Dagur - 29.03.1994, Blaðsíða 8

Dagur - 29.03.1994, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 29. mars 1994 +■ IÞROTTIR HALLDÓR ARINBJARNARSON Ljósabekkir Nuddpottur Vatnsgufubaö Tækjasalur Tröppuþrek Hamar, félagsheimilí Þórs vi& Skarbshlíb. Sími 12080. fR-ingar unnu Þór í körfunni: Þriðja Íeíkinn þarf til - um sæti í Úrvalsdeildinni Þrátt fyrir að hafa tapað stórt fyrir Þór í síðustu tveimur leikj- um Islandsmótsins í körfubolt- anum mættu ÍR-ingar alls óhræddir til leiks á laugardag- inn þegar annar leikur liðanna um sæti í Úrvalsdeildinni fór fram. Með sigri hefði Þór hreppt sætið en heimamenn höfðu mikla yfirburði, sérstak- lega framan af, og sigruðu 105:83 eftir að staðan í leikhléi var 50:32 fyrir ÍR. „Þetta var dapurt hjá okkur. Þeir hittu vel og við byggðum upp sjálfstraust hjá þeim með því að spila lélega vörn í byrjun. Hittnin hjá okkur var Iíka afar slök. Þegar við Ioksins fórum að spila af eóli- legri getu var það of seint í rassinn gripió," sagði Hrannar Hólm, þjálfari Þórs. Hann sagði sína ntenn hafa unnið mjög örugga sigra í tveimur síðustu leikjunt liðsins gegn IR og hugarfarið því kannski ekki vcrið rétt hjá leik- mönnunum. „ÍR-ingar léku vel í dag en við ætlum okkur sigur í þriðja leiknunt. Við höfum ekki enn tapað á heimavelli og förum ekki að byrja á því í síðasta leikn- um,“ sagði Hrannar. Leikurinn var aðeins jafn fyrstu mínúturnar en síðan tóku IR- ing- ar forystuna. Um miðjan fyrri hálfleikinn var munurinn á liðun- um orðinn 10 stig og skömrnu síó- ar 20 stig. Staðan í leikhléi var 50:32. Seinni hállleikurinn var jafnari en sá fyrri og Þórsurum gekk bet- ur í sóknaraógerðum sínum. IR- ingar börðust þó alltaf mun betur og virtust hafa meiri sigurvilja en norðanmennirnir. Þeir höfðu lengst af 20 stiga forystu og þegar flautað var til leiksloka skildu 22 stig liðin aö, 105:83. Þórsarar hafa sýnt að þeir geta miklu meira en þeir sýndu í leikn- um á laugardag og er ekki við öóru að búast cn að þeir mæti grimmir sem Ijón í þriðja leik lið- anna, sem fer fram í Iþróttahöll- inni á Akureyri annað kvöld kl. 20.30. SV Stig Þórs: Sandy Anderson, 29, Einar Valbergsson, 20, Konráó Óskarsson, 12, Bjöm Sveinsson, 8, Birgir Ö. Birgisson, 6, Birgir Guófinnsson og Amsteinn Jó- hannesson, 4 stig hvor. Stig ÍR: Chris Brandt, 29, Halldór Krist- mannsson, 26, Eiríkur Önundarson, 24, Broddi Sigurósson, 12, Hilmar Gunnars- son, Gunnar Ö. Þorsteinsson og Láms Amarson, 4 stig hver og Bragi Reynis- son, 2. Körfubolti, úrslitakeppni 1. deildar kvenna: Tindastólsstelpur úr leik í þetta sinn - töpuðu tvívegis fyrir Keflavíkurstelpum Tindastólsstelpur eru úr leik í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í körfubolta eftir að hafa legið tvívegis fyrir IBK um helgina. Keflavíkurstelpur fara því áfram og mæta KR í úrslita- leikjum um Islandsmeistaratitil- inn. Fyrri leikurinn fór fram í Keflavík á föstudagskvöldið og endaði 95:82 og sá síðari á sunnudaginn á Króknum og endaði 76:86. Tindastóll byjaði betur í Kefla- vík og komst í 3:2 en þá komu 27 stig í röð hjá IBK. Leikurinn jafn- aöist síðan nokkuð þegar á leið og staðan í leikhléi var 48:44. Sömu hálfleikstölur voru raunar í úrslita- leik Grindavíkur og IA í karlaflokki, sem fram fór á ná- kvæmlega sama tíma í Grindavík. I upphafi síðari hálfleiks tókst Tindastóli að minnka muninn í 1 stig en nær komust þær ekki og ÍBK sigraói 95:82. Hanna Kjart- ansdóttir var yfirburöamaður hjá IBK og Birna Valgarðsdóttir stóð sig vel hjá Tindastóli. Elías Georgsson, Njarðvík. Stig ÍBK: Hanna Kjartansdóttir 30, Anna María Sveinsdóttir 22, Olga Færs- eth 21, Anna María Siguróardóttir 5, Björg Hafsteinsdóttir 4, Þórdís Ingólfs- dóttir 4, Elínborg Herbertsdóttir 4, Guó- laug Sveinsdóttir 2, Erla Þorsteinsdóttir 2 og Lóa Björg Gestsdóttir I. Stig