Dagur - 28.06.1994, Blaðsíða 14

Dagur - 28.06.1994, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 28. júní 1994 MINNINC ^ Sigmundur Guðmundsson Fæddur 26. janúar 1908 - Dáinn 12. júní 1994 Sigmundur Guðmundsson, síðast til heimilis á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri, fæddist á Melum í Ar- neshreppi á Ströndum 26. janúar árið 1908, eitt tólf barna hjónanna Elísabetar Guðmundsdóttur frá Ófeigsfirði og Guðmundar Guð- mundssonar frá Melum. Hann andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að morgni 12. júní. Sigmundur lauk prófi frá Bænda- skólanum á Hvanneyri árió 1928 og var bóndi á Melum frá 1939 til 1962. Síðari ár bjó hann á Akur- eyri. Sigmundur kvæntist árið 1931, Sigrúnu Guðmundsdóttur frá Ólafsvík, uppeldisdóttur prestshjónanna Ingibjargar Jónas- dóttur og Sveins Guðmundssonar. Sigmundur og Sigrún eignuðust fjögur börn. Þau eru: Sveinn Björgvin, f. 1932, Rúnar Heiðar, f. 1933, Guðmundur Pétur, f. 1934, og Elísabet, f. 1936. Barna- börn Sigmundar og Sigrúnar eru 11 og barnabarnabörn eru oróin 24 að tölu. Sigmundur var jarð- sunginn þriðjudaginn 21. júní sl. frá Bústaðakirkjunni í Reykjavík. Tárin sem blikaði á í augum mínum að morgni annars sunnu- dags í júní, voru blandin gleði. Gamli maðurinn var fallinn frá. Þessi sterklegi Strandamaður, sem lengst af eirði ekki við neitt nema erfiða vinnu, fékk nú loks skilið við aðgerðaleysi elliáranna. Hann gat aftur lagt af stað. Tómlæti ævikvöldsins fór beinlínis í taug- arnar á honum. Hann var enda maður þeirrar kynslóðar sem naut þess að vinna. Hvíldin var honum framandi, iójuleysi óþekkt og letin í hans huga eins og hver önnur fötlun. Þegar viö bættist konu- missir, margra ára söknuður, varó sálin meyr. Sigmundur ólst upp við þeirra tíma kröpp kjör í einhverri af- skekktustu sveit á íslandi, í Árnes- hreppi á Ströndum. Sú staðreynd var stolt hans. Þessi afkomandi meintra galdramanna og magn- aðra hákarlafangara var ekki hár í loftinu þegar honum lærðust leik- reglur lífsins. Innan um tignarleg Strandafjöllin, ofan í Trékyllisvík- inni var björgin beggja vegna fjöru og hún varð aðeins sótt með einu móti: af krafti og kappi. Sigmundur og systkini hans ellefu voru öll innan við tvítugt þegar þau misstu föður sinn. Það kom því í hlut hans og annarra eldri systkina aó vinna fyrir heim- ilinu og hjálpa móður sinni að rata fram úr aðsteðjandi vandræðum. Æskuheimilió var Melar, lítió en fjarska líflegt. Það átti fyrir Sig- mundi að liggja aó yrkja þá jörð- ina þegar tímar liðu fram. Hann settist á skólabekk í Bændaskólan- um á Hvanneyri haustið 1926 og eftir tveggja ára nám tók hann sig til og gekk einsamall alla heim- Ieióina noróur í Árneshrepp. Dá- góður spölur, en dugurinn nægur. Fyrst um sinn sá hann um búskap á kirkjujörðinni Ámesi og þar kynntist hann Sigrúnu, verðandi eiginkonu sinni. Hlýlegri, traustari og gáfaðri kona var vandfundin. Þau gengu í hjónaband árið 1931 og á næstu fimm árum varð þeim tjögurra frísklegra bama auðið. Stuttu síðar fluttu þau búferlum að æskujöróinni Melum, þar sem Guðmundur bróðir Sigmundar hafði búskap með