Dagur - 01.05.1992, Blaðsíða 23

Dagur - 01.05.1992, Blaðsíða 23
Föstudagur 1. maí 1992 - DAGUR - 23 Píanóblúsarinn Pi Joe Willie, Pinetop Perkins. Nafnið Pinetop fékk hann frá öðrum píanóblús- ara Pinetop Smith. Pinetop Perkins er einn af fáum núlifandi blúsmönnum Chicago af eldri kynslóðinni. Hann fædd- ist í Mississippi árið 1913, þar sem hann ólst upp við kröpp kjör, þrælandi við plógvinnu á ökrun- um. Líkt og flestir blökkumenn þess tíma fékk Pinetop blúsinn beint í æð og byrjaði hann ungur að leika á gítar. Frá Mississippi fluttist hann á fjórða áratugnum til að flýja plóg- vinnuna og til að freista gæfunn- ar með gítarnum og fór hann fyrsttil Melenas, Arkansas. Hann varð þó fljótlega að leggja gítar- inn á hilluna eftir að hann kom þangað vegna rimmu við konu- kind eina, sem hafði hann fyrir rangri sök og hjó hann illa með hnífi í framhandlegg. Eyðilagðist vöðvi í handleggnum og gat hann því ekki með góðu móti leikið á gítarinn. Á pianó gat hann hins vegar slegið og komst fljótt upp á lagið með það. Spilaði hann m.a. í fjögur ár með munn- hörpuleikaranum fræga Sonny Boy Williamson tvö, (Rice Miller) í útvarpshljómsveit hans í þættinum King Biscuit time, áður en hann færði sig yfir til Memphis í svipaða spilamennsku (í aug- lýsingum m.a.) og þá með eng- um öðrum en B.B. King. Loks hvarf Pinetop svo til Chicago, þar sem hann hefur haft samastað síðan. Þar hefur hann helst unnið sér til frægðar að hafa verið um árabil meðlimur í sveit blúskóngsins Muddy Waters auk þess að hafa starf- rækt eigin sveit undir nafninu Legendary blues band. Nú á síðasta hausti heimsótti svo þessi merki blúsmaður okkur íslendinga og hélt eina þrenna tónleika með Vinum Dóra og Chicago Beau. Er afrakstur þessarar heimsóknar nú kominn út á geisladiski, sem geymir sex lög frá tónleikunum og fjögur lög tekin upp í hljóðveri. Eru þau ágætisblanda af frægum blúsum eins og Got my mojo working og Don’t start me talking (eftir þá Willie Dixon og Sonny Boy) og blúsum eftir Pinetop sjálfan, sem virka vel saman við hlustun. Nær diskurinn bara bærilega vel að fylgja forvera sínum með Vinum Dóra, Chicago Beau og Jimmy Dawkins eftir, þótt vart teljist hann jafnoki hans. Ur ýmsum áttum Hjörtu margra poppunnenda á aldrinum þrítugt og yfir, munu áreiðanlega slá örar innan skamms, er ein af ástsælustu sveitum áttunda áratugarins snýr aftur frá dauðum. Er hér átt við bresku hljómsveitina 10 cc, sem gerði garðinn frægan með lögum eins og Rubber bullets, Donna, Wall street shuffle, The Dean and I o.fl. Eru það þeir Eric Stewart og Graham Goldman sem standa fyrir endurreisninni, en hinir tveir upprunalegu með- limirnir, Kevin Godley og Lol Creme, aðstoða þá á nýju plöt- unni sem kemur út nú í maí. Söngkonan sérstaka og frá- bæra, Tracey Chapman, sendir frá sér sína þriðju smíð nú í maí. Kallast hún því hugljúfa nafni Matters of the heart (hjart- ans mál) og geymir meðal ann- ars lagið Bang bang bang, sem komið er út á smásklfu. Safnplötur með nokkrum góð- um rokkhljómsveitum hafa verið að líta dagsins Ijós að undanförnu, sem vert er að vekja athygli á. Er sérstaklega vert að minnast á fjórar af þessum plötum, sem eru hver með sínu sniði, með hljómsveitum frá sitt hvoru landinu, Scorpions frá Þýskalandi (ballöðusafn), Sisters of Mercy frá Englandi, Foreigner frá Kanada og ZZ Top frá Banda- ríkjunum. Á safnplötu þeirra síð- astnefndu er gamla Elvis Presley lagið Viva Las Vegas aukalag og er það nú með vinsælli lögum í Bretlandi. Hinir heittelskuðu synir Akur- eyrar, Svörtu Kaggarnir, létu í sér heyra eftir nokkurt hlé á tón- leikum sem þeir héldu í 1929 fimmtudagskvöldið í síðustu viku. Var eins og við var að búast glatt á hjalla hjá þeim félögum og spiluðu þeir og sungu öll sín bestu lög (og Ijóð). Það er þó upphitunarhljómsveitin Stjánarn- ir, sem stal senunni með einstak- lega frískri og skemmtilegri spila- mennsku. Eins konar þunga- rokksblús var það sem þeir piltar buðu upp á og voru ekki ómerk- ari lög á efnisskránni en blúsperl- ur eins og Crossroads og Farther on up the road og Judas Priest slagarinn Living after midnight svo dæmi séu nefnd. Virkar hljómsveitin með söngvarann Rúnar Þór í broddi fylkingar mjög efnileg og virðist líkleg til afreka í framtíðinni. Eru Stjánarnir ungir að árum, aðeins 