Dagur - 13.04.1995, Blaðsíða 24

Dagur - 13.04.1995, Blaðsíða 24
 Erum flutt í Hofsbót 4 TRYGGING HT SS, Gríðarleg ásókn í sumarstörf hjá Akureyrarbæ: Umsóknir mun fleiri en störfin Mikil ásókn hefur verið í störf á vegum Akureyrar- bæjar í sumar. Störfin voru aug- lýst fyrir nokkru og rann um- sóknarfrestur út í gær. Karl Jör- undsson, starfsmannastjóri Ak- ureyrarbæjar, sagði að ekki væri enn búið að telja og flokka um- sóknir, en honum sýndist að þær gætu verið á bilinu 700-900. Umsóknir eru aó sögn Karls mun fleiri en áóur. „Við fórum í fyrsta skipti þessa leið í fyrra að auglýsa þetta svona og að þessi mál fari algerlega gegnum starfs- mannadeildina, en þetta er mikill fjöldi.“ Annars vegar er um að ræða umsóknir fyrir 17 ára og eldri og hins vegar unglinga fæddir 1979 eða 16 ára. Til ráðstöfunar eru að sögn Karls um 300 störf fyrir þá sem eru 17 ára og eldri og fá flest- ir vinnu allt sumarió þó væntan- lega verði reynt aó skipta þessu eitthvað milli manna. Síðan eru þeir sem eru 16 ára og þar fá allir 6 vikna vinnu, 7 tíma á dag eða samtals 210 vinnustundir. í þeim aldurshóp er tekið á móti öllum Eyjafjarðarsveit: Minkum banað heima við bæi Minkar hafa sótt talsvert heim að bæjum í vetur og er ástæðan að öllum líkindum sú að þeim hefur gengið illa að afla sér ætis í því tíðarfari sem hefur ríkt. Sverrir Reynisson á Bringu í EyjaQarðarsveit hefur banað fimm minkum á tæpum mánuði, öllum í byggð. Einum mink náði Sverrir í hlöóunni hjá sér og einnig var hann kallaður til að veiða minka á næsta bæ og þamæsta. Eins hafói hann frétt af minkum sem komust inn í hús framar í Eyjafirði. Á a.m.k. tveimur stöðum komust minkar í hænsnakofa og drápu hænur. „Eg gæti trúaó að það væri orö- ið dálítið af mink. Ég náði nokkr- um sl. haust og að undanfömu hef ég orðið var við þó nokkuð af slóðum niður við Eyjafjarðará. Menn sem eru eldri en ég vilja líka meina að það hafi orðió breyting á háttarlagi minksins. Hann sé nú auðveldari í veiði, fljótari aó koma í æti og þess hátt- ar. Hann hefur því kannski minna æti en áður var eða hefur fjölgað.“ Sverrir varó fyrir því á dögun- um að týna tík sem hann var að þjálfa upp sem minkahund. Hann segir að sér sé það algerlega hulið hvemig á þessu geti staðið, hún hafi aldrei sýnt sig í að fara að heiman, en hafi nú horfið gersam- lega. HA Japansmarkaöur: Sárvantar hross Okkur sárvantar hross. Við erum eiginlega búnir með öll hross hér norðvestanlands sem menn vilja láta á Japans- markað. f Japan er góður mark- aður fyrir vel feitt hrossakjöt af sex vetra og eldri. Við vitum að það er meira til af þannig hross- um norðanlands og því höfum við verið að auglýsa,“ sagði Vé- steinn Vésteinsson hjá sláturhúsi Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki, aðspurður um slátrun á hrossum fyrir Japans- markað. Kjötið er úrbeinað og fínunnið í Nýja Bautabúrinu á Akureyri. Kjötið er sent ferskt og ófrosið flugleiðis til Japans. Vésteinn sagði aó markaðurinn væri svip- Það verður rysjótt veður norðanlands um páskana. í dag verður suðvestan átt og snjó- eða slydduél. Á föstu- dagínn langa verður vestlæg átt og strekkingur, hiti um frostmark. Á laugardag verð- ur vestlægari átt og 1-5 stiga hiti. Á páskadag og annan í páskum verður norðan- eða norðaustan átt og éljagang- ur, hiti um frostmark. aður allt árið en mesta framboðið á hrossum til slátrunar er á haust- in. „Menn eru ekki búnir að átta sig á því að ekki selst meira á haustin en á öðrum tímum. Þetta er vaxandi markaóur og mikilvægt að bændur sinni kallinu til aó vióhalda þessum markaði, en hafi ekki bara til hross þegar þeim sjálfum þóknast. Það er gott verð fyrir kjötið, en bændum þykir það ekki hátt því mikið fer í kostnaó," sagði Vésteinn. Sölumióstöð hraðfrystihúsanna er umboðsaðili fyrir hrossakjötið. Nægileg eftirspum er, en illa gengur að anna henni á þessum árstíma. Sláturhús á Hvamms- tanga og Blönduósi hafa einnig lógað fyrir þennan markað og einnig hús á Suðurlandi, auk þess sem slík hrossaslátrun er að hefj- ast á Akureyri. Félag hrossabænda mun taka þátt í flutningskostnaði ef flytja þarf hrossin um langan veg til slátrunar. Á Sauóárkróki var