höndum. Sig- mundur byggði upp nýbýli og hafa Melar æ síóan verið myndar- legt tvíbýli. Sigrún bjó tjölskyldu sinni af- skaplega vistlegt heimili, þar sem iðja, nýtni og listfengi var í fyrir- rúmi. Sigmundur var krafturinn, hún var hlýjan. Saman bættu þau hvort annað upp og gagnkvæm viróing og ómæld ást skilaði sér beint til krakkanna. Þau voru glæsileg hjón. Búskapurinn átti hug Sigmund- ar allan. Hann elskaði stritið og naut þess að finna svitann leka af sér, þeim mun vissari að vinnan skilaði árangri. Þeir bræður, Guó- mundur og Sigmundur, gerðu Mela að myndarbýli, þar sem allir voru aufúsugestir og í engu vant- aði kostinn þegar komið var um langan veg. Sigmundur fluttist ásamt konu sinni til Akureyrar ár- ið 1962. Þá voru bömin farin hvert í sína áttina. Og hjónin gátu horft stolt á eftir þeim. Þrátt fyrir einangrunina heima í Trékyllisvík höfðu þau komið þeim öllum til mennta, sem var hvorki auðsótt né sjálfgefió á þessum tíma. Sigrún Guðmundsdóttir féll frá árið 1973. Þar fór ein gáfaðasta og hlýjasta kona sem ég hef kynnst, kona sem uppfyllt hafði allar óskir eiginmanns síns um tryggan föru- naut. Söknuður afa míns var mest- ur, og hörð skelin, sem veðrast hafði um árabil, varð þynnri fyrir vikið. Ég kveð ekki aðeins afa minn í dag, heldur og þessa góðu konu sem var hans gersemi. I minning- unni verða þau alltaf saman. Hann kenndi mér að vinna, hún kenndi mér að yrkja. Og til samans kenndu þau mér að virða lífió, virða fólk. Fullur stolts get ég því sagst vera gleðimaður, þeirrar góðu merkingar sem afi minn lagói í það orð. Hann naut þess aó gleójast með góðu fólki, jafnan hrókur alls fagnaöar og hlýtt bros- ið sem lék um andlit hans var bráósmitandi. Kostuleg kímnin var hans annað eóli. Nafni sagði mér eitt sinn að þrennt væri mikil- vægast af öllu í lífinu. Þaö væri iójusemi, bjartsýni og Framsókn- arflokkurinn. Ég hef reynt að halda í heiðri tvennt það fyrr- nefnda, þess fullviss að gamli maðurinn bar virðingu fyrir sjálf- stæðri skoðanamyndun minni. Og sjálfur segi ég þetta að lokum: Lífinu þakkar maöur foreldrum •sínum, sem sjálfir eiga svo for- eldrum sínum allt að þakka. Nafna á ég margt að þakka og svo er einnig um ótal marga sem kveðja hann meó mér í dag. En mest er um vert að minningin um mætan mann mun lifa. Sigmundur Ernir Rúnarsson. Okkur systurnar langar aó minnast Sigmundar afa okkar með nokkr- um orðum. Hann bjó stærstan hluta ævi sinnar noróur í Árnes- hreppi á Ströndum en flutti til Ak- ureyrar árið 1962. Við þær cldri bjuggum á Noróurfirði fyrstu ár ævinnar, en vorum þá það ungar að við munum ekki mikió eftir afa og ömmu á þessum árum. Okkur hefur þó verið sagt frá ýmsu sem liggur hálfgleymt í minningunni frá þessum tíma en glittir þó í þeg- ar bctur er að gáó. Þeim mun bet- ur munum við eftir afa og ömmu eftir að þau höfóu hætt búskap á Melum og voru flutt norður á Ák- ureyri. Þá var það fastur liður að fara til Akureyrar um hverja páska og gista hjá þeim meðan amma lifði. Þessar heimsóknir voru í huga okkar hverju sinni eins og önnur jól, slík var ætíð tilhlökkun- in yllr því að hitta þau og