Dagur - 16.09.1993, Blaðsíða 3

Dagur - 16.09.1993, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 16. september 1993 - DAGUR - 3 Fréttir Norðlenskir smábátaeigendur óánægðir með gjaldskrá Fjarskiptaeftirlits ríkisins: Stofhunin telur gjaldskrána í takti við þróun símgjalda Smábátaeigendur hafa þessa dagana verið að fá reikninga fyrir skoðun á VHF-stöðvum, sem þeim ber að hafa um borð í bátunum. Fram til þessa árs var skoðun og eftirlit á þessum tækjum í umsjón Pósts og síma og á árinu 1992 var eftirlits- gjaldið 1.040 krónur. A þcssu ári var þessi starfsemi færð frá Pósti og síma til nýrrar stofnun- ar, Fjarskiptaeftirlits ríkisins, og þá bregður svo við að gjald fyrir skoðun og eftirlit á VHF- stöðvunum rúmiega scxfaldast milli ára, er nú 6.480 krónur. Askilið er lögum samkvæmt að hafa slíkar stöðvar um borð. Miðbær Akureyrar: Gjaldskyldum bflastæðum ijölgar - ný gerð af stöðumælum tekin í notkun Frá og með deginum í dag verð- ur gjaldskylda sett á bifreiða- stæðið sunnan Hafnarstrætis 92 og á hluta bifreiðastæðis austan Skipagötu, næst pósthúsinu. Eftir þessar breytingar verða alls 112 gjaldskyld stæði í mið- bæ Akureyrar og í fleiri horn að líta fyrir stöðumælaverði. I tilkynningu frá bæjarverk- fræðingi kemur fram að á áöur- nefndum bifreiðastæðum veröur sett upp ný gerö af stöðumælum, miðamælar, þar sem aöeins er einn mælir fyrir mörg stæöi. Upp- hæð gjaldsins er hin sama og á öðrum stæðum eða 10 krónur á hverjar byrjaðar 15 mínútur og tími gjaldskyldu er frá 10-17.30 alla virka daga. Ekki er hámarks- stöðutími á stæðunum með miða- mælunum. Hvemig á svo að nota þessa nýju stöðumæla? Jú, þegar lagt hefur verið í stæði með miðamæli þarf að fara að mælinum og greiða þar fyrir þann tíma sem ætlað er að nota. Hægt er aö greiða með 5, 10 og 50 kr. mynt, en lágmarks- greiðsla er þó 10 krónur. Miða- mælirinn skilar kvittun til baka sem segir til um þau tímamörk Heilsugæslustöðin á Akureyri: Rauðir hundar á undanhaldi Akureyringar voru heilsu- hraustari í ágúst en í júlí sé tek- ið mið af skýrslu Heilsugæslu- stöðvarinnar á Akureyri um smitsjúkdóma. Samkvæmt skýrslunni eru rauðu hundarn- ir í rénun. I ágúst greindust 13 með rauða hunda en tilfellin voru 34 í júlí. Hlaupabólutilfellin stóðu í staö, 4 í hvorum mánuði. Þá voru 3 með fimmtu veikina í ágúst en 11 í júlí. Aðrir kvillar sem hrjáðu Akur- eyringa í ágúst voru næsta hefó- bundnir. 293 voru með það sem er flokkað undir kvef, hálsbólgu og hliðstæðan krankleika, 5 með lungnabólgu, 19 með streptó- kokka-hálsbólgu, 4 greindust með einkimingasótt, 50 höfðu maga- kveisu og 2 glímdu við kláða- maur. SS Bæjarráð Húsavíkur: Rætt um steftuimörkun heilbrigðisþjónustu Bæjarráð Húsavíkur fjallaði um stefnumörkun Heilsugæslu- stöðvar og Sjúkrahúss á fundi sínum sl. fimmtudag. Stjórnarformaður og fram- kvæmdastjóri komu á fund bæjar- ráðs og kynntu skýrslu sem for- ráðamenn stofnunarinnar hafa gert og óska ályktunar bæjaryfirvalda um. Að sögn Einars Njálssonar, bæjarstjóra, er markið sett við að halda þeirri uppbyggingu og þjón- ustu sem þegar er til staðar, en að framtíðaruppbygging miðist aö því að gera viðbótarhjúkrunarrými fyrir eldra fólk. Einar sagði að tví- mælalaust þyrfti að halda áfram rekstri fæðingardeildar og skurð- stofu sjúkrahússins. IM Skrapatungurétt: Fáir sýna áhuga Ekki virðist vera ýkja mikill áhugi fyrir þátttöku í stóðrétt- um í Skrapatungurétt í Austur- Húnavatnssýslu um næstu helgi. I ár eins og í fyrra býður Ferða- málaráð Austur-Húnvetninga í samvinnu við Ferðaþjónusta bænda á Geitaskarði og Hótel Blönduós upp á „stóðrétta- pakka“. í gær höfðu 2 gestir bókað sig á Hótel Blönduósi en 6 á Geitaskarði. A Hótel Blönduósi fengust þær upplýsingar að fleiri hefðu hringt og spurt. I stórum dráttum felst þessi óvenjulegi „f'erðaþjónustupakki“ í hrossasmölun á laugardag og