Dagur - 02.06.1992, Blaðsíða 9

Dagur - 02.06.1992, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 2. júní 1992 - DAGUR - 9 Jón Haukur Brynjólfsson Þórsararnir Soffía Frímannsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir á fullri ferð. Mynd: JHB 1. deild kvenna: Þór nýtti ekki færin - og tapaði 0:2 fyrir KR Fjöldasamtökin íþróttir fyrir alla stofnuð Ungverjaland-ísland: Siggi ekki með Ein breyting hefur orðið á íslenska landsliðshópnum í knattspyrnu sem mætir Ung- verjum í Búdapest á morgun. Sigurður Jónsson gaf ekki kost á sér og var Skagamaðurinn Haraldur Ingólfsson valinn í hans stað. Þá varð ein breyting á U-21 árs landsliðinu sem leikur við Ung- verja í dag. Þórður Þórðarson, ÍA, gaf ekki kost á sér og var Friðrik Þorsteinsson, Fram, val- inn í hans stað. Æfingabúðir í körfuknattleik Körfuknattleikssamband ís- lands stcndur fyrir æfíngabúð- um í körfuknattleik fyrir 11-14 ára unglinga í íþróttahúsi Hagaskóla í Reykjavík. Búðirnar standa yfir dagana 3.- 7. júní og verða þjálfarar þeir Torfi Magnússon, landsliðsþjálf- ari, og landsliðsmennirnir Valur Ingimundarson og Birgir Mikaels- son. Skráning fer fram í Flaga- skólanum 3. júní kl. 15.30. Þátt- tökugjald er 4.000 kr. Fyrsta umferð í Norðurlands- riðli 4. deildar, C-riðli, fór fram á laugardag. Hvöt frá Blönduósi, sem vann riðilinn í fyrra, byrjaði vel og sigraði SM 4:1 á útivelli, Kormákur vann stórsigur á Þrymi á Hvamms- tanga, 6:0, og HSÞ-b sigraði Neista 3:1 í Mývatnssveit. Fyrri hálfleikur hjá SM og Hvöt var jafn og liðin skiptust á að sækja. Sigurður Skarphéðins- son skoraði eina markið í fyrri hálfleik fyrir SM en mörkin létu á sér standa hjá Hvöt. í seinni hálfleik jafnaði Sigurður Ágústs- son fljótlega fyrir Hvöt og þá virtist SM-liðið springa á limminu og eftirleikurinn var auðveldur fyrir Blönduósliðið. Sigurður skoraði fljótlega annað mark, Þorsteinn Sveinsson bætti því þriðja við og Ásmundur Vil- helmsson innsiglaði síðan örugg- an sigur Hvatar. Liðið virkaði sterkt og verður vafalítið í topp- baráttunni í sumar. Neistamenn lengi í gang Mývetningar byrjuðu af miklum krafti gegn Neista í Mývatns- sveit. Gestirnir voru alls ekki með á nótunum í byrjun og það 1. umferð 28.05. KS-Dalvík kl. 17.00 10.06. Leiftur-KA kl. 20.00 2. umferð 03.06. Tindastóll-KS kl. 20.00 03.06. Dalvík-Leiftur kl. 20.00 3. umferð 15.06. KA-Dalvík kl. 18.00 15.06. Leiftur-Tindastóll kl. 20.00 4. umferð 25.06. KS-Leiftur kl. 20.00 25.06. Tindastóll-KA kl. 20.00 5. umferð 15.07. Dalvík-Tindastóll kl. 20.00 15.07. KA-KS kl. 20.00 „Þetta er greinilega á réttri íeið hjá okkur. Við spiluðum vel en það var slæmt að nýta ekki færin í fyrri hálfleiknum. Þá hefði ekki þurft að spyrja um úrslit í þessum leik,“ sagði voru ekki liðnar nema fimm mínútur þegar Þröstur Sigurðs- son skoraði fyrsta mark leiksins fyrir HSÞ-b. Mývetningar sóttu áfram stíft eftir markið og upp- skáru vítaspyrnu eftir 20 mínútur sem Þórir Þórisson skoraði úr. Þá tóku Neistamenn við sér og sjö mínútum seinna minnkaði Stefán Ragnarsson muninn eftir góða sendingu frá Júgóslavanum Hasseda Miralem. Leikurinn var í jafnvægi eftir þetta en á síðustu mínútum fyrri