi. Roar Kvam, stjórnandi hljómsveitarinnar, sagði að það væri langt síðan sú hugmynd kom upp að flytja verk- ið og hefði Margrét Björgvins- dóttir, dóttir tónskáldsins, átt frumkvæði að því, en margir telja Strengleika besta verk Björgvins Guðmundssonar. „Við ákváðum að flytja verkið í heild í tilefni afmælisins sem þýðir að þetta verður risaflutn- ingur, sennilega tveggja tíma konsert. Verkið skiptist í 42 kafla og er því svipað að lengd og Björn Steinar Sólbergsson stjórnar tónlistarflutningi í uppfærslunni á Skrúðsbóndanum. Messías eftir Handel. Kórkafl- arnir eru 19, eða um helmingur verksins,“ sagði Roar Kvam. Roar tók að sér að útsetja Strengleika að nýju sem er óhemju verk. Hann hófst handa á árinu 1988 og er að ljúka við að skrifa síðustu kaflana. Verkið var skrifað fyrir píanó og telur Roar það ekki njóta sín til fulls þannig og því ákvað hann að útsetja það fyrir hljómsveit, kór og einsöngv- ara. Hann segist þó ekki hafa gert neinar breytingar á verkinu en bætt slagverksröddum við nót- urnar. Æfingar eru nú að hefjast. „Aðalvandamálið verður kannski að fá nógu marga í kórinn. Skemmtilegast væri að vera með 100-150 manna kór en ég vonast til að fá að minnsta kosti 50 manns. Ákveðið var að fá eingöngu einsöngvara héðan að norðan en um tíma var hug- myndin sú að fá landsþekkta söngvara. Ljóst er að Þuríður Baldursdóttir, Óskar Pétursson, Hólmfríður Benediktsdóttir, Jón Helgi Þórarinsson og Stefán Arn- grímsson munu syngja á tón- leikunum. Hugsanlega fáum við annan tenór því tenórhlutverkið er mjög stórt," sagði Roar. Einsöngur og upplestur Strengleikar verða fluttir í Skemmunni 2. júní kl. 17. Kammerhljómsveitin verður skipuð um 50 hljóðfæraleikurum og kórinn samanstendur af félög- um úr Passíukórnum, Kór Gler- árkirkju, Karlakór Akureyrar Geysi og Kantötukórnum auk þess sem áðurnefndir einsöngvar- ar munu koma fram. Roar sagði að Strengleikar hefðu tvisvar verið fluttir áður, 1947 og 1951, en í bæði skiptin aðeins kaflar úr verkinu. Flutn- ing Kammerhljómsveitarinnar má því kalla frumflutning því þetta er í fyrsta sinn sem verkið verður flutt í heild og markar spor í tónlistarsöguna á íslandi. Textinn við Strengleika er eftir Guðmund Guðmundsson, skóla- skáld, rómantískur og fallegur texti. Björgvin Guðmundsson skrif- aði mikið, m.a. bókina Minning- ar. Sú hugmynd er nú í vinnslu að samtengja lestur úr bókinni og einsöngstónlist Björgvins. Þá myndu tveir einsöngvarar og einn upplesari flytja samfellda dagskrá og er gert ráð fyrir að dagskráin yrði flutt í Minjasafn- inu á Akureyri. Þar eru ýmsir munir Björgvins geymdir. Ef af dagskránni verður er sennilegt að hún verði flutt í maí. Eins og sjá má af þessari upp- talningu munu margir leggjast á eitt til að heiðra minningu Björgvins Guðmundssonar, tón- skáldsins sem festi rætur á Akur- eyri. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.