er hrossum smalaö í Skrapatungu- rétt. Um kvöldmatarleytið er ráð- gerður grillkvöldverður í Skrapat- ungurétt við harmonikuundirleik og síðar um kvöldið er boðið upp á réttardansleik á Hótel Blöndu- ósi. A sunnudag eru dagurinn tek- inn snemma og tekið þátt í réttar- störfum í Skrapatungurétt. En hvað skyldi „stóðréttapakk- inn“ kosta? Eins manns herbergi á Hótel Blönduós kostar 17 þúsund krónur (aðfaranótt laugardags og sunnudags) og tveggja manna herbergi 15 þúsund krónur fyrir manninn. A Geitaskarði kostar „pakkinn" hins vegar 13.300 krónur og inn í þeirri tölu er kvöldverður á laugardagskvöld og nestispakki. óþh sem greiðslan nær til. Þennan miða skal síðan leggja bílstjóra- megin á mælaborð bifreiðarinnar þannig að auðvelt sé fyrir stöðu- veröi að lesa á haiui. Fram kemur að ekki er hægt að greiða í miðamæli eftir að gjald- skyldu lýkur en ef greitt er skömmu fyrir lok gjaldskyldu fær- ist viðbótartíminn yfir á næsta dag. Þá er hægt að greiða í mæl- inn frá kl. 7 á morgnana þó að hann byrji ekki að mæla tímann fyrr en kl. 10, þannig að ef greitt er fyrir 2 klukkutíma á tímabilinu frá kl. 7-10 sýnir kvittunin að greitt hafi verið til kl. 12 á hádegi. SS Smábátaeigendur segja að eft- irlitið hafi ekkert breyst, það hafi í raun aldrei verið neitt, aðeins hafi samviskusanúega verið séð urn að innheimta skoðunar- og eftirlits- gjald. I skoðun á m.a. að vera innifalið að álagsmæla rafgeyma og mæling á því hvort stöðin sé stillt á strandstöð. ^ Guðmundur Olafsson, fram- kvæmdastjóri Fjarskiptaeftirlits ríkisins, segir að starfsemi Fjar- skiptaeftirlitsins hafi hafist í apríl- mánuöi sl. en áður hafi öll starf- semin verið undir hatti Pósts og síma. Astæður þess að stofnuninni var komið á fót var aðildin að EES-samningnum og þær skuld- bindingar sem því fylgdu en einnig sé þessi starfsemi í takl við þá þróun sem átt hefur sér stað urn hinn vestræna heim, þ.e. aó aðskilja rekstrarhlutami frá stjómsýsluhlutanum. Því getur Póstur og sími með betri hætti tekið þátt í hinni hörðu sam- keppni sem er m.a. í sölu á alls konar símurn og fjarskiptatækjum. „Ef enginn hefur komið til að skoða VHF-stöðvamar hjá þess- um smábátaeigendum þá cr um einhverja brotalöm að ræða í kerf- inu. Það er hins vegar útilokað annað en stöðvamar séu skoðaðar og yfirfarnar með vitund eigand- ans. Eg er ekki tilbúimi til að horfa á prósentuhækkun á gjaldi fyrir þjónustu þó það sé freistandi fyrir þá sem vilja hnekkja J>eim tölum sem þar koma fram. Eg vil núklu frekar horfa til þeirra 10 þúsund viðskiptavina sem ekki greiða neitt lengur og á ég þá við svokallað CB-notendur, eða eig- endur almemúngstalstöðva. Það er miklu skemmtilegra að reikna út prósentulækkun frá einliverju mður í ekkert," segir Guömundur Olafsson. „Skýringin á þessari miklu hækkun er sú aó þessi starfsemi var áður á vegum Símamálastofn- unar með 15 núlljarða króna ár- sveltu og þess ekki alltaf gætt þar að einstaka þjónusta stæði undir sér. Gjaldskráin var allt of lág og núsmuninn greiddu símnotendur. Fjarskiptaeftirlit ríkisins á að standa undir sér, þ.e. sækir ekki fimmeyring í ríkissjóð, og því er gjaldið fyrir þessa þjónustu hækkað og er nú í takt við al- menna þróun símagjalda. Auðvit- að orkar allt tvímælis þá gert er en nú er það gjald sem VHF-not- endur greiða eðlilegt.“ GG UR KfÖTBORÐI rn HRISALUNDUR UR GRÆNMETISBORÐI ÚR BRAUÐBORÐl W. . — * T Tilboð Svínagullash 869 kr. kg Tilboð Blómkál 49 kr. kg Tilboð Trimmbrauð 99 kr. stk. Lausfryst ýsuflök 5 kg I kassa aðeins 1990,- kr. „Veljum íslenskt“ „Max vinnuföt, níðstekt og þægileg“ Ostakynning: Föstudag frá kl. 14-19 Laugardag frá kl. 10-14 Appelsínuostakaka Rjómaostur m/ reyktum laxi Rjómaostur m/blönduðum kryddjurtum Camenbert Barnaflauelsbuxur kr. 1776 Gallabuxur St. 146-176 • Kr. 1760

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.