dvclja hjá þeim nokkra daga. Éftir því sem árin lióu þá breyttust aðstæður og heimsókn- irnar urðu strjálli. Afi dvaldi sein- ustu ár ævinnar á dvalarheimilinu Hlíð og átti þar góóa daga. Við minnumst hans seinustu árin sem myndarlegs cldri manns, sem bar aldurinn vel og lét skoóanir sínar umbúöalaust í Ijós á því sem hon- um þótti ástæóa til. Bestu þakkir fyrir allt bæði fyrr og síðar. Blessuð sé minning þín. Legg ég nú bœði lífog önd Ijúfi Jesús, í þína hönd síðast þegar ég sofnafer sitji guðs englar yfir mér. Lára, Sigrún og Katrín. 'Tj* Dýdeif Friðriksdóttir Fædd 14. október 1906 - Dáin 18. júní 1994 Hún Dýrleif í Árgerói er dáin. „Góða hvíthærða konan í hvíta húsinu vió ána", eins og börnin Magnús Sigurjónsson Fæddur 21. janúar 1898 - Dáinn 8. maí 1994 Hinn 8. maí síóastliðinn andaóist hér á Akureyri sá maóur sem um langa ævi hafði vcrió þátttakandi í sönglífi þessa bæjar og við söng- bræóur hans hljótum að minnast með söknuði, virðingu og þökk. Hér er átt við bassasöngvarann rnikla Magnús Sigurjónsson. Hann var fæddur að Holti í Hrafnagilshreppi hinn 21. janúar árió 1898 og var því á 97. aldurs- ári þegar hann kvaddi þetta líf. Foreldrar Magnúsar voru hjónin Guðbjörg Jónsdóttir og Sigurjón Þorkelsson, ábúcndur að Holti. Kona Magnúsar var Guðrún Þ. Jónsdóttir, frá Grund. Þau gengu í hjónaband 24. desember árió 1927 og stofnuðu þá sitt heimili hér á Akureyri og áttu heima hér í bæ æ síðan, síóustu 60 árin í Ægisgötu 1. Guðrún er nú látin fyrir all- mörgum árum. Magnús og Guó- rún eignuðust eina dóttur, Lilju. Hennar maður er Birgir Sveinars- son. Heimili þeirra er í Ægisgötu 1. Magnús Sigurjónsson lærði söðlasmíði hjá Ingimari Jónssyni, söðlasmið á Akureyri, en hann stundaði þá iðn ekki lengi, enda ekki hægt að hafa lifibrauð af slíku handverki, nema að fleira kæmi til. Hann hóf því nám í hús- gagnabólstrun, líklega einnig hjá Ingimari og gerði þá iðn að ævi- starfi. Hann stofnaði sitt eigió verk- stæði í húsgagnabólstrun, hafði oft marga menn í vinnu og útskrifaði nemendur í þessari iðngrein. Magnús var mjög góður hand- verksmaður og allt sem hann lét frá sér fara, var frábærlega vandað og snyrtilega frágengið svo þar þurfti ekki um að bæta. Þó Magn- ús væri ekki þeirrar gerðar að hann vildi trana sér fram, eða sækjast eftir vegtyllum, þá var samt eftir honum tekiö, vegna mannkosta hans og meðfæddra hæfileika. Fljótt á litið virtist manni Magnús vera hægur og ró- legur maður, en þcgar betur var að gáð, var stutt í gamansemina, gleðibros og glampandi hlátur. Sá sem hér heldur á því amboði, scm penni nefnist, kynntist Magnúsi allvel, bæöi í gegnum hans hand- verk og þó öllu fremur í sambandi við sönginn. Við sungum oft saman viö jaróarfarir, einnig í Kirkjukór Ak- ureyrarkirkju, Kantötukór Björg- vins Guðmundssonar, Samkór Ró- berts Abrahams og í Karlakórnum Geysi þegar hann fór í söngför til Norðurlanda vorið 1952. Magnús tók einnig þátt í söngför með Geysi til Vestmannaeyja nokkrum árum síðar. Lengst söng Magnús meó Karlakór Akureyrar og var ef mig misminnir ekki einn af stofn- endum hans. En þekktastur vítt um land er hann