Dagur - 02.08.1996, Blaðsíða 16

Dagur - 02.08.1996, Blaðsíða 16
HALLÓ AKUREYRI III BOU SI:\ 1 Þl' (.1:11 /R I KK1 I.ÁTIÐ 1-RAMI UÁ 1>I K FARA Riómucopptið svfppnstipa mcó nýhökuóum hrutiökollum I Ivítbtiksrist'aéui' skétusdui' mcé .smjir.sttiktum kiiitifTum *l •rxumcti Kutli ou kollk'kl Kr. 1.790. SMIÐJAN UM HELGINA Stækkunar- framkvæmd- ir í Kröflu hefjast eftir helgi Strax eftir verslunarmanna- helgi hefjast framkvæmdir við stækkun Kröfluvirkjunar. Þar á að bora tvær holur, svo- kallaðar lágþrýstiholur, sem eru um 1000 m djúpar, auk þess sem hreinsa á þriðju holuna, sem boruð var fyrir fimm árum en hefur ekki verið nýtt í langan tíma. Með þessum framkvæmd- um er verið að undirbúa gang- setningu vélar 2 í Kröfluvirkjun og mun þá afl stöðvarinnar auk- ast úr 30 MW í 45 MW. Það eru Jarðboranir hf. sem annast verk- ið og hljóðar kostnarðaráætlun upp á rúmar 120 milljónir. Kröfluvirkjun var á sínum tíma hönnuð fyrir tvær vélar og þær keyptar en af ýsmum ástæðum var aldrei nema önnur vélin sett upp við byggingu virkjunarinnar. Und- anfarin ár hefur sú vél verið keyrð með fullum afköstum yfir vetrar- tímann en sumartíminn hefur ver- ið notaður til viðhalds þar sem Landsvirkjun hefur verið með um- fram orkugetu. „Það er ráðist í þessar fram- kvæmdir til að afla aukinnar orku vegna stækkunar álversins í Straumsvík og annarra stóriðju- framkvæmda sem í bígerð eru. Við verðum að fullnýta þá mögu- leika til raforkuöflunar sem við höfum, og til viðbótar við Kröflu höfum við hækkað stífluna við Blöndulón og skipt um vatnshjól í Búrfellsvirkjun þannig að fram- leiðslugeta virkjunarinnar eykst úr 210 MW í 270 MW. Síðan er ver- ið að bæta vatnsmiðlun á Þjórsár- og Tungnársvæðinu en slíkt gagn- ast virkjunum á því svæði,“ sagði Þorsteinn Hilmarsson, upplýsinga- fulltrúi Lansvirkjunar í samtali við Dag. Við borunina við Kröflu verður notaður borinn Jötunn, sem er heljartæki í eigu Jarðboranna og er nú verið að koma honum fyrir á svæðinu en hann var fluttur norð- ur yfir heiðar á stórum bflum, 26 bílhlöss. Byrjað verður að högg- bora fyrstu 60 metrana en síðan tekur Jötunn við. Alls munu 12 manns starfa við verkið og talið er að það standi fram í miðjan októ- ber. Þessar holur verða þó senni- lega ekki tengdar strax og látnar „blása“ í vetur til að kanna afl þeirra. Þær verða síðan tengdar næsta sumar. SH Q VEÐRIÐ í dag má búast við suðlæg- um áttum á Norðurlandi vestra og fremur skýjuðu veðri með skúrum. Það léttir heldur til með sunnangolu þegar líða tekur á kvöldið. Hiti verður 10 til 16 stig að deginum en 8 til 12 stig yfir nóttina. Á Norðurlandi eystra verður hæg sunnan gola með léttskýjuðu veðri. Hiti verður allt að 20 stig yfir daginn en 8 til 17 stig yfir nóttina. „Það œtla allir til Akureyrar11 Hátíðin Halló Akureyri hófst með formlegum hætti á Ráðhústorgi í gær og var þar mikið um dýrðir og létt yfir mannskapnum, enda veður milt og gott. Eins og kom fram í blaðinu í gær býst Magnús Már Þorvaldsson, framkvæmda- stjóri hátíðarinnar, við allt að 10 þúsund gestum til bæjarins. Þeir Styrmir Karlsson og Þorkell Jóhann Steindal frá Akranesi (á innfelldu myndinni) voru nýbúnir að slá upp tjaldi á Tjaldstæði Akureyrar og voru að undirbúa fimm daga helgi á hátíðinni Halló Akureyri. Þeir komu fljúg- andi á hátíðina í gærmorg- un og lagðist þessi fimm daga helgi vel í þá