Dagur - 30.05.1994, Blaðsíða 6

Dagur - 30.05.1994, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Mánudagur 30. maí 1994 Sveitarstjórnarkosningarnar/Sauðárkrókur-Dalvík Frá Sauðárkróki. Sauðárkrókur: Óbreyttur meiríhluti og bæjarstjórí endurráðinn Eftir fund forystumanna Sjálf- stæðisflokks, Alþýðuflokks og K-lista óháðra á Sauðárkróki síðdegis í gær er ljóst að fráfar- andi meirihluti þessara þriggja lista starfar áfram næstu fjögur árin. Jónas Snæbjörnsson, oddviti sjálfstæóisnianna, veróur forscti bæjarstjórnar og tckur viö af Knúti Aadnegaard, sem gaf ekki kost á scr til cndurkjörs, Björn Sigurbjörnsson veróur formaður bæjarráós og formcnnska í veitu- stjórn kcniur í hlut Hilmis Jóhann- cssonar. Þá hafa flokkarnir sam- þykkt aó cndurráða Snorra Björn Sigurðsson bæjarstjóra til næstu fjögurra ára. Töluvcröar sviptingar uröu í kosningunum á Króknum sl. laug- ardag. Framsóknarflokkur tapaói ríflega 7,1% l'ylgi og Alþýöu- bandalagiö bætti vió sig 10,1% l'ylgi. Urslitin uröu þau að A-listi Al- þýöuflokks fckk 172 atkvæöi (10,9%) og einn mann kjörinn (Björn Sigurbjörnsson), B-listi Framsóknarflokks 486 atkvæói (30,7%) og tvo menn kjörna (Stef- án Loga Haraldsson og Bjarna Ragnar Brynjólfsson), D-listi Sjálfstæðisllokks 430 atkvæði (27,1%) og tvo menn kjörna (Jón- as Snæbjörnsson og Steinunni Hjartardóttur), G-listi Alþýóu- bandalags 327 atkvæöi (20,6%) og einn rnann kjörinn (Onnu Kristínu Gunnarsdóttur), og K- listi óháöra 170 atkvæöi (10,7%) og cinn mann kjörinn (Hilnii Jó- hanncsson). óþh Björn Sigurbjörnsson: Get ekki annað en veríð ánægður „í mínum huga urðu hér mjög óvænt úrslit. Eg hafði aldrei leitt hugann að því að Framsókn myndi tapa manni,“ sagði Björn Sigurbjörnsson, oddviti Alþýðu- flokksins. „Þaö er mjög ánægjuleg upp- lifun að þeir 173 bæjarbúar sem kusu Al- þýðuflokkinn eru að meta störf mín fyrir 'oæjar- félagið en láta mig ekki gjalda þess aó fremur óvinsælir vindar blása um Alþýóuflokkinn á lands- vísu. Ég get ekki annað en verió ánægður meó þessa niðurstöðu. Það scm mcr finnst kannski merkilegast er að innan þess meiri- hluta sem heldur hér velli eru báðir ríkisstjórnarflokkamir og mér hef- ur sýnst að þeir hafi fengió heldur bága útkomu á landsvísu.“ óþh Stefán Logi Haraldsson: Hlýt að hafa rekið vitlausa pólitík „Þetta er vissu- lega mikið áfall og kemur mér á óvart,“ sagði Stefán Logi Haraldsson, oddviti fram- sóknarmanna. „Viö töldum okkur vera í mjög sterkri stöðu og að við værum að berjast fyrir breytingum á for- ystu bæjarfélagsins. Við töpum umtalsverðu fylgi og það færist að stærstum hluta yfir á Alþýðubanda- lag og þar dettur það dautt niður og nýtist ekki. Þetta hlýtur að vera áfellisdómur yfir mér sem oddvita B-listans. Ég hlýt aó hafa rekið kol- vitlausa pólitík á liðnu kjörtímabili. Við munum setjast niður og meta þessa niðurstöðu. I ljósi þess- ara úrslita munum viö væntanlega endurskoða okkar starfshætti og áherslur. Það liggur ljóst fyrir.