15-16 ára gamlir. Dans/raprokkararnir í bresku hljómsveitinni EMF, sem Doningtonrokkhátíðin, sem margir (slendingar þekkja og sækja reglulega ár hvert, er nú smátt og smátt að taka á sig mynd fyrir árið í ár. Það hefur nú til að mynda verið staðfest að aðalhljómsveitin á hátíðinni verði stórsveitin Iron Maiden. Verður þetta í annað skiptið sem Iron Maiden leikur aðalhlutverkið á Doningtonhátíðinni, en árið 1988 hafði sveitin það hlutverk í fyrsta sinn. Þá fóru þó hlutirnir ekki eins og til var ætlast, því tveir ungling- ar tróðust til bana meðan Guns n’ Roses voru að spila. Var hátíð- inni frestað í eitt ár vegna slyss- ins og síðan ákveðið að takmarka aðgang að henni við 72.000. (Um 100.000 voru þegar slysið varð.) Guns n’ Roses voru reyndar sterklega orðaðir sem aðalsveitin rækilega slógu í gegn með plöt- unni sinni Shubert Dip í fyrra, eru nú nýbúnir að senda frá sér nýja EP plötu sem kallast Unexplained. Inniheldur platan fjögur lög m.a. túlkun á lagi Iggy Popp Search and destroy. ( september er síð- an gert ráð fyrir að önnur plata EMF líti dagsins Ijós. Hinum unga stórpoppara, Jason Donovan, hefur verið boðið að leika Robert Plant í kvikmynd sem gera á um feril rokkhljómsveitarinnar miklu Led Zeppelin undir stjórn Malcoms McLarrens (fyrrum umboðs- manns Sex Pistols). Hefur piltur tekið vel í tilboðið, en sitt sýnist hverjum um ráðahaginn. í ár, en það datt upp fyrir. Það þykja svo þrjár hljómsveitir vera líklegastar til að koma fram með Maiden, Black Sabbath, sem hingað til lands kemur í september á Skagarokk, fönkrokksveitin Faith no more og W.A.S.P. Þá hefur Love/Hate verið sterklega orðuð sem opn- unarhljómsveit hátíðarinnar. Annars munu endanleg skipun hátíðarinnar verða tilkynnt innan ekki langs tíma. Fer hátíðin fram 22. ágúst. Það má svo fljóta með hér í framhaldi af fregnum um Readinghátíðina, sem haldin er skömmu eftir Donington, að þar hafa bæst við Mudhoney, Nick Cave, Charlatans og PIL, sem staðfestir aðilar þar að ógleymdri Síðan skein sól. Donington ’92 að taka á sig mynd AKUREYRARB/CR Unglingavinna - Sumarvinna 16 ára unglinga Unglingavinna. Skráning 14 og 15 ára unglinga, árgangur 77 og 78, sem óska eftir sumarvinnu, hefst mánudag- inn 4. maí. Sumarvinna 16 ára. Skráning 16 ára unglinga (árgangur 76), sem óska eftir sumarvinnu, hefst mánudaginn 4. maí. Áætlaö er aö veita allt að 80, 16 ára unglingum vinnu I 6 vikur. Skráning fer fram á Vinnumiðlunarskrifstofunni, Gránufélagsgötu 4, sími 24169 frá kl. 9-12 og 13- 16 alla virka daga. Skráningu iýkur föstudaginn 15. maí. Umhverfisstjóri. Skólagarðar Skráning 10, 11 og 12 ára barna (árgangur ’80, ’81 og ’82), sem vilja nýta sér aöstöðu í skóla- göröum bæjarins á komandi sumri, hefst mánu- daginn 4. maí. Skráning fer fram á Vinnumiðlun- arskrifstofunni, Gránufélagsgötu 4, sími 24169 frá kl. 9-12 og 13-16 alla virka daga. Skráningu lýkur föstudaginn 15. maí. Umhverfisstjóri. Leikvellir Athygli skal vakin á því aö opnunartími leikvalla Akureyrar hefur breyst frá því sem verið hefur undanfarin ár. Opnunartími verður framvegis sem hér segir: Frá 1. júní til 31. ágúst frá kl. 10-12. Frá 1. september til 31. maí frá kl. 13-16. Dagvistadeild. DAGVISTADEILD Foreldrar athugið Ákveöiö hefur veriö aö skóladagheimilið Hamar- kot viö Skarðshlíð veröi starfrækt í sumar, til 13. júlí. Frá 1. júní eru laus til umsóknar 6 pláss, fyrir börn á aldrinum 6-9 ára. Umsóknir um þau pláss þurfa að berast fyrir 20. maí. Upplýsingar I síma 24600 á milli kl. 10 og 12 alla virka daga. Ath. Þeir foreldrar sem hyggjast sækja um pláss á skóladagheimilum Akureyrarbæjar fyrir veturinn 1992-93 er bent á að tekið verð- ur við umsóknum eftir 1. júní, í sama síma. Hverfisfóstrur. Innilegar þakkir flytjum við þeim, sem á einn og annan hátt auðsýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs sonar, unnusta og bróður, INDRIÐA KRISTJÁNSSONAR, Leyningi, Eyjafjarðarsveit. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Sveinsdóttir, Kolbrún Elfarsdóttir, Áslaug Kristjánsdóttir, Gunnar Frímannsson, Petra Kristjánsdóttir, Þorkell Pétursson, Haukur Kristjánsson, Margrét Hólmsteinsdóttir, Erlingur Kristjánsson, Vilhjálmur Kristjánsson, Pollý Brynjólfsdóttir og systkinabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.