Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1994, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1994, Qupperneq 4
26 FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994 : t@nlist Neol Einsteiger -minning um mann Sá válegi atburður gerðist þann 26. september 1993 að ungur maður lést af slysfórum aðeins tvítugur að aldri. Þessi ungi maður hét Pétur Ingi Þor- gilsson og var nemandi i MR og á þessum tíma hafði hann einnig ný- hafið nám við Myndlista- og handíða- skóla Islands. Að sögn vina og vandamanna var Pétur Ingi lista- maður af guðs náð. Auk þess að vera fær myndlistarmaður var hann tón- skáld, söngvari og spilaði á fleiri en eitt hljóðfæri. Sína stuttu ævi tileinkaði hann listinni, listinni að lifa lífmu lifandi. Tónlistin Eftir lát Péturs Inga fóru vinir og vandamenn að grennslast fyrir í eigum hans og komu þá í ljós um það bil 120 kassettur, stútfullar af laga- hugmyndum og fullkláruðum lögum. Auk þess skildi hann eftir sig lögíyrir fjórar árshátíðir hjá MR og tónlistina við leikritið „Drekinn", ásamt Kristjáni Eggertssyni, sem Herranótt setti upp árið 1993. Þessi lög voru ekki látin liggja óhreyfð og til minningar um Pétur Inga er nú að koma út platan „Heitur vindur", 21 lags plata sem sýnir aðeins brot af því sem Pétur fékkst við á sinni stuttu ævi. Það voru vinir Péturs sem stóöu að útgáfu plötunnar sem var tekin upp síðasta vetur og fram á sumar, eftir efnum. Allir tónlistarmennimir gáfu vinnu sína og hljómsveitin sem efnið flytur gengur undir nafninu Neol Einsteiger. ímynduð persóna En hver er Neol Einsteiger? „Nafnið er dregið af nafni á lagi sem Pétur Ingi samdi þegar hann var 13 ára. Þetta var ímynduð persóna og ég held að honum hafi bara þótt nafnið flott“ segir Kristján Eggertsson ein aðaldrifQöðrin í útgáfu þessar minn- ingarplötu. Hljómsveitina Neol Einsteiger skipa eftirtaldir hljóðfæraleikarar: Kristján Eggertsson (söngur/hljóm- borð/gítar), Einar Scheving (tromm- ur), Brynjar M. Óttarsson (gítar), Stefán M. Magnússon (gítar), Eyvindur Sólnes (söngur) og Georg Bjarnason (bassi). í þessari mynd mun hljómsveitin Neol Einsteiger halda áfram störfum um óákveðinn tíma, en við upptökur plötunnar fengu þeir til liðs við sig gestaspilara eins og: Guðmund Pétursson (gítar), Guðlaug Óttar (gítar, m.a. í hljóm- sveitinni Þeyr) og ljóðskáldið Sjón í einum texta á plötunni. Platan kom út nú í vikunni og það er Minn- ingarsjóður Péturs Inga sem gefur út, en Japis sér um dreifingu. Upp- tökumaður var Tómas Tómasson. pltótugagnrýni ► ? 4 Hljómsveitina Neol Einsteiger skipa eftirtaldir hljóðfæraleikarar; Kristján Eggertsson (söngur/hljómborð/gítar), Einar Scheving (trommur), Brynjar M. Óttarsson (gítar), Stefán M. Magnússon (gítar), Eyvindur Sólnes (söngur) og Georg Bjarnason (bassi). Pétur Ingi Þorgilsson á hins vegar heiðurinn af öllum lagasmíðunum. Minningartónleikar Pétur átti marga vini og vanda- menn sem styrktu gerð plötunnar á einn eða annan hátt. Hans hefúr verið minnst á göngum MR, í heimahúsum, með plötuútgáfu og nú á sunnu- daginn, 4. september, verða haldnir sérstakir minningartónleikar um Pétur Inga Þorgilsson. Tónleikamir verða haldnir í Hagaskóla í tilefni af útkomu plötunnar „Heittir vindur“ og hefjast klukkan 21 að staðartíma. Fram kemur hljómsveitin Neol Einsteiger auk gestaspilara. Pétur Ingi er látinn en minning hans lifir. -GBG Prodigy - Music for the Jilted Generation: ★ ★ ★ Platan líður þægilega í gegn, nðgu góð til að virka sem bakgrunnstónlist og einnig til að rifa upp athyglina öðru hverju. -PJ Aerosmith - Pandora's Toys: ★ ★ ★ Þessi gamalgróna hljómsveit virðist eiga langt í land með að dala á ferli sínum. -ÁT Everything butthe Girl - Amplified Heart: ■ ★ ★ ★ Ef ætti að lýsa þessari plötu með einu orði er rétta orðið einmitt ljúf. -SþS Beasty Boys - III - Communications: ★ ★ ★ Óhætt er að mæla með þessari plötu fyrir áhangendur þungs rapprokks. -PJ BBM - Around the IMext Dream: ★ ★ ★ Gömlu mennimir í BBM eru siður en svo að búa til fomleifar. -ÁT Stone Temple Pilots - Purple: ★ ★ ★ Platan vinnur á við endurtekna hlustun og er lesendum bent á að gefast ekki upp við fyrstu hlustun. -GBG David Byrne - David Byrne: ★ ★ ★ Þessi sólóplata Davids Bymes fer tvímælalaust í flokk þess besta sem komið hefur út það sem af er árinu. -SÞS Daisy Chainsaw -... For They Know not What They Do ★ ★ ★ ★ Ein af þeim bestu í ár One Little Indian er „lítið“ útgáfúfyrirtæki í Englandi sem hefur laðað að sér