“óþh Jónas Snæbjörnsson: Nokkuð ánægður með okkar hlut „Meirihluta- samstarfíð hélt velli og það fmnst mér ánægjulegt,“ sagði Jónas Snæbjömsson, oddviti sjálf- stæðismanna. „Ég er nokk- uð ánægður rneð okkar nlut. Vió höfóum að vísu gert okkur vonir um aö halda að minnsta kosti þeirri prósentu sem við höfðum, en það tókst ekki alveg. Miðað við út- komu Sjálfstæóisflokksins víða um land, þá erum við bara ánægó með okkur. Það veróur ekki annað sagt en aó úrslit þessara kosninga hér komu á óvart. Fylgistap Framsókn- arflokksins var óvænt og það fylgi virðist hafa dreifst á aðra flokka en Sjálfstæðisflokk, fyrst og fremst þó á Alþýðubandalagið.“ óþh Anna Kristín Gunnarsdóttir: Kom skemmti- lega á óvart „Skýringin á þessum kosninga- sigri er sú að við höfum haldið uppi málefnalegri baráttu allt kjörtímabilið og í þessum kosn- ingum buðum við fram mjög samstiiltan hóp,“ sagði Anna Kristín Gunnarsdóttir, oddviti Alþýðubandalags. „Ég verð að játa að þessi kosn- ingasigur kom mér skemmtilega á óvart. Ég átti ekki von á því að við yrðum hárs- breidd frá því að koma inn öðrum bæjarfulltrúa. Afhroó Fram- sóknarflokksins var óvænt og ég átti heldur alls ekki von á því að allir smáflokk- arnir kæmu manni í bæjarstjóm. Það er nú þegar búið aó ganga frá myndun meirihluta og við verð- um ál'ram úti í kuldanum. Það eru mér mjög mikil vonbrigði. Ég vil nota þetta tækifæri og skila þakklæti tij allra þeirra sem studdu Alþýðubandalagið í þessum kosningum." óþh Hilmir Jóhannesson: Sigur fyrir hug- myndafræði K-listans „Jú, það má kannski segja að þetta sé sigur fyrir mig. En mér finnst þetta vera meiri sigur fyrir þá hug- myndafræði sem við höfum haldið fram, þ.e. að bæjarmálin eigi ekki að snúast um landsmálin,“ sagði Hilmir Jóhannesson, efsti maður á K-lista óháðra. „I kosningabaráttunni töluðum við ekki illa um neinn, okkar kosn- ingabarátta byggðist hvorki á lof- oróum né skítkasti. Urslitin hérna á Króknum komu mér mjög á óvart og ég fann ekki lyktina af henni. Ég sá aldrei í spil- unum þetta tap Framsóknarflokks- ins og þessa miklu fylgisaukningu Alþýðubandalagsins.“ óþh Dalvík: Sjálfstæðísflokkur tapar - Framsóknarflokkur yfir 40% fylgi Óhætt er að segja að miklar sviptingar hafi orðið í sveitar- stjórnarkosningunum á Dalvík. Sjálfstæðisflokkurinn hefur starfað í meirihluta á kjörtíma- bilinu með N-lista jafnaðar- manna en slíkur listi var ekki boðinn fram nú. Fylgistap Sjálf- stæðisflokks var 5,4% og tapaði flokkurinn þar með einum bæj- arfulltrúa. Þrír listar voru í kjöri á Dalvík í þcssum kosningum, þ.e. B-listi Framsóknarflokks, D-listi Sjálf- stæðisflokks og I-listi Alþýóu- bandalags, Alþýðuflokks, Érjáls- lyndra og Þjóðarflokks. B-listi lckk 390 atkvæði cöa 40,7% fylgi og þrjá mcnn kjörna. Bæjarfulltrúar listans veróa Krist- ján Ólafsson, Katrín Sigurjóns- dóttir og Stefán Gunnarsson. D-Iisti fékk 329 atkvæði eða 34,3% fylgi og tvo fulltrúa kjörna. Trausti Þorsteinsson og Svanhild- ur Arnadóttir verða bæjarfulltrúar flokksins áfram. I-Iisti lckk 239 atkvæði eða 24,9% l'ylgi og tvo fulltrúa kjörna. Sæti í bæjarstjórn taka þau Svan- fríður Inga Jónasdóttir