Dagur - 21.08.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 21.08.1992, Blaðsíða 11
Föstudagur 21. ágúst 1992 - DAGUR - 11 HÉR & ÞAR Af ástarmálum konungsfólksins: „Karl hefur ekki komið nálægt mér í fímm ár“ - viðurkenndi Díana prinsessa fyrir Fergie Díana prinsessa hefur nú viður- kennt að hafa ekki sængað með eiginmanni sínum, Karli prins í fimm ár... en á sama tíma ku Fergie vera komin aftur í faðm Andrew prins og segja sögurnar að samband þeirra tveggja hafi aldrei verið betra en nú. Díana mun hafa trúað Fergie eiginmanni... hún er víst sann- færð um að glæður hjónabands- ins séu endanlega útbrunnar. „Við Karl reynum eins og við getum fyrir drottninguna en ég held að það sé vonlaust,“ á hún að hafa sagt við Fergie. „í hjarta mínu held ég að þetta eigi aldrei eftir að ganga. Karl er svo íhalds- „Ég vildi óska þess að einhver maður elskaði mig svona heitt. Karl hefur ekki komið nálægt mér í fimm ár.“ Fergie segir hins vegar að Karl þyrfti greinilega að læra sitthvað af bróður sínum. Hún segir Andrew mikinn og góðan elsk- huga og kunnugir segja þar Þarna er komin von. Þrátt fyrir skilnaðinn hafa Andrew og Fergie hist á laun síðan í maí. fyrir þessu leyndarmáli sínu um leið og hin síðarnefnda trúði Díönu fyrir því að hún og Andrew hefðu hist á laun síðan í maí en þá voru aðeins liðnir tveir mánuðir frá því að tilkynnt var um skilnað þeirra. Kunningjar hjónanna spá því þessa dagana að miklar líkur séu á því að þau taki saman aftur. Fergie og Andy héldu meira að segja saman upp á brúðkaups- afmælið sitt þann 23. júlí sl., þeg- ar þau borðuðu saman við kerta- ljós á veitingastað og fóru svo heim í gamla húsið sitt þar sem þau eyddu nóttinni saman. Erlend slúðurblöð segja líka að Díana hafi enga trú á því að hún eigi eftir að upplifa svona rómantískar stundir með sínum samur og ég held að hann eigi aldrei eftir að breytast.“ Þær eru á ólíkum nótum þessa dagana svilkonurnar. Á meðan Díana er óhamingjusöm, er Fergie alsæl með Andrew. „Andy og Fergie eru ennþá vit- laus hvort í annað,“ sagði Díana við náinn vin, „að minnsta kosti líkamlega. Þau get varla sleppt hvoru öðru. Og undanfarna mán- uði hafa þau hist á laun og átt saman eldheita ástarfundi. Fergie sagði mér að þau hefðu oft læðst heim á gamla heimilið sitt og líka inn í höllina til að njóta ásta. Hún segir að ást þeirra sé jafnvel enn heitari nú en fyrr.“ Díana segist öfunda svilkonu sína af þessu og vilja gefa mikið fyrir að vera í hennar sporum. komna ástæðuna fyrir brosmildi hennar. Nú um miðjan ágúst mun drottningin hafa ráðgert að bjóða báðum pörunum með sér í viku frí í Balmoral kastala með börnin, en eftir það ætla Fergie og Andrew ein í „aðra brúð- kaupsferð." Díana hlakkar hins vegar ekki til dvalarinnar. „Þetta er bæði kalt og leiðinlegt hús. Auk þess notar Karl alltaf tæki- færið til að hitta gamlar kærustur þegar hann er á þessum slóðum.“ Díana mun vera niðurbrotin vegna þessa alls. Hún segist ætla að gefa Karli sex mánaða frest til að laga hjónabandið, annars láti hún hann róa. Tvær stuttar af fræga fólkinu... Karólína, prinsessa í Mónakó. Sagt er að hún vilji nú fá eitthvað nýtt áður en hún gengur upp að altarinu með leikaranum, Vinc- ent Lindon. Og hvað á það að vera? Jú, fegrunaraðgerð á aug- um. Karólína mun hafa skroppið til Rómar á dögunum til að hitta fegrunarlækni þar sem hún bað um að láta fjarlægja pokana und- ir augunum. Hún ætlar nefnilega að láta það eftir föður sínum, Rainier prins, að halda stórt brúðkaup og þá þarf hún að líta vel út fyrir sjónvarpsmyndavél- arnar... Michael Jackson... ætlar að taka næsta tónlistar- myndband upp á Norðurpólnum. Hann er nú á tónleikaferðalagi um heiminn og þegar hann hefur lokið sér af í Svíþjóð mun mein- ingin vera að halda í norður og taka þar upp. Heyrst hefur að þarna verði jólalag á ferðinni sem sungið verður hástöfum á hjara veraldar. ÁðurJfrrkr. Nú 669 kr osTflPfiöTfin fymi) og veuRinn á einum stað TÖLVUPAPPÍRSPRENTUN ALLT SMAPPENT - ÐÓKÐAND LJOSRITUNARPAPPÍR ENDURUNNINN LJÓSRITUNARPAPPÍR TOLVU- OG LEYSISPAPPÍR HAGÆÐAÚTKEYRSLA ÚR MACINTOSH HAGÆÐAUTKEYRSLA ÚR PC LEYSISÚTKEYRSLA ÚR MACINTOSH LEYSISÚTKEYRSLA ÚR PC DnGSÍ>n€NT STRANDGÖTU 31 • SÍMAR 24222 & 24166 • FAX 27639 I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.