hálfleiks skoraði Erlingur Guðmundsson þriðja mark Hvatar. Seinni hálfleikur var tíðindalítill, barátta og lítið af færum, en sigur HSÞ-b var tvímælalaust verðskuldaður. Yfirburðir Kormáks Kormákur átti ekki í miklum vandræðum með Þrym á Hvammstanga og 6:0 sigur hefði hæglega getað orðið stærri. Liðið skoraði þrjú mörk í hvorum hálf- leik en Þrymsmenn náðu nánast aldrei að ógna marki heima- manna. Rúnar Guðmundsson skoraði tvö mörk fyrir Kormák og Albert Jónsson, Gísli Magnús- son, Ingvar Magnússon og Júgóslavinn Slavko eitt hver. 6. umferð 22.07. KA-Leiftur kl. 18.00 22.07. Dalvík-KS kl. 20.00 7. umferð 27.07. KS-Tindastóll kl. 20.00 22.07. Leiftur-Dalvík kl. 20.00 8. umferð 08.08. Tindastóil-Leiftur kl. 14.00 08.08. Dalvík-KA kl. 14.00 9. umferð 15.08. Leiftur-KS kl. 14.00 15.08. KA-Tindastóll kl. 14.00 10. umferð 18.08. Tindastóll-Dalvík kl. 18.30 18.08. KS-KA kl. 18.30 Guömundur Svansson, þjálfari kvennaliðs Þórs í knattspyrnu eftir 0:2 ósigur gegn KR í 1. deild á Akureyri á sunnudag- inn. Þórsstúlkurnar léku nú allt annan fótbolta en gegn Breiða- bliki á dögunum og réðu ferðinni undan léttri golu í fyrri hálfleik. Liðið sótti stíft og fékk nokkur gullin tækifæri til að skora en öll fóru þau forgörðum og staðan var 0:0 í hléi. Seinni hálfleikur var í jafnvægi framan af en eftir um 15 mínútur skoraði Kristrún Heimisdóttir glæsilegt mark beint úr auka- spyrnu og eftir það sóttu KR-ing- ar í sig veðrið. Þær sóttu meira það sem eftir lifði leiksins og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir inn- siglaði sigurinn með marki þrem- ur mínútum fyrir leikslok. Leikjatafla 4. deildar C 1. umfcrð 30.05. Í ISÞ b-Neisti 30.05. Kormákur-Þrymur 30.05. SM-Hvöt 2. umferð 12.06. Neisti-Hvöt 13.06. HSÞ b-Kormákur 13.06. Þrymur-SM 3. umferð 19.06. SM-HSÞ b 20.06. Hvöt-Þrymur 20.06. Kormákur-Neisti 4. umferð 27.06. Kormákur-SM 27.06. HSÞ b-Hvöt 27.06. Neisti-Þrymur 5. umferð 04.07. Þrymur-HSÞ b 04.07. SM-Neisti 04.07. Hvöt-Kormákur 6. umferð 11.07. Neisti-HSÞ b 11.07. Þrymur-Kormákur 11.07. Hvöt-SM 7. umfcrð 17.07. SM-Þrymur 18.07. Kormákur-HSÞ b 18.07. Hvöt-Neisti 8. umferð 25.07. HSÞ b-SM 25.07. Neisti-Kormákur 25.07. Þrymur-Hvöt 9. umferð 08.08. SM-Kormákur 08.08. Hvöt-HSÞ b 08.08. Þrymur-Neisti 10. umferð 15.08. HSÞ b-Þrymur 15.08. Neisti-SM 15.08. Kormákur-Hvöt Fjöldasamtökin íþróttir fyrir alla, ÍFA, voru stofnuö sunnu- daginn 24. maí sl. Um 200 full- trúar ýmissa félagasamtaka og stofnana auk ýmissa einstakl- inga sátu stofnfundinn. Dr. Sigrún Stefánsdóttir, frétta- maður, var kjörin formaður samtakanna. Það var íþróttasamband íslands sem stóð fyrir stofnun samtakanna. í fréttatilkynningu frá ÍFA segir að markmið ÍFA sé „að virkja til samstarfs auk sam- bandsaðila ÍSÍ sem flest samtök, sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki, starfshópa og aðra hópa einstakl- inga er íáta sig varða hollustu og heilbrigði almennings með því að vinna að framvindu þeirra mála. Helgina 23.