Dagur - 25.04.1992, Blaðsíða 9

Dagur - 25.04.1992, Blaðsíða 9
Unglingasíðan Laugardagur 25. apríl 1992 - DAGUR - 9 Iris Guðmundsdóttir Þórdís Jónsdóttir frá Svalbarðseyri var fermd á sumardaginn fyrsta. Þegar ég ræddi við hana stóð undirbúningurinn fyrir daginn sem hæst en þó gaf hún sér tíma til að spjalla við mig. - Hvernig fer undirbúningurinn fyrir ferminguna fram? „Á Svalbarðseyri erum við aðeins tjögur sem fermumst í ár þannig að presturinn okkar Pétur Þórarinsson ákvað að við skyldum vera í tímum með krökkunum frá Grenivík. Við hittumst til skiptis á Greni- vík, Svalbarðseyri og heima hjá prestinum og þctta er miklu líflegra heldur en það hefði verið hefðum við verið fjögur. Það er búið að vera mjög skemmtilegt að kynn- ast öllum þessum krökkum og presturinn hefur verið alveg einstakur. Hann er svo opinn og afslappaður og ég held að öllum krökkunum hafi þótt þetta góðir tímar í vet- ur. Við hittumst oftast á sunnudagsmorgn- um um kl. 10 og ræðum saman um sálma, bænir og Bíblíuna og hann hefur lagt meira upp úr því að við skiljum textann heldur en að við lærum þá utanbókar. Hann hefur líka talað mikið um lífið og hvemig ungt fólk getur leiðst út á að hlusta á prestinn en þetta þarf að lærast eins og annað.“ - Getur verið að unglingar líti á ferm- inguna sem útskriftfrá kirkjunni? „Ja, það eru kannski einhverjir sem gera það. Ég lít á ferminguna sem upphaf af trú- arferli mínum en veit að ég á eftir að breyt- ast og þá getur verið að ég verði ekki eins áhugasöm og ég er núna en ég vona að ég missi ekki trúna eins og svo margir gera.“ - Verður fermingarveisla hjá þér eftir athöfnina? „Já. Við höfum verið að undirbúa daginn smátt og smátt en núna er allt í hámarki. Ég eignaðist lítinn bróður í vetur og hef verið með hann á meðan mamma og pabbi hafa verið að undirbúa ferminguna mína. Ég hef líka reynt að aðstoða þau á meðan hann sef- ur og það er búið að vera skemmtilegt að undirbúa veisluna þó þetta sé mikil vinna. Ég hlakka til að hafa veislu vegna þess að ég veit að ættfólk mitt utan af landi ætlar að koma og það fróðlegt. Krakkarnir þurftu að læra 1-2 vers í 10 sálmum utanbókar og segir Alda Sif að það hafi ekki verið erfítt en heldur ekki mjög spennandi vegna þess að hún skildi ekki alla sálmana. Ferming- ardagurinn var svolítið fyrirkvíðanlegur fyrir Öldu Sif vegna þess að hún þurfti að ganga fyrst inn af krökkunum en hún segir að þetta hafí verið ótrúlega auðveit þegar að því kom. - Finnst þér þú hafa lcert eitthvað í vet- ur? „Já, mjög mikið. Mér finnst ég skilja trúna betur og ég er orðin trúaðri en ég var fyrir. Ég er í æskulýðsstarfi kirkjunnar núna og hef mjög gaman af því. Mér finnst skrýtið hvað við erum fá vegna þess að það er svo góð- ur félagsskap- við það að krakkar eru að metast um gjaf- imar. Mér fannst mjög gaman að fá gjafir og var mjög og er ánægð með allt sem ég fékk. Mínar gjafir voru frekar stórar en það er kannski vegna þess að ættingjar mínir tóku sig saman og gáfu mér stóra gjöf í staðinn fyrir margar litlar. Ég held að það séu alltaf einhverjir sem láta fermast vegna gjafanna þó ég þekki ekki marga.“ - Hvað fannst þér skemmtilegast áferm- ingardaginn? „Mér fannst allur dagurinn mjög ánægjulegur en samt fannst mér villigötur og hann fær okkur til að ræða það sem hvílir á okkur og ræðir um það. Við tökum svo þátt í undirbúningi fyrir messuna sem byrjar kl. 2 og skiptumst á að hjálpa prest- inum við upplestur og fleira í messunni. Ég hef haft mjög gaman af þessu og ætla að halda áfram í æskulýðsstarfi eftir ferming- una.