Dagur - 04.01.1994, Blaðsíða 16

Dagur - 04.01.1994, Blaðsíða 16
wsmss, Akureyri, þriðjudagur 4. janúar 1994 Afsláttarkort r Gott verð Kodak gœði Þinn hagio Framköllum jóla og áramóta filmuna Pína fljótt og vel ^PediGmyndir? SKIPAGATA16 S í M I : 2 3 5 2 O l.ri*1 áiffiíliiMljC Neytendafélag Akureyrar: Grannt verður fylgst með að matarskattslækkunin skili sér Vilhjálmur Ingi Árnason, for- maður Neytendafélags Akureyr- ar, segir að starf félagsins á næstu vikum muni fyrst og fremst beinast að matvöruversl- uninni til að tryggja launþegum þær kjarabætur sem lækkun á virðisaukaskatti á matvæli á að skila þeim. Flestar matvöru- verslanir voru lokaðar í gær vegna vörutalninga og breytinga samfara lækkun matarskattsins. Starfsfólk í KIiA-Nettó á Akureyri átti annríkt í gær við vörutalningu og breytingar sem gera þarf vcgna lækkunar á matarskattinum sem varð um áramótin. Mynd:Robyn Fæðingar á Norðurlandi í fyrra: - fæðingum fækkaði um nálægt 40 milli ára á Akureyri Á sjötta hundrað börn fæddust á Norðurlandi á síðasta ári og er það sammcrkt með ölluni stöð- unum að stúlkurnar voru ívið fleiri en drengirnir. I>ó bera Húnvetningar af þar sem fædd- ust helmingi fleiri stúlkur en drengir. Fæðingum fækkaði milli ára á Akureyri og Húsavík en Qölgaði á Sauöárkróki, Siglu- firði og Blönduósi. Að sögn Ingibjargar Jónsdótt- ur, yfirljósmóður á fæðingardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri, fækkaói fæðingum á deild- inni úr 423 árið 1992 í 384 á síð- asta ári. Fædd böm á árinu 1993 voru þó 390 þar sem sex tvíburar fæddust á árinu. Síðustu árin hafa drengirnir verið nokkru fleiri á deildinni en í fyrra breyttist hlut- fallið þannig aó drengimir voru 183 og stúlkurnar 207. Á Sjúkrahúsinu á Siglufirði fæddust 15 börn á síóasta ári og voru stúlkurnar átta en drengirnir sjö. Þá fæddu 10 siglfirskar konur annars staðar þannig aó fædd börn í bænum voru 25 á árinu á móti 18 árið áður. Drengir í Húnavatnssýslum búa vió konuríki því alls fæddust 20 stúlkur á Blönduósi á síðasta ári en aðeins 10 drengir. Þetta er fjölgun um átta fæóingar milli ára og það athygiisverða er aó aðeins fæddust tvö börn á síðustu þremur mánuóum ársins. Á Sauðárkróki fjölgaði fæðing- um líka um 10 milli ára og voru þær 72 á árinu 1993. Þar af voru drengirnir 31 en stúlkurnar 41. Árið 1992 voru fæóingar 62, þar af ein tvíburafæóing cn fæddar stúlkur voru þá 23 en drengir 40. Sé litió á þróun fæðinga á sjúkrahúsinu á Húsavík síðustu ár- in sést greinileg fækkun. Þær voru 59 árið 1990, 50 árió 1991, 47 ár- ió 1992 og 39 á síðasta ári. Þar af voru drengirnir 19 og stúlkurnar 20 talsins. Af þessum börnum voru 26 frá Húsavík, 3 af Tjörn- esi, 2 úr Mývatnssveit, 2 úr N- Þingeyjarsýslu, 2 úr Reykjahreppi, 1 úr Aðaldal, 1 úr Ljósavatns- hreppi og 1 úr Reykjavík. JOH/IM Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri: Sjö ætla í prófkjörsslag O VEÐRIÐ Veður mun fara hægt kóln- andi á landinu næsta sól- arhring og verða norðlæg- ar vindáttir ríkjandi. Spáin fyrir Norðurland er nokkuð dæmigeró vetrarspá: all- hvöss eða hvöss norðanátt og él. Það mun því bæta á snjóinn í þessum lands- hluta fyrstu dagana á nýja árinu. Sjö hafa tilkynnt þátttöku í próíkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar 28. maí nk. Próf- kjörið fer fram dagana 22. og 23. janúar nk. Niðurstaðan verður bindandi fyrir fimm efstu sæti listans. Þeir sem tilkynnt hafa þátttöku eru: Sigurður J. Sigurðsson, Björn Jósef Arnviðarson, Jón Kr. Sól- nes, Valgeróur Hrólfsdóttir, Þórar- inn B. Jónsson, Einar Bjamason og Ólafur Rafn Ólafsson. Þrír af þessum sjö þátttakend- um eru núverandi bæjarfulltrúar Sjálfstæðisllokksins; Sigurður J. Sigurðsson, scm skipaói fyrsta sætið fyrir síðustu