-24. maí var haldin sundráðstefna á Akureyri á vegum Sundsambands íslands og Sundfélagsins Óðins á Akureyri. Ráðstefnan snerist um þróunar- og framfaramál í sundíþróttinni. Á ráðstefnuna var fenginn Haukur Haraldsson frá Stjórnun- arfélagi íslands til að leiðbeina og leiða sundheim inná nýjar brautir í þróunar- og skipulagsmálum, Knattspyrnusamband Islands og Skandia ísland hf. hafa gert með sér samstarfssamning. í samningnum felst m.a. að Skandia ísland er einn af aðal- styrktaraðilum KSÍ og KSÍ mun því kappkosta að kynna fyrirtæk- ið og halda merki þess á lofti. Skandia ísland mun annast allar Sli'kir samstarfsaðilar geta verið hvort sem er innan eða utan íþróttasambands íslands. Stjórn ÍFA samþykkir aðild einstakra samstarfsaðila. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, stýrði stofnfundinum en Her- mann Sigtryggsson, stjórnarmað- ur í ISÍ, rakti þróun almennings- íþrótta hérlendis sl. 20 ár og kynnti jafnframt drög að sam- þykktum fyrir samtökin. í fyrstu stjórn voru kjörin Dr. Sigrún Stefánsdóttir, tilnefnd af ÍSI, Ragnar Tómasson, lög- fræðingur Reykjavík, Edda Hermannsdóttir, íþróttakennari Akureyri, Hilmar Björnsson, íþróttakennari Reykjavík, og Omar Einarsson, framkvæmda- stjóri Í.T.R. sundíþróttinni til heilla. Auk keppnisíþróttarinnar var stefnan tekin á aukna þátttöku almenn- ings í sundíþróttinni. Þótti ráð- stefnan takast einkar vel og var mikill hugur í röðum stjórnenda Sundsambandsins og sundfélaga í landinu eftir þessa helgi. Höfðu menn á orði að ef ráðstefnunni yrði fylgt vel eftir yrði mikið framfarastökk í sundmálum landsins innan tíðar. tryggingar landsliða á vegum KSÍ og fyrirtækið verður einnig eini styrktaraðili íslenskra knatt- spyrnudómara sem dæma á veg- um KSÍ. Fyrirtækið tryggir dóm- arana er þeir eru á ferðalögum og að störfum og í staðinn munu dómararnir kynna fyrirtækið með niargvíslegum hætti. frjálsum íþróttum Ungmennafélag Akureyrar, U.F.A., gengst fyrir þriggja vikna námskeiöi í frjálsum íþróttum. Námskeiðið hefst 3. júní og verður tvisvar í viku á Akureyrarvelli. Kennd verða undirstöðuatriðin í frjálsum íþróttum, farið í leiki og ýmislegt fleira. í lok námskeiðsins verður keppni í nokkrum greinum. Leiðbeinendur verða Gunnar Gunnarsson og Jóhannes Ottósson ásamt aðstoðarmönnum. Námskeiðið er fyrir aldurshópinn 7-14 ára og verður á mið- vikudögum og föstudögum kl. 17-19. Námskeiðsgjald er kr. 1500, 500 kr. systkinaafsláttur. Innritun er í símum: 25127 Jenný, 11547 Gunnar og 24565 Sigríður. Innritun lýkur 1. júní. ÆFINGATÍMAR. Einnig er félagið með frjálsíþróttaæfingar á mánudögum og fimmtudögum kl. 16.15-17.15 fyrir 10 ára og yngri, á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17.30- 19.00 fyrir 11-16 ára og eldri karla og kvennaflokk. Þjálfarar eru Gunnar Gunnarsson og Jóhannes Ottósson. Stjórn U.F.A. 4. deild, C-riðill: Ekkert óvænt í fyrstu umferðinni Leikjatafla 2. deildar kvenna kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 20.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 20.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 20.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 17.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 17.00 kl. 14.00 kl. 14.00 kl. 14.00 Akureyri: Ráðstefna um sund KSÍ samdi við Skandia

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.