og Bjarni Gunnarsson. Á kjörskrá á Dalvík voru 1070 og var kjörsókn 91,8%. Þctta er lítið citt meiri kjörsókn en í síð- ustu bæjarstjórnarkosningum. Þrír af sjö fulltrúum í bæjar- stjórn Dalvíkur sctjast nú þar inn í Frá Menntamálaráðuneytinu Innritun nemenda í framhaldsskóla í Reykjavík fer fram í Miðbæjarskólanum við Fríkirkjuveg dag- ana 1. og 2. júní nk. frá kl. 9-18. Umsóknum fylgi Ijósrit af prófskírteini. Námsráðgjafar veröa til viðtals í Miðbæjarskólan- um innritunardagana. l'yrsta skipti. Þetta cru þau Katrín Sigurjónsdóttir, Stefán Gunnars- son og Bjarni Gunnarsson. Ur bæjarstjórn hverl’a Haukur Snorra- son, Jón K. Gunnarsson, Valdimar Bragason, Guðlaug Björnsdóttir og Gunnar Aðalbjörnsson. JÓH Frá Dalvík. Trausti Þorsteinsson: Kjósendur vilja hvíla okkur Svanfríður Jónasdóttir: Osk kjósenda um breytingar Kristján Ólafsson: Skýr trausts- jdSrlýsing „Eg get ekki annað en lýst yfir vonbrigð- um með úrslit kosninganna. Við töldum okkur hafa góða málefna- lega stöðu en kjósendur hafa metið það með öðrum hætti,“ sagði Trausti Þorsteinsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokks- ins. „Við teljum okkur reyndar skila mjög góóu búi í hendur á nýjum meirihluta. Bærinn er með trausta tjárhagslcga stöðu og einnig verkefnastöóu. Það hcfur veriö mikið framkvæmt hér á liðn- um árunt án þess aó íjárhagsstöðu bæjarsins hafl verið stel'nt í voða. Mér finnst þaó skýr vilji kjósenda að við tökum okkur hvíld og því hljóta I-listi og B-listi að byrja á því að reyna að mynda mciri- hluta." KK „Ég met þessi úrslit í heildina ■PTM „Þetta er mikill og stór sigur og 15 íli# ■ * jri þannig að bæj- V, ] J} „ mikið traust • $jjj 2 sp arbúar hafi tek- sem framsókn- L -i? ið undir þau 1 armenn fá á sjónarmið að sipraii Dalvík. Eg W . |ÉÉ \ hér þurfí breyt- skýri þetta fyrst - , v| ^ ingar. Tilfínn- og fremst með «if \ .. * jWm ing mín er sú að það sé ekkert m m i því að við vor- um málefnaleg Wk\ m einstakt málefni sem ráðið hafi úrslitum heldur sé þetta fyrst og fremst almennur vilji fyrir breytingum,“ segir Svanfríður Jónasdóttir, oddviti I-lista. Ég held að hér hafi verið all- nokkur undirliggjandi óánægja scm hali gosið upp í kosningabar- áttunni cltir að farið var að ræða opinskátt um hlutina. Við urðum mjög mikið vör við það eftir að við fórum aó gagnrýna störf Sjálf- stæðisflokksins að þar var eins og lyft væri loki af potti. Vió hjá I-listanum erum nokk- uð sátt við okkar hlut og í sjálfu sér gerði ég mér ekki vonir um meira.“ JÓH gagnvart kjósendum og höfðum mjög frambærilegan lista. Kjós- endurnir treysta okkur til að vinna í bæjarmálum,“ segir Kristján Ólafsson, oddviti B- lista Framsóknarflokks. Ég tel að við höfum gert hárrétt með því að bjóða fram hreinan lista. Við skulum horfa á aó nú hafa þeir sem kjósa annað en Sjálfstæðisflokk náð fímm fulltrú- um sem hefðu aldrei fengist í samstarfínu. Við skipuleggjum okkur nú innan hópsins fyrir meirihlutavið- ræður og síðan verða næstu leikir skoðaóir." JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.