Dagur - 22.05.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 22.05.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 22. maí 1992 Fréttir Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra: Skólaslit á morgun - 36 nemendur að brautskrást Þrjátíu og sex nemendur munu brautskrást frá Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki á morgun. Þar af brautskráir skólinn 23 ný- stúdenta af sex námsbrautum. Fjölbrautaskólinn útskrifar að þessu sinni átta sjúkraliða, fimm rafvirkja og einn málmiðnaðar- mann, auk fimm nemenda sem Siglufjörður: Hótel Höfii breytist í Hótel Læk lokið hafa almennu verslunar- prófi. Nokkrir brautskrást af fleiri en einu sviði og nýstúdentar skiptast niður á félagsfræðibraut, tæknibraut, hagfræðibraut, nátt- úrufræðibraut, málabraut og tónlistarbraut. Flestir brautskrást af félagsfræðibraut, alls níu nemendur. Skólaslit Fjölbrautaskólans hefjast kl. 14:00 í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Að sögn skrifstofu skólans eru umsóknir um skólavist á næsta námsári nú þegar orðnar æði margar. Umsóknir um heimavist hafa aldrei verið fleiri, en ekkert lát virðist samt vera á bréfum sem innihalda umsóknir enda maímánuður ekki liðinn. SBG Sigurður Jóhannesson, aðalfulltrúi, Hanncs Karlsson, deildarstjóri matvörudeildar, Magnús Gauti Gautason, kaup- félagsstjóri, og Júlíus Guðmundsson, verslunarstjóri, í hinni nýju og rúmgóðu Nettó verslun KEA sem opnuð verð- ur í dag. Mynd: Golli Kaupfélag Eyfirðinga: Ný Nettó verslun opnuð í dag - áhersla lögð á lágt vöruverð Um leið og nýir rekstraraðilar taka við rekstri Hótels Hafnar á Siglufírði um næstu mánaða- mót, þegar rennur út leigu- samningur sem núverandi rekstraraðili gerði við þrotabú Hótels Hafnar, breytist nafn hótelsins í Hótel Læk, sem vís- ar til þess að það stendur við Lækjargötu. Eins og fram hefur komið keyptu systkinin Sóley Erlends- dóttir og Sigurjón Erlendsson Hótel Höfn af íslandsbanka. Þau hafa sótt um Ieyfi til bæjarfógeta um rekstur hússins fyrir hótel, veitingahús og skemmtistað. Bæjarráð Siglufjarðar, sem er umsagnaraðili um málið, sam- þykkti leyfið fyrir sitt leyti á fundi 19. maí sl. óþh Á hádegi í dag mun Kaupfélag Eyfírðinga opna nýja Nettó verslun að Óseyri 1 á Akur- eyri, þar sem Samland sf. var áður til húsa. Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á húsinu og er gólfflötur þess um 900 fermetrar, þar af um 700 fermetrar fyrir verslunina sjálfa. Á lóðinni er rými fyrir um 130 bfla. Verslunarstjóri er Júlíus Guðmundsson, sem áður var verslunarstjóri í KEA Sunnuhlíð. Kaupfélag Eyfirðinga efndi til blaðamannafundar í gær og þar kynntu Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri, Sigurður Jóhannesson, aðalfulltrúi, Hannes Karlsson, deildarstjóri, og Júlíus Guðmundsson, verslunarstjóri, hina nýju KEA-Nettó verslun. „Þessi nýja verslun tekur við af Nettó versluninni sem Kaupfé- lagið var með í Höfðahlíð, en hér er mun meira rými, meira úrval af matvörum og að auki sérvörur á borð við fatnað og búsáhöld. Opnunartíminn verður sá sami, frá klukkan 12 til 18.30 virka daga og 10 til 14 á laugardögum. Þá verður tekið á móti greiðslu- kortum í þessari verslun,“ sagði Magnús Gauti. Hann sagði að Nettó verslunin byggðist upp á lágu vöruverði og að vissu leyti takmörkuðu vöru- vali og þjónustu. Stefnan væri að matarkörfur heimilanna yrðu ódýrari í KEA-Nettó en í öðrum verslunum á svæðinu. Júlíus Guðmundsson sagði að í versluninni yrðu yfir tvö þúsund vöruflokkar, þar af um fimm hundruð í sérvörum. Hann lagði áherslu á að öll uppbygging versl- unarinnar og þjónusta miðaðist við það að geta boðið sem lægst vörurverð. Hannes Karlsson nefndi í því sambandi eigin inn- flutning KEA og í gegnum Miklagarð svo og áherslu á eigin framleiðsluvörur félagsins. í gær var verið að leggja loka- hönd á malbikun