hljómsveitir úr neðan- jarðargeiranum sem vilja ekki láta ráðskast með listsköpun sína. Einn af bestu fulltrúum þessarar útgáfú er hljómsveitin Daisy Chainsaw, ef marka má þessa plötu. Tónlistin er svona miðja vegu milli Sonic Youth og B52s, grunge og græn- ingjapopps. Kannski eins og B52s á sýru og sterum. Hljómsveitin spilar hráa og kraftmikla tónlist með til- heyrandi gítarhávaða og æsingi í trommum og bassa, þótt hún nái ekki að vera eins villt og t.d. grönsið eða pönkið, en söngurinn er yfirleitt rólegri. Daisy Chainsaw skartar kvenkyns söngvara, Belindu Leith, en gallinn við kvenkyns söngvara í svona hljómsveitum er að röddin er yfirleitt of mjúk til aö passa við svo hráa tónlist. Þó eru til undantekningar. Kim Gordon í Sonic Youth getur brenglað röddina í sér svo að hún verði óþekkjanleg. Belinda Leith notar aðra taktík. Textarnir eru samdir þannig að þeir falla mjög vel inn í tónlistina, sem gefúr henni tækifæri til að einbeita sér meira að því að gefa röddinni persónuleika. Hún hljómar oft dulúðug og seiðandi, hvíslar stundum, en öskrar sjaldan, og þá yfirleitt frekar pent. í heildina passar söngstill hennar bara nokkuð vel inn i tónlistina. Rödd hennar nýtur sín einmitt mjög vel í besta lagi plötunnar, Zebra Head sem er virkilega hrátt og kraftmikið lag með góðum texta og kraumandi tilfinningum beisluðum á bak við kraftinn. Önnur góð lög eru Greatest Gods Divine, Voice for a Generation og Looking for an Angel. Þetta er besta platan sem ég hef heyrt nýlega. Harry Connick jr- She ★ ★ ★ ★ Mjúkur töffari Hann var um tíma talinn arftaki Franks Sinatra. Mjúk og þægileg rödd, stórhljómsveit að baki og textar sem fjalla meira og minna um ástina, taktinn og lífiö frá skemmtilegu sjónarhomi. Hér er ekki á ferðinni nein heimspekileg formúla þung- lyndistöffara. Frá því Harry Connick hóf feril sinn hafa ekki orðið nein stakkaskipti á tónlistarstefnu þeirri er hann hefur upp á að bjóða fyrr en nú. Ekki svo að skilja að hann hafi skipt út brassinu og þægilegheit- unum. Hann hefur einungis bætt við. Nýja platan ber merki töffarans mjúka sem er búinn að vera í brans- anum í þónokkum tíma. Fönkáhrif láte á sér kræla og fróðir menn segja honum svipa til Joes Cockers að einhverju leyti, bara mýkri. Á „She“ em 14 lög sem öll innihalda sjarma þessa unga töffara. Hann fer með mann í allan tilfinningaskalann auk þess að bjóða manni upp á mjúkar melódíur sem ættu að geta fallið öllum í geð. Á þessari plötu sem og öðrum em að sjálfsögðu lög sem standa upp úr og em öðrum fremri. í þessu tilfelli era það lögin „She“, „Here Comes The Big Parade", „Trouble", „Funky Dunky" og að mínu mati besta lag plötunnar „(I Could Only) Whisper Your Name“. Harry Connick jr er vaxandi nafii i tónfistarbransanum og má alveg búast við auknum vinsældum hans á næstu árum. Guðjón Bergmann Neil Young - Sleeps with Angels ★ ★ ★ ★ Enn eitt meistara- verkið Enn einu sinni hefúr Neil Young tekist að yfirtrompa sjálfan sig. Það kann að hljóma ótrúlega að maður sem hefúr gefið út sólóplötur í 25 ár hafi enn þann neista og kraft sem þarf til að gera sífellt betur, en þessi nýja plata Youngs ber vott um ein- staka snilligáfú og sannar að hann á mikið eftir enn. Hvort þetta er besta plata sem hann hefur sent frá sér er hreint og klárt smekksatriði; hann á svo ótrúlegan fjölda af frábærum plöt- um að baki. Engum sem á hlýðir dylst þó að þessi plata er mikið meist- araverk og það segir alltþegar Neil Young er annars vegar. A plötunni snýr hann aftur til upphafsáranna/og það er andi platna á borð við Every- body Knows This Is nowhere, After the Goldrash, Harvest og Tonight’s the Night, sem svífur yfir vötnunum og gömlu félagamir í Crazy Horse sjá um undirspilið. Lögin era hvert öðra betra og Young virðist endalaust geta töfrað fram frábærar tónsmíðar úr smiðju sinni. Og fjölbreytnin er mikil þó svo yfirbragðið í heildina sé tregablandin blíða. Hér má finna mjúkt rokk, hrátt rokk, ljúfar ballöður, hráar ballöður, stutt lög, löng lög. Lengsta lagið er hvorki meira né minna en rúmar 14 mínút- ' ur, stórfenglegt blúsrokk a la, Southem Man og Cinnamon Girl. Annars er ekki hægt að taka nein ■, sérstök lög út og benda á sem þau besta á plötunni; hvert og eitt lag getur verðskuldað þann titil. Það þarf því engum blöðum um það að fletta að Sleeps with Angels verður ein af skærustu perlum ársins 1994 og gott ef ekki áratugarins. Sigurður Þór Salvarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.