um 80 hrossum lógað í marsmánuði, en þau hafa verió um 50-60 á mánuöi að undanfömu. „Viö þurfum að fá bændur til að hafa hrossin í slátur- hæfu ástandi allt árió um kring, og þau hross sem við höfum fengió í vetur hafa verið í prýðisgóðu standi. Þau hafa verið vel fóóruö,“ sagði Vésteinn. IM sem sækja um og bjóst Karl við að þeir yrðu á bilinu 100-150. Þó sá hópur sé dreginn frá heildar fjölda umsókna, er ljóst að þær eru mun fleiri en þau 300 störf sem eru í boði. „Við stefnum á að fara að vinna úr þessu strax eftir páskana og senda út í stofnanimar þannig að ég geti aftur verið búinn að fá svör um mánaðamótin. Þetta fer að vísu eftir því hversu vel okkur gengur að vinna úr öllum þessum fjölda, en um næstu mánaðamót verðum við vonandi búnir aó af- greiða okkar mál þannig að þetta fólk viti hvar það stendur,“ sagói Karl. HA Krossanesbraut gaf sig Krossanesbraut varð nánast ófær í gær vegna aksturs stórra „trailera“ með uppfyllingarefni frá flotkvíarstæði í Krossaneshöfn. Þess í stað var uppfyll- ingarefninu ekið suður fyrir Strandgötu. Fjórir bílar óku stöðugt möl í veg- inn en hann óðst nánast strax út. GG/Mynd: Robyn Hæstiréttur: Híbýlismenn sýknaðir af kröfum BYK0 Hæstiréttur staðfesti í fyrra- dag sýknudóm héraðsdóms yfir þeim Gísla Braga Hjartar- syni og Páli Alfreðssyni, tveimur þriggja stjórnarmanna og aðal- hluthafa í Híbýli hf. BYKO- Byggingavöruverslun Kópavogs hf. hafði krafist rúmlega Qög- urra milljóna króna í skaðabæt- ur vegna vangoldinnar skuldar sem ekki náðist að greiða þegar Híbýli var tekið til gjaldþrota- skipta árið 1989. Krafa BYKO á hendur stefndu er á því reist að þeir hafi sem stjómarmenn bakað sér skaða- bótaábyrgó með því aó láta félag- ið gangast undir skuldbindingar sem þeir vissu eða máttu vita að það myndi ekki geta efnt réttilega. I dómi Hæstaréttar er þessari kröfu hafnað og sagt að ekkert benti til þess að Gísli Bragi og Páll hafi getað séð þetta fyrir. Þá er á það bent að áfrýjandi hafi lát- ió viðskipti vorið 1989 ganga án þess að láta á það reyna hvort til- mælum hans um persónulegar ábyrgðir af hálfu forsvarsmanna félagsins yrði sinnt en þess átti hann fullan kost. „Verður skaða- bótaábyrgð á hendur stefndu ekki á því byggó, að þeir hafi brugðist honum í þessu efni. Er á það fall- ist með héraðsdómara, að stefndu eigi aö vera sýknir af kröfum áfrýjanda." SV Slippstöðin-Oddi hf. auglýsir eftir iönnemum eftir þriggja ára hlé: Brýnþörf endurnýjunar í vélvirkjun og stálsmíöi Sllppstöðin-Oddi hf. hefur auglýst eftir tveimur nem- um í vélvirkjun og tveimur ncmum í stálsmíði og er áætl- að að þeir hefji störf 1. júní nk. Að sögn Ólafs Sverrisson- ar eru allt að þtjú ár liðin síð- an iðnnemar voru síðast tekn- ir inn til náms hjá Slippstöð- inni-Odda, en ástæða þess er einnig sú að endurnýjun vant- ar alveg í þessar iðngreinar og hér er verið að gera tilraun til að halda í horfinu. Guðmundur Túliníus, fram- kvæmdastjóri, segir aó þörf sé orðin á því að endumýja í þess- um starfsgreinum, þ.e. vélvirkj- un og stálsmíði, og með þessu er geró tilraun til að fá gott, ungt fólk inn í þessar iðngrein- ar. Fyrirtækið þarf einnig að vera í stakk búið til að sinna stærri verkefnum í framtíóinni, og tilvist væntanlegrar flotkvíar eykur vissulega líkur á því. GG Norðurland: Áfengi selt fyrir 160 milijónir kr. Fyrstu þijá mánuði ársins var áfengi selt fyrir rétt um 1,6 milljarð króna í 25 út- sölustöðum ÁTVR vítt og brcitt um landið. Lang stærsta söludeildin er á Stuðlahálsi í Reykjavík en þar var selt áfengi fyrir rúm- ar 326 milljónir króna. í útsölunni í Kringlunni í Reykjavík var áfengi selt fyrir utn 173 milljónir, í Holtagörð- um fyrir um 145 milljónir og í AusturstræU fyrir 115 milljónit króna. A Norðurlandi eru fimm áfengisútsölur og fyrstu þrjá mánuði ársins var selt áfengi í jæim fyrir rúmar 160 milljónir. A Akureyri nam salan um 110 milljónum, á Sauóárkróki tæp- urn 19 milljónum, á Húsavík um 15 milljónum, á Blönduósi rúmum 9 milljónum og á Siglu- firði tæpum 8 milljónum. KK p L. Innanhúss- málning 10 lítrar kr. 4.640,- KAUPLAND Kaupangi • Sími23565 j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.