þó fyrir söng sinn meö hinum ágæta kvartett, Smára- kvartettinum. Magnús hafði mikla og fagra bassarödd og raddsviðið var meira en almennt gerist með þá tegund raddar. Þessi aldni söngbróðir hcf- ur nú flust til nýrri heimkynna. „En þar bíóa vinir í varpa, sem von er á gesti". Hann var kvaddur hinstu kveðju frá Akureyrarkirkju hinn 17. maí síðastliðinn, gamlir söngfélagar önnuðust söng við þá athöfn og séra Birgir Snæbjörns- son jarðsöng. Guðmundur Gunnarsson. mín nefndu hana. Þar ríkti hún yf- ir þessu fallega húsi með jurta- garói og trjám, þar sem Svarlaóar- dalur speglast í vatnsíletinum hjá víðihólmunum í ánni. Ég þekkti Dýrleifu sem roskna konu og síðast gamla konu og oft þjáða til líkamans. En þessi gamla kona varðveitti vel sinn lífseld til hinstu stundar í trássi við hnignun líkamans. Það átti hún sammerkt með manni sínum, Daníel, sem lifir hana og er kapítuli út af fyrir sig. Frískleiki hennar og lífsfjör skein í gegn. Augun voru alltaf jafn kvik og full af lífi og svip- brigðin i andlitinu jafnmikil og hláturinn dillandi. Að hún hafi verið ung í anda eru ekki fcgrandi skilnaðarorð heldur var raunveru- lega eins og aldur hcnnar biti ekk- ert á sálina. Þetta sást til dæmis á því aó hún hafði alla tíð mikinn áhuga á þjóðmálum og fylgdist meö af athygli. Hún var sósíalisti. Sú afstaóa virtist liggja í blóðinu. Skoðanir sínar á mönnum og mál- efnum líðandi stundar, jafnt sam- úð sem andúð, sagói hún oft meó áherslum líkum því að hana verkj- aði í hjartað. Ekkert síður nú síó- ast cn þegar ég kynntist hcnni fyrst almennilega, sumarið 1970. Annað sem sýndi síungan and- ann var hvernig hún umgekkst æskufólk, t.d. barnabörn sín. Hún var félagi þeirra, eins konar leik- félagi oft og tíðum. Henni var al- veg cólilegt að deila við þau geði á jafnréttisgrunni, cnda sóttust þau mjög í félagsskap hennar. Dýrlcif var vinmörg og átti vini á öllum aldri. Það var einfaldlega af því hvað hún var skcmmtilcg kona. Viðmótið var svo hlýtt, hún var full af áhuga í öllum samræð- um og skopskynið var alveg sér- stakt. Hún var orðheppin og skellti fram safaríkum og bcin- skeyttum athugasemdum. Skemmtilcgast var þegar hún fór aó scgja frá, mcð auðugu orðfær- inu scm lék hcnni á tungu, fjörugu andlitinu og smitandi hlátri. Bók- mcnntir Danícls og munnmcnntir Dýrlcifar stuðluðu jafnt aö því að gcra Árgcrði aó þcim andlcga hrcssingarstað scm það hefur vcr- ið mér um langt árabil. Að skiln- aði þakka ég Dýrleifu innilega fyrir mig. Þórarinn Hjartarson. Birting afmælis- og minningargreina Athygli lesenda cr vakin á því að Dagur birtir afmælis- og minningargreinar án endurgjalds. Greinamar þurfa aó berast blaðinu niinnst tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Þannig þarf grein sem birtast á í þriójudagsblaði að berast blaóinu fyrir hádegi föstudag, grcin í miðvikudagsblað fyrir hádegi mánudag, o.s.frv. Skilyrði er að handrit séu vélrituð. Dagur birtir cinnig frumort afmælis- og minningarljóð og gilda sömu reglur um þau og greinamar. ______________________________________ Ritstj.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.