bílastæða, málningarvinnu og annan frá- gang en framkvæmdir hófust 3. mars sl. Fjölmargir verktakar hafa komið við sögu og hefur Jóhann Karl Sigurðsson, bygg- ingastjóri KEA, haft umsjón með framkvæmdum við húsið. SS-Byggir hf. sá um smíðavinnu innanhúss, Ljósgjafinn hf. um allt rafmagn, Sigurður Hannes- son um múrverk, Vélsmiðjan Oddi hf. um kæliverk, Bæjarverk hf. sá um breytingar og malbikun á plani og Stefán og Björn sf. um alla málningarvinnu. Verkfræði- stofa Sigurðar Thoroddsen hf. og Teiknistofan Form sáu um teikn- ingar og ráðgjöf. Eftir síðustu breytingar á versl- unarrekstri KEA starfrækir félagið fjórar matvörurverslanir á Akureyri; Nettó verslunina að Óseyri, Kjörmarkaðinn í Hrísa- lundi og þjónustuverslanir í Byggðavegi og Sunnuhlíð. Gömlu hverfaverslanirnar eru hins vegar horfnar af sjónarsvið- inu. SS L2™ Léttir Akureyri Kappreiðar og góðhestakeppni fara fram laugardaginn 30. maí nk. og hefst Bæjarstjórn Blönduóss: kl. 9.30. A- og B-flokkur gæðinga, unglinga- og barnaflokkur, 150 m skeið, 300 m stökk, 300 m brokk. Sjá auglýsingu um útivistardaga Ak. Skráning fer fram í Hestasporti frá 25. til 27. maí. Skeiðvallarnefndin. mn 1' i Æ HM <|V' HVÍTASUMMUKIRKJAM býður þig velkomin(n) á kristilegar samkomur alla sunnudaga kl. 20.00. (Ath. breyttur samhomutími.) T samkomunum fer fram mikill og fjölbreyttur söngur. Sjáumst T Hvítasunnukirkjunni! Ef þú vilt fá nánari upplýsingar, þá er safnaðarskrifstofan opin alla virka daga frá kl. 9.00-16.00, sími 12220. Vísar ráðningu félags- málafulltrúa til héraðsnefiidar Bæjarstjórn Blönduóss sam- þykkti á fundi sínum sl. þriðju- dag að vísa tillögu félagsmála- ráðs Blönduóssbæjar um að félagsmálafulltrúi verði ráðinn til starfa í héraðinu, til héraðs- nefndar Austur-Húnvetninga. Þessi afgreiðsla bæjarstjórnar átti sér að sögn Ófeigs Gestsson- ar, bæjarstjóra, langan aðdrag- anda, en málefnið hefur verið töluvert í umraéðu undanfarin ár. Á fundi sínum þann 11. maí sl. samþykkti félagsmálaráð síðan tillögu þar sem m.a. segir eftir- farandi: „Félagsmálaráð lætur í ljós áhyggjur yfir því hversu mjög hefur fjölgað ýmsum vand- meðförnum málefnum, sem ráð- ið hefur fengið til úrlausnar og snerta persónulega hagi manna með ýmsu móti. Kunnugt er að í héraðinu öllu hefur þessum mál- um fjölgað. Með því að hér eru mál sem ekki verða leyst án sér- fræðilegrar aðstoðar, hefur iðu- lega þurft að kaupa sérfræði- aðstoð.“ í tillögu félagsmálaráðs kemur fram að kostnaður vegna funda félagsmálaráðs og barnavernda- mála á síðasta ári, hafi numið tæplega 900 þús. krónum. Leggur ráðið til að bæjarstjórn Blöndu- óss beiti sér fyrir því að ráðinn verði sérfræðingur sem verði starfsmaður félagsmálaráða og barnaverndarnefnda í héraðinu Maíhækkun bóta almanna- trygginga verður greidd með næstu bótagreiðslu 3. júní. Þó er hækkun sjúkra- og slysadag- peninga þegar komin til fram- kvæmda. Samkvæmt reglugerð frá heil- brigðisráðuneytinu frá 14. maí skulu bætur almannatrygginga hækka frá 1. maí um 1,7% frá því sem þær voru í apríl 1992. Slysa- dagpeningar hækkuðu úr 654,60 öllu og kannað verði hvort Vest- ur-Húnvetningar óski eftir sam- starfi á þessu sviði. Ennfremur leggur nefndin til að sérfræð- ingurinn vinni með þeim sem annast málefni aldraðra í hérað- inu og telur fullvíst að grunnskól- ar héraðsins hafi einnig þörf fyrir sérfræðilega þjónustu við úrlausnir vandamála. SBG krónum í 665,70 krónur og sjúkradagpeningar úr 517,40 krónum í 526,20 kr. Sem dæmi um aðrar breytingar má nefna að elli- og örorkulífeyrir hækkar úr 12.123 kr. á mánuði í 12.329 kr., tekjutrygging ellilífeyrisþega verður 22.684 í stað 22.305, með- lag fer í kr. 7.551 úr 7.425 og fæðingarstyrkur sem var 24.671 á mánuði verður 25.090 eftir hækkun. JÓH Bætur almannatrygginga: Maíhækkunin greidd í júní

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.