enda sögðu þeir alla ætla til Ak- ureyrar. Farangurinn var að sögn ekki mikill enda sögðu þeir alltaf hægt að kaupa mat í KEA. hbg/mgh Forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar á förum: Tekur við starfi íþrótta- fulltrúa Mosfellsbæjar Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður Sund- laugar Akureyrar, var á fundi bæjarráðs Mos- fellsbæjar á fimmtudagsmorgun ráðinn íþróttafull- trúi Mosfellsbæjar. Sigurður sagðist aðspurður ekki vita hvenær hann tæki við hinu nýja starfí, ósamið væri við bæjaryfirvöld á Akureyri um starfslok en hann hefði sagt starfi sínu sem for- stöðumanns Sundlaugar Akureyrar lausu. Sigurður hefur unnið gott starf að uppbyggingu Sundlaugar Akureyrar eftir að hann kom til starfa og hefur sundlaugin tekið algjörum stakkaskiptum á þeim tíma. Jóhann Sigurjónsson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir að um nýtt starf sé að ræða en stefnt sé að því að sameina tvö störf; annars vegar starf íþrótta- og tómstundafulltrúa og hins vegar forstöðumanns íþróttamannvirkja og verður starfsheiti hans íþrótta- fulltrúi. Um er að ræða rekstur íþróttamannvirkjanna og þá þætti sem snúið hafa að íþróttamálum í Mos- fellsbæ, m.a. samskipti við íþróttafélögin; ungmenna- félagið Aftureldingu, golfklúbbinn Kjöl og golf- klúbbinn að Bakkakoti auk hestamannafélagsins Harðar. Bæjarstjóri segir að vonandi komi Sigurður sem fyrst til starfa, það ráðist þó af starfslokum hans á Akureyri. GG |Dagur-®tmmn „Sprikklandi frískt fréttablaO" - segir Stefán Jón Hafstein, ritstjóri Dags-Tímans Nýtt dagblað, Dagur-Tíminn, kemur senn fyrir sjónir landsmanna. Blaðið mun hafa þá sérstöðu að verða prentað bæði á Akureyri og í Reykjavík og ritstjórnir verða á báðum stöðum. Dreifing þess verður skjót um landið og slagorð blaðsins vísar til þess að morgunstund gefur gull í mund: „Besti tími dagsins.“ Stefán Jón Hafstein, nýráðinn ritstjóri blaðsins, sagði á fundi með fjölmiðlum í gær að Dagur-Tím- inn yrði fullburða morgunblað sem veitti Iesendum alla grunnþjónustu og núverandi lesendur Dags og Tímans fengju stærra blað en þeir hafa fengið hingað til. „Við stefnum á að skapa nýtt blað á landsvísu sem dafnar á eigin forsendum. Akureyrarritstjóm einbeitir sér að fréttaöflun á Norðurlandi og færir fljótt út kvíamar um landið; framtíðarverkefni hennar er að þróa sterka nærvem um alla „lands- byggð“, ekki bara Norðurland. Reykjavíkurrit- stjóm einbeitir sér að því sem landfræðilega og menningarlega stendur henni næst. Þetta verður sprikklandi frískt fréttablað og fullkomlega óháð stjómmálaflokkum. Dagur-Tíminn verður ekki áróðursblað fyrir tiltekna hagsmuni heldur nytsam- ur upplýsingamiðill um fólk og fyrir fólk, gagnrýn- inn, fræðandi og ferskur. Von okkar er sú að hinn almenni maður um land allt fái hér fjölmiðil fyrir sig,“ sagði Stefán Jón Hafstein. Stefán Jón sagði blaðið verða fyrsta fjölmiðil landsins til að taka upp gjaldfría þjónustulínu fyrir áskrifendur, lesendur og aðra þá sem vilja ná sam- bandi við blaðið. Línan á að undirstrika þjónustu- lundina og það að allir em jafnir gagnvart því, hvar sem er á landinu. Númerið er 800-7080. GG Rimlagordínur (plast-ál-tré) Rúllugardínur (Sólarfilma-myrkva-venjulegar) StrimlagardíM Komdu og líttu ó úrvolíð Q KAUPLAND Kaupangi • Síml 462 3565

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.