“ - Hvernig líður þér í kirkju? „Mér líður yfirleitt vel. Ég hef verið frekar dugleg við að fara í messu með for- eldrum mínum undanfarin ár þannig að ég er ekki óvön. Það líður ekki öllum vel í kirkju því mörgum finnst erfitt að slappa af í þögninni og friðnum og einbeita sér að því verður gaman að fá þau öll. Það eru margir sem ég hef ekki hitt í eitt ár og þess vegna verður gaman að allir getir hist.“ - Láta unglingar ferma sig vegna gjaf- anna? „Ég held að það séu alltaf einhverjir sem gera það þó held ég að það séu ekki margir. Mér finnst mjög spennandi að hugsa til þess að fá gjafir, mér finnst alltaf gaman að fá gjafir. Eg er samt miku spenntari fyrir at- höfninni og það að fá fjölskylduna mína í heimsókn." Alda Sif Magnúsdóttir fermdist á skírdag í Akureyrarkirkju. í vetur hefur hún gengið til altaris undir handleiðslu séra Birgis Snæbjörnssonar og séra Þórhalls Höskuldssonar og segir að það hafí verið misjafnlega skemmtilegt en yfirleitt mjög þessu og við lærum um svo margt annað en trúna. Ég veit um marga sem finnst hallærislegt að vera æskulýðsstarfi og þá sérstaklega stelpum. Það eru krakkar í hópnum sem vilja ekki að aðrir viti af því að þeir séu í æskulýðsfélag- inu vegna þess að þá myndu vissir aðilar gera grín að þeim. Mér finnst þeir ótrúlega óþroskaðir sem gera grín að því sem aðrir velja sér og það eru kannski einmitt þeir sem ættu að koma í kirkjuna og starfa með okkur. Unglingar í dag eru margir svo taugaveiklaðir að þeir geta ekki slappað af og þess vegna finnst þeim kirkjustarfið frá- hrindandi. Mér líður oftast vel í kirkju og ég held að það sé vegna þess að ég hef eig- inlega alltaf farið í messu á jólunum og svo förum við mamma stundum á sunnudögum þannig að ég er að verða vön.“ - Eru fermingargjafirnar orðnar eins stórar og fjölmiðlar hafa látið í skína núna fyrir fermingarnar? „Það er mjög misjafnt. Sumir fá alveg rosalegar gjafir en ég held að meirihlutinn sé innan eðlilegra marka. Ég hef orðið vör skemmtilegast að bræður mínir sem búa úti á landi skyldu koma hingað með fjölskyld- ur sínar sem ég hef ekki hitt lengi. Það voru líka fleiri ættingjar sem komu utan af landi og mér þótti vænt um að allir þeir sem komu væru að gera sér ferð hingað til að halda upp á daginn með mér. Þetta var langur og erfiður dagur en mjög skemmti- legur." Dagur Fannar Dagsson fermdist 14. apríl í Akureyrarkirkju. Hann var ánægður með daginn sem hann segir að hann komi alltaf til með að muna. Hann fékk marg- ar og góðar fermingargjafír og veislan heppnaðist mjög vel. I 4 ár hefur hann verið að undirbúa ferm- ingarárið á þann hátt að hann hefur safnað öllum peningum sem honum hefur áskotnast vegna þess að í haust ætlar hann að fara er- lendis með móður sinni, systur og mági. Dagur er trúaður en er ekki í æskulýðsfélag- inu vegna þess að hann hefur lengi verið í skátunum og fundir þeirra rekast á við fundi æskulýðsfélagsins. Dagur þekkir einn strák sem lét ekki ferma sig en hann veit ekki hver ástæðan fyrir því var. Hann segir að þessi drengur sé látinn í friði með þessa ákvörðun sína enda er það alfarið hans mál. Þórdís Jónsdóttir. Alda Sif segir að lítla aðsókn ungs fóiks í kirkju megi kannski rekja til þess aO margir eiga erfitt meO aO skilja ræOu prests- ins. Hún heldur aO þaO sé möguleiki á aO breyta þessu til aO unga fólkiO fari aO láta sjá sig í messu. Degi fínnst þaO algjör vitleysa þegar fjölmiðlar eru aO tala um aO öfgarnar í gjöfum séu vegna heimtufrekju í krökkun- um. Honum finnst þetta rangt vegna þess aö foreldrar sem láta undan þessari heimtufrekju geti sjálfum sér um kennt, þaö eru þó þeir sem gefa þessar gjafir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.