Dagur - 29.10.1991, Blaðsíða 11

Dagur - 29.10.1991, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 29. október 1991 - DAGUR - 11 ALVÖRU LAUKAMARKAÐUR HÉR & ÞAR Handaleysið háir Pamelu ekki að ráði við matarborðið. Blómahúsið Glerárgötu 34 Sími 22551 „Persónuleiki Pamelu og töfrar hennar hjálpa henni mikið.“ Átta ára gömul og handalaus: Meö fótatök á lífinu Pamela Gower, 8 ára telpa frá King Williams Town í Suður- Afríku, hefur náð undraverðum tökum á lífinu. Hún er fædd handalaus og ekki nóg með það því annar fótur hennar er stífur og kemur henni því ekki að eins miklu gagni og þyrfti þegar hand- anna nýtur ekki við. Foreldrum Pamelu var gert ljóst þegar hún fæddist og þessir gallar komu í Ijós að ekki yrði um mikið líf fyr- ir telpuna að ræða, eins mikið fatlaða og hún væri. En Pamela lætur sér ekki allt fyrir þrjósti brenna. Hún er betur sjálfbjarga en mörg börn á þessum aldri og sker sig lítið úr hópnum þrátt fyr- ir fötlunina. Jafnvel Lambada- dans vefst ekki fyrir henni. „í skólanum lyfta krakkarnir höndunum þegar þau vita svörin við spurningum kennarans. Ég lyfti bara fætinum," segir þessi ,.og einnig til að halda á símanum. lífsglaða stúlka og brosir. „Ég tannbursta mig eins og aðrir krakkar og borða eins og aðrir. Eini munurinn er að ég nota fæt- urna á meðan aðrir nota hend- urnar." Móðir Pamelu segir að læknar hafi talið að stúlkan gæti aldrei gengið en strax á fyrsta árinu sást að stúlkan beitti fótunum eins og höndum. Þegar Pamela var þriggja ára byrjaði hún að ganga þó hún færi ekki hratt yfir í fyrstu. En með æfingunni komst hún fljót- lega upp á lag með göngulagið. Pegar Pamela byrjaði í skóla gerði hún skólasystkin sín orð- laus þegar hún byrjaði að skrifa með vinstri fætinum. Þetta kall- aði Andre Oliver, skólastjóri Vos Malan skólans undrabarn. „Persónuleiki Pamelu og töfrar hennar hjálpa henni mikið. Þessi stúlka er full af lífsgleði." „Fólk vorkennir mér en það ætti ekki að gera það. Ég bjarga mér og ætla mér að verða lög- fræðingur í framtíðinni. Guð skapaði mig svona og ég gleymi því ekki að hann gaf mér gáfurn- ar líka,“ segir Pamela Gower. Kvikmyndarýni í gömlum anda Borgarbíó sýnir: Fullkomið vopn (Thc Perfect Wcapon). Lcikstjóri: Mark Disalle. Aðalhlutverk: Jeff Speakman og John Dye Mako. Paramount 1991. Fullkomið vopn er bardagamynd í anda Bruce Lee heitins. Aðal- söguhetjan (Jeff Speakman) kann ekkert betur en að lumbra á meðbræðrum sínum með berum hnefum (og skóklæddum fótum). í æsku á Speakman að hafa num- ið æðstu list sjálfsvarnaríþrótta, sem er hvorki júdó né karate hcldur eitthvert enn eitt afbrigðið af austurlensku litli pínir stóra manninn-hugsjóninni. Og áuðvit- að er Speakman sá besti í grein- inni sem sést best á því að þegar hann býr sig út til að taka óþokk- ana í gegn, kóreanska eiturlyfja- sala, dustar hann ekki rykið af hraðvirkri Ushi-byssunni, ónei, ónei, bambusstengur eru vopnin og tveir eða þrír hnífar fá að fljóta með. Höndin er fljótari byssukúlunni. Þessi hugmynd er alls ekki óþekkt í eldri karate- myndum (þið afsakið þó ég setji allar austurlenskar bardaga- íþróttir undir einn hatt með þess- um hætti). Söguþráður Fullkomins vopns er einnig sígildur. Góði maður- inn er fáskiptinn, jafnvel misskil- inn. Hann tranar sér lítt fram og býður frekar hina kinnina en að stofna til vandræða. Það er svo allt annað mál ef ráðist er á vini hans, þá er látið sverfa til stáls og engin miskunn sýnd. Þessum þræði hefur leikstjóranum Mark Disalle tekist að halda sæmilega óflæktum. Útkoman er þó ekki nema í meðallagi. Með tækni- brellum og klippingum er Speak- man gerður ægisnöggur en það leynir sér þó ekki að kappinn hefði gott af smá megrunarkúr, hann er enginn Van Damme- kroppur, og þaðan af síður hefur hann hið stingandi augnaráð og hörkulegar viprur Stevens Sea- gal. Til leigu eða sölu skrifstofuhúsnæði í Glerárgötu 28. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 21165. Efnaverksmiðjan Sjöfn Bændur Eyjafirði og næsta nágrenni Þeir sem ætla aö láta köggla hey fyrir áramót hafi samband við Stefán Þóröar- son í síma 31126 sem fyrst. ENGIN HÚS ÁN HITA Byggingaverktakar - Húsbyggjendur Verðlækkun á PVC plastfittings (rauðum) til frárennslislagna. DRAUPNISGÖTU 2 SÍMI (96)22360 Verslið við HREINLÆTISTÆKI fagmann. STURTUKLEFAR 0G HURÐIR BLÖNDUNARTÆKI AKUREYRI ALLT EFNI TIL PÍPULAGNA JAFNAN FYRIRLIGGJANDI FULL BUÐ AF NÝJUM VÖRUM & Komið og gerið góð kaup Opið mánud.-föstud. frá kl. 10.00- 18.00, laugard. 10.00-12.00. tfskuhúsið Skipagötu 1 Sími24396

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.