Tindastóls: Bima Valgarósdóttir 22, Petrana Buntic 17, Sigrún Skarphéó- insdóttir 15, Kristín Magnúsdóttir 12, Inga Dóra Magnúsdóttir 10 og Selma Baródal 6. Sveiflur á Króknum Tindastólsstelpur höfðu betur framan af í síðari leik liðanna sem fram fór á Sauðárkróki á sunnu- daginn, leiddu mest með 10 stig- um og var það fyrst og fremst frá- bær leikur Onnu Maríu Sveins- dóttur sem kom í veg fyrir að for- skot Tindastóls í leikhléi var að- eins 6 stig, 46:40. En það seig á ógæfuhliðina hjá Tindastóli í síðari hálfleik og þrátt fyrir góða baráttu á köflum höfðu gestirnir betur, 86:76. Keflvíking- ar nutu þess að hafa reynsluna rneð sér og það var fyrst og fremst hún sem skóp þennan sigur meðan leikur Tindastóls var of köflóttur. Þrátt fyrir þessa ósigra er árangur Tindastóls í vetur frábær mióað vió hinn unga aldur leikmanna. Ljóst má vera að framtíð kvenna- körfunnar á Króknum er björt, tak- ist að halda áfram á sömu braut. -gbs Stig Tindastóls: Petrana Buntic 23, Bima Valgarósdóttir 15, Inga Dóra Magnúsdóttir 14, Sigrún Skarphéóins- dóttir 13, Kristín Magnúsdóttir 9 og Selma Baródal 2. Stig ÍBK: Olga Færselh 28, Anna María Sveinsdóttir 24, Björg Hafsteinsdóttir 14, Hanna Kjartansdóttir 13, Guólaug Sverr- isdóttir 6 og Erla Þorsteinsdóttir 1. Veisla fyrir handboltaáhugafólk í Höllinni í kvöld: Konráð Óskarsson og félagar hans í Þórsliðinu máttu játa sig sigraða, í fyrsta skipti síðan í nóvember, þegar liðið tapaði fyrir IR á sunnudaginn. Liðin mætast í hrcinum úrsiitaleik í íþróttahöllinni annað kvöld. Mynd: Robyin Jan Larsen þjálfar Þórsliðið í handbolta: Allir leikmenn liðsins áfram I kvöld fer fram fyrri um- ferð Akureyrarmóts í hand- bolta hjá meistaraflokki. Leikið verður í íþróttahöll- inni. Óhætt er að fullyrða að hér er á ferðinni sannkölluð veisla fyrir handboitaáhuga- fólk í bænum og óþarft ætti að vera að tala um þá frá- bæru stcnimningu sem jafn- an fylgir slag þessara ná- granna. Leikurinn hefst kl. 20.15. Liðin hafa tvívegis mæst í vetur og KA haft betur í bæói skiptin. Mjótt var á mununum síðast og eflaust niunu Þórsar- ar nú leggja allt í sölurnar til aö ná fram hefndum. KA- menn sigruðu auðveldlega í fyrri deildarviðureign liðanna sem var síðasti leikur fyrir jól. Þá urðu lokatölur 31:19 cftir aó KA hafði hreinlega valtað yfir baráttulausa Þórsara undir lokin. Margt breyttist til betri veg- ar hjá Þór eftir áramót og þaó þó helst aö leikmenn fengu aukið sjálfstraust á heimavelli. Þeir viróast kunna vcl við sig í Höllinni og því fékk KA að kynnast fyrir rúmri viku síöan, þann 20 mars. Þá komst KA í hann krappan en náði þó aó sigra 24:20. Full ástæða er til að hvetja stuóningsmenn beggja lióa til aó mæta í íþróttahöllina, styðja vió bakió á sínum mönnum og ná upp sannkallari Akureyrarstemmningu. handbolta, sem leikur í 2. deild næsta keppnistímabil. Larsen tók við liðinu eftir að keppni í 1. deild hófst í haust og stýrði því út mótið en eins og kunnugt er féll liðið 12. deild. Þá er ljóst aö allir leikmenn liösins veröa áfram í herbúóum fé- lagsins. Ekki er ólíklegt að ein- hver félög sýni einstaka leik- mönnum liðsins áhuga en þeir eru allir samningsbundnir Þór út næsta keppnistímabil. Mikill hugur er í félagsmönn- um og er stefnt aö því aö staldra aðeins viö eitt ár í 2. deildinni. Þessa dagana er unnió að því aö mynda nýja stjórn fyrir næsta keppnistímabil og er þegar ljóst aö „tveir vanir menn“, þcir Kristinn Sigurharðarson og Páll Þór Ár- mann, veröa þar í fremstu víglínu. AIAM Úr leik Þórs og KA á dögunum. Erlingur Kristjánsson leitar að sniugu á Þórsvörninni cn Hermann Stefáasson (nr. 2) er við öllu húinn. Geir K. Að- alsteinsson fylglst með af áhuga. Mynd: Robyn. Jan Larsen, verður áfram þjálf- ari meistaraflokksliðs Þórs í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.