kosningar, Björn Jósef Arnviðarson, sem skipaði annað sætiö og Jón Kr. Sólnes, sem skipaði þriója sætið. Athygli vekur að Birna Sigur- björnsdóttir, sem skipaói fjóröa sætiö D-listans fyrir síðustu kosn- ingar, gefur ekki kost á sér fyrir prófkjöriö. Haraldur Sveinbjörnsson, tals- maður kjörnefndar, segir að nefnd- inni sé heimilt að bæta viö nöfnum í prófkjörið og megi fastlega búast við að hún geri það óþh Vilhjálmur Ingi sagði þær raddir hafa verið uppi að undan- förnu að matarskattslækkunin nái aldrei til vasa launafólks. „Maður veit ekki cnn hvort svona gæti farið en við munurn fara strax af stað eítir áramótin, kanna verð og fyljast þannig með. Það er samstaða hjá Samkeppnis- stofnun, Neytendasamtökunum og verkalýósfélögunum að fylgjast vel meó, því aðgerðin cr til kornin vegna krafna verkalýðshreyfingar- innar í mikilli andstöðu margra. Því ríður á ntiklu að sýna að þcssi aðgerð gangi en að ekki gerist þaó sem úrtölumenn hafa verið að segja,“ sagði Vilhjálmur Ingi. Bændasamtökin áréttuðu í gær að þcssi breyting valdi litlum scm engum breytingum á búvöruverði, utan verðlækkunar á sntjöri úr 382 kr. í 349 kr./kg. Jafnframt sé mögulegt að unnar kjötvörur lækki í verði. JÓH Húsavík: Friðsöm áramót - mikill ijöldi flugelda „Áramótin voru ekki verri en venjuleg helgi og varla þurfti að hafa afskipti af nokkrum manni,“ sagði lögreglan á Húsa- vík, aöspurð um áramótagleð- ina. Húsvíkingar fögnuðu nýju ári með fjölda fiugclda og blysa, cnda viðraði vcl til llugeldaskota. Brenna var um kvöldið og dans- lcikur um nóttina, sem fór mjög vel l'ram. Fjöldi fólks var einnig á ferli og fagnaði nýju ári í hcima- húsum. Lögrcglan sagði að mjög vel hefói gengið um hátíðarnar og cngin tcljandi óhöpp orðið í um- ferðinni. IM Nýársgleði Akureyringa: Rúðubrot og ölvun MikiII mannfjöldi var í niiöbæ Akureyringa á nýársnótt og frani á niorgun. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var tals- verð ölvun en þrátt fyrir það fór áramótagleðskapur bæjarbúa nokkuð skikkanlega fram. Þrjár rúður voru brotnar í ntið- bænum á nýársnótt, þ.e. hjá Pósti og síma, í Amaro og Ljósmynda- stofu Páls. Að sögn Árna Magnússonar, varðstjóra hjá Akureyrarlögregl- unni, þurftu fimm manns að gista fangagcymslu lögrcglunnar á ný- ársnótt vegna ölvunar. Einn þcirra hafði ekió á bíl í miðbænum, skemmt hann og stungið af en lögrcglan hafði hendur í hári hans síðar og hafði grun urn ölvun vió akstur. Hann fékk því að ljúka áramótaskemmtun sinni í fanga- geymslum um nóttina. Að öðru leyti sagói Árni nýárs- fagnaðinn hafa fariö vel fram. Tvær brennur voru á Akureyri og var nokkuó af fólki við þær en staldraði stutt við enda veður heldur leiðinlcgt. JÓH Elsti íbúi í Norður- Þingeyjarsýslu: Gunnlaug Þórðar- dóttir 100 ára í dag Gunnlaug Þórðardóttir er 100 ára í dag. Hún er á öldrunar- deild Sjúkrahússins á Húsavík, þar seni hún hefur dvalið í tæp fjögur ár. Gunnlaug er fædd 4. janúar 1894 að Steindyrum í Svarfaöar- dal. Hún var fimmta í röó tíu systkina og á tvo bræður á lífi á Ákureyri, Jón sem cr 97 ára og Björn 91 árs. Gunnlaug bjó í Ólafsfirði frá 1930 með manni sínum Páli Páls- syni, cn hann lést 1957. Síðan bjó hún mcð Hreiðari syni sínum til 1971, cn þá llutti hún til Þórunnar dóttur sinnar á Kópaskeri og bjó hjá hcnni þar til um vorið 1990 að hún fiutti á sjúkrahúsið. Gunnlaug cr clsti íbúi með skráða búsetu í Noröur-Þingeyjar- sýslu, en elsti íbúi Suður-Þingeyj- arsýslu er Anna Jónsdóttir á Skútustöðum, fædd 1891. IM TILBOÐ PFAFF SAUMAVÉL 6085 HEIMILISVÉL 20 SPOR VERÐ KR. 39.805 14 KAUPLAND «—m Kaupangi v/Mýrarveg. simi 23565 - íslenskt og gott Byggðavegi 98 Opið til kl. 22.00 alla daga

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.